Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 09.10.1999, Qupperneq 62
62 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF MESSUR Á MORGUN r isigteyU| i Safnaðarstarf Heimsóknar- þjónusta í Vest- v mannaeyjum ÞAÐ er mjög spennandi að sam- eina krafta Rauða krossins og kirkjunnar í kærleiksþjónustu við náungann. A það munu Vest- mannaeyingar láta reyna nú í haust með því að bjóða þjónustu, þai- sem heimsóknarvinur heim- sækir sinn útdeilda vin vikulega og brýnir þannig mann og annan, því sjálfur nýtur heimsóknarvinurinn góðs af heimsókninni. * Heimsóknaþjónusta er kirkjuleg þjónusta fyrir fólk á öllum aldri og í ólíkum aðstæðum, íyrst um sinn verður hugað að öldruðum. Margir eru einmana sem misst hafa sína nánustu eða eru einangraðir vegna veikinda eða öldrunar. Heimsókna- þjónusta RKÍ og Landakirkju vill leiða saman manneskju sem er í þeirri aðstöðu sem áður er lýst og heimsóknarvin með það í huga að gefa fólki samfélag og fyrirbæn. Heimsóknarvinur er sjálfboðaliði sem kemur til liðs við Vestmanna- eyjadeild RKÍ og Landakirkju. Hann þarf ekki að vera neinn sér- fræðingur en nauðsynlegt er að hann hafí tíma, þolinmæði og vilja * til að gefa af sér til annarra. Við leitum að konum og körlum sem er ekki sama um náungann, og fólki sem vill sýna náungakærleika. Við leitum að fólki sem hefur reynslu úr „skóla lífsins", reynslu í daglegu amstri, gleði og sorg. Hjá þessu fólki er dýrmæt reynsla sem getur nýst vel í heimsóknarþjón- ustu. Við starfslok hefur fólk oft góða starfsgetu og fínnst oft erfitt Fríkirkjan í Reykjavík Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Umsjón: Guðfræðnemarnir Kornelia og Hrafnhildur ásamt safnaðarpresti. að vera hafnað á vmnumarkaðinum, er þá gott að finna að hægt er að gera gagn með samveru við aðra manneskju því eins og annað gott máltæki segir; „maður er manns gaman“. Reynslan hefur sýnt að heimsóknarvinurinn nýtur góðs af þjónustu sinni ekki síður en sá er þiggur. Það er eftir allt sælt að gefa. Við leitum að fólki sem hefur tíma og vill gefa eina klst. á viku til sam- veru við einhvem sem þarf á því að halda. Það er góð reynsla af „yngri eldri borgurum" í þessu sjálfboða- starfi og vonumst við til þess að sú verði einnig raunin í Eyjum. Sjálfboðinn heimsóknarvinur verður undirbúinn með námskeiði sem er haldið laugardaginn 9. októ- ber frá kl. 10-15, í Arnardrangi, húsi Vestmannaeyjadeildar RKI. Umsjónaraðili verður honum síðan til halds og trausts. Fundir verða haldnir mánaðarlega með umsjón- armanni, málin rædd, boðið upp á fræðslu og eitthvað á léttu nótun- um. Starfsmaður heimsóknarþjón- ustunnar verður Hrefna Hilmis- dóttir. Bakhjarl starfsins verður séra Bára Friðriksdóttir og veitir hún þann stuðning sem þarf. Prestar Landakirkju og Stjórn Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins. Heimsóknar- þjónusta Kefla- víkurkirkju KEFLAVÍKURKIRKJA býður upp á kirkjulega heimsóknarþjón- ustu þar sem markmiðið er að veita sálgæslu og viðhalda tengslum milli skjólstæðings og kirkjunnar. Djákni safnaðarins, Lilja G. Hall- grímsdóttir, tekur að sér að heim- sækja fólk í sókninni sem ekki á heimangengt til dæmis vegna sjúk- dóma, fötlunar eða elli. Heimsókn- in getur verið á heimili, á sjúkra- hús eða á stofnun. Þörf fyrir heim- sókn getur verið tímabundin eða varað um lengri tíma. Það skal tek- ið fram að djákni er gestur á heim- ili skjólstæðins en hvorki hjúkrun- araðili eða heimilishjálp. Aftur á Guðsþjónusta kl. 14.00. Barn borið til skírnar. Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Bræðrafélagið heldur fund í Safnaðarheimilinu kl. 11.00 laugardaginn 9. október. Blaðafulltrúi Landsvirkjunar flytur erindi. w I M fiB ! Hsettu% að hrjóta „Stop Snoring" Hættu að hrjóta tryggir hljóðlátan móti getur djákni komið á tengsl- um milli skjólstæðings og sérfræð- ings sé þess óskað. Til dæmis við prest, félagsráðgjafa, lækni, sál- fræðing, fjármálaráðgjafa eða annnarra aðila á sviði heilbrigðis- og félagslegrar þjónustu. Fastur viðtalstími djákna er á mánudögum kl. 12-14 og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Hafi sóknarbarn áhuga á því að djákni heimsæki sig eða sína, eða að koma sjálft á fund djákna, þá hafi hann samband í síma 421 4327 eða 855 0834. Hjónamessa í Akraneskirkju Á MORGUN, sunnudag, verður guðsþjónustan í Akraneskirkju helguð hjónabandinu. Hefst hún kl. 14. Prédikað verður um ástina og kærleikann, undirstöðuþætti hjónabandsins, fallegir sálmar verða sungnir og létt lög leikin á orgelið. Kirkjukaffi á eftir. Hjón á öllum aldri eru hvött til þess að sækja guðsþjónustuna. Bjóðið ást- inni ykkar til kirkju! Sóknarprestur. