Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 41

Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 41 t var sett í gær Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir ■rkvöld. Sendiherra Bandaríkjanna, jandi ráðstefnunnar, Sigríður Dúna tast na Norðurlöndunum og kvaðst að síðustu binda vonir við að norræna ráðherra- nefndin tæki þátt í að fylgja eftir þeim tillögum og verkefnum sem kæmu fram á ráðstefnunni. Eftir ræðu Sivjar steig Leni Fischer í pontu en hún er eins og áður segir fulltrúi framkvæmdastjómar Evrópu- ráðsins. Hún fjallaði m.a. um þátt kvenna í hinni opinberu ákvarðanatöku og sagði að í Evrópu væru enn of fáar konur í valdastöðum, þrátt fyrir að mikið hefði áunnist á síðustu 30 árum. „Að minnsta kosti sjö lönd sem era í Evrópuráðinu hafa engar konur í sinni ríkisstjóm og í mörgum löndum situr aðeins ein kona í ríkisstjórn. Og í þeim tilfellum fást þær oft við „mýkri mál- efni“ á borð við félagsmál og menntun.“ Að síðustu tók til máls Eva Biaudet, félagsmálaráðherra Finnlands, og gerði hún m.a. vændi, barnaklám og ofbeldi gegn konum, sem væri vaxandi vandamál, að umtalsefni. Þá talaði hún um stöðu karla og sagði að þeir ættu að gera kröfu um að fá tækifæri til að sinna börnum sínum og að þeir ættu auk þess að krefjast meiri sveigjan- leika í vinnu. Eftir að lykilræðumennirnir sex höfðu flutt ávörp sín var gert hlé á fundinum en að því búnu fluttu for- menn vinnuhópanna tíu, sem starfa munu á ráðstefnunni, stuttar ræður. I máli þeirra kom m.a. fram að mikil forvinna hefði átt sér stað innan hópanna tíu og að miklar vonir væru bundnai’ við þau verkefni sem fram- kvæma ætti í kjölfar ráðstefnunnar; verkefni sem m.a. ættu að hvetja kon- ur til virkrar þátttöku í atvinnulífínu, stjórnmálum og á öðrum sviðum sam- félagsins. An þátttöku kvenna á þess- um sviðum væri iýðræði orðin tóm. ------------------- Risið úr sætum fyrir forseta VIÐ setningu ráðstefnunnar um kon- ur og iýðræði við árþúsundamót til- kynnti kynnir um komu forseta Is- lands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í ráðstefnusalinn og voru gestir þá jafn- framt beðnir um að rísa úr sætum. Eftir að sex ræðumenn við setning- arathöfnina höfðu lokið máli sínu var gert hlé á ráðstefnunni og var þá tii- kynnt að forseti Islands væri að yfir- gefa salinn og voru viðstaddir beðnir að rísa á ný úr sætum. Strobe Talbott, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að öflugt samband við Island ætti enn eftir að styrkjast Varnarliðið ein af „varan- legum staðreyndum lífsins“ STROBE Talbott, aðstoð- arutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í ráðherrabú- staðnum í gær að vera varnar- liðsins í Keflavík væri ein af „varan- legum staðreyndum lífsins“ og kvaðst í ferð sinni til Bretlands fyrr í vikunni hafa varað við því að varnar- og ör- yggissamstarf innan Evrópusam- bandsins yrði aukið á kostnað aðildar- ríkja Atlantshafsbandalagsins á borð við ísland, sem stæðu utan ES_B. Hann lagði áherslu á að samband ís- lands og Bandaríkjanna stæði styrk- um fótum og ætti enn eftir að styrkj- ast og það sama ætti við um stöðu fs- lands í heiminum. