Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 > ' ' ' ............ MINNINGAR + Guðrún Guð- mundsdóttir fæddist á Brekku á Ingjaldssandi 16. maí 1910. Hún lést í Sjúkraskýlinu í Bol- ungarvík 2. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Einarsson, f. 19.7. 1873, d. 22.7. 1964 og Guðrún Magnús- . >, dóttir, f. 2.7. 1877, d. 9.5.1967. Systkini Guðrúnar sem eru látin: Einar, f. 30.9. 1892; Sigríður, f. 1.7 1894; Gunnar, f. 30.5. 1898; Herdís, f. 30.5. 1898; Helgi, f. 22.10. 1899; Halldóra, f. 20.11. 1900; Þóra, f. 18.8. 1903; Magnúsína, f. 2.5. 1905; Guðmundur Óskar, f. 30.7. 1906; Sigríður, f. 17.1. 1909; Guðríður, f. 31.7. 1911; Helga, f. 31.7. 1911; Jón Hall- dór, f. 3.12. 1913; Sig- ríður, f. 16.6. 1915 og Kristján, f. 27.9. 1918. Systkini hennar sem eru á lífi: Guðríður, f. 12.8. 1912; Magnús- ína, f. 20.9. 1916; Ragnar Gísli, f. 25.9. 1920; Guðdís Jóna, f. 1.1. 1924 og Guð- munda Jónína, f. 10.6. 1926. Guðrún giftist Ein- ari Kristinssyni árið 1934, hann var fæddur 18.3. 1911, d. 27.1. 1949. Börn þeirra eru: 1) Svavar Einarsson, maki Margrét Þórar- insdóttir, þau eiga fjögur börn. 2) Kristján Einarsson, maki Matt- hildur Björnsdóttir, þau eiga fimm börn. 3)_ Guðmundur Ein- arsson, maki Ólöf Veturliðadótt- ir, þau eiga fjögur börn. Guðrún giftist. Hirti Sturlaugssyni árið 1950, hann er f. 7.4. 1905, d. 30.7. 1985. Börn þeirra eru: 4) Arndís Hjartardóttir, maki Finnbogi Bernódusson, þau eiga sex börn, þar af eitt látið. 5) Ein- ar Hjartarson, maki Elínóra Rafnsdóttir, þau eiga eitt barn 6) Guðbjörg Hjartardóttir, maki Magnús Halldórsson, d. 1991, þau áttu þrjú börn, sambýlis- maður Hafþór Gunnarsson, þau eiga eitt barn. Börn Hjartar: 1) Sverrir, maki Sólveig Hjartar- son þau eiga fjögur börn. 2) Bernharð Hjartarson, maki var Guðrún Jensdóttir, þau eiga fjögur börn 3) Anna, maki Sig- urður Guðmundsson bæði látin, þau áttu þrjú börn. 4) Hjördís, maki Pétur Sigurðsson, þau eiga tvö börn. Utför Guðrúnar fer fram frá Isafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR i ■3 Farin er til feðra sinna mikill kvenskörungur, hún Rúna frænka mín frá Fagrahvammi. Margs er að minnast, þegar ég lít yfir far- inn veg og rifja upp þegar ég sem unglingur var í sveit hjá henni og Hirti, manni hennar, og allt eru það ljúfar minningar. Rúnu féll aldrei verk úr hendi, enda ráku þau stórt og myndar- legt heimili, þar sem þau ólu upp börn sín frá fyrra hjónabandi og sameiginleg börn sem eru samtals 10. Þar að auki ólu þau upp fjögur systkini og fjöldi annarra barna dvaldi hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Matvendni var einn af mínum stærstu ókostum, sem barn og unglingur, en á Rúnu fékk ég matarást, því hún var mikill myndarkokkur, bjó til bestu kjöt- bollur í heimi og bakaði öll sín brauð ofan í mannskapinn, sem oft gat verið 25 til 30 manns á sumrin. Eg hef oft hugsað um hvernig hún fór að því að stjórna þessu öllu saman. Hver hafði sitt hlut- verk á heimilinu og engum datt í hug að svíkjast um. Svo klippti hún strákaskarann og ef einhver kvartaði var svarið ævinlega: „O, þetta vex áður en þú giftir þig, vinur,“ svo hló hún, því húmorinn var aldrei langt