Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Ársfundur Norður-Atlantshafssj ávarspendýraráðsins
Morgunblaðið/Kristján
Kristín Haraldsdóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar t.v.,
Amalie Jessen, nýkjörinn formaður NAMMCO, og Arnór Halldórsson,
fráfarandi formaður, að loknum fundinum í gær. Nýting sjávarspen-
dýra er þeim hugleikin en Amalie er í selskinnsjakka úr hringanóra og
vöðusel, en Arnór ber bindi úr vöðuselsskinni.
Hvala-
stofnar
of stórir
AMALIE Jessen frá Grænlandi var
kjörin formaður Norður-Atlants-
hafssjávarspendýraráðsins,
' NAMMCO, á ársfundi ráðsins sem
lauk á Akureyri í gær. Hún mun
gegna formennsku í ráðinu til næstu
tveggja ára og tekur við af Arnóri
Halldórssyni. Kaj P. Mortensen frá
Færeyjum var kjörinn varaformaður
ráðsins.
Á fundinum var farið yfir ráðgjöf
vísindanefndar ráðsins, þar á meðal
nýja úttekt hennar um ástand og
veiðiþol langreyðarstofnsins við ís-
land. Ástand stofnsins er að mati vís-
indanefndarinnar gott og er talið að
veiðar á 200 dýrum árlega næstu 10
ár muni ekki minnka stofninn niður
fyrir 70% af því sem stofninn er tal-
inn hafa verið áður en veiðar hófust í
Iok síðustu aldar þótt gengið sé út
frá varfærnustu forsendum. Vegna
óvissu í stofngerð telur vísinda-
nefndin rétt að mælast til að veiðun-
um verði dreift innan Austur-Græn-
lands/Islands-svæðisins í samræmi
'við hlutfallslega dreifíngu langreyð-
arstofnsins á því svæði.
Mælt er með auknum rannsóknum
á langreyð, m.a. til að svara spurn-
ingum um stofngerð, en talið er að
um sjö stofngerðir langreyða sé að
ræða. Rætt var um efnafræðirann-
sóknir til að bera saman dýr af mis-
munandi svæðum og eins með gervi-
tunglarannsóknum til að vita meira
um ferðir þessara dýra. Næsta verk-
efni er hins vegar að rannsaka lang-
reyðar við Færeyjar, en Færeyingar
hafa óskað eftir að NAMMCO geri
útttekt á langreyðarstofninum við
eyjarnar.
Á fundinum var mælt með því að
auka veiðar á vöðusel og blöðrusel í
Barentshafi og við Grænland. Stofn-
arnir væru of stórir og því mælt með
auknum kvóta. Mikið er af vöðusel í
hafinu norður af Islandi. Hann hefur
sést við Kolbeinsey og vitað að vöður
hafa komið inn í lögsögu Islands og
þykir vert að gefa því gaum. Sjó-
menn sem stunda netaveiðar fyrir
Norðurlandi hafa ekki farið varhluta
af sístækkandi selastofnum, en sel-
urinn hefur leikið fisk í netum grátt,
rifið hann á hol og étið lifrina.
Þá var á fundinum fjallað um
hvalatalningar, en síðast var farið í
hvalatalningu árið 1995 og stefnt að
því að fara slíka leiðangra á 5-6 ára
fresti.
Flokkaraframleiðandinn Style ehf. telur að sér vegið
Höfðar mál vegna
dreifíngar teikninga
STYLE ehf. í Garðabæ hefur höfðað
mál á hendur Traustri þekkingu ehf.
í Reykjavík fyrir að eigna sér hönn-
un og smíði á fiskflokkunarvél og
gefa ranglega til kynna að fyrirtæk-
ið hafi og geti smíðað slíkar vélar.