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra og Talbott ræddust við í gær- morgun og voru meðal annaraa við- staddir fundinn Jón Baldvin Hanni- balsson, sendiherra íslands í Wash- ington, og David Architzel, yfirmaðui- varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Á eftir héldu ráðheraarnir sameiginleg- an blaðamannafund áður en Talbott hélt í Borgarleikhúsið þar sem hann flutti ávarp við opnun ráðstefnunnar um konur og lýðræði við árþúsunda- mót. „Við höfum átt mjög gagnlegan fund,“ sagði Halldór. „Varautann"kis- ráðheraa Bandaríkjanna, sem er hér mikill aufúsugestur, kemur hér í tilefni kvennaráðstefnunnar. Að sjálfsögðu ræddum við þá ráðstefnu og mikilvægi hennar, en hún er einmitt liður í því að bæta samskipti milli Norðurlandanna, Bandaríkjanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands. Líta verður á hana sem lið í því að bæta lýðræðisþróun og hjálpa þeirai lýðræðisþróun, sem er í gangi á þessu svæði.“ Halldór sagði að einnig hefðu verið til umræðu tvíhliða samskipti íslands og Bandaríkjanna, varnarsamstarf landanna og viðskipti. Einnig hefðu þeh’ rætt alþjóðleg mál, stöðuna í Rússlandi og ástandið í Ukraínu, sem Halldór heimsækir á næstunni. Kvaðst utanríkisráðherra hafa þegið mjög góð ráð frá Talbott, sem væri mikill sérfræðingur um Rússland og Úkraínu. Talbott kvaðst ánægður með fund- inn og kæmi það sér ekki á óvart þar sem hann hefði áður átt fundi með Halldóri í öðrum borgum heims. ísland mikils metinn bandamaður „Það er mér ánægja að ræða við hann hér að þessu sinni,“ sagði hann. „Bandaríkin hafa ísland í miklum metum sem bandamann, vin og félaga og ég held að allir þættir sambandsins milli ríkjanna hafi komið fram í sam- ræðum okkar.“ Talbott kvaðst nú hafa aukinn skiln- ing á viðhorfum Islendinga til mála, sem varða bæði ríkin, og kvaðst hann vonast til að geta sinnt nokkrum þess- ara mála betur er hann kæmi aftur til Washington á grundvelli þess, sem hann hefði orðið áskynja í Reykjavík. Talbott sagði að einnig hefðu verið rædd svæðisbundin mál, sérstaklega með tilliti til öryggismála: ,Á því sviði hafa íslendingar leikið mjög mikil- vægt hlutverk og að ég tel sýnt örlæti i því að hjálpa við að koma á friði og stöðugleika í öðrum hlutum Evrópu, sérstaklega á Balkanskaga." Tímabær ferð til Úkraínu Talbott vék einnig að fyrirhugaðri ferð Halldórs í hlutverki hans sem for- manns ráðheraaráðs Evrópuráðsins til Úkraínu, en fulltrúar Úkraínu á Evr- ópuráðsþinginu fóru nýverið fram á það að hann frestaði ferðinni þar til kosningar væru afstaðnar vegna þess að túlka mætti hana sem stuðning við Leonid Kuchma, forseta landsins: „Eg held að þetta sé mjög tímabær og mik- ilvæg ferð og hann persónulega muni færa úkraínsku þjóðinni mjög mikil- væg skilaboð um stuðning okkar og áhyggjum af áframhaldandi lýðræðis- Strobe Talbott, varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að ástandið í Rússlandi væri mikið áhyggjuefni, en ekki kæmi til greina að NATO skærist í leikinn. Hann sagði að fyrirhuguð för Halldórs As- grímssonar til Ukraínu væri mikilvæg fyrir þróun lýðræðis þar í landi. Morgunblaðið/Þorkell Strobe Talbott ræðir við blaðamenn í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. í baksýn er Halldór Ásgrímsson. þróun í Úkraínu ekki aðeins fyrir hönd íslands, heldur einnig Evrópu- ráðsins og samfélags þjóðanna." Talbott sagði að þeir hefðu einnig rætt stöðuna í Rússlandi og heimsókn Igors Ivanovs, utanríkisráðheraa Rússlands, til Islands hefði borið á góma. „Staðan í Kákasus er alvarleg og veldur okkur öllum miklum áhyggj- um,“ sagði hann. „Halldór og ég töluð- um um þessi mál með nokkrum ugg og óþreyju. Ég veit hvað hefur verið að gerast þarna. Við höldum áfram að vona að allir aðilar - ég endurtek: allir aðilar - haldi aftur af sér og rússneska stjórnin finni leiðir til að þróa pólitíska leið, sem verður eins opin öllum aðil- um og unnt er og hlutfallið milli samn- ingaumleitana og leitarinnar að póli- tískri lausn annars vegar og valds hins vegar breytist þannig að fyrmefndu atriðin fái aukið vægi.