Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 29 ERLENT Fyrsta flótta- fólkið snýr aftur til Dili Reuters Glaðbeittir A-Tímorbúar veifa í átt að flóttamönnum er sneru aftur til landsins eftir mánaðarveru í V-Tímor. Dili, Suai, Jakarta. Reuters. FLUTNINGAR á Austur-Tímor- um úr flóttamannabúðunum í Vest- ur-Tímor hófust í gær þegar tvær flugvélar fluttu um 170 flóttamenn til Dili, höfuðstaðar Austur- Tímors. Stefnt er að því að þangað verði farnar tvær ferðir á dag með flóttafólk frá Kupang, höfuðstað Vestur-Tímor, sem tilheyrir Indónesíu. Um 90 manns voru í fyrstu flug- vélinni sem kom með flóttafólk til Dili. Ungur maður kyssti malbikið á flugbrautinni meðan ástralskir hermenn í friðargæsluliði Samein- uðu þjóðanna fylgdust með. „Ég er himinlifandi yfir þvi að vera kom- inn hingað aftur, vegna þess að þetta er heimaland okkar og við fæddumst hér,“ sagði hann. Flóttafólkið var flutt í frönskum herbílum á íþróttaleikvang í Dili þar sem friðargæsluliðið hefur komið upp flóttamannabúðum. Hundruð íbúa borgarinnar stóðu á götunum til að fagna flóttafólkinu. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna áætla að um 250.000 Austur- Tímorar - tæpur þriðjungur íbúa landsins - hafi flúið heimkynni sín vegna árása vígahópa, sem eru andvígir aðskilnaði landsins frá Indónesíu, eftir að íbúarnir sam- þykktu sjálfstæði með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu 30. ágúst. Um 200.000 Austur-Tímorar fóru til Vestur-Tímors og hermt er að vígahóparnir hafi hrakið marga þeirra þangað með valdi. Öldruð kona meðal flóttafólksins sem kom til Dili sagði að ástandið í flóttamannabúðunum í Vestur- Tímor væri hörmulegt. „Það var ekkert vatn, þannig að margir voru veikir og sumir þeirra urðu að liggja á jörðinni - það var ekkert pláss fyrir þá - og þeir dóu af þeim sökum,“ sagði hún. Jimmy Carter, fyri-verandi Bandaríkjaforseti, segir að margar flóttamannabúðanna í Vestur- Tímor séu undir stjórn víga- hópanna, sem njóti „í nokkrum til- vikum stuðnings indónesískra her- og lögreglumanna". Stjórn Indónesíu skýrði frá því í gær að um 600 austur-tímorskir hermenn hefðu tilkynnt að þeir væru hættir störfum fyrir her landsins. Óttast er að þeir hafi gengið til liðs við vígahópa í Vest- ur-Tímor sem hafa hótað árásum á friðargæslulið Sameinuðu þjóð- anna. Flóttafólk snýr aftur til byggða Flóttafólk er einnig tekið að streyma til bæjarins Suai eftir að hafa verið í felum í skógum og fjöll- um í nágrenninu af ótta við víga- mennina. „Við komum hingað í morgun og sáum að allt hafði verið eyðilagt," sagði einn flóttamann- anna. „Við heyrðum í útvarpinu að friðargæsluliðið væri komið í bæ- inn og við töldum óhætt að koma hingað aftur.“ Flóttamennirnir sögðu að þús- undir manna hefðust enn við í fjöll- unum nálægt Suai og mjög brýnt væri að koma til þeirra matvælum og lyfjum. „Margir þeirra eru sjúk- ir og allir svangir. Þeir þurfa hjálp sem allra fyrst.“ Hermenn friðargæsluliðsins réð- ust inn í hús í Suai til að handtaka vígamenn og leggja hald á vopn þeirra. Vígahóparnir höfðu farið ránshendi um bæinn og þorp í ná- grenninu og kveikt í mörgum hús- anna. Titlarnir f auglýsingunni eru í takmörkuðu upplagi Mætið tímanlega 03 tryggið ykkur góða tónlist á góðu verði 50-90% afsláttur HAGKAUP Meira úrval - betri kaup opið frá 10 - 20 virka daga • 10-18 laugardaga «12-18 sunnudaga Aðeins tveir dagar eftir af stórútsölu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.