Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.1999, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Móðir þeirra hrín LEIKLIST HI j«in (I i s k u r JÓLASVEINAR GANGA UM GÁTT Leikþættir og lög við við kvæði Jó- hannesar úr Kötlum. Handrit: Pét- ur Eggerz, tónlist: Guðni Franzson, bæklingur: Árni Björnsson. Leik- endur: Arnar Jónsson, Arni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Bjarni Ingvarsson, Erlingur Gísla- son, Gunnar Eyjólfsson, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann Sigurðarson, Jón Hjartarson, Karl Guðmunds- son, Margrét Olafsdóttir, Pétur Einarsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Ilaraldsson, Steindór Hjör- leifsson o.fl. MÖGULEIKHÚSIÐ með Pétur Eggerz og Guðna Franzson í farar- broddi hafa um 5 ára skeið haft um- sjón með jólasveinum Þjóðminja- safnsins. Það eru auðvitað íslensku jólasveinamir sem þar birtast, þrettán talsins, skrýtnir og barns- legir karlar, dálítið brðgðóttir en góðir inni við beinið. Fyrirmynd að innræti þeirra er sótt í jólasveina- kvæði Jóhannesar úr Kötlum sem endurreisti íslensku jólasveinana er voru að hverfa í gleymskunnar dá þegar kvæðið greip hug og hjörtu landsmanna á fjórða áratugnum. Síðan hafa jólasveinarnir íslensku tekið ýmislegt að láni frá hinum er- lenda frænda sínum, sem kenndur er við heilagan Nikulás, svosem biskupsbúninginn og ýmsa góða eig- Pétur Guðni Eggerz Franzson inleika, þann helstan þó að gefa gjafir, því upprunalega voru jóla- sveinarnir meira á þeim buxunum að hirða það sem þeim leist vel á hjá mannfólkinu fremur en gefa úr eig- in vasa. Á hljómdiskinum Jólasveinar ganga um gátt er að finna þrettán leikþætti, einn um hvern jólasvein, og segir í hverjum þætti frá við- skiptum jólasveinanna við mann- fólkið, er þeir koma til byggða fyrir jólin. Þetta eru skemmtilegir þættir og varpa glettnu Ijósi á forneskju jólasveinanna gagnvart nútímaþjóð- félaginu, bjúgnakræki líst ekki nema mátulega vel á hugmyndina að úða brúnni og rauðri leðju yfir dvergbjúgu og vefja svo hveiti- brauði utan um. Gluggagægir lendii- í klóm lögreglunnar þegar hann í mesta sakleysi sinnir áhugamáli sínu og Pottasleikir reynir að bjarga nokkrum pottverjum í sund- laugunum frá því að verða að skelfi- legri ketsúpu. Pétur Eggerz hefur fengið til liðs við sig alla helstu leikara landsins af eldri kynslóð (og yngri reyndar líka) € I*. Jólatilboð CDD-BSG Altt að 130 númera minni Þar af 50 með nafní Blikkljós, valhnappur Tlmamællng Getur geymt útfarandi númer islenskar leiðbeiningar og merkingar Á vegg eða borð stgr. Jólatilboð TDD-E000 Altt að 150 númera minni Þar af 50 með nafni Blikkljós, valhnappur Timamæling samtala Getur geymt útfarandí númer 23 skammvalsminni, hátalari islenskar leiðbeíningar og merkingar Á vegg eða borð stgr. TDD-1000 30 númera mlnnl Blikkljós, vaihnappur Tímamæling samtala Jólatilboð stgr. Islenskar leiðbeiningar og merkingar Á vegg eða borð Jólatilboð a mlnni ling samtala valhnappur leiðbeiningar og merkingar Síðumúla 37 - s. 588-2800 við hátt og er gi-einilegt að þeir hafa mikið gaman af því að túlka jólasveinanna. Þetta er hressilegir karlar og texti Péturs er vel saminn, málfar og ým- is orðtök bera vitni um fornan upp- runa jólasveinanna og nútímafólkið talar auðvitað nútímamál sem ljær þessu skemmtilegt samhengi. Tónlist Guðna Franzsonar er fal- leg og vísar til íslenskrar