Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 Gelgjuskeiðið Hugsanlegt að heimfæra ferómónakenninguna upp á fólk. Netið Sjúklingarnir hafa jafn- vel meiri upplýsingar en læknarnir. MORGUNBLAÐIÐ LuK Smitsjúkdómar Tíður handþvottur er besta vörnin gegn smitsjúkdómum. Sykursýki Einungis um 2,7% kostnaðarins er vegna inntöku lyfja. Reuters Hér rannsaka Iæknar í New York borg kviðarhol ungar stúlku. Til þess notuðu þeir sér- staka myndbandsvél og var myndinni varpað á Netið. Þar gat fólk um víða veröld fylgst með aðgerðinni. LÆKNAR NYTI KOSTI NETSINS Medical Tribune News Service. NETIÐ er mjög vel til þess fallið að bæta samband lækna og sjúklinga þeirra en getur einnig orðið til þess að það versni, að sögn Alejandros R. Jadads, sérfræðings í miðlun læknisfræðilegs efnis með gagnvirkri upplýs- ingatækni. „Vegna Netsins geta sjúklingar haft að- gang að sömu upplýsingum og læknar,“ segir Jadad, sem starfar við McMaster-læknahá- skólann í Ontario. „Stundum hafa sjúkling- arnir jafnvel meiri upplýsingar en læknarnir vegna þess að þeir hafa í sumum tilvikum meiri tíma til að kynna sér ákveðin mál.“ Að sögn Jadads getur þetta stundum valdið gremju meðal lækna þar sem mikið er um rangar upplýsingar á Netinu og þeir hafa ekki nægan tíma til að kynna sér þær allar. Lækn- ar eigi það einnig til að reiðast sjúklingum „vegna þess að þeim finnst að sjúklingar treysti ekki lengur læknum sínum“. Jadad fjallar um þetta í grein, sem birt var í British Medical Journal, og segir að læknar þurfi að hagnýta sér Netið í þeim tilgangi að auka samvinnuna við sjúklingana. Hann hvet- ur lækna til að leiðbeina sjúklingunum og segja þeim frá vefsetrum sem veita ekki rang- ar upplýsingar. Annar sérfræðingur á þessu sviði, William Hersh við Heilbrigðisvísindaháskólann í Oregon, er sama sinnis og segir að Netið geti bæði verið til góðs og ills. „Fólk getur komið þar á framfæri röngum upplýsingum til að blekkja aðra eða hafa fé af þeim,“ segir hann. „Hins vegar er þar einnig mikið af góðum upplýsingum frá traustum stofnunum." Reynslusögur á Netinu Jadad og samstarfsmenn hans vinna að því að þróa nýjar aðferðir tO að miðla læknis- fræðilegum upplýsingum. Þeir hafa m.a. ráðið fólk til að segja frá reynslu sinni af ýmsum sjúkdómum, t.a.m. ristilkrabbameini, og miðl- að þessum reynslusögum á Netinu. Jadad nefnir sem dæmi að margir í áhættu- hópunum veigri sér við að gangast undir rann- sóknir af ótta við krabbameinið og hægt sé að hjálpa þeim að sigrast á þessari hræðslu með því að koma á framfæri reynslusögum fólks, sem þeir geti fundið til samkenndar með. Jadad starfar einnig með fólki í meira en 30 löndum að því að þróa miðlun upplýsinga um heilbrigðismál á Netinu. „Menn eiga að geta fengið upplýsingar um heilbrigðismál án tillits til þess hverjii' þeir eru, hvar þeir eru og hversu mikla peninga þeir eiga,“ segir Jadad. „Það er framtíðarsýn mín.“ Faðir hefur áhrif á kynþroska dóttur sinnar Medical Tribune News Service. SAMKVÆMT nýrri bandarískri rann- sókn hefur saniband föður og dóttur áhrif á það hvenær stúlkan kemst á gelgjuskeiðið. Rannsakendurnir drógu þá ályktun að stúlkur sem eru í góðum tengslum við föður sinn verði kynþroska síðar en þær sem eru það ekki og að skýringin felist í ferómónum sem faðir- inn gefi frá sér. Ferómónar eru boðefni sem fólk skynjar í gegnum lykt. Rannsakendurnir giska einnig á að þetta samspil gæti virkað gegn sifja- spellum. Stúlkur sem hafa ekki myndað góð tengsl við föður sinn en eru aftur á móti mikið í námunda við aðra fullorðna karl- menn, svo sem stjúpfeður eða unnusta móður sinnar, eru líklegri til að fara á gelgjuskeiðið fyrr en hinar. Kenningin um ferómóna er byggð á getgátum, segir einn rannsakendanna, John Bates, prófessor í sálfræði við Indi- ana-háskólann. „Við eigum eftir að fínna út samband erfða og hegðunar innan kenningarinnar. Það gæti verið fólgið í því að móðir og dóttir hafa ákveðna per- sónueiginleika sameiginlega.“ Ferómónakenningin Ferómónakenningin var fyrst nefnd á nafn af þróunarkenningasmiðunum Dra- per og Harpening. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að umhverfisþættir hefðu mikil áhrif á kynþroskaskeið stúlkna. Þeir birtu rannsóknir sínar í tímaritinu Journal of Anthropological Research ár- ið 1982. Ferómónakenningin er að sögn Bates ekki að öllu leyti viðurkennd þegar mannfólkið á í hlut. Eigi að síður er talið að dýrarannsóknir á ferómónum renni Presslink Það er gaman að veiða saman. stoðum undir rannsóknina á áhrifum feðra á kynþroska dætra sinna. Ingrid Johanson, aðstoðarprófessor í vísindum og aðstoðaryfírmaður við Florida Atlantic-háskólann í Boca Raton, segir „fjölmargar rannsóknir á dýrum staðfesta að ferómónar stilla það af hvenær kynþroski hefst“. Hún bætir þó við að þetta sé í fyrsta skipti sem hún frétti af þessum tengslum meðal fólks. Hún segir enn fremur að vel sé hugsan- legt að heimfæra ferómónakenninguna upp á fólk enda séu mennirnir, þegar öllu er á botninn hvolft, „einungis þróað- ar verur eins og aðrar skepnur í dýra- ríkinu“. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Journal of Personality and Social Psychology. Hvers vegna svitnar fólk í svefni? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Um nokkurt skeið, 2-3 ái', hef ég fengið töluverð svita- köst á nóttunni, og hafa þau held- ur aukist þetta tímabil. Oft eru rúmfötin rennblaut þegar ég vakna. Til þess að gefa nokkra lýsingu á mér, þá er ég 42 ára karlmaður og nokkuð vel við vöxt (þ.e. 100 kg en 183 cm á hæð). Ekki hef ég átt við neina van- heilsu að stríða, utan þess að ég fékk nýrnasteina fyrir rúmu ári og þeir voru skotnir niður. Nú er það spurningin; getur þetta verið merki um einhverja líkamlega vanheilsu, eða andlega (streitu eða því um líkt), eða er þetta bara eðlilegt og jafnvel heilsusamlegt? Þyrfti ég að láta skoða einhverja fleiri þætti? Svar: Nætursviti er ekki eðlileg- ur og alls ekki heilsusamlegur fyr- ir utan að vera ákaflega hvimleið- ur. Gera þarf greinarmun á því hvort svitinn myndast um allan líkamann eða hvort hann er stað- bundinn. Þegar hann er staðbund- inn er hann oftast mest áberandi í lófum og iljum, handarkrikum, nárum eða á bringu. Nætursviti getur stafað af sjúk- dómum í húð, lungum, miðtauga- kerfi, nýrum, skjaldkirtli og víðar, en hann getur einnig verið af sál- rænum toga. Illkynja sjúkdómar geta lýst sér með nætursvita. Nætursviti getur einnig einfald- lega stafað af því að hitinn í svefn- herberginu er of hár eða sængin of heit. Ef slík er raunin liggur lausnin einfaldlega í því að opna glugga, lækka í ofninum og fá sér kaldari sæng. Nætursviti af sálrænum toga Nætursviti getur stafað af streitu eða annars konar spennuástandi og er hann oft mest áberandi í lófum og ilj- um. Sýkingar, t.d. í lungum eða nýrum, geta valdið hitavellu og nætursvita. Sótthitinn getur verið það vægur að viðkomandi geri sér ekki grein fyrir honum. Sjúkling- ar með lungnaberkla eru t.d. oft með vægan sótthita og svitna mjög mikið á nóttunni. Sumum húðsjúkdómum, m.a. sveppasýk- ingum, bakteríusýkingum og of- næmisexemi, fylgir oft aukin svitamyndun en þá eru jafnframt venjulega til staðar greinileg ein- kenni frá húðinni. Ofstarfsemi skjaldkirtils fylgir aukin varma- myndun í líkamanum og sjúkling- urinn verður heitfengur og getur svitnað mikið, m.a. á nóttunni. Sumii’ sjúkdómar í miðtaugakerfi lýsa sér með aukinni svitamyndun og nætursvita og má þar nefna truflanir á hormónaframleiðslu í heiladingli. Langvarandi sýkingar í nýrum geta einnig valdið vægum sótthita og nætursvita. Ef ekki finnast einföld ráð eins og kaldara svefnherbergi og kaldari sæng, og um langvarandi ástand er að ræða, er rétt að leita læknis. Margir af þeim sjúkdómum sem hér hafa verið nefndir eru tiltölu- lega auðgreinanlegir og flesta er hægt að lækna. Þegar gefin hefur verið viðeigandi meðferð við þeim sjúkdómi sem líklega veldur næt- ursvitanum, hverfur hann í flest- um tilvikum. Það er þó vel þekkt að í sumum tilvikum er sjúkling- urinn áfram hrjáður af nætursvita þó tekist hafi að lækna að fullu sjúkdóminn sem að líkindum var orsök hans í upphafi. í þessum til- fellum og þegar engin skýring finnst er ekki annað að gera en að forðast mikinn hita, nota svita- meðul og sumum hentar að fá sér kalt bað fyrir svefninn. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sfnar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmaiI.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.