Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Yfírvöld í Seattle reyna að afstýra frekari deirðum vegna fundar WTO Lofa að koma í veg fyrir að fundurinn fari út um þúfur Seattle. AP. Reuters Lögrcglumenn handtaka mótmælanda í miðborg Seattle í gær eftir að yfirvöld bönnuðu öll mótmæli í grennd við ráðstefnumiðstöð þar sem ráðherrafundur Heimsviðskiptastofnunarinnar er haldinn. Jeltsín hressari og vinnur dómsmál Moskvu. AFP, AP. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti var ekki lengur með hita í gær og var nógu hress til að láta bera sér gögn til úrvinnslu að sjúkrabeðnum, þar sem verið er að reyna að lækna hann af lungnabólgu. Jeltsín undirritaði nokkur skjöl, þar á meðal tilskipun um uppbótar- greiðslu til ellilífeyrisþega. Það kann líka að hafa hresst upp á forsetann að frétta af því, að stjórn- lagadómstóll Rússlands úrskurðaði honum í hag í hápólitísku deilumáli. Komst dómurinn að þeirri niður- stöðu, að Jeltsín hefði haft fullan rétt til að reka Júrí Skúratov úr embætti ríkissaksóknara á meðan sakarann- sókn fer fram á ásökunum sem á Skúratov hafa verið bornar um glæpsamlegt athæfi. Þessi úrskurð- ur þýðir að Skúratov, sem hefur átt í harðri pólitískri baráttu við Jeltsín um margra mánaða skeið, verður áfram útilokaður frá saksóknaraembættinu. Jeltsín hefur þrisvar reynt að reka Skúratov, en ekki tekizt vegna þess að efri deild þingsins þarf líka að fall- ast á brottreksturinn en hefur jafnan hafnað því. Loks tókst þó Jeltsín að koma Skúratov úr embætti eftir að sakamálayfirvöld hófu rannsókn á ásökunum um að grunaðir glæpa- menn fengju rannsókn á málum sín- um fellda niður gegn því að útvega Skúratov vændiskonur. Skúratov hefur sagt að tilraunirnar til að bola sér úr embætti ættu allar rætur að rekja til rannsóknar hans á meintri spillingu í Kreml. FULLTRÚAR á ráðherrafundi 135 aðildarríkja Heimsviðskiptastofnun- arinnar (WTO) í Seattle í Bandaríkj- unum sögðust í gær vera staðráðnir í að tryggja að samningaviðræðurnar um aukið frelsi í heimsviðskiptum bæru árangur þrátt fyrir óeirðirnar á götum borgarinnar í fyrradag, á fyrsta degi fundarins. Aflýsa varð setningarathöfn fundarins vegna óeirðanna en yfirvöld í Seattle og Washington-ríki lofuðu í gær að koma á lögum og reglu á götum borgarinnar og afstýra því að fund- urinn færi út um þúfur vegna mót- mæla. Miðborg Seattle líktist vígvelli þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom þangað í gærkvöldi til að ávarpa viðskiptaráðherra aðiidarríkja WTO. Bandarískir embættismenn sögðu að forsetinn myndi tilkynna að Bandaríkjastjóm hygðist auka toll- frjálsan aðgang fatækustu ríkja heims að markaði landsins og „af- nema innflutningsgjöld á því sem næst allar vörur vanþróuðustu ríkj- anna“. Útgöngnbann í Seattle Yfirvöld í Seattle settu útgöngu- bann til að koma í veg íyrir frekari uppþot. Gary Locke, líkisstjóri Was- hington, sendi einnig 200 þjóðvarð- liða og 300 ríkislögreglumenn til Seattle til að aðstoða lögreglulið borgarinnar. Lögregluyfirvöld tilkynntu enn- fremur að mótmælendum yrði bann- að að fara götur í grennd við ráð- stefnumiðstöðina þar sem fundurinn er haldinn. Um 250 manns voru handteknir á bannsvæðinu í gær og fluttir á brott í strætisvögnum. Flestir mótmælendanna veittu ekki mótspyrnu. Paul Schell, borgarstjóri Seattle, kvaðst telja að gerðar hefðu verið nægar öryggisráðstafanir til að af- stýra frekari óspektum. „Þjóðvarð- liðarnir verða fyrst og fremst notaðir sem varalið. Þeir eru ekki vopnaðir. Eg vil ekki vopnað herlið á göturn- ar.“ Fulltrúarnir á fundinum höfðu búist við mótmælum en þó engu í lík- ingu við óeirðirnar sem blossuðu upp á fyrsta degi fundarins þegar um 40.000 manns gengu um götur borg- arinnar til að mótmæla honum. Lög- reglan beitti táragasi til að dreifa um 5.000 mótmælendum en fékk ekki við neitt ráðið þegar hópar óeirða- seggja gengu berserksgang um mið- borgina, bnitust inn í verslanir, kveiktu í rusli og stórskemmdu bíla. Mike Moore, framkvæmdastjóri Heimsviðskiptastofnunarinnar, kvaðst sannfærður um að mótmælin yrðu ekki til þess að fundurinn færi út um þúfur. „Þessi fundur mun bera árangur. Málefnin eru of mikilvæg til að hægt verði að sniðganga þau.