Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Kvenfélagskonur í Gullbringu- og Kjósarsýslu Gáfu maga- speglunartæki Keflavík - Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu gáfu ný- lega Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nýtt magaspeglunartæki að gjöf. Nýja tækið sem, er af tegundinni Olympus og kostar um 1,6 milljónir króna, mun leysa af gamalt og „Jjreytt" tæki sem fyrir er að sögn Arna Leifssonar læknis sem kynnti tækið við þetta tilefni. Ami sagði að ekki væri hægt að reka nútíma sjúkrahús svo vel færi án þess að hafa slíkt tæki og því kæmi þessi gjöf kvenfélagskvenna sér ákaflega vel. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu er samband kvenfé- laga í Keflavík, Njarðvík, Grinda- vík, Sandgerði, Garði, Vogum, Bessastaðahreppi, Garðabæ, Sel- tjamarnesi, Mosfellsbæ og Kjósar- hreppi - og starfa um 1100 konur í kvenfélögunum sem standa að sam- bandinu. Það var Guðbjörg Vil- hjálmsson formaður sem afhenti nýja tækið og sagði við það tilefni að þær kvenfélagskonur vonuðust til að nýi búnaðurinn kæmi að góð- um notum við greiningar og rann- sóknir á vandamálum í meltingar- vegi skjólstæðinga Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. Morgunblaðið/Björn Blöndal Á tnyndinni eru: Hallgrímur Bogason, formaður Heilbrigðisstofnunar Suðumesja, Árni Leifsson læknir, Konráð Lúðviksson yfirlæknir og Guðbjörg Vilhjálmsson, formaður Kvenfélagasambands Gullbringu- og Kjósarsýslu, við tækið góða. Morgunblaðið/Önundur Björnsson Frá héraðsfundi Rangárvallaprófastsdæmis sem haldinn var 3. okt. sl. í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum. Héraðsfundur Rangárvallaprófastsdæmis Tillaga um að útförum verði útvarpað Breiðabólstað í Fljótshlíð - Sunnu- daginn 3. október sl. var héraðs- fundur Rangárvallaprófastsdæmis haldinn í félagsheimilinu að Heim- landi undir Eyjafjöllum. Fundurinn hófst með guðsþjónustu í Stóra- Dalskirkju þar sem sóknarprestur- inn, sr. Halldór Gunnarsson í Holti, þjónaði fyrir altari og prófastur Rangæinga, sr. Halldóra J. Þorvarð- ardóttir, predikaði. Fundinn sátu 29 fulltrúar sókna prófastsdæmisins ásamt prestunum fjórum sem í pró- fastsdæminu þjóna, en auk fyrr- greindra presta eru það þeir sr. Sig- urður Jónsson, sóknarprestur í Odda, og sr. Önundur S. Björnsson, sóknarprestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Héraðsfundir eru haldnir í sér- hverju prófastsdæmi landsins árlega en þeir eru eins konar aðalfundir kirkjunnar í hverju prófastsdæmi. Fundarefni eru að jafnaði nokkuð svipuð frá ári til árs t.d. skýrslur fulltrúa sem skipa ýmsar nefndir, ráð eða stjórnir. Þannig voru á hér- aðsfundi Rangæinga fluttar ýmsar tölur og skýrslur s.s. yfirlitsræða prófasts, skýrsla frá prestastefnu, æskulýðsnefnd, öldrunarnefnd, Hjálparstarfí kirkjunnar, leik- mannastefnu, kirkjuþingi og kosið í nefndir og stjórnir. Einnig eru lagð- ir fram til samþykktar reikningar héraðssjóðs og þeirra nefnda pró- fastsdæmisins sem hafa einhverja fjárumsýslu á sinni könnu. Fundur þessi fór fram á nokkuð hefðbundinn hátt að öðru leyti en því að athygli vöktu hugmyndir sr. Halldórs Gunnarssonar, kirkjuþing- manns í Holti, um útsendingar Rík- isútvarpsins á kristilegu efni. Hann hafði ýmislegt við dagskrá RUV að athuga, einkum hvað varðar hlut þeirrar stofnunar í miðlun á trúar- legu efni. Einna helst stóð sú hug- mynd hans í fundarmönnum að út- varpa ætti einni útför einhvers stað- ar að af landinu, helst á degi hverj- um. Fylgdi hann því eftir með þeim rökum að útfararathafnir væru einn heppilegasti vettvangur boðunar kristinnar trúar hér á landi og taldi því eðlilegt að RÚV legði kirkjunni lið með slíkum útsendingum. Mun hann hafa flutt svipað mál á kirkju- þingi á liðnu ári, en þar hlaut það ekki brautargengi fremur en á hér- aðsfundi Rangæinga. Að lokum sagðist sr. Halldór eiga sér þann draum að kirkjan