Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 09.10.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 UMRÆÐAN Geysir - goshver eða heit laug ÞAÐ er merkilegt umhugsunarefni hversu oft orðið EKKI kemur fyrir í fyrir- sögnum að viðtölum við ráðamenn þegar rætt er um Geysi í Haukadal. Til dæmis: „Ekki réttlætanleg áhætta að bora.“ (Mbl. 31.7. ‘97.) „Ekki forsendur fyr- ir gosi í sumar.“ (Mbl. 28.6. ‘98.) Það var sagt hér áð- ur fyrr að það væri aumt að deyja ráða- laus. Það virðist samt eiga að verða hlut- skipti frægasta goshversins í heim- inum. Orðið „ekki“ kemur þó ekki fyrir í fyrirsögninni að nýjustu greinar- gerðinni sem bu*tist í Morgunblað- inu 5. september 1999. Þar líkir Helgi Torfason jarðfræðingur Geysi við eldfjallið Heklu og spyr hvort það að Geysir gýs ekki þessa dagana sé merki þess að hann sé ekki goshver. Þetta er ótrúleg sam- líking frá jarðfræðingi. Ég hélt að þeir reiknuðu oftar tímasetningu eldgosa í öldum en klukkustundum. Er Hekla ekki eldfjall ef hún gýs ekki daglega? Það er alrangt hjá Helga að ég hafi lagt til að steypa í gosæð Geysis. Ég hef aldrei minnst á slíka fjarstæðu og mun aldrei leggja til að slíkt verði gert. Ég hef sagt að ef of mikið vatn kæmi inn í holu sem boruð væri í Geysi væri hægt að tempra rennslið með því að steypa þrengsli í holuna, það er allt annað mál. í blaðagreininni segir Helgi: „Geysir er í dag sjóðandi vatns- hver og úr honum renna tæpir 2 lítrar á sekúndu af um 100°C heitu vatni.“ Þetta er því miður ekki rétt. Ef frárennslið væri um 100°C heitt myndi Geysir gjósa daglega. Það kom í ljós með mælingum sem ég gerði ásamt Sigurði V. Hallssyni efnaverkfræðingi 1959 að Geysir gat þá gosið án sápu ef hitastig vatnsins í skálinni fór yfir 94°C. Þetta sýnir að ef innrénnslið væri aukið svo að áhrif kæl- ingarinnar frá yfir- borði vatnsins minnk- aði nóg til þess að hita- stigið væri 94°C eða hærra í skálinni myndi Geysir gjósa daglega eða oftar án sápu. Hitastigið í frárennsli Geysis er nú sennilega um 90°C eða lægra. Ég hef lúmskt gam- an af því að þeir sem eru á móti borun í Geysi í Haukadal óttast að það gæti valdið því að Strokkur hætti að gjósa. Ég vil Hverasvæði Við getum enn, segír Isleifur Jónsson, gert Geysi í Haukadal var- anlega virkan goshver fyrir árið 2000. leyfa mér að benda á að Strokkur er í dag „mannvirki" samkvæmt skilningi Helga í fyrrnefndri blaða- grein. Aðalmunurinn á Strokki og goshvernum Strók á Öskjuhlíð er sá að stálrörið nær alla leið upp í yfirborð Stróks en fóðurrörin voru tekin í burtu þegar borað var í Strokk 1963 til að gera hann virkan eftir að hann hafði verið óvirkur í hálfa öld. Nú halda menn að Strokkur hætti að gjósa ef borað væri í Geysi og harma það mjög. Þegar borað var í Strokk hafði það engin áhrif á Geysi svo að ég sé engin rök fyrir því að fullyrða að bonm í Geysi myndi eyðileggja Strokk. Þeir fá ekki vatnið úr sömu sprungunni. Það eru algjörir sleggjudómar að halda því fram að borun í Geysi sé óbætanleg eyðilegging á hvernum. Sér einhver för eftir borinn sem notaður var til þess að bora í Strokk? Það þarf að byggja burðargrind undir borinn yfir Geysi svo að hægt sé að koma honum fyrir. A meðan borinn er yfir hvernum þarf að dæla í hann köldu vatni svo að ekki sé hætta á að hann gjósi á meðan á borun stendur til að gera mönnum fært að vinna yfir hvernum. Þetta er nauðsynleg öryggisráðstöfun. Borunin sjálf myndi byrja á 18m dýpi og rörin tekin burtu að borun lokinni. Það sjást engin ummerki á yfirborðinu þegar borinn hefur ver- ið fjarlægður. Borun í Geysi eins og ég hef lagt til hefur engin áhrif á gosrásina eins og hún er í dag. Það vill svo til að gosrásin hallast til suðausturs líklega um 3-4°. Það er alþekkt að gosstrókur Geysis hall- ast alltaf til suðausturs þegar hann gýs. Menn geta staðið mjög nærri hvernum á norðvesturbakkanum þegar hann