Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iiman við 25% hlutafjár Skagstrendings í dreifðri eign Sex mánaða frestur til að uppfylla skilyrðin YFIR 79% hlutafjár í Skagstrend- ingi hf. er nú í eigu þriggja hlut- hafa, Samherja, Höfðahrepps og Burðaráss. Félagið uppfyllir því ekki skilyrði í reglum Verðbréfa- þings íslands um skráningu á Að- allista. Þar er þess krafist að a.m.k. 25% hlutafjár séu í dreifðri eign. Skagstrendingur hefur sex mánuði til að uppfylla skilyrðin að nýju frá því VÞI er gert viðvart, samkvæmt reglum þingsins. Samherji hf. er stærsti hluthafi í Skagstrendingi með 40,1%, Höfða- hreppur á 20,9% og Burðarás 18,1%. Trygging hf. á 7,5% hluta- fjár, Nafta ehf. 2,8% og Skeljungur hf. 2,5%. Aðrir hluthafar eiga inn- an við 1%. Hluthafar eru samtals 349. I reglum um skráningu verð- bréfa á VÞÍ segir í 9. grein: „Dreif- ing eignarhalds hlutabréfaflokks sem sótt er um skráningu á skal vera þannig að a.m.k. 25 % hluta- bréfanna og atkvæðisréttar séu í eigu almennra fjárfesta. Með al- mennum fjárfestum er átt við aðra aðila en stjórn, lykilstjórnendur og Yfir 50 miiljónir söfnuðust í tölvuátaki TÖLVUÁTAKI Stúdentaráðs og Hollvinasamtaka Háskólans lauk í gær. Átakið tókst vonum framar, en alls bárust gjafir að upphæð 50.610.492 krónur, sumar hverjar í formi vél- og hugbúnaðar. Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Hollvinasamtak- anna, sagði velvilja fyrirtækja greinilegan. Betur hafi tekist til en björtustu vonir gáfu til- efni til, en fyrir andvirði gjaf- anna er unnt að endurnýja og auka um tæpan þriðjung tölvu- búnað Háskólans. Að sögn Sæþórs L. Jónsson- ar, forstöðumanns Reikni- stofnunar Háskólans, hefur tölvukostur skólans því aldrei verið í betra ástandi en nú. Enda ríkir almenn ánægja með hversu vel tókst til. „Við erum í mun betri stöðu heldur en við höfum nokkurn tímann verið, en það má kannski gera bet- ur,“ segir Sæþór og kveður seint hægt að anna eftirspurn á sjöunda þúsund nemenda. Mikil vinna liggur að baki Söfnunarátakið hófst í sept- ember 1998 og segir Finnur Beck, formaður Stúdentaráðs, mikla vinnu liggja þar að baki, en fyrirtæki voru fengin til að styrkja rekstur tölvuátaksins. Finnur segist telja að slíkar gjafir geti orðið viðvarandi framlög atvinnulífsins, en þau megi líta á sem traustsyfirlýs- ingu á þeirri vinnu sem fram fari í Háskólanum. Þau fyrirtæki sem voru hvað rausnarlegust í gjöfum sínum til Háskólans voru Coneorde Axapta ísland ehf., Kjaran ehf. og íslensk erfðagreining. Afram verður tekið við fram- lögum til endurnýjunar á tölvubúnaði Háskólans og hef- ur verið stofnaður sérstakur endurnýjunarsjóður í því skyni. einstaka hluthafa sem eiga 10% eða meira, sem og aðila fjárhags- lega tengda þeim, svo sem maka, sambýlinga og ólögráða börn, svo og móður-/dótturfélög. Eignarhald almennra fjárfesta skal dreifast á að minnsta kosti 300 hluthafa." I 15. grein reglnanna kemur fram að uppfylli félag sem skráð er á Aðallista ekki lengur skilyrði um skráningu skal það tilkynnt þing- inu um leið og félaginu er kunnugt um það. Félagið skal innan sex mánaða uppfylla skilyrðin að nýju. Tilkynnt 18. október Jóel Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Skagstrendings, segir hlut- höfum Skagstrendings vissulega hafa fækkað aðeins og samkvæmt nýjasta hluthafalista uppfylli félag- ið ef til vill ekki skilyrði til skrán- ingar á Aðallista