Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 34

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Heimastjórn N-Irlands tekur formlega við völdum í dag Irar falla endan- lega frá kröfum Dyflinni, Bclfast. AP, AFP. José Ramos Horta snýr aftur til Austur-Tímor Hvetur landa sína til sátta við Indónesa Dili. AP, AFP. Reuters Horta, þjóðfrelsishetja A-Tímora, faðmar að sér barn við komuna til A-Tímors í gær. Gusmao, hittu á þriðju- dag Abdurrahman Wa- hid, forseta Indónesíu, á sögulegum fundi í Jak- arta. Gusmao, sem af mörgum er talinn munu verða fyrsti forseti sjálf- stæðs ríkis á A-Tímor, var þangað til fyrir þremur árum fangi Ind- ónesíustjórnar. Hann dvaldi sjö ár í fangelsi í Jakarta vegna vopnaðrar baráttu sinnar gegn yfir- ráðum Indónesa. Á fund- inum lofaði Wahid að koma á nánum og vinsa- mlegum tengslum við A- Tímor og reyna þannig að bæta fyrir áratuga hernám Indónesa þar. José Ramos-Horta barðist í 24 ár gegn inn- limun A-Tímor í Indónes- íu. Hann hafði þar á und- an barist gegn nýlendustjórn Portúgala á eyjunni sem blaðamað- ur á dagblaði í höfuð- borginni Dili. Horta varð MEÐ varanlegan frið í sjónmáli á Norður-írlandi lýsti í gær Bertie Ahern, forsætisráðherra írska lýð- veldisins, yfir „óafturkallanlegum" vilja írska ríkisins til að falla frá kröfunni um yfirráð yfir landshlut- anum í norðri, sem haldið hefur tengslum við Bretland. Ahern sagði í ávarpi á írska þing- inu í Dyflinni, nokkrum stundum áð- ur en brezka ríkisstjórnin fói nýrri heimastjórn N-írlands valdaumboð sitt, að stjórnarskrá írska lýðveldis- ins frá 1937 yrði breytt í dag, fimmtudag, í samræmi við ákvæði samningsins frá í fyrra um frið á N- Irlandi, sem kenndur er við föstu- daginn langa. Samþykkt í þjóðaratkvæði „Með fullt pólitískt samkomulag nú í þann mund að komast til fram- kvæmda, höfum við sterkasta mögu- lega grundvöllinn fyrir varanlegum friði á Irlandi, betri en nokkru sinni áður í sögunni,“ lýsti Ahern yfir. I þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra veittu írskir kjósendur yfirgnæf- andi samþykki sitt fyrir stjórnar- skrárbreytingunni, sem gengur út á að fellt sé út úr henni ákvæði þar sem Norður-írland er lýst „hluti af landi írsku þjóðarinnar". Pess í stað setja Irar traust sitt á að einn góðan veðurdag komi að því, að mótmæl- endur á N-írlandi sækist sjálfir eft- ir því að tilheyra sameinuðu Irlandi. „Allir málsaðilar hafa orðið að taka áhættu í þágu friðarins," sagði Ahern. „Þetta er áhættan sem við tökum.“ „Risastórt skref“ Stjórnarskrárbreytingin á írlandi gat fyrst komizt til framkvæmda eftir að stríðandi fylkingar á N-ír- landi leystu ágreining sinn um af- vopnun Irska lýðveldishersins (IRA) og myndun samstjórnar allra helztu flokkanna á n-írska þinginu. Hinir 12 meðlimir heimastjórnar- innar voru útnefndir á mánudag eft- ir að David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna, UUP, féll frá kröfu flokksins um að IRA hæfi afvopnun áður en ráðherr- ar Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, fengju að taka sæti í henni. í Lundúnum tilkynnti Tony Blair forsætisráðherra að Elísabet II drottning hefði samþykkt lögin um framsal valds til heimastjórnarinn- ar, sem gengu í gildi á miðnætti. „Það eiga eftir að verða mörg ljón í veginum, en ég tel að risastórt skref hafi verið stigið,“ tjáði Blair þingheimi í neðri deild brezka þingsins. Heimastjórnin heldur sinn fyrsta fund í Stormont-kastala í Belfast í dag. NÓBELSVERÐLAUNAHAFINN José Ramos Horta, seni lengi barð- ist gegn yfirráðum Indónesa á A- Tímor, snéri aftur til heimalands síns í gær eftir 24 ára fjarveru. Þús- undir stuðningsmanna hans fögn- uðu honum í miðborg Dili, höfuð- borgar A-Tímors, og hrópuðu „lifi Ramos Horta!“. Horta hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1996 fyrir baráttu sína gegn kúgun og mann- réttindabrotum Indónesa á íbúum A-Tímor. „Hinar raunverulegu hetjur eru þeir sem þraukuðu hér á tíma her- námsins,“ sagði Horta við mann- fjöldann. „Það eru þeir sem hafa þjáðst, þeir hafa sætt pyntingum, verið nauðgað og drepnir. Við vott- um þeim öllum virðingu okkar.