Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Lakkrískaupandi í Danmörku segir upp samningi við sælgætisverksmiðjuna Nóa-Síríus Starfsmönnum á Akureyri sagt upp Morgunblaðið/Kristján Húsnæði Nóa-Sín'usar við Hvannavelli á Akureyri, þar sem skrifstofa SH var einnig til húsa. Morgunblaðið/Kristján Sigurður Hróarsson, Jón Kristinsson og Kristján Þór Júliusson við at- höfn í bæjarstjórnarsalnum þar sem Jón tilkynnti um stofngjöf til menningarhúss á Akureyri. Stofngjöf Jóns Kristinssonar til væntanlegs menningarhúss Gaf eina milljón króna sem nýtast mun leikurum JÓN Kristinsson afhenti í gær eina milljón króna sem stofngjöf til væntanlegs menningarhúss á Akur- eyri. Tilgangur gjafarinnar er að þvi er fram kemur í gjafabréfi sá að hún verði nýtt til að standa undir kostnaði við lokafrágang leikhúss (menningarhússins) og kemur hún þá íyrst til útgreiðslu þegar innrétt- ing byggingarinnar er hafin. Leik- hússtjóra Leikfélags Akureyrar er falin nánari ráðstöfun gjafarinnar til innréttingar á búningsherbergi leikara, kaffistofu leikara og starfs- manna eða annað sambærilegt. Starfshópur um byggingu menn- ingarhúss á Akureyri skilaði skýrslu sinni í síðustu viku, en hóp- urinn hóf að vinna að undirbúningi í kjölfar samþykktar ríkisstjórnar- innar í byrjun árs um byggingu menningarhúsa á landsbyggðinni. Leggur hópurinn til að byggt verði hús sem hýsi m.a. starfsemi Leik- félags Akureyrar, Tónlistarskóla Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Kostnaður er áætlað- ur 1,6 milljarðar króna. Sigurður Hróarsson, leikhús- stjóri LA, sagði Jón um áratuga- skeið hafa verið baráttumann fyrir byggingu nýs leikhúss á Akureyri og nú hillti undir að draumur hans rættist. Jón starfaði með Leikfé- lagi Akureyrar óslitið í yfir fjóra áratugi, m.a. var hann formaður þess í 12 ár í tveimur lotum. í hans tíð var grettistaki lyft þegar at- vinnuleikhús varð til á Akureyri. Byggingin á byrjunarreit Jón minntist þess að hafa fyrir aldarfjórðungi bent á nauðsyn þess að leikfélagið eignaðist nýtt hús- næði, en það mætti einnig nota til tónleika- og ráðstefnuhalds. Við- brögð hefðu á þeim tíma verið lítil. Nú kvaðst hann ánægður með að byggingin væri komin á byrjunar- reit og vænti hann þess að hún yrði risin að þremur árum liðnum. Jón sagðist vonast til að ríkissjóður greiddi ríkulegan bróðurpart, en skoraði hann jafnframt á bæjarbúa að leggjast á eitt svo draumurinn um menningarhús gæti ræst. Benti hann á að þannig hefði t.d. hjúkr- unarheimilið Sel verið reist, ein- ungis með frjálsum framlögum, „og ég trúi því að sagan geti endur- tekið sig“, sagði Jón. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði framlag Jóns stórt og mikið „og meðan við eigum menn sem hugsa í þessum anda þurfum við ekki að kvíða að menningarhús- ið verði ekki reist.“ Jón hefur stofnað reikning í Landsbanka Islands, Akureyri, Byggingarsjóð tónlistar- og leik- listarhúss og er hann númer 70. ÖLLU starfsfólki framleiðsludeild- ar Nóa-Síríusar á Akureyri hefur verið sagt upp störfum, samtals átta manns. Uppsagnarfrestur þessara starfsmanna er mismun- andi, tveir, þrír og sex mánuðir. Svavar Hannesson, framleiðslu- stjóri á Akureyri, sagði að í kjölfar þessara uppsagna stefndi í að framleiðslu á vegum fyrirtækisins yrði hætt í bænum. Ekki kom til uppsagna fjögurra starfsmanna í markaðs- og söludeild og eins starfsmanns við ræstingu. Við þessa breytingu fækkar enn þeim störfum sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lofaði bæjaryfir- völdum á Akureyri að skapa árið 1995, gegn því að halda viðskiptum með afurðir Útgerðarfélags Akur- eyringa. Alls lofaði SH 80 nýjum störfum í bænum á sínum tíma og vissulega fjölgaði þeim umtalsvert í kjölfarið. Þessum störfum hefur hins vegar fækkað aftur jafnt og þétt undanfarin misseri. Þenslan stoppaði á einhverri heiðinni Þorsteinn Arnórsson, formaður iðnverkadeildar Einingai-Iðju, sagði að þótt ekki sé hér um stóran vinnustað að ræða, sé þetta vissu- lega mikið áfall og hann er ósáttur við að þessi störf skuli lögð niður. „Maður er farinn að spyrja sjálfan sig út í