Verðbréfaþings Islands. „Verðbréfaþingi Islands var tilkynnt um stöðuna með bréfi 18. október og félagið hefur sex mánuði frá þeim tíma til að upp- fylla skilyrðið um dreifða eignar- aðild. Stærstu hluthafar eru með- vitaðir um þetta og ég á ekki von á öðru en að þeir bregðist við með því að leggja sitt af mörkum til að halda félaginu inni á Aðallista VÞI. Því er ljóst að félagið fellur út af Aðallista VÞÍ, uppfylli það ekki skilyrðið innan sex mánaða en það hlýtur að vera hagur allra hluthafa að félagið sé skráð á VÞÍ,“ segir Jóel. Hann segist ekki geta svarað því til hvaða ráðstafana verði gripið. „Eg lít á þetta sem mál stærstu hluthafanna að mestu leyti. í sum- ar urðu miklar breytingar á eign- arhaldi í félaginu og vegna þess hversu seint upplýsingar bánist frá verðbréfafyrirtækjum til skrán- ingar á hluthafaskrá félagsins er ekki langt síðan okkur varð þessi staða ljós,“ segir Jóel. VÞÍ aðhefst ekki fyrr en nær dregur Aðspurður segist hann ekki geta svarað því hvort selt verði nýtt hlutafé eða hvort stærstu hluthafar selji af hlut sínum. „Málið hefur ekki verið tekið upp í stjórn félags- ins enn sem komið er.“ Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings Is- lands, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að sex mánaða frestur Skagstrendings til að uppfylla skil- yrði til skráningar á Áðallista sé hafinn fyrir nokkru. Aðspurður segir Stefán VÞÍ fá vitneskju um stöðu sem þessa hjá fyrirtækjum á ýmsan hátt en væntanleg rafræn eignaskráning muni auðvelda ferlið til muna. Skilyrðið um að 25% hlutafjár skráðra félaga á VÞI sé í dreifðri eign er tiltölulega nýtt, að sögn Stefáns, en reglurnar voru settar í desember árið 1997 um leið og Vaxtarlisti var stofnsettur. „Það er ekki komin mikil reynsla á þetta. Þessi staða hefur komið upp áður en leystist innan sex mánaða," seg- ir Stefán og vísar til fjárfestingar Orca í FBA. Að sögn Stefáns mun VÞÍ ekki aðhafast í máli Skagstrendings fyrr en líður að því að frestur fé- lagsins renni út, þ.e.a.s. 18. apríl á næsta ári. Níu hestar köfnuðu um borð í Norrænu Sýknaður af ákæru um brot á lögum um dýravernd KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var í gær sýknaður af ákæru ríkissak- sóknara í Héraðsdómi Austurlands um brot á lögum um dýravernd og útflutning hrossa með því að hafa vanrækt eftirlit með níu hestum, sem hann fylgdi um borð í ferjuna Norrænu við flutning þein-a frá Seyðisfirði til Danmerkur. Atvikið átti sér stað um miðjan ágúst 1998. Hrossin köfnuðu í flutningskassa á bifreið, en ekki hafði verið gangsett rafmagnsvifta í bifreiðinni til að auka loftun til hrossanna. í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ákærði hafi farið til hross- anna í lest Norrænu nánast um leið og ferjan lagði frá landi og verið hjá þeim í fjórar til fimm klukkustundir, gefið þeim og brynnt. Hafi hann þá yfirgefið hrossin og verið í burtu eina og hálfa til tvær klukkustundir. Fjarvera taldist ekki vanræksla Taldi dómurinn ekki sannað að fjarvera frá hrossunum, einkum með tilliti til þess að ákærði hefði verið hjá þeim við umönnun þeirra í fjórar klukkustundir áður, gæti talist slík vanræksla að dauði hrossanna gæti talist afleiðing af fjarveru ákærða. Þá féllst dómurinn ekki á það að ákærði bæri ábyrgð á því að raf- magnsvifta í bifreiðinni hefði ekki verið gangsett. Hefði dýralæknir gefið þau fyi-irmæli að viftan skyldi höfð í