“ Helsta áhyggjuefnið að átökin í Kákasus breiðist út Hann sagði að helsta áhyggjuefnið væri að það væri engum í hag að átök- in ykjust og breiddust út og það ætti einnig ríð um Rússlandsstjórn og Rússa: „Ég get aðeins ímyndað mér að það gæti þjónað hagsmunum öfga- manna og hryðjuverkamanna, sem líta á ofbeldi sem tæki og eftirsóknar- verða niðurstöðu, en það á alls ekki við um stjórnina í Moskvu og alls ekki þá sem búa á svæðinu og verða nú enn einu sinni fyrir þvi að kippt er undan þeim fótunum með ofbeldi." Hann rifjaði upp að þessi lota átaka hefði hafist þegar uppreisnarmenn í Tsjetsjníu réðust á skotskífur í Da- gestan, en ekki mætti gleyma reynslu Rússa 1994 til 1996, sem hefði verið mikið áfall fyrir þá á marga vegu, bæði á alþjóðavettvangi og innan- lands. „Enginn gerir sér betur grein fyrir því en Rússar og við treystum að þeir hafi það í huga þegar þeir glima við þetta erfiða mál,“ sagði hann. Talbott var spm’ður um ákall Alsans Maskadovs, forseta Tsjetsjníu, til Atl- antshafsbandalagsins um hjálp við að stöðva átökin. Hann kvaðst eiga von á að aðildarríki NATO tækju þátt i því ásamt öðrum ríkjum að þrýsta á alla aðila í þessum átökum að finna póli- tíska lausn, fremur en að knýja fram lausn með valdi: „En NATO sem stofn- un og NATO sem hernaðarbandalag hefur engu hlutverki að gegna í Kákasus. Það kemur ekki til greina.“ Talbott sagði að þegar talað væri um fjárdrátt og peningaþvætti í Rúss- landi mætti ekki gleyma því að glæpir og spilling væru því miður vandamál alls staðar í gömlu kommúnistaríkjun- um og hefðu meðal annars staðið í vegi fyrir umbótum í Úkraínu. „Þetta er því ekki aðeins rússneskt vandamál, en þetta er mikið vandamál í Rússlandi og við treystum því að Rússar muni taka það mjög alvar- lega,“ sagði hann. „Við höfum þegar hafið samstarf við rússnesk lögreglu- yfirvöld til að hjálpa þeim að ná tökum á vanda sem stofnar í hættu getu þeiraa til að þróa eigin efnahag og laga sig að hinu alþjóðlega samfélagi." Lítið land sem getur leikið stórt hlutverk Talbott sagði þegar hann var spurð- ur um stöðu Islands við árþúsundamót að samskipti íslands og Bandaríkj- anna og hlutverk íslands í Evrópu og heiminum myndi styrkjast: „Staða Is- lands er nú þegar styrk og ég heyrði hjá ráðheraanum hér áðan að gerðar hafa verið áætlanir sem munu byggj- ast á þeirri stöðu. Ég held að vegna landfræðilegrar legu landsins og styrks og þróttmikils lýðræðis og öfl- ugs efnahagslífs, sem ég hef komist að þennan stutta tíma hér að á rætur að rekja til áherslu á aðlögun, eigi Island hlutverki að gegna. ísland er lítið land með fáa íbúa, sem getur leikið stórt hlutverk í veigamestu málum okkar tíma. Ég held að sú staðreynd að ut- anríkisráðheraann og ég vörðum jafn- miklum tíma og við gerðum til að ræða hlutverk hans í að efla lýðræði í Úkraínu, sem er stórt ríki frekar langt i burtu héðan, sýni að það er margt sem við getum gert saman.