Morgunblaðið - 09.10.1999, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1999 67 rt
BRÉF TIL BLAÐSINS
A
Ar og öld
Ártalið. 1 = upphaf tímatalsins
blandtölur: mínus eitt, eitt, tvö, tíu.
raðtölur: (- fyrsta), fyrsta), (annað), (tíunda)
0-ista kerfið: ,0---------1,------------2,----------10,-
Frá Steingiimi St. Sigurðssyni:
HANN er skáld - yrkir ljóð og sem-
ur sögur.
Aukinheldur hefur hann kennt
um skeið við lærðan skóla á Egils-
stöðum og sem andstæðu hefur
hann leiðbeint og þjálfað smábörn í
leikskólum. Hann er mannfræðing-
ur að mennt frá Toronto í Kanada.
Amerískur í móðurætt.
Nú býr hann í Reykjavík og fer
sínar leiðir - og sem aukastarf vinn-
ur hann að þýðingum. Hann er ekki
beinlínis kynntur í svonefndum bók-
menntahringum - a.m.k. ekki enn
sem komið er - hvað sem síðar
verður.
Flýtir sér hægt og við lestur
verka hans veitir maður því athygli
að aðall hans er það sem á ensku er
kallað „understatement“, sem
merkir að undii'segja. Pví verður
stíll hans bæði í bundnu máli og
óbundnu þetta sem Sigurður Nor-
dal sagði að væri nauðsynlegt að
beita í skrifuðu máli - að vera
ísmeygilegur í tjáningu - hvenær
sem er. Svo sagði Nordal oftar en
einu sinni í bókmenntarýni. En af
þeim sem gerst vita var Nordal tal-
inn bera mest og best skynbragð á
bókmenntir. Enda er Islensk lestr-
arbók eftir hann talin sígilt verk -
sem því miður hefur verið látin
hverfa úr íslenskukennslu í skólum
hérlendis. I Öxnafurðu (Oxford)
meðal íslenskufróðra prófessora er
þessi textabók Nordals ómissandi í
bókmenntanámi.
Fjórar ljóðabækur eru til eftir
skáldið sem um getur; Ti-yggva V.
Líndal. Forvitnileg saga hefur birst
eftii- hann í Lesbók Morgunblaðs-
ins. Á döfinni er í ofanálag fræðibók
fyrir túrista sem snýst um ritferil
móður hans, Amalíu Líndal; sem
bjó árum saman á íslandi og fékkst
við bæði smásagnagerð og almenna
ritmennsku. Hún var gift þekktum
vísindamanni, djarftækum, sem
kom við sögu uppbyggingar kísil-
gúrverksmiðjunnar við Mývatn.
Eins og gefur að skilja er bak-
grunnur skáldsins óhversdagslegur
- sem sjá má á verkum hans. I
heimsókn til hans á dögunum hér í
Reykjavík virðist heimili hans bera
þess vitni að andi húsbóndans sé
mótaður af tónlist - fyrst og fremst
- ærið sérkennilegri músík - frum-
stæðri.
Það má segja að allar listgreinar
séu tónlist lífsins og bergmála lífið
sjálft ef vel á að vera. Louis Arm-
strong sagði eitt sinn: „Músík er líf-
ið, lífíð er músík.“
I spjalli við skáldið var hann
spurður: ,Af hverju yrkirðu?"
„Til að ná fram tærari myndum
heldur en hægt er í raunveruleikan-
um.“
STEINGRÍMUR ST. SIGURÐSSON.
herbalife.is
íþína þágu
Frá Jóhannesi G. Jóhannessyni:
FYRSTA áramótagleðin í frásögu
fundin var haldin í Mesópótamíu í
marsmánuði fyrir fjögur þúsund ár-
um en engum sögum fer af fyrsta
aldamótafagnaðinum.
Rómverjar byggðu sitt ártal á
raðtölum, sem eru heiltölur, sviðtöl-
ur. Síðan skiptu þeir árinu í mánuði,
þeim í daga og dögunum í stundii-
og rituðu ártölin; á fyrsta ári, á öðru
ári, á tíunda ári. Þetta var eldgömul
hefð, sniðin að rithætti síns tíma og
er notuð enn í dag: „Á sexhundrað-
asta aldursári Nóa, í öðrum mánuð-
inum, á seytjánda degi mánaðarins
... og flóðgáttir himins lukust upp.“
Tugakerfíð, desímalkerfið, kom síð-
ar. Það var nýtt talnakerfi sem inni-
hélt bæði heiltölur og brot. En vitið
var nú aldrei meira en Guð gaf;
desímalistar innbyrtu talnagildi
raðtölukerfisins og gerðu að sínum.
Tugatöluna 1,0 gerðu þeir jafna rað-
tölunni fyrsti. Ur þessu varð hálf-
gert blandkerfi í tímatali desíma-
lista. Þeir notuðu tugakerfið þar
sem það átti við en raðtölukerfi þar
sem það hentaði betur. Alþýða
manna notaði raðtöluártalið áfram
og notar það enn.
Tugakerfinu beittu desímalistar
aldrei á tímatalið, utan Napóleonist-
ar, en þeir snertu hvorki ártal né
mánaðatal en gerðu mánuðinn = 3
vikur, á = 10 daga, á = 10 stundir, á
= 100 mínútur, á = 100 sekúndur.
