Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra um yfírlýsingu Norsk Hydro „Alveg ljóst að engin breyting er á afstöðunni“ í YFIRLÝSINGU norska stórfyrirtækisins Norsk Hydro, sem send var fjölmiðlum síðdegis í gær, segir að tafir á byggingu fyrirhugaðrar álverksmiðju á Reyðarfirði myndu, hvort sem þær stöfuðu af aðstæðum á alþjóðaálmarkaði eða öðrum ástæðum, auka hættuna á því að ekk- ert yrði úr verkefninu. Eftir að yfirlýsingin hafði borist fjölmiðlum sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið að ljóst væri að engin breyting hefði orðið á afstöðu Norsk Hydro til framkvæmdanna. Málið snerist nákvæmlega um það, eins og Norsk Hydro segði í yfirlýsingunni, að yrðu tafir á umræddu verk- efni yki það hættuna á því ekkert yrði úr fram- kvæmdum. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra tekur í sama streng og iðnaðarráðherra og segist ekki sjá annað en að málið sé í þeim farvegi sem um hafi verið samið sl. sumar. Tilefni yfirlýsingar Norsk Hydro var m.a. um- mæli Helge Stiksrud, upplýsingafulltrúa um- hverfismála Norsk Hydro, í Morgunblaðinu í gær, þar sem hún segir að Norsk Hydro sé ekki á móti því að fram fari lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar og jafnframt að fyrirtækið myndi ekki missa áhuga á verk- efninu þótt einhver seinkun yrði á þeim tíma- mörkum sem samþykkt hefðu verið af Norsk Hydro og íslenskum stjórnvöldum í júní í sumar. Þegar Morgunblaðið hafði samband við iðnaðar- ráðuneytið í gær voru skilaboðin þau að ráð- herra vildi ekki tjá sig um málið fyrr en yfir- lýsing hefði borist frá Norsk Hydro. Þegar svo yfirlýsingin barst sagði ráðherra þetta.: „Við lásum Morgunblaðið í dag (í gær) og hlustuðum á fréttir og það var náttúrulega eðlilegt að við óskuðum eftir skýringu á því hvort þarna hefði orðið um einhverja afstöðubreytingu að ræða frá því sem áður var um talað. Nú höfum við eins og þið fengið yfirlýsingu frá Norsk Hydró og er alveg ljóst á henni að það er engin breyt- ing á afstöðu Norsk Hydro. Yfirlýsingin undir- strikar það að þeir hjá Norsk Hydro leggja áherslu á að staðið verði við yfirlýsinguna sem Landsvirkjun, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið og Hydro Aluminium undirrituðu á Hallormsst- að hinn 29. júní sl.“ I yfirlýsingunni frá Hall- ormsstað sem ráðherra vitnar hér til er sett fram tíma- og vinnuáætlun með það að markm- iði að unnt verði að taka endanlega ákvörðun um títtnefnt verkefni í júní árið 2000. I yfírlýsingu Norsk Hydro frá því í gær segir að fyrirtækið standi við þá tíma- og vinnuáætlun sem fram sé sett í fyrrnefndri Hallormsstaðar- yfirlýsingu og að allar nauðsynlegar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að fylgja þeirri áætlun eftir. Þá segir í yfirlýsingu Norsk Hydro frá því í gær að fyrirtækinu sé kunnugt um yfirstand- andi pólitíska umræðu hér á landi um umhverf- ishliðar virkjanaframkvæmdanna, en ítrekar það álit sitt að um íslenskt pólitískt mál sé að ræða og að Norsk Hydro bíði niðurstöðu Al- þingis, sem það muni og virða. Innanhússvandi hjá Norsk Hydro? „Þetta er í samræmi við þau skilaboð sem við höfum fengið frá viðsemjendum Norsk Hydro hér á landi,“ segir Hjálmar Árnason, fonnaður iðnaðarnefndar Alþingis, um yfirlýsingu Norsk Hydro frá því í gær. Hann greinir frá því að við- semjendur Norsk Hydro hafi ítrekað sagt að- spurðir að það eigi að miða við að orkan verði af- hent 2003 og „að í því skyni þurfi að vera hægt að hefja ferlið allt saman strax upp úr ára- mótum og loka formlegum samningum ekki seinna en fyrrihluta næsta árs, ársins 2000.