“ Horta hvatti fólk til að leita sátta og sýna Indónesum sem vilja búa áfram á A-Tímor umburðarlyndi. Fjölmargir Indónesar voru búsettir á A-Tímor áður en skálmöldin hófst þar í september síðastliðnum. Margir þeirra hröktust þaðan meðan á átökunum stóð, margir til vestari hluta Tímoreyju, en vilja nú snúa aftur ef þess er kostur. „Ef Indónesar munu halda áfram að búa hér verðum við að búa í sátt við þá, tala við þá. Við verðum að hlýða guðs orði og fyrirgefa. Ef við bregðumst við á þann hátt mun heimurinn taka ofan fyrir okkur,“ sagði Horta. Hann hvatti einnig aðrar fyrrver- andi nýlendur Portúgala á svæðinu að aðstoða A-Tímora við upp- byggingu í landinu og þakkaði Sameinuðu þjóðunum fyrir að beita sér fyrir sjálfstæði A-Tímors. Ramos Horta og fyrrverandi leið- togi skæruliða A-Tímora, Xanana fyrsti ráðherra í ríkis- stjórn sjálfstæðs ríkis á A-Tímor ár- ið 1973 en neyddist til að flýja það- an aftur tveimur árum síðar þegar Indónesíúher gerði innrás. Hann hefur ferðast víða um lönd og talað máli íbúa á A-Tímor, hjá Samein- uðu þjóðunum og víðar. Domsmálið gegn hugbúnaðarrisanum Microsoft enn óútkljáð Sáttasemjari Líkur hafa aukist á að sættir takist í máli dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna og nít- ján ríkja gegn hugbúnaðarrisanum Micro- soft, eftir að dómari við áfrýjunardómstól var skipaður sáttasemjari í málinu. í pistli Ragnhildar Sverrisdóttur kemur fram, að einstaklingar og fyrirtæki hafa þegar höfð- að dómsmál til að fara fram á skaðabætur vegna verðlagningar Windows-stýrikerfís- ins. Slíkar málshöfðanir ættu að hvetja hug- búnaðarfyrirtækið til að semja sem fyrst. leitar lausna AP Dómarinn Richard Posner, sem skipaður hefur verið sáttasemjari í deil- unni, átti sinn fyrsta fund með dciluaðilum á þriðjudag. ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjun- um kvað upp þann úrskurð 5. nóvem- ber sl. að Microsoft nyti einokunar- aðstöðu og hefði nýtt hana til að beita önnur fyrirtæki viðskipta- þvingunum. Þá hafi Microsoft selt Windows 98-stýrikerfí sitt á nær tvöfalt hæn-a verði en þurfti til að hagnast og þannig nýtt sér þá yfir- burðastöðu að 90-95% allra einka- tölva í heiminum nota stýrikerfi Microsoft. Neytendur sátu líka uppi með vafrann Internet Explorer, sem var innbyggður í Windows og al- mennt hafi hegðun Microsoft hamlað nýsköpun. Það hafi komið niðri á neytendum. Vilja bætur vegna verðlagningar Blekið var varla þomað á pappír- um dómarans þegar ný mál á hendur Microsoft voru höfðuð. I San Franciseo héldu þrír lögmenn því til dæmis fram fyrir hönd skjólstæð- inga sinna að Microsoft hefði haft milljónir á milljónir ofan af almenn- um neytendum og fyrirtækjum með okri á Windows. Ekki gátu lögmenn- imir nákvæmlega tilgreint hve mik- ill skaðinn væri, og hvaða bætur yrði farið fram á, en sögðu að sérfræðing- ar ynnu að slíkum útreikningum. Þeir eiga ýmsu öðru ólokið, til dæmis þurfa þeir að sýna fram á hvenær Microsoft varð það einokunarfyrir- tæki, sem dómarinn segir það vissu- lega vera nú, til að geta fært að því rök að sú staða þess hafi skaðað skjólstæðinga þeirra. Lögmennirnir þrír, sem eru allir reyndir í málaferl- um af þessu tagi, segja að þeir muni halda málunum tO streitu, jafnvel þótt Microsoft, dómsmálaráðuneytið og ríkin 19 semji og aldrei verði kveðinn upp dómur. í New York hefur svipað dómsmál verið höfðað. Þar er það auglýsing- astofa, sem hyggst reka málið sem prófmál fyrir hönd fjölda annarra smáfyrirtækja, sem hafi borið skaða af því að þurfa að kaupa Windows við okurverði. Sérfræðingar hafa bent á, að Microsoft eigi möguleika á að verjast fimlega í málaferlum af þessu tagi. Flestir neytendur hafi ekki keypt Windows-stýrikerfið eitt og sér, heldur fengið það uppsett í tölvunni þegar hún var keypt. Um 90% af allri sölu á Windows 98 fór þannig fram að kerfið var sett í tölvur, sem síðan voru seldar. Sá sem keypti slíka tölvu var í raun „óbeinn“ kaupandi stýrikerfisins. Miðað við dóm