Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 2

Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Biðlistar lengjast á skurðdeildum en styttast eftir bæklunaraðgerðum 6.988 á biðlistiim sjúkra- stofnana í október ALLS voru 6.988 sjúklingar á biðlistum sjúkra- stofnana landsins í október síðastliðnum en voru 6.666 á sama tíma í október 1997, skv. athugun sem þá var gerð. Þetta kemur fram í greinar- gerð landlæknisembættisins yfir biðlista eftir meðferð á heilbrigðisstofnunum landsins. Biðlistar eftir bæklunaraðgerðum hafa styst umtalsvert á rúmu ári en heildarbiðlisti á al- mennum skurðdeildum hins vegar lengst, að því er fram kemur í yfírlitinu. Biðlistar á hjartadeildum óbreyttir frá 1997 Á biðlistum almennra skurðdeilda voru 922 í októberlok miðað við 644 fyrir ári. Er meðalbið eftir aðgerð mismunandi, allt frá 5,9 vikum á Suðurnesjum og upp í 39,7 vikur í Neskaupstað. Á augndeildum Landsspítalans og sjúkrahúss- ins á Akureyri voru 392 en voru 280 fyrir ári og er biðin að meðaltali 15,8 vikur á Landsspítala en 22,5 á Akureyri. Biðlistar háls-, nef- og eyrnadeilda hafa styst á undanfbmum árum. Nú voru 856 manns á þeim miðað við 1.335 á síð- asta ári. Bið eftir aðgerð getur verið frá 9,2 vik- um (Keflavík) upp í 49 vikur (St. Jósefsspítali, Hafnarfirði). Biðlistar á hjartadeildum eru nær óbreyttir eða 292 manns en voru 296 á sama tíma í fyrra. Fækkað hefur á biðlistum kvensjúkdómadeilda úr 501 í 382 og 422 manns biðu í október eftir lýtalækningu en voru 455 fyrir ári. Þeim sem eru á biðlistum bæklunardeilda hefur fækkað umtalsvert, eða úr 1.334 í 1.169. Þar munar mestu að fækkun er á biðlistum bæði á deildum Sjúkrahúss Reykjavíkur, Landsspítala og St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en fjölgun hefur hins vegar orðið hjá minni deildum, svo sem á Akureyri og Akranesi. Bið- in getur hins vegar orðið löng eða frá 6 vikum á Selfossi og upp í rúmt ár, eða 64 vikur í Reykjavík og 77 vikur í Hafnarfirði. Loks eru 335 á biðlista eftir glasafrjóvgun en voru 345 í fyrra en ekki er vitað um hversu lengi konur á þeim lista þurfa að meðaltali að bíða eftir úr- bótum. Hæfilega langir biðlistar í flestum tilfellum jákvæðir Bent er á það í greinargerð landlæknis að biðlistar séu í eðli sínu ekki neikvæðir þó svo að of langir biðlistar og óhófleg bið eftir meðferð séu það. „Listi með sjúklingum sem óska eftir og þarfnast meðferðar og kallaður er biðlisti getur í sumum tilfellum verið að megninu til listi yfir sjúklinga sem hafa valið sér ákveðið tímabil sem þeir vilja gangast undir méðferð og eru í sjálfu sér ekki að bíða eftir að komast að heldur kjósa sjálfir að fá meðferð síðar. Hæfi- lega langir biðlistar era í flestum tilfellum já- kvæðir að því leyti sem þeir gefa deildum sjúkrahúsa tækifæri til að halda uppi áætlunum og fullri starfsemi til nokkurra vikna í senn,“ segir í greinargerðinni. Olíufélögin hafa hækkað bensínverð um 90 aura Rúmlega 16 króna hækkun frá áramótum Verðþróun á bensíni með fullri þjónustu 1998 og 1999 ’98 ' 1999 2000 OLÍUFÉLÖGIN hækk- uðu öll verð á bensíni og díselobu í gær, bensín hækkaði um 90 aura en díselolía um 1,80 krónur. Að sögn Gunnars E. Kvaran, kynningarfull- trúa Skeljungs, má rekja bensínhækkunina til hækkunar á heimsmark- aðsverði olíu sem og breyttrar gengisþróunar, þar sem bandaríkjadollar hefur hækkað nokkuð undanfarið. Nú kostar lítrinn af 95 oktana bensíni 86,30 krónur og af 98 oktana bensíni 91 krónu. Lítrinn af díselolíu kostar nú 34,50 krónur. Að sögn Gunnars E. Kvaran hefur verð á díselolíu hækkað meira en bensínverð á heimsmarkaði og þess vegna hækkaði hún meira í gær. Verð á hráolíu hefur farið hækkandi nánast allt árið Bensínlítrinn hefur hækkað um 16,10 krónur frá því um síðustu áramót, en mesta einstaka hækk- unin á þessu ári var 1. september, þegar lítrinn hækkaði um 5,30 krónur. Verð á 95 oktana bensíni hefur mest farið í 88,60 krónur á þessu ári, en það var í október. 