“ Þannig, segir Hjálmar, hefur ramminn alltaf verið og er yfirlýsingin núna frá Norsk Hydro í samræmi við það. „Eg held því að þetta sé innanhússvandi hjá stórfyrirtækinu NorskHydro, þetta útspil í gær frá blaðafulltrúanum, sem mér skilst að sé til- tölulega nýráðinn," segir Hjálmar að síðustu og vísar þar til ummæla Helge Stikrud í Morgun- blaðinu í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti. Horft til himins Þingsályktunartillaga um Fljóts- dalsvirkjun í umhverfísnefnd Stefnt er að afgreiðslu 6. desember JÓLAMÁNUÐUR er genginn í garð með tilheyrandi eftirvænlingu yngri kynslóðarinnar. Þessir hressu krakkar voru ánægðir með lífið og tilveruna í snjónum í Hlíð- unum og eru eflaust farin að spá í hvað komandi tíð færi þeim í skó- inn. Eitthvað vakti athygli þeirra og greinilegan áhuga á himninum og ekki annað að sjá en að það hafi verið eitfhvað skemmtilegt. Kannski það hafi verið fyrirboði um að tími jólasveinanna sé að nálgast, eða eru þau bara að athuga hvort að ekki snjói meira? Hvort tveggja gleður jafnan lítil hjörtu. UMFJOLLUN iðnaðarnefndar Al- þingis um þingsályktunartillögu rík- isstjórnarinnar um framhald fram- kvæmda við Fljótsdalsvirkjun hefur gengið samkvæmt þeirri áætlun sem gerð var í upphafi, að sögn Hjálmars Amasonar, formanns nefndarinnar, en nefndarviku lauk á Alþingi í gær. Hjálmar gerir ráð fyrir að iðnaðar- nefnd muni afgreiða málið til seinni umræðu á Alþingi innan tveggja vikna. Hjálmar segh- að umhverfisnefnd Alþingis, sem falið var að fjalla um umhverfisþátt þingsályktunartillög- unnar, eigi að skila sinni umsögn ekki seinna en 6. desember næstkomandi, eða eftir viku. A nefndadögum, sem fyrirhugaðir eru 9.-11. desember, gerir hann síðan ráð fyrir að iðnaðar- nefnd fari yfir málið í heild sinni. Hátt í 40 komið á fund iðnaðarnefndar „í framhaldi af því sé ég fyrir mér að málið yrði afgreitt út úr nefnd þannig að þingið sjálft geti tekið af- stöðu til þess,“ segir Hjálmar. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi að kröfu ríkissaksókn- ara gæsluvarðhald yfir Þórhalli Öl- veri Gunnlaugssyni til 14. janúar síðastliðinn mánudag er manndr- áps- og þjófnaðarákæra ríkissak- sóknara á hendur honum var þing- fest fyrir dómi. Atti gæsluvarðhald hans að renna út í gær, 1. desem- ber. Akærði kærði úrskurð dómara til Hæstaréttar. Hátt í 40 manns hafa komið á fund iðnaðarnefndar undanfarna daga, að sögn Hjálmars. „Við erum búin að fá þá gesti til okkar sem var óskað eftir að fá til skrafs og ráðagerða, og til að svara spurningum." Tekur Hjálmar fram að bæði iðn- aðarnefnd og umhverfisnefnd hafi skapað sér afar traustan gi-unn í mál- inu með því að fara í sameiginlega ferð á Eyjabakkasvæðið í september síðastliðnum. Dvöldust nefnd- armeðlimir eystra í tvo sólarhringa ásamt helstu sérfræðingum og aðil- um sem að málinu koma og telur Hjálmar að nefndin búi að þeirri ferð. Aðspurðui' segir Hjálmar að fjölm- argir hafi komið sér í samband við iðnaðarnefnd í gegnum Netið. „Við fáum töluverð viðbrögð, alveg upp í sjö síðna bréf og afar ólíkar skoðanir. Eg er mjög ánægður með það hvern- ig þetta kemur út. Ég tel að þarna séum við að fá hugrenningar og skila- boð frá fólki sem annars hefði ekkert sett sig í samband við nefndina, eða komið sjónarmiðum sínum á fram- færi.