Style ehf. hefur um margra ára
skeið hannað og smíðað fiskflokkun-
arvélar og selt um 40 slíkar vélar
hérlendis en einnig til útlanda. I
stefnu fyrirtækisins á hendur
Traustrar þekkingar ehf. segir að á
íslensku sjávarútvegssýningunni
sem haldin var í Kópavogi í septem-
ber sl. hafi forsvarsmenn Style ehf.
komist að því að Traust þekking ehf.
dreifði þar bæklingum sem höfðu að
geyma auglýsingar á vélum til
loðnuvinnslu og þar hafi m.a. verið
að finna ljósmyndir af fiskflokkunar-
vél sem sýnt þyki að Style ehf. seldi
Granda hf. árið 1997. Krafist var
lögbanns vegna dreifingar bæk-
lingsins og var lögbannið lagt á und-
ir lok næstsíðasta sýningardags.
Segir ennfremur í stefnunni að
Traust þekking ehf. hafi birt á
heimasíðu sinni á veraldarvefnum
teikningu af fiskflokkara fyrir loðnu,
sfld og eldisfisk sem sé nákvæm eft-
irlíking af teikningu af Style-flokk-
unarvélum. Ennfremur hafi for-
svarsmenn Traustrar þekkingar ehf.
farið um landið á undanförnum ár-
um með auglýsingbækling sinn þar
sem eftirlíkingu af teikningunni af
flokkunarvél Style ehf. er að finna
og boðið útgerðum fiskflokkunarvél-
ar til sölu. Telur stefnandi að með
þessu framferði sínu sé Traust
þekking ehf. að eigna sér vinnu, orð-
spor og reynslu sem Style ehf. hefur
áunnið sér, sjálfum sér til fram-
dráttar.
Fjárhagslegur skaði
Krafa um bótakröfu á hendur
stefnanda byggist á því að Traust
þekking ehf. hafi með framferði sínu
skaðað hagsmuni Style ehf. veru-
lega. I kröfunni segir að á nýafstað-
inni sjávarútvegssýningu í Kópavogi
hafí Traustri þekkingu ehf. tekist að
slá ryki í augu sýningargesta þar
sem margir þeirra hafi velt fyrir sér
hver raunverulegur hönnuður þess-
ara fiskflokkunarvélar væri. Útgáfa
og dreifing Traustrar þekkingar á
umræddu auglýsingaefni hafi skað-
að það traust sem Style ehf. nýtur
meðal viðskiptavina sinna og hugs-
anlegra kaupenda. Það hafi svo aft-
ur áhrif á sölu Style ehf. á fram-
leiðslu sinni og því skaðað fyrirtæk-
ið fjárhagslega.
Stefnandi, Style ehf., fer fram á
að dreifing auglýsingabæklingsins
verði bönnuð, sem og dreifing
Traustrar þekkingar ehf. á auglýs-
ingaefni á veraldarvefnum. Enn-
fremur er farið fram á skaðabætur
að upphæð 1 milljón króna.
Síldveiðar Rússa í landhelginni
Reglugerð breytt
í KJÖLFAR rannsóknar á meintu
landhelgisbroti rússneska togarans
Murman-2 fyrir helgi hefur reglu-
gerð um heimild færeyskra,
norskra og rússneskra skipa til
sfldveiða við ísland á árinu 1999
verið breytt en rannsókn málsins
var hætt að fenginni afstöðu Land-
helgisgæslu Islands, eins og Morg-
unblaðið greindi frá á miðvikudag.
í 3. grein fyrmefndrar reglu-
gerðar segir meðal annars að ekki
skulu fleiri en 20 rússnesk skip
hafa veiðileyfi og er þeim óheimilt
að stunda síldveiðar innan línu sem
dregin er milli þriggja skilgreindra
punkta. Á eftir orðunum innan línu
er bætt við orðinu „vestan" innan
sviga til að ekki fari á milli mála
hvað við er átt en skipstjóri rúss-
neska togarans misskildi reglu-
gerðina, taldi að hann mætti veiða
alls staðar innan landhelginnar
nema innan þríhyrnings sem
punktarnir afmörkuðu.