Allar einingarnar vora heiltölur
nema sekúndurnar, þær vora tuga-
tölur með desímal-deilingu; ekta
blandtölur. Þetta tímatal var á neyt-
endmai’kaði í Frakklandi í 13 ár en
þá gefið upp á bátinn, þar eð al-
menningur meðtók það eigi.
Desímalistar notuðu líka töluna
einn til að marka upphaf ártugarins,
frá einum til tíu, rétt eins og rað-
tölumenn. Við þetta mátti vel una,
ef vilji var til og það gekk. Núll-ista
mætti kalla þá, sem telja tímann
eftir hreinu tugakerfi. Þeir gátu
ekki sætt sig við að áratugurinn
skyldi hefjast á einum og ljúka á tíu.
Þeir verða alltaf að byrja á því að
finna upp hjólið, þess vegna verður
fyrsti áratugur þeirra, og árþúsund,
að hefjast á núlli og enda á níu.
Næsti ái-atugur hefst því með árinu
10 og endar með árinu 19.
Ártalið í raðtölukerfínu spannai'
heil ár, frá fyrsta degi til og með
þess síðasta og það sama varð í
blandkerfinu. I hreinu desímalkerfi
núll-istanna er ártalið eins og
punkturinn í stærðfræðinni, það
hefur enga lengd, táknar ekkert
tímabil, það er aðeins marktala, sem
táknar það eitt að ártals-árinu sé
lokið. Þegar einu ári lýkur verða
desímalistai' að safna sér tólf mán-
uðum til að uppfylla skilyi'ði fyrir
nýju ártali; og það er liðið um leið
og það hefst. Þar er ekkert gleðilegt
nýtt ár til að taka við, aðeins tími
sem streymir hjá. Þeir eignast þess
vegna aldrei áramót, nema að
sníkja þau hjá raðtölukerfinu. Þeir
geta ekki sagt: í dag er 1999
komma september. Raðtölumenn
segja í dag er 30.9. 1999. Róm-
verska tímatalið var þannig gert að
upphafs- og endadægur þess vora
ævinlega innifalin í tímabilinu
sjálfu. Dæmi þessa er spásögnin um
upprisu Krists; á þriðja degi mundi
hann upp rísa. Þessir þrír dagar
vora föstudagurinn, þá laugardag-
urinn og loks sunnudagurinn. Undir
kvöld á föstudegi fól hann anda sinn
föðurnum en í bítið á sunnudegi var
hann farinn. Þetta er röskur sólar-
hringur. Fyrsta ár tímatals okkar
er árið sem inniheldur upphafsdag
þess; meintan fæðingardag Krists.^.
Næsta ár þar á undan varð því sjálf-
krafa fyrsta ár fyrir Krist. Ekkert
núllár. Núll-istar hefja sitt tímatal á
núll-tíma á „núll-ái'inu“, sem þeii'
kalla svo, að raðtölusið. Það ár hlýt-
ur samt, eðlis síns vegna, að falla ut-
angarðs í raðtölukerfinu.
SJÁ TÖFLU
Þversögnin er sú, að þegar hefð-
bundið ár er að hefjast, þá telja
núll-istar sig hafa lokið samnefndu
ári. Þeir eru ævinlega einu ári á
undan tímanum. Nú telja þeir sig til
dæmis vera að enda þennan áratug
og öld meðan eitt hefðbundið ár er
enn ógengið.
Núll-istar nota vissulega viður-
kennt talnakerfi, tugakerfið, og því
er ekki við þá að sakast um neina
sértæka heimsku eða þvergirðings-
hátt. Þeii' flaska aðeins á einu atriði;
tugakerfið hefur aldrei ráðið við að
tjá ártöl raðtölukerfisins, þeir hafa
alla tíð orðið að leita á náðir þess til
að ræða tímatalið. Ljóst er nú að
núll-istar ætla að þjófstarta; með
sín aldamót um áramótin 1999-2000,
meðan raðtölusinnuð alþýðan gleð-
ur sig við hefðbundnu aldamótin,
um áramótin 2000-2001.
JÓHANNES G. JÓHANNESSON,
Austurbrún 4 (6/3), Reykjavík. p
Lagersala Fjölva
Smiðjuvegi 2 (bak við Bónus)
í dag höldum viö áfram rýmingarsölu af bókalager.
Við byrjuðum um síðustu helgi og aðsóknin var
gífurleg. Hundruð ánægðra kaupenda fóru frá okkur
með fangið fullt af bókum, sögðust aldrei hafa
keypt jafn mikið af bókum fyrir jafn lítinn pening.
Úrvalið er frábært. Allir, börn og fullorðnir, geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Einstaka titlar hafa að vísu selst upp og staflarnir
hafa aðeins lækkað en nóg er eftir af bókum enn,
og allir velkomnir að gramsa og grúska að vild.
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri.
Verið öll velkomin í Bókaveislu Fjölva.
ÓVENJULEG UPPLIFUN!
v\*
■ . .
Opnunartímar
Athugið: aðeins er opið um helgar
Laugardaga: 10:00 - 17:00
Sunnudaga: 12:00 - 17:00
Stóra Lagerútsala Fjölva veröur opin nokkr-
ar næstu helgar. Sími Fjölva er 568-8433
i