“ Þórhallur Ölver hefur setið í tæpa fimm mánuði í gæsluvarðhaldi vegna málsins, sem varðar lát Agn- ars W. Agnarssonar, sem fannst látinn af völdum stunguáverka í íbúð sinni á Leifsgötu í miðjum júlí- mánuði síðastliðnum. Ákærði hefur lýst sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara um manndráp og hefur málinu verið frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur til 8. desember. Hákon Aðalsteinsson flytur drápu sína fyrir utan konungs- höllina í Osló. Flutti Nor- egskonungi íslenska drápu HÁKON Aðalsteinsson, Ijóðskáld og Austfirðingur, tók sér í gær stöðu fyrir framan norsku kon- ungshöllina og flutti Noregs- konungi drápu sem hann orti til að mótmæla fyrirhuguðum virkj- unarframkvæmdum á Eyjabökk- um og áformum Norsk Hydro um að byggja álver á Reyðarfirði. Haraldur konungur vildi ekki veita Hákoni áheyrn og greip hann því til þess ráðs að flytja drápuna fyrir framan konungs- höllina klukkan níu að staðartíma í gærmorgun. Að því búnu af- henti hann fulltrúa hirðarinnar drápuna, en í henni eru 12 kvæði. í kvæðunum sækir Hákon inn- blástur til íslenskra fornsagna. Það gerði einnig hinn niu ára gamli Björn Olavsson, sem í gær gekk á fund Norsk Hydro í Osló og bað ráðamenn þar að leggja sitt af mörkum til að vernda ósn- ortna náttúru íslands. Norska blaðið Aftenposten birti drápuna í heild sinni í blaðinu í gær. Jafnframt því fjallaði blaðið um deilurnar um Eyjabakka og líkti þeim við deilur Norðmanna um virkjun Altaárinnar, en þeim deilum lauk með því að Altaáin vai' stífluð árið 1987. Oslóarjóla- tréð flutt á Ingólfstorg LJÓSIN á jólatré Reykjavíkur- borgar verða tendruð á sunnu- daginn. Jólatréð er gjöf Óslóar- borgar, sem gefið hefur Reykvíkingum jólatré á hverju ári í 48 ár. Frá upphafi hefur tréð verið látið standa á Austur- velli, en nú ber svo við að tréð verður látið standa á Ingólf- storgi vegna framkvæmda við og á Austurvelli. Samkvæmt upplýsingum borgarstjórnai' ræður aðstöðuleysi fyrir jóla- sveinana einnig þessari ákvörð- un, þar sem þak Nýja köku- hússins er ekki lengur til staðai'. Ekki er ætlunin að færa stað- setningu jólatrésins til fram- búðar og mun því Óslóartréð væntanlega standa á Austur- velli á næsta ári. Austurvöllur verður heldur ekki tijálaus að þessu sinni, og mun þar verða jólatré með ljósum í stað trésins frá Ósló. Athöfnin á Ingólfstorgi hefst kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavíkur. Sendiherra Nor- egs, Kjell Halvorsen, afhendir síðan tréð og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, veitir trénu viðtöku. Fiskar OG FlSK\ EIÐAR Fyrir atvinnumenn sem áhugafólk Umfangsmesta handbók um fiska og fiskveiðar sem komið hefur út á íslensku. Lýst er um það bil 300 tegundum, fæðu þeirra og lífsháttum og er öllum fiskum við ísland gerð sérstök skil. Mál og menning malogmenníng.ís N Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 Leifsgötumálið í Héraðsdómi Gæsluvarðhald ákærða framlengt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.