eignaðist eigin ljósvakamiðil og gæti með honum náð til allra landsmanna á eigin drif- krafti. Konur reynslunni ríkari Reyðarfirði - Nýlega var haldið á Reyðarfirði námskeiðið Reynslunni ríkari á vegum Atvinnuþróunarfé- lags Austurlands og Fræðslunets Austurlands. Markmiðið var að að- stoða og leiðbeina konum við mót- un viðskiptahugmynda og fara yfir mikilvægi viðskiptaáætlana. Mætt- ar voru 11 konur af svæðinu frá Hornafirði til Vopnafjarðar. Konur sem sumar eru komnar með smá- framleiðslu t.d. bflskúrnum og standa á þeim tímamótum hvort það eigi að stækka fyrirtæki og ráða starfsmenn, aðrar með hug- myndir en skortir þekkingu til að koma þeim á framfæri. Konur fengu það verkefni að stofna fyrirtæki í framleiðslu og reka það í fjögur ár. I lok nám- skeiðsins gerðu þær grein fyrir sínum fyrirtækjum, rökstuddu stofnun íyrirtækisins, innkaup, markaðssetningu, starfsmannahald o.s.frv. og svöruðu spurningum varðandi reksturinn m.a. frá starfsmönnum Þróunarstofu At- Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Efri röð frá vinstri: Katrín Guðniundsdóttir, Eskifirði, Ásta Matthías- dóttir, Eskifirði, Ásdís Bóasdóttir, Eskifirði, Steinunn Sigurðardóttir, Reyðarfirði, María Guðjónsdóttir, Norðfirði, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Hornafirði, fremri röð f.v. Hallfríður Bjarnadóttir, Reyðarfirði, Erla Jónsdóttir, Egilsstöðum, Hildur Methúsalemsdóttir, Eskifirði, Geir- þrúður Jónsdóttir, Vopnafirði, Aðalheiður Haraldsdóttir, Hornafirði. vinnuþróunarfélags Austurlands sem viðstaddir voru námskeiðslok. Leiðbeinendur voru viðskipta- fræðingarnir Guðbjörg Pétursdótt- ir og Erna Reynisdóttir. Nám- skeiðið var styrkt af Nýsköpunar- sjóði atvinnulífsins og Ataki til at- vinnusköpunar. Lada-bif- reið verð- ur Benz Það verður sjálfsagt seint sem Mercedez Benz-eiganda kemur til hugar að hengja Lada-merki á eðalvagn sinn á þennan hátt. En ljóst er að þennan Lada Sport langar til að vera Mercedes Benz nema þá að cigandinn sé forsjáll, láti sér merkið nægja og sleppi því að slá bílalán fyrir Mercedes Morgunblaðið/Önundur Björnsson Hleðslumennirnir Viðar Bjarnason, bóndi og sóknamefndarformaður í Ásólfsskála (t.v.), og Jón Ólafsson, bóndi og sóknarnefndarformaður á Kirkjulæk. Á myndinni standa þeir við vegghleðsluna og stéttina. Hlíðarendakirkju- garður hlaðinn Hlíðarendakirkja í Fljótshlíð. Hún átti 100 ára afmæli á miðju sl. ári og var þá lokið við gagngerar endurbætur hennar og umhverfi. Bcðið er eftir að bárujárnið veðrist, svo hægt verði að mála hana að utan. Breiðabólstað í Fljóts- hltð - Undanfarna daga hefur verið unnið að grjóthleðslu norður- veggjar kirkjugarðsins á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Lokið var við að gera upp hina fogru kirkju sem þar stendur á sl. ári. Hins vegar hafa erfingj- ar Hlíðarendajarðarinn- ar ekki komið sér saman um hvemig best verður að málum staðið með viðhald og eignir sem þar eru. Fyrir allmörgum ár- um var hlöðnum grjót- vegg sem afmarkaði norðurhluta kirkjugarðsins á Hlíðar- enda rutt niður. Grjótið sem var í þeirri hleðslu hefur legið í jarðvegin- um síðan þá og verið heldur til að rýra fegurð staðarins. Fyrir skemmstu var tekin ákvörðun um að endurhlaða vegginn ásamt gangstétt meðfram honum og fékkst til þess styrkur frá kirkjugarðssjóði. Til verksins voru fengnir hleðslu- mennirnir Jón Ólafsson bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð, en hann er for- Bjamason bóndi í Ásólfsskála, sem einnig er sóknarnefndarformaður í sinni sókn undir Eyjafjöllum. Þessum góðu hleðslumönnum hefur unnist verkið hratt og vel, enda báðir kirkj- unnar menn og vilja veg hennar sem mestan. Óhætt er að segja að sóknarnefnd Hlíðarendasóknar hafi lyft grettistaki með endurnýjun kirlgunnar og síðan þessu framtaki og það án þess að skuldsetja sóknarsjóð sem ekki er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.