Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islandsbanki og Islandssími bjóða landsmöniium ókeypis tengingu við Netið Þúsund manns skráði sig fyrir ókeypis netað- gangi í gær ✓ ✓ Islandsbanki og Islandssími hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Islands- banki býður öllum landsmönnum ókeypis tengingu við Netið og sér um skráningu umsækjenda. Islandssími sér um rekstur kerfisins og tryggir rekstraröryggið. Eftir sem áður greiðir fólk fyrir notkun símans. Um þúsund manns skráði sig fyrir ókeypis aðgangi á um þremur tímum í gær. FYRIRTÆKIN segja að þeir sem nýti sér tilboð þeirra spari hver um sig 13-24 þúsund krónur í áskriftar- gjöld á ári. Ef allar fjölskyldur í landinu væru með nettengingu sam- svari þetta tilboð rúmum milljarði á ári að þeirra sögn. Valur Valsson, bankastjóri íslan- dsbanka, og Eyþór Amalds, fram- kvæmdastjóri Islandssíma, undirrit- uðu samninginn í Listasafni Kópavogs í gær, og var Björn Bjamason menntamálaráðherra einnig viðstaddur, og skráði hann sig fyrstur manna fyrir netaðgangi. Eyþór segir í samtali við Frétta- vef Morgunblaðsins að fyrirtækin skipti með sér kostnaðinum af rekstri þjónustunnar, Islandssími sjái um rekstur kerfisins, en Islan- dsbanki hafi meðal annai’s umsjón með skráningunni og kynningu. Isl- andssími hefur nokkrar tekjur af þjónustunni, því hann fær hluta af skrefagjaldi símtalanna sem fara í gegnum kerfi Landssímans. „Svo er auðvitað beggja hagur að vinna sér inn velvilja almennings," segir Eyþór. Opnaður hefur verið sérstakur vefur þar sem fólk getur skráð sig en skráningargögn liggja einnig frammi í öllum útibúum Islands- banka. Opnað verður fyrir tengingar 10. janúar árið 2000. Vefslóðin er www.isl.is Við skráningu er meðal annars beðið um upplýsingar um áhugamál notenda, en ekki er nauð- synlegt að svara þeim spurningum. Eyþór segir að gera megi ráð fyrir að boðið verði upp á aukna þjónustu í framtíðinni, og þá verði upplýsing- arnar notaðar, en þær verði ekki framseldar þriðja aðila. „Bæði bank- inn og símafyrirtækið þurfa að halda orðstír sínum og munu því varðveita upplýsingarnar sem trúnaðarmál." Eyþór segir að vænta megi frek- ari tíðinda af netstarfsemi Islands- síma á næstunni. Landssíminn samdi við Landsbankann Olafur Stephensen, talsmaður Morgunblaðið/Sverrir Björn Bjarnason menntamálaráðherra skráði sig fyrstur manna fyrir netaðgangi eftir að Valur Valsson, bank- astjöri Islandsbanka, og Eyþðr Arnalds, framkvæmdastjóri Íslandssíma, undirrituðu samninginn um netað- gang án endurgjalds í Listasafni Kópavogs í gær. Landssímans, segir að samstarfsvið- ræður hafi verið í gangi við ýmis fyr- irtæki um svipaða lausn og þá sem Íslandssími og íslandsbanki bjóða nú upp á. í gærkvöldi kom tilkynn- ing frá Landsbanka íslands og Landssímanum um að fyrirtækin hafi ákveðið að hefja samstarf um rekstur intemetþjónustu með nýju sniði. „Því miður náðum við ekki að verða fyrstir, en við verðum varla langt á eftir.“ Olafur segir að Landssíminn eigi tvö netveitufyrirtæki, Símann Int- ernet og Skímu, sem séu með um þriðjung markaðarins, samtals nærri tuttugu þúsund viðskiptavini. Auk þess á Landssíminn hlut í fyrir- tækinu Margmiðlun. Hann segir að ekki sé ljóst hvaða áhrif þessi þróun muni hafa á starf- semi þessara fyrirtækja og annarra sem veita sambærilega þjónustu. „Auðvitað veldur þetta einhverj- um breytingum á starfsemi þeirra, og þetta hlýtur að hafa áhrif á allan markaðinn. Það hefur reyndar ekki verið mjög ábatasamt að bjóða upp á netaðgang." Guðmundur Unnsteinsson, fram- kvæmdastjóri netþjónustunnar Hringiðunnar og formaður Félags endursöluaðila internetþjónustu, segist munu leita álits Samkeppnis- stofnunar