undan. Einu sinni tókum við upp á því, krakkaskammirnar, að stelast til skiptis í búrið og ræna kremkexi, sem var í stórum kassa sem send- ur hafði verið að sunnan, svo hún gæti gefið okkur með kaffinu til tilbreytingar. Það kom að mér að fara ránsferð eitt kvöldið, þegar þau hjónin höfðu brugðið sér af bæ. Kexinu var sporðrennt og svo var farið að tuskast í heyinu á heimatúninu. Allt í einu uppgötva ég að silfurhringurinn minn er horfinn af fingrinum og upphófst nú mikil leit í heyinu, sem stóð enn þegar Hjörtur og Rúna komu heim. Þau gáfu leyfí sitt til að við fengjum að vera aðeins lengur úti og leita, en sú leit bar ekki árang- ur. Nokkrum dögum seinna er við stelpurnar vorum háttaðar kemur Rúna, veifandi hringnum, og spyr hvort hann sé minn. „Ó, já, hvar fannstu hann?“ sagði ég glöð. „Það er nú það, kelli mín, en kexið mitt hefur minnkað allveru- lega í kassanum, svo ég ákvað að tæma hann.“ Síðan var ekki minnst einu orði á þetta, en oft hlegið að þessu seinna meir. Það er heilmargt sem hægt er að minnast, en það yrði efni í heila bók. Eg er innilega þakklát Rúnu og Hirti fyrir að hafa haft mig í sveit, því að á sumrin vildi ég hvergi annars staðar vera. Eg kveð þig með virðingu og hlýju, kæra frænka mín, um leið og ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra sem nú syrgja þig. Hafðu þökk fyrir allt. Halldóra. Elsku hjartans amma mín, nú er komið að kveðjustund, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, og svo erfitt að ímynda sér heiminn án þín. En svona er nú lífið og ekkert fær því breytt. Eg er svo þakklát fyrir að hafa alltaf átt þig að, þig og hann afa Hjört sem kvaddi okk- ur fyrir alltof mörgum árum. Eg er svo þakklát fyrir öll árin í Fagra- hvammi, sveitinni okkar, paradís- inni okkar. Þar var best að vera. KRISTBJORG ODDNY ÞÓRÐARDÓTTIR + Kristbjörg Odd- ný Þórðardöttir fæddist í Reykjavík 9. október 1975. Hún lést á Sjúkra- húsi Vestmannaeyja 4. janúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Landakirkju 9. jan- úar. Elsku vinkona, ég hef ekki haft mig í að ‘skrifa um þig fyrr en núna fyrst. Mig lang- ar að segja svo margt. Mikið er þetta búið að vei-a erfiður tími. Ég hugsa alltaf til þín, hverja mínútu. í dag, 9. október, hefðir þú orð- ið 24 ára, við hefðum farið í veislu til þín, og hún hefði sko ekki verið af verri endanum. Það er svo margt sem hægt er að skrifa en ég ætla að enda þetta með nokkrum línum sem ég skrifaði um þig fljót- lega eftir að þú kvaddir þennan heim. sem lifir. Við minnumst þín tölum um þig hugsum um þig segjum frá þér horfum á dætur þínar horfum á þig í þeim segjum þeim frá þér segjum þeim hversu frábær þú varst hversu trygg þú varst hversu góð þú varst hversu falleg þú varst hversu gott okkur þótti að tala viðþig það var allt svo gott með þér en nú er það bara minningin Ég hugsa til þín éggrætmigísvefn mig dreymir þig mér finnst gott að dreyma þig, þú ert svo fín í draumunum ertu að fara á ball? Segðu mér eitthvað næst segðu mér að þér líði vel ég segi þér að okkur líður vel að dreyma þig. Þín vinkona og frænka, Elfa Ágústa Magnúsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskiingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaski-ár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. HALLDOR BEN ÞORSTEINSSON + Halldór Ben Þorsteinsson leigubflstjóri fædd- ist í Reykjavík 5. maí 1942. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 29. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Ár- bæjarkirkju 7. októ- ber. Hann Halldór Ben er látinn. Þessi orð- sending beið mín á skrifstofu minni fyi-ir tæpri viku. Orðsending frá einum Kiwanisfélaga okkar. Þótt ég hafi gert mér grein fyrir því að hverju stefndi kom þetta mér úr jafnvægi. Það var eins og köld hönd hefði tekið utan um sál mína. Dauðinn kemur manni ávalit að óvöram. Er ég var unglingur leitaði ég oft niður í beitningaskúrana til að spjalla við karlanna sem unnu þar við að beita línu. Voru þetta mest eldri menn sem hættir voru sjó- mennsku, komnir í land og höfðu frá mörgu að segja. Voru þeir fús- ir til að miðla okkur ungu drengj- unum af lífspeki sinni. Þetta voru ekki menn með langskólapróf í sálar- eða uppeldisfræðum en þeir voru þroskaðir af erfiðri lífs- reynslu vinnunnar við sjóinn, að- stæður sem enginn skilur nema hafa reynt. Kenndu þeir okkur ekki aðeins að vinna heldur líka að skilja lífið. Oft koma upp í hugann gullkorn þeirra sem maður skildi Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ekki er þau voru sögð. En ljóslifandi birtast þau manni aftur og aftur á lífsleiðinni og nú skilur maður þau betur. Kannski var það samhljómur við þessa gömlu sjómenn sem laðaði mig að Halldóri strax í upphafi kynna okkar. Hann hafði sama yfirbragð og þeir. Rólegur, yfir- vegaður en fastur fyr- ir á sinni skoðun og alltaf tilbúinn með út- rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hann sagði mér reyndar seinna frá því að hann hefði verið til sjós í mörg ár og róið meðal annars frá Keflavík, heimabæ mínum. Barst þá í tal margur góð- ur maðurinn sem hann hafði verið með til sjós og ég þekkti frá æsku. A unga aldri var Halldór í sveit í Breiðdai á næsta bæ við móður- foreldra mína og sagði hann mér margar skemmtilegar sögur þar úr sveit. Sagði hann skemmtilega frá og var umtalsgóður. Því miður eru alltof fá ár siðan ég kynntist þessum öðiingi en á þessum stutta tíma tókst með okkur vinátta sem ég á eftir að geyma í minningunni. Er ég kom inn í félagsskap Kiwanisklúbbsins Kötlu 1994 var Halldór í móttökunefnd og var einn af þeim fyrstu sem gáfu sig á tal við mig og bauð mig velkominn í hópinn. Fas hans og hlýtt viðmót varð þess valdandi að manni leið vel í návist hans. Með Halldóri var ég síðan i styrktarnefnd Kötlu og oft áttum við skraf saman í síma eða á vinnustað mínum er hann leit inn. Urræðasnjall og iipur stýrði hann þessari nefnd og í samstarfi við hann lærði ég margt um starfsemi Kiwanis. Hafði hann frá mörgu að segja enda búinn að vera félagi í Kötlu frá 1984 og hafði gegnt flestum trúnaðarstörfum innan klúbbsins. Bærinn bar nafn með rentu, hann var fagur og umhverfis hann var allt til fyrirmyndar, al- veg eins og þið afi voruð. Bjart- sýni og lífsgleði ríkti ætíð í kring- um ykkur og gátuð þið alltaf séð góðu hliðarnar á lífinu og voruð þið einstaklega iagin við að gera það besta úr öllum hlutum. Það