98 oktana bensín fór í 93,30 krónur þann sama mánuð. Hinn 22. október lækkaði bensínlítrinn hins vegar um 2,50 krónur í kjölfar þess að bensíngjald var gert að fastri krónutölu í stað hlutfallsgjalds og hinh 1. nóvember lækkuðu olíufé- lögin bensínverð um 70 aura í kjöl- far lækkunar á heims- markaðsverði olíu. Samkvæmt Hagvísum Þjóðhagsstofnunar í nóv- ember hefur verð á hrá- olíu farið hækkandi nán- ast allt þetta ár. I nóvem- ber í fyrra seldist tunnan á 11 dollara en ári síðar var verðið komið í tæpa 26 dollara. Verðhækkun- ina má m.a. rekja til þess að í mars sl. ákváðu sam- tök olíuútflytjenda, OPEC, að minnka olíu- framleiðslu um 7% frá því í febrúar árið 1998, eða um rúmar fimm milljónir tunna á dag. I Hagvísunum kemur fram að Islendingar hafi flutt inn um 4% meira af eldsneyti og olíu árið 1998 en árið á undan. Innflutningsverðmætið lækkaði hins vegar um tæp 20% þetta ár, eða úr 9,4 milljörðum króna í um >7,6 milljarða, vegna þess hversu olíu- verð var lágt og gengi krónunnar hátt. Gert er ráð fyrir því að inn- flutningur á olíu aukist um 2,3% að magni á þessu ári, en vegna hækk- andi verðs er gert ráð fyrir því að innflutningsverðmætið aukist um 16% og verði um 8,8 milljarðar króna. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Steypu- vinna við Skúlagötu EKKI hefur viðrað vel til úti- verka á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu og snjókoma og kuldatið hefur víða sett strik í reikninginn. Byggingarverka- mennirnir sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á við byggingarframkvæmdir við Skúlagötu í gær létu kulda og stöku éljagang ekkert á sig fá við steypuvinnuna. Hveragerð- isbær semur við RARIK BÆJARSTJÓRN Hveragerðis hef- ur falið bæjarstjóranum að ganga frá samningum við RARIK um kaup RARIK á dreifikerfi Rafveitu Hveragerðisbæjar. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Gísla Pál Pálsson, forseta bæjarstjórnar. Kaupverðið er um 215 milljónir króna. „Til framtíðar litið teljum við að þetta sé skynsamlegasti kosturinn,“ sagði Gísli Páll, en bætti því við að hressilega hefði verið tekist á um málið á bæjarstjórnarfundinum í gærkvöld, sem staðið hefði í þrjá tíma. Tveir bæjarfulltrúar, þeir Knútur Bruun Sjálfstæðisflokki og Árni Magnússon Framsóknarflokki, greiddu atkvæði gegn tillögunni um að selja rafveituna til RARIK. I fréttatilkynningu frá bæjar- stjórninni segn-: „Samkvæmt orku- lögum hefur RARIK forgangsrétt til að reka héraðsrafmagnsveitu í Hveragerði ef Hveragerðisbær hættir því. Því er það mat bæjar- stjómar Hveragerðis að eðlilegast sé þegar af þeirri ástæðu að ganga til samninga við RARIK.“ Aðlögun að gjaldskrá RARIK Gísli Páll sagði að bæjarstjórnin hefði tekið tilboði RARIK, vegna þess að verðið hefði verið gott og að boðið hefði verið upp á þriggja og hálfs árs aðlögunartíma að gjald- skrá RARIK. Gjaldskráin myndi ekki hækka fyrr en í júlí árið 2001 og þá aðeins um 200 krónur á mán- uði fyrir meðal heimili. Salan mun einnig stuðla að lækk- un skulda sem leiðir til aukins ráð- stöfunarfjár sveitarfélagsins til framtíðar. Þá var í sölunni einnig tekið tilllit til þess samstarfs sem náðst hefur við RARIK í orkumál- um í gegnum Sunnlenska orku ehf. Gísli Páll sagði að í kjölfar samn- ingsins myndi RARIK flytja útibú sitt, sem þjónustar Árnessýslu, frá Selfossi til Hveragerðisbæjar og að við það myndu 4 til 5 störf flytjast til bæjarins. ----------------- Stóra fíkniefnamálið Gæsluvarðhald framlengt til 15. mars TVEIR karlmenn, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar stóra fíkniefnamálsins, voru úr- skurðaðir í áframhaldandi gæslu- varðhald til 15. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að kröfu lögregl- unnar í Reykjavík. Báðir undu úr- skurði dómara og kærðu ekki úr- skurðinn til Hæstaréttai1. Mennirnir hafa setið í gæsluvarð- haldi í um tvo mánuði en þeir voru handteknir í Danmörku í lok sept- ember. Enn sitja tíu manns í gæsluvarð- haldi vegna málsins. Sérblöð í dag WWW.MBL.IS 12S»CJR Viðskiotablað Sérblað nm viðskipti/atvinnulíf MEÐ Morg- unblaðinu í dag er dreift blaði frá „Bræðrunum Ormsson"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.