þessi loforð sem SH gaf á sínum og hvort þessi störf hafi að- eins átt að vera í boði í stuttan tíma. Það var alveg á mörkunum við fengjum öll þau störf sem um var talað við SH og því er kannski rétt að auglýsa eftir þeim fáu störf- um sem eftir eru,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði langt síðan atvinnuá- standið var jafn gott og það er nú en það mætti þó alveg vera betra. „Þensla er hér engin norðan heiða og ég er hræddur um að hún hafi stoppað á einhverri heiðinni og þá frekar sunnarlega." Starfsemi Nóa-Síríusar á Akur- eyri hafði verið breytt og almennri sælgætisframleiðslu hætt en í stað þess hafin sérhæfð lakkrísfram- leiðsla til útflutnings. Lakkrísinn var seldur til Danmerkur en eftir að kaupandinn þar sagði samningi við Nóa-Síríus upp i vikunni var gi’undvellinum kippt undan starf- seminni á Akureyri, að sögn Svavars. í tengslum við loforð SH við bæjai-yfirvöld á Akureyri flutti fé- lagið um þriðjung af starfsemi sinni til Akureyrar og störfuðu þar um 30 manns þegar mest var. St- arfsemin, sem var í Linduhúsinu svokallaða á Akureyri, dróst fljót- lega saman og fyrr á þessu ári var skrifstofunni lokað og nær öllu starfsfólki, tæplega 10 manns, sagt upp störfum. SH og Upphaf settu á stofn kexverksmiðju árið 1996 sem skapaði vinnu fyrir 12-15 manns og er eignarhlutur SH 25%. I Kexsmiðjunni starfa nú 18 manns, þar af tveir í Reykjavík. Nói-Síríus skapaði 20 störf á Akureyri SH lagði til umtalsverð viðskipti í Akoplast, sem nú heitir Akopla- stos og eru þau viðskipti grunnur- inn að stækkun fyrirtækisins. Hins vegar hefur SH sagt upp þeim samningum sem lagt var af stað með við Akoplast í upphafi og í dag er um mjög takmörkuð viðskipti að ræða milli SH og Akoplastos. Þá sögðu SH-menn á sínum tíma að fjölgun starfa hjá Eimskipi, Slipp- stöðinni og Vörumiðum, hafi verið til komin vegna aukinna umsvifa félagsins á Akureyri. Einnig greið- ir SH laun prófessors við Háskól- ann á Akureyri. SH keypti sælgætisverksmiðj- una Opal og endurseldi reksturinn til Nóa-Síríusar. Samningurinn kvað á um að Nói-Síríus hæfi starf- semi í Linduhúsinu og skapaði störf fyrir 20 manns. Þar hefur verið rekin sælgætisframleiðsla í tæp fjögur ár. í kjölfar breytinga á framleiðslu fyrirtækisins úr al- mennu sælgæti í lakkrís fækkaði starfsfólki en þó án þess að til upp- sagna kæmi. í dag vinna þar 13 starfsmenn en sem fyrr sagði hafa 8 þeirra nú fengið uppsagnarbréf í hendur. Róbert Guðfinnsson, formaður stjórnar SH, sagði í samtali við Morgunblaðið í maí sl. er tilkynnt var um lokun starfsstöðvar félags- ins á Akureyri, að það hafi ekki verið mistök að setja upp starfsemi á Akureyri. Hann lagði hins vegar áherslu á að fyrirtæki yrðu að laga sig að breyttum aðstæðum. Ekki náðist í Finn Geirsson, framkvæmdastjóra Nóa-Síríusar, í gær. Morgunblaðið/Kristján Matvöruverslanir KEA Einungis viður- kenndir kjúklingar FRÁ og með 1. desember munu matvöruverslanir KEA einungis bjóða upp á ferska kjúklinga frá fyrirtækjum sem hafa fengið vicjurkenningu þess efnis að vara þeirra sé laus við camphylobakter-sýkingu að því er fram kemur í frétt frá matvöruverslunum KEA. Einnig kemur fram að ákvörðun- in sé tekin í ljósi nýlegrar úttektar á ástandi þessara mála hjá alifugla- búum og þeirrar umræðu sem hef- ur átt sér stað að undanförnu, m.a. hjá heilbrigðisyfirvöldum í Reykja- vík og víðar. Sem kunnugt er af fréttum hyggst heilbrigðisnefnd Reykjavík- ur ekki heimila sölu á sýktum kjúklingum frá og með næstu ára- mótum. Verslanirnar sem um ræðir eru Nettó í Mjódd og Akureyri, Strax í Kópavogi, Ólafsfirði, Dalvík og við Byggðaveg og Sunnuhlíð á Akur- eyri, Hrísalundur á Akureyri og Matbær og Þingey á Húsavík. Virki grafið í snjó- ruðninginn NOKKRIR félagar af Oddeyri, þeir Valur, Ari, Hjörvar, Sindri, Ásgeir og Tryggvi gengu rösk- lega til verks þar sem þeir voru mættir upp í vænan snjóruðning en þar hugðust þeir grafa sér snjóhús og virki. Þeir voru vopn- aðir skóflu og kúbeini auk þess sem hendurnar komu að góðu gagni við það að grafa snjóinn út.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.