má nú segja að ýmislegt hafi ver- ið brallað í sveitinni og er það efni í heila bók að rifja það allt upp. Við tvær brölluðum ansi margt saman í gegnum tíðina og sumt var algert leyndó, brandar- inn um bjórinn var alltaf jafn yndislegur, allavega svona í seinni tíð. Og hugsaðu þér, ekki hefði okkur órað fyrir því að þú ættir eftir að heimsækja mig tii Lúxemborgar, sem þú svo gerðir fyrir tveimur árum. Ég held að það hafi aldrei hvarflað að okkur að ég ætti eftir að flytja svo langt í burtu frá þér. En elsku hjartans amma mín, þú varst merkis kona, dugleg og drífandi og glæsileg í alla staði, ég mun aldrei gleyma þér svo lengi sem ég lifi, enginn ilmaði eins vel og þú og enginn var eins vandað- ur og virðulegur og þú, þú varst einstök manneskja. Nú hefur þú fengið þína hvild eftir langan og strangan dag, minningin um þig mun lifa með okkur sem eftir sitjum. Megir þú hvíla í friði, elsku hjartans amma mín. Þakka þér fyrir allt. Þú kyss- ir hann afa frá henni Önnu litlu og segðu honum að hún sakni hans ennþá. Megi góður Guð varðveita þig- Mínar hjartanskveðjur. Þín vinkona og ömmustelpa, Elísabet Anna Finnbogadóttir. Á síðasta ári var mér svo falið að stýra þessari styrktarnefnd klúbbsins. Átti ég góðan stuðning þar sem Halldór var mér við hlið í því starfi. Snemma núna í vor fór ég úr landi í sumarfrí. Halldór vissi af því og kom til mín í vinn- una og bauðst til að aka mér til Keflavíkur til flughafnarinnar því hann ætti erindi suður seinna um daginn og sjálfsagt að vakna fyrir allar aldir og gera mér þennan greiða. „Láttu mig svo bara hafa gögnin sem á eftir að ganga frá fyrir styrktarnefndina, ég skal sjá um það,“ sagði hann. Já, svona var Halldór, alltaf boðinn og búinn til hjálpar. Ekki óraði mann fyrir því að nokkrum mánuðum seinna yrði hann allur. Kiwanisfélagsskapurinn var Halldóri mikið kær. Fundum við það, félagar hans, best nú í byrjun vetrar er hann fárveikur fékk leyfi til að fara út af spítalanum til að sitja fundi með okkur. Kom hann á tvo fyrstu fundi vetrar. Sat hann við hlið mér á síðasta fundi sínum og var mér þá að fullu ljóst að hverju stefndi. Hann sagði mér þá daginn eftir er ég heyrði í honum í síma að nú hefði hann gengið of nærri sér. „En það var alveg þess virði,“ sagði hann. Eitt af gullkornum þeirra eldri manna sem ég nefndi fyrst og komu ljóst upp í huga minn við fregnina um andlát Halldórs var þessi skýring á lífínu og gildi þess að eiga góða félaga: „Leiðarljós lífsins, er ljós margra manna sem lýsa mis mikið. Varpa þau ekki öll jafn mikilli birtu á veg annarra. Þó er svo að þeir sem næstir standa finna myrkrið er það slokknar.“ Ljós Halldórs lýsti vel upp í kringum hann og maður fann myrkrið við fráfall hans. Þó verð- ur minning Halldórs í huga okkar Kötlufélaga eflaust alltaf skær þvi með honum er fallinn frá mjög góður Kiwanisfélagi. Við Kiwanisfélagar hans í Kötlu munum minnast hans með hlýhug og söknuði. Viljum við flytja Sól- veigu, konu hans, og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur við frá- fall þessa góða Kiwanisfélaga. Fyrir hönd okkar Kötlufélaga, Sigurbergur Baldursson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.