Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.10.1999, Blaðsíða 49
•i 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 49 * MINNINGAR + Anthony Thor Gary, rann- sóknarlögreglu- maður, fæddist í Kaliforniu hinn 16. janúar 1955. Hann lést af slysförum í Kanada hinn 19. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Thors eru hjónin Guðrún Ágústa Stefáns- dóttir Gary, f. 29.7. 1923 og ólst hún upp á Fálkagötu 7 í Reykjavfk, og Ró- land Brúnó Gary, f. á Norður-Ítalíu 12.5. 1920, d. 23.2. 1992. Móðurforeldrar Thors voru hjónin Guðlaug Pétursdóttir, f. 9.10. 1886, d. 22.5. 1962, og Stefán Árnason, kaupmaður, f. 8.6. 1887, d. 14.1. 1977. Bróðir Thors er Steven Eric Gary, f. 27.3. 1960. Kona hans er Elisabeth. Systir Thors er Patricia Hamton, f. 28.1. 1943. Hún býr í Texas. Anthony Thor kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Lynette Gary hinn 13.4. 1985. Börn þeirra eru Tyler Róland Gary, f. 29.11. 1985, og Tory Rose Gary, f. 16.6. 1988. Kveðjuathöfn um Anthony fór fram í Olympia, WA, hinn 27. ágúst. ANTHONY THOR GARY Hvað er lífið og hvert er farið? í dagsins önn og erli hugsa fæstir mikið um dauðann og er það að vonum, svo kaldur og hlífðarlaus sem hann virðist. Samt er hann stöðugt nálægur og eftir því sem jg árunum fjölgar, slær hann sífellt I oftar til þeirra, sem maður hefur verið samferða um lengri eða skemmri tíma. Engu að síður kemur andláts- fregn okkur flestum alltaf jafn mikið að óvörum og svo var með andlát systursonar míns, sem oft hefur dvalið á heimili mínu og er nú hrifinn á brott í blóma lífsins, frá eiginkonu og ungum börnum. Ég get svo fátt sem býr í brjósti sagt. Það bindur tungu sterkur hugartregi, en aðeins kærleiksblómin blessuð, lagt á bleikan hvarm þinn, vinur elskulegi. Hann skilur eftir bjartar og kær- leiksríkar minningar um yndisleg- an frænda og vil ég þakka fyrir að hafa verið frænka þín, það hafa verið forréttindi fyrir mig. Bið ég Guð um að styrkja fjöl- skyldu hans alla, elskulega systur mína, eiginkonu, börn, bróður og systur í þessari miklu sorg. Eg kveð þig, elsku vinurinn minn, með þessum ljóðlínum sem eiga svo vel við þig. Hann tignar þau lög sem lífið með logandi eldi reit, hann lærði af styrkleika stálsins að standa við öll sín heit, hann lærði verk sín að vanda og verða engum til meins. Þá væri þjóðinni borgið, efþúsundirgerðu eins. (Davíð Stef.) Guð geymi þig, elsku vinur. Þín frænka, Guðrún Stefánsdóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstir deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Okkur langar að minnast okkar kæra frænda, Thors. Hann var ætíð stoltur af uppruna sínum, en móðir hans er íslensk og faðir hans var ítalskur. Við höfum 'alltaf fylgst vel með Gústu frænku í Ameríku, móð- ur Thors, og hennar fjölskyldu, í gegnum ömmu okkar Guðrúnu og hún með okkur bræðrunum, en þær systur hafa ætíð verið mjög nánar. Thor bar sterkar taugar til Islands, sem hann bast tryggum böndum, er hann dvaldi hér sumarlangt, þegar hann var 11 ára gamall. Við vorum þeirrar ánægju að- njótandi að endurnýja fyrri kynni við Thor frænda á seinni árum. Þegar sonur hans var 11 ára, vildi hann kynna Island fyrir honum og kom hingað ásamt Gústu, móður sinni. Þeir nutu þess að ferðast hér um landið og hann sýndi syni sín- um fegurð Islands og gaf honum tækifæri á að hitta ættingja sína hér og kynnast þeim. Við bræður áttum ógleymanleg- ar stundir með Thor við veiðar og fleira og upp frá því hafa bréfa- skriftir gengið á milli, oft í gegnum tölvuna en hann var alltaf duglegur að nýta sér nýjustu tækni. Engan grunaði þá að ekki yrði unnt að hittast á ný. Thor starfaði við löggæslustörf í Seattle, þar sem hann bjó og var hann virtur fyrir störf sín og starfsaðferðir, bæði í fíkniefna- og afbrotamálum. Hann var gagnrýn- inn á sjálfan sig og aðra og vildi alltaf að menn gerðu sitt besta og segja samstarfsmenn hans að hann hafi alltaf verið að hugsa um að bæta hag almennings. Hann naut mikils trausts og við fjölmenna kveðjuathöfn sem fram fór í Olympia, lét lögreglustjórinn þau orð falla, að ef Thor hefði verið um borð í Titanic, hefði skipið aldrei rekist á ísjakann. Þetta segir meira en mörg orð um þann orðstír sem af honum fór. Við kveðjum þig, kæri vinur, og biðjum góðan Guð að styrkja fjöl- skyldu þína, Lynette, Tyler, Tory, Gústu, Steven og Patriciu, og vaka yfir þeim, þeirra missir er mestur. Guð blessi allar fögru minningarn- ar um þig. Þínir frændur, Stefán, Ari og Ásgeir Einarssynir og fjölskyldur. -1 HALLDÓR JÓN JÓNSSON + Halldór Jón Jónsson, fyrr- verandi útgerðarmaður og vélstjóri, fæddist í Stakkholti í Vestmannaeyjum 6. júní 1926. Hann andaðist í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 26. september og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 1. október. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádégi tveimur virkum dög- um fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Hinn 26. september kom móðir mín með þau tíðindi að Dóri Ben., góðvinur minn til margra ára, væri látinn. Það er ekki hægt að færa það í orð hve söknuðurinn er mikill. Ég var hjá ykkur er eld- gosið í Heimaey var. Þið vöktuð mig en ég skildi ekki strax við hvað þið áttuð fyrr en ég leit út um herbergisgluggann. Það var ógnvænlegt en samt stórfenglegt að sjá gosið út um herbergis- gluggann. Við ásamt mörgum öðr- um flúðum frá Heimaey með bátnum Sæfaxa sem þú áttir. Það gekk frekar mikið á að koma öllum um borð og huga að öllu, margir urðu sjóveikir svo að ég hafði í mörgu að snúast, því að ég slapp við sjóveikina. Er við komum til Þorlákshafnar gekk svo mikið á að ég missti sjónar á litla frænda mínum honum Ás- geiri, en sem betur fer lenti hann í höndum systur Dóra. Ég sakna þess er ég var lítil stelpa í heimsókn hjá ykkur. Sér- staklega sakna ég bryggjuferð- anna og bíltúranna um eyjuna. Þú þekktir alla í eynni og heilsaðir öllum, þetta var hreint ævintýri. Mér þótti afskaplega vænt um að hafa fengið tækifæri til að hitta þig fyrir um mánuði, svona hress- an og kátan. Ég er afskaplega þakklát fyrir alla hlýjuna sem ég naut alla tíð hjá ykkur Höllu og dætrum ykkar. Elsku Halla, Magga, Eyja og Óla ég votta ykkur innilega samúð mína og megi Guð vaka yfir ykkur og styrkja í þessari miklu sorg. Jóna Björg Pálsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JENSDÓTTIR, fyrrum húsmóðir í Ási á Þelamörk, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 11. október kl. 13.30. Jarðsett verður í Bægisárkirkjugarði. Rósa S. Rósantsdóttir, Reynir Rósantsson, Fjóla Rósantsdóttír, Signý B. Rósantsdóttir, Benna S. Rósantsdóttir, Helga V. Rósantsdóttir, Anna Á. Rósantsdóttir, Árni R. Rósantsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, PÁLL GUNNARSSON líffræðingur, Lynghaga 13, Reykjavík, lést fimmtudaginn 7. október. Jarðarförin auglýst síðar. Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Steinunn Helga Jónsdóttir, Ingiieif Bryndís, Sigrún, Áslaug, Gunnar Snorri Gunnarsson, Áslaug Gunnarsdóttir, Þór Þorláksson, Ingileif Bryndís, Gyða Björg, Gunnar Þorlákur, Guðrún Snorra, Hjálmar Gunnarsson, Sjöfn Jóhannsdóttir og fjölskyida. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓHANNA SVANFRÍÐUR TRYGGVADÓTTIR, Þórunnarstræti 112, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 7. október. Jarðarförin auglýst síðar. Pálmi Pálmason, Halla Pálmadóttir, Sigurður G. Símonarson, Soffía Pálmadóttir, Valdimar Sigurgeirsson, Tryggvi Pálmason, Hólmfríður Pétursdóttir, Guðrún Pálmadóttir, Agnar Bragi Guðmundsson, Kjartan Pálmason, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, stjúp móðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Fagrahvammi, Hlíf II, ísafirði, lést laugardaginn 2. október. Jarðarförin fer fram frá (safjarðarkirkju í dag laugardaginn 9. október, kl. 14.00. Arndís Hjartardóttir, Finnbogi Bernódusson, Guðbjörg Hjartardóttir, Hafþór Gunnarsson, Einar Hjartarson, Elínóra Rafnsdóttir, Svavar Einarsson, Margrét Þórarinsdóttir, Kristján Einarsson, Matthildur Björnsdóttir, Guðmundur Einarsson, Ólöf Veturiiðadóttir, Hjördís Hjartardóttir, Pétur Sigurðsson, Sverrir Hjartarson, Sólveig Hjartarson, Bernharð Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÁSTDÍS GÍSLADÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Austurbrún 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 11. október kl. 13.30. Kristmundur Jakobsson, Þórdís Kristmundsdóttir, Eiríkur Örn Arnarson, Auður Kristmundsdóttir, Jón S. Knútsson, Kristín Kristmundsdóttir, Eyjólfur Bragason og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, HERDÍSAR SIGTRYGGSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks á sjúkrahúsinu á Húsavík og dvalarheimilinu Hvammi fyrir góða hjúkrun og umönnun. Hreiðar Karlsson, Jónína Árný Hailgrímsdóttir, Helga Karlsdóttir, Þórir Páll Guðjónsson. 1 C -t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.