Hæstaréttar Bandaríkjanna árið 1977 geta „óbeinir" kaupendur ekki farið fram á skaðabætur í málum sem rísa vegna hugsanlegra brota á lögum um varnir gegn auðhringa- myndun. Sá úrskurður getur ef til vill hlíft Microsoft víða, en í Kaliforn- íu, New York og 16 öðrum rfkjutn hafa verið sett lög frá því að þessi dómur féll, þar sem opnað er fyrir þann möguleika að „óbeinir" kaup- endur fái skaðabætur, sem geta numið allt að þreföldum fjárhagsleg- um skaða. Fleiri svipuð mál hafa verið höfðuð annars staðar í Bandaríkjunum,með- al annars í Ohio, Alabama og Louisi- ana. Sumir tala um að kapphlaupið fyrir dómstóla sé hafið, allir ætli sér að verða fyrstir til að ná milljónum undan blóðugum nöglum hugbúnað- arrisans, sem dómarinn sló svo fast á puttana. Ekki er víst að mál þessi fái snara meðferð fyrir dómstólum. Eins og fram kom þegar alríkisdómarinn kvað upp úrskurð sinn, var í raun um efnislegar niðurstöður hans að ræða, en hann heimfærði hegðan Microsoft ekki upp á tiltekin lagaákvæði, hvað þá að hann tiltæki hæfilega refsingu. Þehrar niðurstöðu hans, eiginlegs dómsorðs, er ekki að vænta fyrr en í byrjun næsta árs. Og svo gæti farið, að hún sæi aldrei dagsins ljós, þ.e. ef aðilar ná samningum. Þar með yi-ðu síðari málaferli afar þung í vöfum fyrir einkaaðila, sem þyrftu nánast að byrja frá grunni. Þeir gætu til dæmis ekki vísað til efnislegra nið- urstaðna dómarans; lagalega væru þær úr sögunni. Dómari við áfrýjunardómstól leitar sátta Efnislegar niðurstöður Jackson alríkisdómara voru reiðarslag fyrir Microsoft, því hann tók undir nær allar gagnrýnisraddir hins opinbera í dómsmálinu. Microsoft hefur borið sig vel, sagst ætla að berjast áfram fyrir áfrýjunardómstóli, en flestir telja að fyrirtækið muni reyna að koma alríkismálinu út úr heiminum með samningum og gera þar með einkaaðilum erfiðara fyrir að krefj- ast skaðabóta fyrir dómstólum. Þai- kemur til skjalanna annar alríkis- dómari, sem Jackson leitaði til og óskaði eftir að tæki að sér hlutverk sáttasemjara í málinu. Sá er Richard E. Posner, dómari við áfrýjunar- h dómstól í Chicago og virtur fræði- I maður, sem fréttaskýrendur telja j ákaflega góðan kost og raunar einn fárra manna sem gæti leyst af hendi það mikla verkefni að ná sáttum sem allir aðilar geti unað við. Sú ákvörðun Jackson, að fá sátta- semjara sem starfar hjá áfrýjunar- dómstól til að ganga á milli fylkinga, er óvenjuleg, en hins vegar mjög skiljanleg þegar litið er til þess að Microsoft og hið opinbera hafa all- | nokkrum sinnum sest að samninga- | borði undanfarið ár, án þess að ná | hinum minnsta árangri. Posner ætti f að geta leitt báðum aðilum fyrir sjón- ir hvað bíður þeirra á næsta dómst- igi, nái þeir ekki samkomulagi nú. Hann leiðir Microsoft áreiðanlega í allan sannleika um að engin trygging sé fyrir því að áfrýjunardómstóll líti öðrum augum á málið en alríkisdó- marinn Jackson. Og hann bendir hinu opinbera á, að það hafi kannski náð sínum besta árangri í málinu nú J þegar, áfrýjunardómstóll geti gert I þann árangur að engu. Af hálfu Microsoft og hins opin- bera hefur skipan sáttasemjarans verið tekið fagnandi. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins segir, að þar á bæ hlakki menn til að eiga viðræð- ur við sáttasemjarann, enda hafi ráð- uneytið ávallt verið tilbúið að ræða hverja þá leið, sem tryggt gæti sam- keppni, nýsköpun og valfrelsi neyt- . enda. Talsmaður Microsoft segir sína menn líka íúlla tilhlökkunar að I starfa með Posner til að finna rétt- * láta og sanngjarna lausn sem kæmi bæði neytendum og hugbúnaðar- heiminum til góða. Viðskiptaheimur- inn hefur sýnt velþóknun sína, því gengi hlutabréfa í Microsoft hækk- aði lítillega eftir að tilkynnt var um sáttasemjai’ann. Vonandi reynast sáttafundirnh’ standa undir allri þessari tilhlökkun. Fyrsti fundur ráðuneytisins og Microsoft var hald- inn á þriðjudag en markmið hans var j einungis að „kynna“ aðila hvern fyrir I öðrum. Munu eiginlegir samninga- fundir hefjast á næstunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.