gangi á meðan á flutningnum stæði. Voru þau gefin ákærða og ekki síður umboðsmanni flutnings- aðila og gat hvorki dýi-alæknirinn né flutningsaðilinn komið ábyrgð á loft- ræstingu á ákærða, sem hafði enga möguleika á að annast gangsetningu viftunnar. Sjö Vínar- tónleikar hjá Sin- fóníunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands gengst fyrir sjö Vínar- tónleikum í byrjun janúar, sex í Reykjavík og einum á Egils- stöðum. Mest hefur hljómsveit- in haldið ferna tónleika af þessu tagi áður. Helga Hauksdóttir, tónleik- astjóri SÍ, segir að skýringin á þessum fjölda tónleika sé ein- föld - gríðarlegur áhugi tón- leikagesta. „Áhuginn hefur ver- ið að aukast jafnt og þétt síðustu ár, síðast þegar við vor- um í Háskólabíói, 1998, vorum við með ferna tónleika en í fyrravetur færðum við okkur yfir í Laugardalshöll og héldum þar tvenna tónleika, sem samsvarar fernum tónleikum í Háskólabíói. Áhuginn hefur þó aldrei verið svona mikill áður.“ Að sögn Helgu er þegar upp- selt á fimm af sex tónleikum í Reykjavík. Tónleikarnir verða í Há- skólabíói 5., 6., 7., og 8. janúar, 9. janúar á Egilsstöðum og svo aftur í Háskólabíói 13. og 14. janúar. Einsöngvai-ar á tónleikunum koma frá Vínarborg, sópran- söngkonan Margarita Halasa og tenórsöngvarinn Wolfgang Igor Derntl, en hljómsveitar- stjóri verður Gert Meditz. Morgunblaðið/Golli Stúdentar leggja blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Stúdentar héldu fullveldisdaginn hátíðlegan Hvetja til þess að hugvitið verði virkjað FULLVELDISDAGSINS var minnst í Háskóla ís- lands með hátíðardagskrá og sagði Finnur Beck, for- maður Stúdentaráðs, í ræðu sinni að liugvit væri hið nýja virkjanaafl. Stjórnvöld ættu að virkja menntast- ofnanir landsins betur með auknum stuðningi. Finnur sagði einnig að ekki væri síður þörf á að rækta Háskólann, en slíkt væri best gert með því að leggja ekki hömlur á bóka- og húsakostnað. Bækur væru nauðsynlegar til að þekking dafnaði. Fjárveit- ingar stjórnvalda hafi hins vegar ekki tekið tillit til hve ört nemendum Háskólans fjölgi líkt og nauðsyn væri. Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Hollvina- samtaka HÍ og Finnur Beck afhentu við þetta tæki- færi Páli Skúlasyni, rektor Iláskólans, ágóða úr tölvuátaki sem Hollvinasamtökin og Stúdentaráð stóðu í sameiningu að. En alls söfnuðust 50.610.492 krónur, sem notaðar eru til að bæta tölvukost skól- ans. Yfirskrift hátíðardagskrárinnar var Blindur er bóklaus maður - bætum bókakost Háskóla íslands og gerði rektor bókina og mikilvægi hennar fyrir ís- lensku þjóðina að umræðuefni sínu. Bækur hafi staðið undir andlegu lífi fslensku þjóðarinnar og margskonar möguleikar fyrir frekari þróun bóka felist í tækninýjungum. Söknuður fylgir því að kveðja góða bók Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður og skáld, gerði bókhneigð og -hvöt að umræðuefni sínu. En hann fjallaði m.a. um þá nautn sem felist í lestri góðra bóka og þann söknuð sem fylgi því að kveðja þær að lestri loknum. Þá fjallaði Þröstur Helgason, blaðamaður og formaður Bókasambands íslands, um tengsl íslendinga við bókmenntir sínar, hvernig Islendingar kunni að lifa af bækur. En bækur hafi verið hluti af veruleika landsmanna og lífsbarátta þjóðarinnar fari að vissu leyti fram með þeim. Stúdentar minntust einnig fullveldisdagsins með því að leggja blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.