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13. Sr. Frank M. Halldórs- son. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Stjórnandi Elín Jóhannsdóttir. Unglingakórinn: Æfing í Safnaðar- heimilinu Vinaminni kl. 14. Stjórn- andi Hannes Baldursson. Sóknar- prestur. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 laugar- dagsskóli fyrir krakka. KEFAS, Dalvegi 24. Samkoma kl. 14. Ræðumaður Helena Leifsdótt- ir. Allir hjartanlega velkomnir. Mán: Karlabænastund kl. 20.30. Þri: Bænastund kl. 20. Fræðsla kl. 20.30. Björg Pálsdóttir. Mið: Sam- verustund unglinga kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 10.15 Landakirkja og Rauða kross deild Vestmannaeyja halda námskeið um fyrirhugaða heim- sóknarþjónustu fyrir sjálfboðaliða. Verðandi heimsóknarvinir tilkynni áhuga sinn og þátttöku til Hrefnu Hilmisdóttur í síma 481 1763. Tak- markaður fjöldi á námskeiðið. GÓLFEFNABÚÐIN Mikið urval fallegra flísa Borgartán 33 • RVK Laufásgata 9 • AK Guðspjall dagsins: Jesús læknar hinn lama. (Matt. 9.) ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ólafur Skúlason biskup messar. Kaffi eftir messu. Sóknarnefnd. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Léttir söngvar, biblíusögur, bæn- ir, umræður og leikir við hæfi barn- anna. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Messa kl. 20 í tilefni setningar Kirkjuþings. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Prestur sr. Lárus Hall- dórsson. Kári Friðriksson syngur einsöng. Karlmenn leiða sönginn. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. Upphaf kristni á Is- landi. Dr. Hjalti Hugason, prófessor. Messa og bamastarf kl. 11. Félagar úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Sigurður Páls- son. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barna- og fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Unnur Halldórsdóttir, djákni, prédikar. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Djákni Svala Sigríður Thomsen. Eftir messu mun Unnur Halldórsdóttir, djákni, flytja hádegiserindi um þjónustu kristins manns. Súpa verður seld til fjáröflunar fyrir kærleiksþjónustu Langholtskirkju. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Drengjakór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Kór Laug- arneskirkju syngur, organisti Gunn- ar Gunnarsson. Hrund Þórarinsdótt- ir stýrir sunnudagaskólanum með sínu fólki. Prestur sr. Bjarni Karls- son. Messukaffi og djús fyrir börnin á eftir og 30 mín. yfirlitsfundur um safnaðarstarfið með starfsfólki og sjálfboðaliðum strax eftir fyrsta bolla. Kvöldmessa kl. 20.20. Djasskvartett Gunnars Gunnarsson- ar leikur og Kór Laugarneskirkju syngur. Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borðinu. Djassinn hefst í húsinu kl. 20. Létt sveifla í helgri alvöru. NESKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11. Átta til níu ára starf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sönghópurinn Vox Academica syngur undir stjórn Egils Gunnars- sonar. Organisti Sigrún Þórsteins- dóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdottir. Bamastarf á sama tíma. Sýnt verður leikritið „Ósýnilegi vinurinn" eftir Kari Vinje og Virjan Zahl Olsen. Það er „Stopp“ leikhóp- urinn sem sýnir, leikendur era Egg- ert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Allir velkomnir. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Kirkju- dagurinn. Kaffisala Kvenfélagsins eftir messu. Rjómatertur og annað góðgæti. FRIKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón: Guð- fræðinemarnir Kornelia og Ilrafn- hildur ásamt safnaðarpresti. Barn verður borið til skírnar. Guðsþjón- usta verður kl. 14. Bam borið til skímar. Organisti Kári Þormar. Allir hjartanlega velkomnir. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson. Bræðrafélagið heldur fund í Safnaðarheimilinu kl. 11 laugardaginn 9. október. Blaða- fulltrúi Landsvirkjunar flytur erindi. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Kirkjukór Árbæjar- kirkju syngur. Organleikari: Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Börn úr Tónskóla Sigursveins leika á ýmis hljóðfæri. Foreldar - afar - ömmur eru boðin velkomin með börnunum. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa og altaris- ganga kl. 11. Organisti: Daníel Jón- asson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11. Messa. Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur. Prestur sr. Gunnar Sigui’jónsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Léttur málsverður eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón Margrét Ólöf Magnús- dóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Anna Sigi’íður Pálsdóttir. Umsjón: Hjörtur og Rúna. Organisti: Hörður Bragason. Sunnudagaskóli í Engjaskóla kl. 11. Prestur sr. Sigurð- ur Arnarson. Umsjón: Signý, Guðrún og Guðlaugur. Guðsþjónusta í Graf- arvogskirkju kl. 14. Vænst er þátt- töku foreldra og fermingarbarna í Folda- og Engjaskóla. Prestar: Sr. Vigfús Þór Árnason, sr. Anna Sigríð- ur Pálsdóttir og sr. Sigurður Arnar- son. Unglingakór kirkjunnar syngur. Stjórnandi: Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. Saxó- fónleikari Sigurður Flosason. Eftir guðsþjónustuna verður fundur með foreldrum fermingarbarna í Folda- og Engjaskóla. Dregið verður um væntanlega fermingardaga. Kaffí- veitingar. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Hjörtur Hjartarson þjónar. Kór kirkjunnar syngur og leiðir safnaðarsöng. Jóhann Stefáns- son leikur á trompet. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta í kirkjunni kl. 13 og í Lindaskóla kl. 11. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestai'n- ir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Messa kl. 11. Altarisganga. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Organisti: Hrönn Helgadóttir. Fund- ur með foreldrum fermingarbama að lokinni messu. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjón- usta kl. 11. Mikill söngur og fræðsla fyrir krakka. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjudagur kvenfélagsins. Þórey Guðmundsdóttir formaður Banda- lags kvenna í Reykjavík prédikar. Kvennakórinn Seljur syngur. Konur úr kvenfélagi Seljakirkju aðstoða við guðsþjónustuna. Sr. Irnia Sjöfn Öskarsdóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Sigrún M. Þórsteins- dóttir. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðsþjónusta fellur niður vegna fjölskyldumóts í Vatnaskógi. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Engsbráten prédik- ar. Allir era hjartanlega velkomnir. Fjölskylduhátíð kl. 11. Komum sam- an og fögnuður í húsi drottins. Léttar veitingar eftir samkomuna. Sam- koma kl. 20. Ragna Þorvaldsdóttir prédikar. Allir hjartanlega velkomn- ir. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. KLETTURINN: Krakkakirkja kl. 11 fyrir alla fjölskylduna. Samkoma kl. 20, Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Allir vel- komnir. FÍLADELFIA: Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjón karlastarfs kirkjunn- ar. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Bamakirkja á sama tíma fyrir 1-12 ára börn. Allir hjartanlega velkomn- ir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugar- dag: Kl. 13 laugardagsskóli fyrir krakka. Sunnudag: Kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Guðmundur Guðjónsson talar, fjölbreytt dagskrá. Mánudag: Kl. 15 heimilasamband fyrir konur. Kafteinn Miriam Öskarsdóttir talar. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma á morgun, sunnudag, kl. 17 fyr- ir alla fjölskylduna. Svipmyndir í máli og myndum úr hinu fjölþætta æskulýðsstarfi sem unnið er í Vatna- skógi. Samtalsprédikun flytja þeir Ólafur Sverrisson verkfræðingur og Sigurður Pétursson sjávarútvegslíf- fræðingur. Boðið verður upp á sér- staka dagskrá fyrir börn á meðan prédikunin fer fram. Að samkomunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.