Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 35 LISTIR Nýjar bækur • BRÉFtil Brands er eftir Harald Bessason, fyrrverandi pró- fessor í Winnipeg og háskólarektor á Akureyri. Haraldur rifjar upp minningar úr Skagafirði, þar sem hann er fæddur og uppalinn og segir sögur af fólki sem hann kynntist meðal landa í Kanada og Bandaríkjunum. Inn í þessar frásagnir spinnur hann söguþætti af sjálfum sér og fléttar saman við fróðleik og spakvitrar hugleiðingar, segir í fréttatilkynn- ingu. Ennfremur segir að frásagnirnar séu felldar inn í bréf til Brands, fóst- ursonar höfundar, sem býr í Toron- to, en hann hafði beðið Harald að ski'ifa upp sögurnar sem hann hafði haft svo mikla unun af að heyra af vörum fósturföður síns á árum áður. Utgefandi er Ormstunga. Bókin er2B4 bls., prentuð í Steindórs- prenti-Gutenberg. Félagsbókband- ið-Bókfell sá um bókband. Ingólfur Júlíusson hannaði kápu. Verð: 3.980 kr. • STAFRÓF tónfræðinnar eftir Jón Þórarinsson er endurútgefið. Höfundur hefur endurskoðað bókina og gert ýmsar leiðrétt- ingar og breyt- ingar sem hann hefur talið nauð- synlega. Bókin er grundvallarrit og handbók fyrir þá sem eru í tónlist- arnámi og jafn- framt fyrir þá sem eru lengra komnir í þeim fræðum. Öll tóndæmi í bókinni eru tölvusett, hvert við- fangsefni er merkt með tölustöfum og atriðaorðaskrá er í bókarlok. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 111 bls., prentuð í Grafík hf. Margrét E. Laxness gerði kápu. • TUNGUMÁL veraldar er yfir- litsrit um tungu- mál og málaættir eftir Baldur Ragnarsson. I fréttatil- kynningu segir að ritið sé hið fyrsta sinnar tegundar á ís- lensku. Ennfremur segir m.a.: „Erfítt er að komast að niðurstöðu um fjölda tungumála jarðarbúa en þó má nefna tölu um eða yfír 4.000 sem mætti líklega meira en tvöfalda ef mállýskur, sem rísa undir nafni, Verð: 2.499 kr. Baldur Ragnarsson Jón Þórarinsson væru taldar með. í þessari bók er getið 280 tungumála, þ. á m. nokk- urra fornmála, blendingsmála og planmála." Baldur Ragnarsson hefur um- langt skeið kennt íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann hefur samið á annan tug kennslubóka í öllum greinum ís- lenskukennslunnar í fram- haldsskólum auk ljóðabóka á ís- lensku og esperanto. Útgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er 293 bls., kilja. Verð: 2.600 kr. • HJARTA í molum, er eftir Car- sten Folke Möller, í þýðingu Jóns Daníelssonar. Hér segir af Lúkasi sem er vitlaus í Júlíu. Gallinn er bara sá að hún er besti vinur hans. Það er þess vegna ekki alls kostar einfalt að reyna við hana. Kenneth er vitlaus í „Barbiegirl“, dulúðugri stúlku sem hann kynntist á Netinu og er alveg við það að næla í - heldur hann. Lúkas er sannur vin- ur, þannig að þegar Kenneth kemst að því að hann hefur verið hafður að háði og spotti á Lúkas ekki annarra kosta völ en að hjálpa vini sínum að endurheimta æruna. Fyrsta unglingasaga Möllers, Ast, peningar og allt í rugli, kom út á ís- lensku fyrir síðustu jól og hlaut þeg- ar vinsældir. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 206 bls. prentuð í Singapúr. Verð 2.280 kr. • OPINBERUN Jóhannesar er með myndum eft- ir Leif Breið- fjörð. Þessi bók bibh'- unnar er auðug af myndefnum og hafa margir þekktir mynd- hstarmenn unnið með þau í aldanna rás. Opinberunarbókin er sú bók biblíunnar sem oft var myndskreytt, sérstaklega á öldum áður. Nú um ár- þúsundamótin hefur texti Opinber- unarbókarinnar oft verið til umfjöll- unar um allan heim. Leifur Breiðfjörð hannaði bókina og hugsaði hana sem nokkurs konar bókverk, en ekki aðeins mynd- skreytingu við Opinbenmarbókina né heldur sem hefðbundna lista- verkabók. F ormála að bókinni skrifar biskup Islands, heira Karl Sigurbjömsson. Bókin kemur út í tengslum við sýningu Leifs á pastel- og vatnslita- myndum sem nú stendur yfir í Hall- grímskirkju. Útgefandi er Mál og menning. Bókin, sem er 180 bls., er gefín út í sérstakri viðhafnarútgáfu. Bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 4.980 kr. Tímarit • ANDVARI, rit Hins íslenska þjóðvinafélags, er komið út. Þetta er 124. árgangur, hinn fertugasti í nýjum flokki. Ritstjóri er Gunnar Stefáns- son. Hann skrif- ar forystugrein sem hann nefnir Hugleiðingar á kosningaári. Vésteinn Óla- son, for- stöðumaður Stofnunar Arna Magn- ússonar, skrifar aðalgreinina að þessu sinni. Það er ítarlegt ævi- ágrip Einars Ólafs Sveinssonar, prófessors, fyrsta forstöðumanns Handritastofnunar Islands, en 12. desember í ár er öld liðin frá fæð- ingu hans. Annað efni ritsins er af sviði bók- mennta og stjórnmálasögu. Kristján Arnason skrifar um skáld- skap Sigfúsar Daðasonar; Þórir Óskarsson ritar greinina Hvað er rómantík?; Soffía Auður Birgis- dóttir fjallar um íslenska endur- ritun Gunnars Gunnarssonar og Birna Bjarnadóttir ritar um skáld- ævisögu Guðbergs Bergssonar. Þá er grein eftir Guðmund Hálf- danarson, Guðfeður flokkakerfís, um stjórnarmyndanir Jóns Þor- lákssonar og Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Ljóð eru eftir Baldur Ósk- arsson og ljóðaþýðingar eftir Arn- heiði Sigurðardóttur. Andvari er 160 síður. Prent smiðjan Oddi prentaði, en dreifíngu annast Sögufélag, Fischersundi 3. Verð: 1.540 kr. Gunnar Stefánsson Verð óður 52.900.- Ótiúiesi verð - flflcíns kr. Ku áirúiest verð - fiðeins kr. LG-videotæki 2 hausa T T J Nýtt videotæki frá LG með frábærum myndgæðum. Long play afspilun og upptaka. NTC afspilun. Allar valmyndir á skjá, fjarstýring, Video Doctorfsiálfbilanagreining) barnalæsing o.fl. Þú gerir ekki betri kaup'. Ódýrustu og fullkomnustu videotæki á íslandi mmm LG-Hi-Fi videotæki 6 hausa Ný hönnun fra LG með frabærum myndgæðum. Long play afspilun og upptöku. NTSC afpilun á PAL TV, 100% kyrrmynd. Breiðtjaldsstilling 16:9. Barnalæsing, fjarstýring, Video Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl. pþvou^ \sVand' ----$fil ■ - EXPERT er stærsta heimilis- og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu - ekki aðeins á Norðurlöndum. RflFMKMPERZLUN ISLflNDS Ff - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Uppbvottavél LVP-25 Þú sparar kr. 18.000.- fyrir 12 manns, 2 hitastig (55/65 gráöur) vatnsöryggi, 20" LG sjónvarp með Black Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega skarpa mynd. Hátalarar að framan, ACMC sjálfvirkur stöðvaieitari, 100 rása minni og innbyggðum tölvuleik. Fjarstýring og rafræn barnalæsing o.fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.