“ Clinton vill taka tillit til sjónarmiða mótmælenda Mótmælendurnir eru óánægðir með starfsemi Heimsviðskiptastofn- unarinnar og segja hana einblína of oft á hagsmuni fjölþjóðlegi'a stórfyr- irtækja og vanrækja mál eins og um- hverfisvernd, réttindi launþega og fátækt í þróunarlöndunum. Clinton sagði í gær að Heimsvið- skiptastofnun þyi'fti að taka tillit til sjónarmiða margra mótmælend- anna, svo sem þeirra sem vilja að stofnunin beiti sér meira í umhverf- is- og verkalýðsmálum. Hann gagn- íýndi hins vegar óeirðimar og til- raunir tiltölulega fámennra hópa til að hindra fundahöldin. „Við skulum samt ekki gleyma að- alatriðinu,“ sagði Clinton eftir skoð- unarferð um Seattle í gærkvöldi og bætti við að Bandaríkjamenn hefðu hagnast á auknu frjálsræði í heims- viðskiptum. ■ Miðborgin/28 Indónesískum yfírráðum mótmælt í Vestur-Irían 800.000 manns minnast sjálfstæðisyfírlýsingar Aðskilnaðarsinnar draga „morgunstjörnuna", fána aðskilnaðarhreyf- ingar Vestur-Irían í Indónesíu, að húni í höfuðstað héraðsins, Jayapura. Eitt litningapar anna kortlagt París. AFP, AP. ' * Jakarta. AFP. HUNDRUÐ þúsunda aðskilnaðar- sinna tóku þátt í friðsamlegum mót- mælum í Vestur-Irían í Indónesíu í gær þegar þess var minnst að 38 ár eru liðin frá því lýst var yfir sjálf- stæði héraðsins. Sjálfstæðissinnarn- ir drógu fána aðskÚnaðarhreyfingar- innar að húni þótt indónesíski herinn hefði bannað það. Mannréttindahreyfing í höfuðstað héraðsins, Jayapura, áætlaði að 800.000 manns hefðu tekið þátt í að- gerðunum, m.a. athöfnum þar sem fáni aðskilnaðarhreyfingarinnar, „morgunstjarnan", var dreginn að húni og sérstökum bænasamkomum í tilefni dagsins. „Það er undravert að sjálfstæðis- baráttan skuli vera háð með friðsam- legum hætti þrátt fyrir 37 ára kúgun stjómvalda í Indónesíu," sagði John Rumbiak, forstöðumaður mannrétt- indastofnunar í Vestur-Irían. Allt að 11.000 manns komu saman til að draga fána aðskilnaðarhreyf- ingarinnar að húni í miðborg Jayap- ura þótt herinn hefði hótað að draga hann niður. Lögreglustjóri Vestur- Irían sagði að slíkar athafnir væm bannaðar og nokkrir þátttakend- anna kynnu að verða sóttir til saka. Vestur-Irian nær yfir vesturhluta Nýju-Gíneu og var að mestu undir hollenskum yfirráðum 1828-1962. Leiðtogar héraðsins lýstu yfir sjálf- stæði þess 1. desember 1961 en það var innlimað í Indónesíu 1963. Innlimunin var samþykkt í at- kvæðagreiðslu meðal þúsund íbúa héraðsins ári síðar en aðskilnaðar- sinnar segja að Indónesar hafi mút- að þátttakendunum og haft í hótun- um við þá til að fá þá til að greiða atkvæði með innlimuninni. FJÖLÞJÓÐLEGUM hópi vísinda- manna hefur tekist að kortleggja 97% af einu litningaparanna, þráð- laga sameindum í frumukjai'na manna sem bera í sér uppskrift að líkamsbyggingu og líkamsstarf- semi þeirra. Þessum áfanga í rannsóknum vís- indamannanna var lýst sem tíma- mótaskrefi í þá átt að kortleggja tugi þúsunda erfðavísa sem geyma uppskrift að manninum öllum, allt frá gáfnafari til háralitar og fóta- stærðar. „Þetta er í fyrsta sinn sem við Ijúkum kafla í bókinni um upp- skriftirnar að manninum og það er býsna undravert,“ sagði Francis Collins, sem stjórnar verkcfninu. „Ég hygg að þetta sé sennilega mikilvægasta vísindatilraunin sem mannkynið hefur ráðist í, að atóm- vísindunum og tunglferðunum meðtöldum." I hverri frumu mannslíkamans eru 46 litningar sem mynda 23 pör. Vísindamönnunum tókst að kort- leggja um 700 gen í litningi 22, sem ber í sér um 1,1% af áætluðum lágmarksfjölda erfðavísanna í mannslíkamanum. Talið er að stökkbreytingar í nokkrum gena litningsins geti valdið að minnsta kosti 27 sjúkdómum og kvillum, allt frá krabbameini til taugasjúkdóma og geðklofa. Gæti verið upphafíð að byltingu í læknavisindum Skýrt er frá þessum áfanga vís- indamannanna í tímaritinu Nature í dag. Þeir hafa stefnt að því að Ijúka við að kortleggja allt genamengi manna í grófum dráttum í vor en áfanginn, sem kynntur var í gær, gæti flýtt því verki. Talið er að rannsóknirnar geti valdið byltingu í læknavísindum þegar fram líða stundir. Vísindamennirnir eru frá Bret- Iandi, Bandai'íkjunum, Japan, Kan- ada, Svíþjóð og fleiri löndum. Þeir vonast til þess að ljúka kortlagn- ingu litninganna á undan vísinda- mönnum á vegum bandaríska kaupsýslumannsins Craigs Venters, sem talinn er stefna að því að tryggja sér einkarétt á hagnýtingu erfðalyklanna. MORGUNBLAÐH) 2. DESEMBER 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.