Morgunblaðið - 09.10.1999, Page 27

Morgunblaðið - 09.10.1999, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 27 VIÐSKIPTI r 10 stærstu hluthafar 17. september 1999 Hlutafé, nafnverð, kr. Eignar- hluti, % 1 Össur Kristinsson 105.414.890 49,74% 2 Kaupthing Luxembourg S.A. 13.937.460 6,58% 3 Bjarni Össurarson 8.192.524 3,87% 4 Lilja Össurardóttir 8.192.524 3,87% 5 Kaupþing, Eignastýring 6.420.000 3,03% 6 Hlutabráfasjóðurinn Auðlind hf. 4.834.783 2,28% 7 Hraf nhildur Thoroddsen 4.000.016 1,89% 8 Ingibjörg Kristínsdóttir 4.000.016 1,89% 9 Kristín Rafnar 3.733.333 1,76% 10 Hávaxtafálagið, sjóður 9 3.000.000 1,42% 10 stærstu samtals: 161.725.546 76,33% Hluthafaskrá Össurar hf. eftir hlutafjárútboð Tilboð bárust frá 59 aðilum í TILBOÐSHLUTA hlutafjárút- boðs Össurar hf. sem lauk 17. sept- ember sl. voru 22,8 milljónir króna að nafnvirði í boði. Alls bárust 229 tilboð að nafnvirði 69,3 milljónir króna frá 59 tilboðsgjöfum og hóp- um, að því er fram kemur í tilkynn- ingu til Verðbréfaþings Islands. Umframeftirspurn var ríflega þreföld. Hæst var boðið í hlutafé á genginu 33 en lægst var tilboðum tekið á genginu 29,53. Meðalgengi þeirra tilboða sem tekið var var 31. Söluandvirði tilboðshlutans var 76,8 milljónir króna. í tilboðshlutanum bárust yfirleitt fleiri en eitt tilboð á mismunandi gengi frá hverjum tilboðsgjafa. Af þeim tiiboðum sem tekið var fékk Kaupþing eignastýring mest eða 6,42 milljónir að nafnvirði. Hluta- bréfasjóðurinn Auðlind keypti að nafnvirði 4.834.783 krónur og Há- vöxtunarfélagið sjóður 9 keypti hlutabréf fyrir 3 milljónir að nafn- virði. Þrír aðilar buðu í hlutafé á genginu 33 sem var hæsta gengið. Global Equities, Hávöxtunarfélagið sjóður 1 og Icelandic Equities buðu í 200.000 krónur að nafnvirði hver á því gengi. Allir þessir aðilar eru á vegum Kaupþings, en samtals er eignarhluturinn um 13,3%. Eftir hlutafjárútboð Össurar hf. er Össur Kristinsson eftir sem áður stærsti hluthafi með 49,74% hlut eða rúmar 105,4 milljónir að nafn- verði. Kaupthing Luxembourg á 6,58% eða tæpar 14 milljónir að nafnverði, aðrir hluthafar eru það- an af minni, eins og sést á meðfylgj- andi töflu yftr tíu stærstu hluthafa í Össuri hf. Össur hf. verður skráð á Aðall- ista Verðbréfaþings Islands á mánudag. Volvo og Mitsubishi taka saman höndum Stokkhólmi. Reuters. VOLVO hefur tekið höndum sam- an með Mitsubishi Motors í Japan um stofnun stærsta flutningabíla- fyrirtækis heims, að sögn fyrir- tækjanna. Aðeins nokkrum vikum eftir að Volvo samdi um kaup á sænska keppinautinum Scania hefur Volvo skýrt frá stefnumarkandi banda- lagi við Mitsubishi, sem gerir ráð fyrir nýjum framleiðslutegundum á sviði lítilla og meðalstórra flutn- ingabíla og betri aðgangi að ört vaxandi markaði Asíu. Mitsubishi mun aðskilja flutn- ingabíla- og almenningsvagna- deildir sínar, sem munu tilheyra sérstakri deild, sem Volvo mun eignast 19,9% hlut í. Volvo mun einnig kaupa 5% hlut í Mitsubishi Motors í sambandi við útgáfu nýrra hlutabréfa. Hið skuldum vafna Mitsubishi-fyrir- tæki kaupir 1% í Volvo á núver- andi markaðsverði og 4% til við- bótar, ef efni leyfa, fyrir árið 2002. Bréfin verða alls um 620 milljónir dollara virði miðað við núverandi verðgildi. Gömul samvinna Fyrirtækin hafa lengi haft með sér samvinnu og hafa bundizt sam- tökum til að draga úr kostnaði og njóta góðs af samvirkni, en fyrst og fremst vegna þess að fyrirtækin verða að stækka vegna mikillar endurskipulagningar í bílaiðnaði. Viðrögð fjárfesta báru vott um gætni. Verð bréfa í Volvo lækkuðu um eina og hálfa sænska krónu úr 122,50 krónum. Bréf í Mitsubishi, sem mun selja um 270 milljónir nýrra hlutabréfa, hækkuðu hins vegar um 12% í 678 jen. Fyrr á þessu ári seldi Volvo fólks- bfladeild sína, sem fyrirtækið hefur verið kunnast fyrir, bandaríska bfla- framleiðandum Ford. Nokkrum mánuðum síðar gerði fyrirtækið samning um að kaupa Scania fyrir 60,7 milljarða sænskra króna og verður hið nýja fyrirtæki mesti vöi'ubílaframleiðandi Evrópu og sá næststærsti heiminum á eftii' Daim- lerChrysler. Með Mitsubishi-samn- ingnum er gengið skrefi lengra. ------------------------ Roche selur meira af Genotech Zurich. Reuters ROCHE HOLDING AG í Sviss hyggst selja fleiri Genentech-hluta- bréf og gefa út skiptanleg hlutabréf í umrædu lyftæknifyrirtæki. Með þessu móti væri hægt að afla um 4,8 milljarða dollara, að sögn sér- fræðinga. Þessi óvænta sala hefur valdið vangaveltum um að hið kunna svissneska lyfjafyrirtækið muni nota afraksturinn til að kaupa fyrir- tæki vegna þess að mikil samþjöpp- un fer fram í lyfjageiranum. Aðrir sérfræðingar telja að Roche vilji greiða niður skuldir vegna kaupa fyrirtækisins 1997 á Corange, eignarhaldsfélagi Böhrin- ger Corang, áður en Roche réðist í fleiri fyrirtækjakaup. Þegar ástirí knýr óvænt dyra ertu þá tilbúin aö hleypa henni inn? F R A N K I E 0 G J 0 H N N. Y FÖS 8/10 Frumsýning UPPSELT Miö 13/10 2. sýning UPPSELT Lau 16/10 3. sýning UPPSELT Fim 21/10 4. sýning UPPSELT Fös 22/10 AUKASÝNING - laus sæti Miö 27/10 5. sýning UPPSELT Lau 30/10 AUKASÝNING - laus sæti Forsala hafin á sýningar í nóvember Tryggið ykkur miöa í tíma Miðasölusími 5 30 30 30 Landsbanki Islands

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.