er í gosi. Borholan myndi byrja í hallandi klöpp sem er í 18m dýpi og að öllum líkindum fjarlægjast núverandi aðrennslis- sprungu þegar neðar kemur. Hugmynd mín er því að búa til nýja innrennslisæð í Geysi til hliðar við þá gömlu. Holunni er ætlað að opna leið inn í nýja sprungu og auka þannig rennslið inn í hverinn. Núverandi innrennsli breytist ekki. Ef hæfilegt rennsli fæst inn í hol- una myndi það gjörbreyta núver- andi aðstæðum í hvernum. Hann myndi aftur geta gosið án sápu. Hversu oft hann gýs fer alveg eftir hversu mikið og hve heitt vatn rennur inn í hverinn. Ég tel að hæfilegt vatnsmagn úr borholunni sé um 3-10 1/sek. Stærð og kraftur gosanna ætti að verða svipaður og vai’ þegar hann var í essinu sínu sem frægasti goshver í heimi fyrir meira en hálfri öld. Við getum enn gert Geysi í Haukadal varanlega virkan gos- hver fyrir árið 2000. Þar er enginn 2000-vandi í veginum. I dag er Geysir heit laug, ekki hver. Hverir eru með sjóðandi vatn. Goshverir gjósa öðru hvoru. Höfundur er verkfræðingur og sérfræðingur íjarðborunum. Isleifur Jónsson Hott, hott á hesti NÚ í sumar mátti lesa digrar yfirlýsingar frá landbúnaðarráð- herra Guðna Ágústs- syni á síðum dagblað- anna hér, varðandi sví- virðilega framkomu þýskara toUyfirvalda í garð mörlandans á heimsmeistaramóti ís- lenska hestsins, þar í landi. En þar voru hestamenn ásakaðir um gróf tolla- og skattalagabrot við inn- flutning á íslenskum hestum til Þýskalands. Nú berast fregnir af því að tollayfirvöld í Þýskalandi hafi farið ofan í saumana á innflutningi íslenskra hesta síðustu tíu ár. Þar mun koma fram, að meðalverð á hesti sé skráð 20-30 þúsund íslenskar krónur. Þarf vart að ræða slíkt mál, hvert einasta mannsbarn veit betur, hér er ekki skráð rétt verð. Kemur nú upp í hugan vönduð opnugrein í Morgunblaðinu 21. júlí 1991, sem var tekin saman af Guð- mundi Löve. Þar kom fram, að áætluð skattsvik í hestamanna væru einn milljarður sjö hundruð og fjörutíu milljónii’ á ári. Þar af um fjögur hundruð og fimmtíu milljónir í sölu á hestum til útflutnings. Má því ætla að skattsvik hesta- manna síðastliðin tíu ár séu á bilinu 17 til 20 milljarðar, þar af 4,5 til 5 milljarðar í útflutningssvikum. Nú má velta því fyrir sér, hvort nokkur hafi kjark til að taka málið upp á hinu háa Alþingi. Þar mundu landbúnaðar- ráðherra og fjármála- ráðherra fá tækifæri til að skýra frá því, hvernig þeir ætla að auka skatttekjur ríkis- ins með því að inn- heimta þessa skatta. Aþingi og ríkis- stjórn Islands verða að beita sér í þessu máli. Þetta er ekkert einka- mál Islendinga. Hér er um að ræða heiður okkar í Þýskalandi og í Evrópu. Við getum ekki verið þekktir fyrir, að íslensk yfirvöld geri ekkert í málinu. Við viljum ekki, að litið sé á okkur, sem ómerkilega skatta- og tollalagasvik- ara. Við viljum ekki láta stimpla þjóðina, sem Nígeríu norðursins. Fyrir nokkru örlaði á slíku í fiskút- Hrossaútflutningur Alþingi og ríkisstjórn —? -------------------- Islands verða að beita sér í þessu máli, segir Hreggviður Jónsson. Þetta er ekkert -----------7----------- einkamál Islendinga. flutningi okkar, en forystumenn þeirrar greinar gengu beint til verks, ásamt stjórnvöldum og þeir aðilar, sem vísir voru að pretti voru þegar í stað teknii-. Það ætti að vera hrossakaupmönnum til fyrir- myndar. Landbúnaðurinn á að hlíta sömu reglum og annar rekstur í landinu. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. !l|i HUGSKOT Bnisioinynd nföUue 1 0% afsláttur í október Nethyl 2 ♦ S. 587 8044 Hreggviður Jónsson Helmingi meiri ^ vitleysa ÞAÐ hefði nú verið fallega hugsað af for- kólfum RÚV á því herrans ári 1975 að bjóða upp á aðra sjón- varpsstöð. Þá hefði önnur sjónvarpsrás ríkisins verið kærkom- in viðbót við sjónvarps- flóru sem aðeins var ein rás. Þá hefðu sár- þjáðir sjónvarpsáhorf- endur fengið þriðja valkostinn en á þeim tíma höfðu menn um aðeins tvo kosti að velja: kveikt eða slökkt. Árið 1975 hefði ný rás táknað aukna fjölbreytni, aukið val neytenda og framþróun á fjölmiðlamarkaði. Því er ekki að heilsa árið 1999. Fjölmiðlun Ein ríkisrekin sjón- varpsstöð er yfírdrífíð meira en nóg, segir Viggó Orn Jónsson, það þarf ekki að tvö- falda vitleysuna. Markús Örn ryðst fram á ritvöllinn og básúnar nauðsyn nýrrar stöðvar ríkisins á sama tíma og einkaaðilar eru að koma á koppinn nýrri ís- lenskri sjónvarpsstöð. Á sama tíma og ungir menn eru að reyna að koma á virkri samkeppni á fjöl- miðlamarkaði vaknar gamla stofn- unin skyndilega til lífs af svo mikl- um krafti að það minn- ir á tímabreytingarnar á fréttum þegar Stöð 2 var að byrja hér um árið. RÚV vill nú opna aðra sjónvarpsrás og til að sýna fram á brýna nauðsyn þessa var landsmönnum boð- ið upp á 22 klukku- ^ stundir af golfi um síð- ustu helgi. Ríkissjónvarpið er raunar stórmerkilegt fyrirbæri. Ekki aðeins fær þessi ríkisfjölmiðill tekjur af skylduáskrift sinni (25.000 krónur á ári) heldur er RÚV líka með auglýsingatekjur. Flestum ríkisfjölmiðlum heims er bannað að sýna auglýsingar því það skekkir samkeppnisstöðu á fjölmiðlamark- aði. En það er ekki nóg með að RÚV sé með afnotagjöldin og aug- lýsingarnar. RÚV er líka með beint framlag frá ríkinu. Nú ætlar þessi stöð, með fjárhagsáætlun sem þar^. ekki að standa við, með tekjur sem þarf ekki að vinna fyrir, með dag- skrá sem þarf ekki að njóta áhorfs, með yfirmenn sem þurfa ekki að bera ábyrgð á vinsældum stöðvar- innar, með ósanngjarna yfirburða- aðstöðu á auglýsingamarkaði, nú ætlar þessi stöð að opna aðra rás sem á að reka á auglýsingum. Ég skora á menntamálaráðherra að binda enda á þessa fráleitu umræðu strax. Ein ríkisrekin sjónvarpsstöð er yfirdrifið meira en nóg. Það þarf_ ekki að tvöfalda vitleysuna. Höfundur er formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viggó Örn Jónsson SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA HÁMARKS ÁRANGUR s: 557 2450 • www.sigur.is Dagsferð sunnud. 10. okt. Frá BSÍ kl. 10.30 Grímannsfell. Létt fjallganga Verö 1.400/1.600. Næstu helgarferðir 15. —17. okt. Óvissuferð. Fjalla- ferð með nýkviknuðu vetrar- tungli. 26.-28. nóv. Adventuferð í Bása. 4.-5. des. Aðventuferð jeppa- deildar í Bása. 30. des,—2. jan. Áramótaferð. Miðasala hafin í hina sívinsælu áramótaferð í Bása. Heimasíða: www.utivist.is. FERÐAFELAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 10. október Kl. 10.30 Móskarðshnúkar - Trana. Um 6 klst. fjallganga. Farin ný og falleg leið upp úr Eyjadal i Kjós. Fararstjóri: Jónas Haraldsson. Verð 1.500 kr. Kl. 13.00 Mosfellssel - Helgu- foss — Bringur. Ný söguganga í Mosfellssveit með Guðjóni Jenssyni. Um 3 klst. láglendis- ganga. Verð 1.300 kr., frítt f. börn m. forráðamönnum. Brottför frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6. Miðvikudagur 13. október kl. 20.30 Myndakvöld í Mörkinni 6. Ólaf- ur Sigurgeirsson sýnir myndir úr sumarleyfisferð um Austfirði, dagsferðum og ýmsu öðru. Allir velkomnir á þetta fyrsta mynda- kvöld vetrarins. Kaffiveitingar. Sjá ferðir á heimasíðu: www.fi.is og textavarpi bls. 619. Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn í Síðumúla 35, efstu hæð, þriðjudaginn 12. októ- ber kl. 19.30. Vinnufundur. Pökkun jólakorta. Margar hendur vinna létt verkl Stjórnin. KRISTIDSAI Dalvegi 24, Kópavogi. Laugard. 9. okt. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helena Leifsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Aglow Reykjavík Næsti fundur verður haldinn í Kornhlöðunni/Lækjarbrekku mánudaginn 11. október nk. kl. 20.00. Þátttökugjald kr. 600. Innifalið er kaffi og meðlæti. Ræðumaður verður Esther Jacobsen. Vonumst til að sjá sem flestar. Stjórnin. Kl. 13.00: Laugardagsskóli fýrir krakka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.