“ Vitaskuld verður hér áfram bandarískur her Varautanríkisráðheraann var spurður um framtíð varnai-liðsins í Keflavík. „Ég held að lykilatriðið sé að hið gagnkvæma samband í varnarmál- um milli Bandaríkjanna og Islands sé ein af hinum varanlegu staðreyndum lífsins. Ég held að það samband muni einnig halda áfram að styrkjast og það þýðir að vitaskuld verður hér áfram bandarískur her. Á þeim stutta tíma, sem ég hef verið hér, hef ég komist að því hvaða hag við höfum af þessu sam- bandi og ég veit að þeir hagsmunir eru gagnkvæmir." Hann sagði að ein ástæðan fyrir því að Bandaríkjamenn væru ánægðir með að eiga Islendinga að banda- manni væri sú að íslendingar hefðu staðið sig mjög vel á leiðinni frá kalda stríðinu til okkar daga þar sem þeir hefðu ekki aðeins átt hlut að máli heldur tekið forustu. „Þið þekkið betur en ég það mikil- væga hlutverk sem Island gegndi í NATO meðan á kalda stríðinu stóð og var ekki aðeins vegna landafræðinn- ar,“ sagði hann. „Og nú aðstoðar Is- land við _að halda frið í Kosovo og Bosníu. ísland aðstoðar við að efla samstarf við ríki, sem nú eru sjálf- stæð, en áður lutu Sovétríkjunum. Að auki vinnur Island að því að efla traust og samstarf, þar á meðal í ör- yggismálum, við Rússa. Allt er þetta hluti af hinu nýja NATO og þar er ís- land vissulega í fremstu víglínu.“ Talbott sagði að skilaboð sín á ráð- stefnunni um konur og lýðræði yrðu tvíþætt. „Ég legg áherslu á slæm tíðindi, sem fylgt hafa öllu því góða sem gerst hefur í austrinu eftir hrun kommún- ismans, í erindi mínu og ég býst við að aðrir muni gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „Breytingarnar í þessum heims- hluta eru að mestu leyti af hinu góða, en þvi hefur fylgt kostnaður, sem sér- staklega hefur bitnað á konum. Þær hafa þjáðst meira en karlar í efna- hagslegum erfiðleikum og vegna hnignunai’ í félagslegri þjónustu og heilbrigðisþjónustu auk annarra áfalla. Ég held að á þinginu munum við heyra að fólk er ekki aðeins reiðu- búið að tala um þessi mál, heldur grípa til aðgerða." Hyggst ekki deila við Thatcher Strobe Talbott kom til Islands frá Englandi þar sem hann lofaði stjórn Tonys Blairs, forsætisráðheraa Bret- lands, í ræðu fyrir aukna áherslu á já- kvætt samstarf innan Evrópusam- bandsins, sem hefði lagt mikið af mörkum í þróun Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld. Fréttastofur tóku til þess að á sama tíma og Talbott flutti þennan boðskap talaði Margaret Thatcher á þingi breska íhaldsflokks- ins í Blackpool og fann stefnu Blairs allt til foráttu á þeirri forsendu að allt slæmt kæmi frá Evrópusambandinu og allt gott frá hinum enskumælandi ríkjum. „Hún hefur að hálfu leyti rétt fyrir sér,“ sagði Talbott. „Ég þurfti að glíma við nokkur viðkvæm og flókin mál í London og ég held að nú þegar ég er kominn í örugga höfn hér í Reykjavík sé ekki ráðlegt fyrir mig að efna til deilna við lafði Thatcher." Talbott sagðist hafa rætt við Geor- ge Robertson, fráfarandi varnarmála- ráðherra Bretlands, sem nú tekur við framkvæmdastjórastöðu NATO af Ja- vier Solana, sem hefur verið skipaður sérstakur talsmaður ESB í utanríkis- og öryggismálum, er hann var í London og hefðu þeir rætt mikið um Evrópusambandið og þróun öryggis- mála í Evrópusambandinu. „Ég gerði þar grein fyrh’ því að Bandaríkjamenn hefðu nokkrar áhyggjur af því að öryggis- og varnar- samstarf ESB beri ekki fulla virðingu fyrir og taki með í reikninginn þau ríki NATO, sem ekki era í Evrópusam- bandinu," sagði hann. „í ræðu, sem ég flutti í London, og á fundum í breska utanríkisráðuneytinu lagði ég áherslu á það að ég væri á leið til Reykjavíkur og mig grunaði að þessar áhyggjur myndu koma fram þar og sú varð raunin á fundinum með Halldóri Ás- grímssyni."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.