Við yfirheyrslur á Eskifirði kom
fyrrnefndur skilningur fram hjá
skipstjóranum. Gísli M. Auðbergs-
son, lögfræðingur á Eskifirði og
verjandi skipstjórans, segir að
breytingin hafi verið óumflýjanleg
því þótt hugmynd stjórnvalda með
reglugerðinni hafi verið sú að draga
ætti línu frá A til C í gegnum B og
veiðiheimild Rússa væri aðeins
austan við hana hefði allt eins mátt
túlka reglugerðina þannig að á milli
þessara þriggja punkta væru
dregnar þrjár línur. „Þannig fæst
þríhyrningur og innan hans er
bannsvæðið eins og skipstjórinn
skildi þetta. Sá skilningur var jafn
réttmætur og hinn og ekki er hægt
að refsa með tvíræða refsiheimild."
Vill ekki
tjá sig
ÁRNI M. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, vildi ekki tjá
sig um beiðni bæjarstjórnar
Vesturbyggðar um að leigja
frá sér byggðarkvóta sveitar-
félagsins, þegar Morgunblaðið
leitaði álits hans á tillögunni í
gær. Eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær hefur
bæjarstjórn Vesturbyggðar
farið þess á leit við stjórn
Byggðastofnunar að sveitarfé-
laginu verði heimilað að leigja
byggðarkvótan sem því hefur
verið úthlutað, samtals 205
tonn, hæstbjóðanda sam-
kvæmt ákveðnum skilyrðum.
Stjórnarformaður Byggða-
stofnunar hefur þegar hafnað
tillögunni.
Kurt Waldheim verst erlendum afskipt-
um af austurrískum stjórnmálum
Austurríki ekki
land hægriöfga
Vín. AP.
KURT Waldheim, fyi-rverandi for-
seti Austurríkis sem var meinað að
ferðast til Bandaríkjanna vegna for-
tíðar hans sem hermanns Þriðja rík-
isins í síðari heimsstyrjöld, segir er-
lenda gagnrýnendur ekki hafa neinn
rétt á því að segja Austurríkismönn-
um fyrir um hvernig þeim beri að
velja sér menn til pólitískrar forystu.
Waldheim tjáði austmrísku frétta-
stofunni APA að hið alþjóðlega írafár
yfir þeim möguleika að Frelsisflokk-
ur Jörgs Haiders kynni að komast í
stjórn væri „gersamlega óviðeig-
andi“.
Frelsisflokkurinn, sem byggði
kosningabaráttu sína meðal annars á
áróðri gegn innflytjendum, hlaut um
27% atkvæða í þingkosningum um
síðustu helgi, og náði fleiri atkvæðum
en Þjóðarflokkurinn, sem er kristileg-
ur demókrataflokkur og hefur verið
saman í stjórn með Jafnaðarmanna-
flokknum undanfarin 13 ár. Þetta hef-
ur aukið líkumar á því að Frelsis-
flokkurinn komist í stjóm. Ómögu-
legt er þó að fullyrða um það enn, þar
sem flóknar stjórnarmyndunarvið-
ræður era framundan. Talningu um
200.000 utankjörstaðaatkvæða er
heldur ekki lokið enn, sem gerir að
verkum að ekki er enn fullljóst hvaða
flokkur er annar stærsti flokkm’
landsins eftir kosningai-nar, Þjóðar-
flokkmánn eða Frelsisflokkurinn.
Ekki hugmyndafræði
Viktor Klima kanzlari ítrekaði í
gær að Jafnaðarmannaflokkurinn
útilokaði stjórnarsamstarf með
Frelsisflokknum. Klima sagði hins
vegar á fundi með Thomas Klestil
forseta, sem hefur falið Klima stjóm-
armyndunaramboðið sem leiðtoga
stærsta flokksins, að íTkisstjórnin
yrði að gera allt sem hún gæti til að
sannfæra umheiminn um að Austur-
ríki væri ekki „land hægriöfga-
manna“.
Waldheim tjáði APA að það væri
„ekki í höndum útlendinga að segja
Austurrfldsmönnum fyrir um hverja
þeir veldu til setu í ríkisstjórn og
hverja ekki“. Sagðist Waldheim, sem
auk þess að hafa verið forseti Austur-
ríkis á níunda ái’atugnum gegndi
embætti framkvæmdastjóra Samein-
uðu þjóðanna á áttunda áratugnum,
sannfærður um að meirihluti kjós-
enda Frelsisflokksins hefðu ekki látið
hugmyndafræði stýra því hvernig
þeir greiddu atkvæði heldur djúp-
stæð löngun til breytinga eftir 13 ára
óslitna valdatíð „stóru samsteypu"
jafnaðarmanna og Þjóðarflokksins.