vegna tilboðs Íslandssíma og íslandsbanka um ókeypis netað- gang. Leitar álits Samkeppnis- stofnunar Hann bendir á að ef netaðgangur- inn sé ókeypis hljóti tekjumar að koma af einhverju öðru, og því hyggst hann leita álits Samkeppnis- stofnunar á því hvort slík millifærsla sé leyfileg. Guðmundur segist ekki búast við því að viðskiptavinir netþjónustufyr- irtækjanna sem fyrir eru muni segja upp áskrift sinni, enda eigi eftir að koma í ljós hvort þjónustan verði nógu góð hjá Íslandssíma. „Verð og þjónusta hlýtur að fara saman. Það hafa margir viðskiptavinir stóru net- þjónustufyrirtækjanna sem bjóða lægsta verðið verið að færa sig yfir til okkar vegna þess að þeir hafa ekki fengið næga þjónustu. Menn lenda oftar í vandræðum með netað- gang heldur en til dæmis venjulega síma, þannig að það er þörf á meiri þjónustu. Um klukkan 17:15 í gær hafði yfir þúsund manns skráð sig fyrir ókeyp- is Netaðgangi Íslandssíma og Islandsbanka sem tilkynnt var um síðdegis. Jón Þórisson, forstöðumað- ur útibúasviðs Islandsbanka, segir að viðbrögðin séu framar björtustu vonum. Um 20% viðskiptavina Islands- banka notfæra sér nú Netið í banka- viðskiptum. Sjá fram á bankaviðskipti á netinu „Við auðvitað sjáum eins og marg- ir aðrir að banka- og fjármálavið- skipti munu verða á Netinu fram- vegis, og við viljum gera allt sem við getum til að greiða fyrir þvi,“ segir Jón. „Við höldum að gjaldið sem greiða hefur þurft fyrir Netaðgang- inn hafi verið ákveðinn þröskuldur. Við erum því að vonast til þess að í kjölfar þess muni menn í vaxandi mæli færa viðskipti sín inn á Netið, enda er það hagkvæmt fyrir okkur.“ Jón segir að sú þjónusta sem boðið er upp á í Netbanka íslandsbanka sé nægileg til að sinna helstu daglegu þörfum viðskiptavinanna. Hann seg- ir að ætlunin sé þó ekki að fækka úti- búum bankans, en þau muni líklega taka að sér ný verkefni, til dæmis aukna sérhæfða fjármálaráðgjöf. Oddviti sjálfstæðismanna um fjárhagsáætlunina „Get ekki séð að heild- arskuldir lækki“ Yfírlýsing frá Kára Stefánssyni „ÞEGAR rætt er um að náðst hafi gott jafnvægi í fjármálum Reykja- víkurborgar ber að hafa í huga að menn hafa ekki náð neinum böndum á útgjaldaþenslu borgarinnar," segir Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, er hún er innt eftir áliti á frumvarpi til fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Hún bendir sömuleiðis á að þegar talað sé um að selja eignir til að greiða niður skuldir borgarsjóðs sé í raun verið að færa eignir úr einum vasa í annan. Með öðrum orðum sé verið að millifæra fé frá Orkuveitu Reykjavíkur til borgarsjóðs. „Þetta er gert með skuldabréfi sem er út- gefið af Orkuveitunni," útskýrir hún, „en samtals er Orkuveita Reykjavík- ur skuldsett fyrir fjórum milljörðum króna sem koma inn í borgarsjóð. Annars vegar kemur einn milljarður á yfirstandandi ári og hins vegar þrír milljarðar á árinu 2000. Þessa millj- arða verður Orkuveitan að fjár- magna með erlendum lántökum. Það kallar að sjálfsögðu á meiri vaxta- byrði hjá Orkuveitunni og versnandi stöðu fyrirtækisins.“ Inga Jóna ít- rekar að þessar millifærslur hreyfi í engu við skuldastöðu borgarinnar. „Sömuleiðis er gert ráð fyrir því að sala eigna muni skila borgarsjóði sautján hundruð milljónum króna,“ segir Inga Jóna, „en með því er fyrst og fremst verið að reikna með sölu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. í reikning- um ársins 2000 er hins vegar ekki gert ráð fyrir því að sú tala skili sér inn í niðurgreiðslu á lánum.