Harkaleg viðbrögð í ísrael
David Levy, utanríkisráðherra
Israels, hefur varað við því að ísrael
muni „endumieta" samband sitt við
Austun-íki komist Haider í stjórn.
Haider svaraði þessu með því að
segja viðbrögð ísraela „móðursýkis-
leg“.
Hin hálfopinbera „Gyðingdóms-
stofnun“ í Israel greindi frá því í
fyrradag að sendimaður stofnunar-
innar færi til Austurríkis til að hvetja
hina u.þ.b. 9000 gyðinga sem búspttir
era í Austurríki til að flytja til Isra-
els. En Ariel Muzikant, talsmaður
samtaka austurrískra gyðinga, sagði
niðurstöðu þingkosninganna „hreint
innanríkismál".
Bandaríkjamenn deila um bann
við kjarnorkutilraunum
Stefmr í að
þingið hafni
samningnum
Washingrton, New York. Reuters, AP.
TALIÐ er útséð um að öldungadeild
Bandaríkjaþings samþykki samning-
inn um allsherjarbann við kjarn-
orkusprengingum í tilraunaskyni í
atkvæðagreiðslu sem ráðgerð er á
þriðjudag. Bandai’íkjastjórn beitir
sér nú fyrir því að atkvæðagreiðsl-
unni verði frestað í von um að geta
aukið stuðninginn við hann meðal
þingmanna deildarinnar.
Madeleine Albright, utanríkisráð-
herra Bandai’íkjanna, ávarpaði utan-
ríkismálanefnd öldungadeildarinnar
í fyrradag og sagði samninginn mik-
ilvægari en svo að hægt yrði að ræða
hann til fullnustu á þeim stutta tíma
sem leiðtogar repúblikana hafa
ákveðið.
Jesse Helms, foimaður nefndar-
innar og andstæðingur samningsins,
sagði hins vegar að ef Bill Clinton
forseti vildi að atkvæðagi’eiðslunni
yrði frestað þyrfti hún að fara fram
eftir forsetakosningarnar á næsta
ári.
Trent Lott, leiðtogi repúblikana í
öldungadeildinni, ákvað að fresta
ekki umræðunni um samninginn og
hún hófst í gær. Stuðningsmenn til-
raunabannsins viðurkenndu að
samningurinn myndi ekki fá þau 67
atkvæði sem þarf til að hann verði
samþykktur.
Fari svo að samningurinn verði
ekki staðfestur yrði það í fyrsta sinn
í sögunni sem Bandaríkjaþing hafn-
ar samningi sem miðar að því að tak-
marka vígbúnað í heiminum.
Reuters
William Cohen
Blair, Chirac og Schröder
blanda sér í umræðuna
Alls 154 ríki hafa undirritað samn-
inginn um bann við kjarnorkutil-
raunum en aðeins tvö kjarnorkuveld-
anna, Bretland og Frakkland, hafa
staðfest hann. I samningnum er
kveðið á um að hann gangi ekki í
gildi nema 44 ríki, sem geta framleitt
kjarnavopn, undirriti hann, en að-
eins 26 þeirra hafa gert það.
Leiðtogar Bretlands, Frakklands
og Þýskalands skoruðu á öldunga-
deildina að samþykkja samninginn í
sameiginlegri grein sem birt var í
New York Times í gær.
Þeir sögðu að ef öldungadeildin
hafnaði samningnum gæti það orðið
til þess að önnur ríki, sem hafa hald-
ið að sér höndum, ákvæðu að stað-
festa hann ekki. Með því að hafna
samningnum myndi öldungadeildin
ýta undir frekari útbreiðslu kjarna-
vopna í heiminum og valda ágrein-
ingi innan Atlantshafsbandalagsins.