“ Það þýðir með öðrum orðum, segir Inga Jóna, að niðurgreiðsla á lánum borg- arsjóðs er öll tilkomin vegna skulda- bréfalánsins frá Orkuveitunni. Varasamt að ganga nærri Orkuveitunni „Að mínu viti er mjög varasamt að ganga svona nærri Orkuveitunni sem til viðbótar þarf að greiða veru- lega háar fjárhæðir í arðgreiðslur til borgarsjóðs. Núna á tveggja ára tímabili, þ.e. 1999 og 2000, mun borgarsjóður taka út úr rekstri Orkuveitunnar rúmlega 6 milljarða króna til að leiðrétta eigin stöðu, þ.e. með þessu skuldabréfi, sem er niður- færsla eigin fjár og með arðgreiðsl- um. Þetta hefur þær afleiðingar að vaxtabyrði Orkuveitunnar hækkar og lausafjárstaða fyrirtækisins veik- ist að mun,“ segir Inga Jóna og held- ur áfram: „Þegar lausafjárstaðan er komin á hættumörk er bara tvennt til bragðs að taka. Annars vegar það að fyrirtækið taki á sig skammtíma- lán til að fjármagna veltuna og hins vegar það að fyrirtækið hækki gjöld; hækki verð á seldri þjónustu, hita, rafmagni og vatni. Þannig að meðan þetta fyrh-tæki er keyrt svona hart til þess að sýna betri stöðu á borgar- sjóði, er Reykjavíkurborg í raun að byggja á mjög veikri undirstöðu." Inga Jóna telur því mikilvægt að menn átti sig á því hvar hinn svokall- aði bati sé sóttur. Inga Jóna segir ennfremur að vissulega hafi tekist að ná rekstrar- gjöldunum sem „ágætu hlutfalli af skatttekjunum", en það sé fyrst og fremst vegna þess að skattbyrðin hafi aukist með hærri útsvarsálag- ningu en áður. „Eg get því ekki séð að heildarskuldir borgarinnar séu nokkuð að lækka á þessu ári og það sem er auðvitað slæmt við þessar að- stæður, þ.e. á meðan við njótum góð- ærisins, er að við getum ekki notað uppsveifluna í efnahagslífinu til að grynnka raunverulega á skuldun- um.“ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfai-andi yfirlýsing frá Kára Stef- ánssyni: Nýja bókaforlagið hefur gefið út bók sem heitir Kári í jötunmóð og á að fjalla um hluta ævi minnar. Eins og komið hefur fram er bókin skrifuð án samráðs við mig og gegn vilja mín- um. Ég hef ekkert við það að athuga að fjallað sé um ágreiningsmál tengd í slenskri erfðagreiningu á prenti. Höfundur þessarar bókar fellur hins vegar í þá gryfju að draga vafasamar ályktanir um sögu mína og fyrirtæk- isins, oft á grundvelli ónafngreindra heimilda. Höfundur reynir einnig víða að styðja mál sitt með tilvitnun- HEILBRIGÐISNEFND Reykja- víkur telut- óviðunandi að framleið- endum verði leyft að setja ferska kjúklinga úr allt að 10% eldishópa mengaða campylobacter-sýklum á markað á næsta ári. Nefndin vill að allri mengaðri framleiðslu verði beint í frystingu, hitameðferð eða förgun. Rögnvaldur Ingólfsson, sviðsstjóri matvælasviðs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, segir að Heilbrigðiseftirlitið sé sammála um sem hafa ekkert með það að gera. Þegar þar við bætist að höfundur fer víða rangt með staðreyndir hlýt ég að fullyrða, að gildi þessai’ar bókar sem heimildar um mig og sögu þess fyrir- tækis sem ég setti á laggirnar sé mjög takmarkað. Á undanförnum árum hafa starfs- menn íslenskrar erfðagreiningar unnið að því hörðum höndum að byggja upp nýja atvinnustarfsemi í landinu. Það er einlæg von mín að bók sem byggir á vegvilltri frásagn- argleði annai'ra um mig verði á engan hátt til þess að spilla þeii-ri viðleitni. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig frekar um þessa bók. Hollustusvernd ríkisins í því að ekki sé hægt að tryggja að öll framleiðsla á kjúklingum sé án mengunar. Hann segir að heilbrigðisyfirvöld vilji vinna með framleiðendum að því að tryggja eins vel og unnt er að um góða vöru sé að ræða og það verði m.a. gert með því að fylgjast með campyl- obacter- og salmonellumengun í öll- um eldishópum kjúklinga fyrir slátr- un og með auknu eftirliti úti á markaðnum. Vilja vinna með framleiðendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.