hefðar. Sjálfur hefði ég kosið örlítið meiri fjölbreytni, öll erindi jólasveina- kvæðis Jóhannesar eru sungin við sama lagið, á undan hverjum leik- þætti sem er auðvitað rökrétt en meiri fjölbreytni hefði ekki sakað. Öll er vinnsla hljómdisksins hin vandaðasta, tónlist og hljóðupptaka leikþáttanna vel unnin. Þetta er svo sannarlega vel þegið innlegg í jóla- plötuútgáfuna. Ekki má svo gleyma bæklingi Árna Björnssonar sem fylgir diskinum. Þar er saga ís- lensku jólasveinanna rakin skil- merkilega og ýmis fróðleikur kemur þar fram sem gott er að vita þegar foreldrar vilja fræða börnin meira um hina einu sönnu jólasveina. Hávar Sigurjónsson Nýjar bækur Birgitta H. Halldórsdóttir • EFTIR- LEIKUR eftir Birgittu H. Hall- dórsdóttur og er 17. bók höfundar. Sagterfrá Bryndís Ágústs- dóttur, vel menntaðri, glæsi- legri konu, einbúi á Hömrum, í af- skekktum dal á Vestfjörðum. í tíu ár hefur hún búið á þessum stað og reynt að láta sárin gróa eftir skelfingaratburði liðins tíma, dularfulla atburði sem í raun fékkst aldrei nein skýring á. Hvern- ig gat Jón, eiginmaður hennar, sem hún elskaði og dáði, unnið slík voða- verk og síðan horfið sporlaust? Er fortíðin að vitja hennar og stendur Jón á bak við það, lífs eða liðinn? Utgefandi er Skjaidborg. Bókin er 166 bls. Verð 3.480 kr. • ÍSLENSKA leiðin. Almanna- tryggingar og velferð í fjölþjóðleg- um samanburði er eftir Stefán ÓI- afsson. I fréttatilkynningu segir að bókin fjalli um skipan velferðarríkisins og árangur í vel- ferðarmálum Is- lendinga, með víðtækum saman- burði við aðrar nútímaþjóðm. Sýnt er hvernig fátækraaðstoð fyrri tíma þróað- ist í félagslegar tryggingar velferðarríkisins. Ennfremur segir m.a.: „Af bók- inni má ráða að árangur íslenska vel- ferðarkerfisins sé að mörgu leyti góður. Lífskjör meirihluta þjóðar- innar eru sambærileg við það besta sem þekkist meðal almennings á Vesturlöndum. Höfundur gi'einir þó umtalsverðan lífskjaravanda í ein- stökum þjóðfélagshópum á íslandi og sýnir að fátækt er meiri og tekjur ójafnari hér á landi en meðal nor- rænu frændþjóðanna." Stefánölafsson er prófessor við Háskóla Islands og hefur verið for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskólans frá því hún var stofnsett árið 1986. Útgefandi er Háskólaútgáfan og Tryggingastofnun ríkisins. Bókin er 370 bls., kiija. Háskóiaútgáfan sér um dreifíngu. Verð2.800 kr. Efnismikið rit BÆKUR Héraðsrit GOÐASTEINN Héraðsrit Rangæinga 1999. 35. ár- gangur. 10. árgangur nýs flokks. Héraðsnefnd Rangæinga, Hellu 1999, 339 bls. GOÐASTEINN er gamal rit. Það hóf göngu sína 1962, framan af með tveimur litlum heftum á ári, en síðar sjaldnar. Ritstjórar voru Jón Hjálm- arsson og Þórður Tómasson (og að líkindum eigendur). Undirtitill var „Tímarit um menningarmál“ og var aðaláherslan lögð á margs konar sögulegan fróðleik. Tuttugu og fimm árgangar komu út af hinu ágæta tímariti þeirra félaga. En þá tóku aðrir við. Ritið varð héraðsrit Rang- æinga og gefið út af héraðsnefnd- inni. Ritnefnd var falin umsjón rits- ins. Það kom út í einu stóru hefti á ári og breytti talsvert um svip. Meira varð um samtíma efni og samdir voru Annálar hvers árs. Hér hef ég nú fyrir framan mig tíunda árgang þessa nýja Goða- steins. Mikið rit er það, næstum hálft fjórða hundrað blaðsíður og eftir því efnismikið. Segja má að það skiptist í tvo nokkuð jafnstóra hluta. Fyrri hlutinn (190 bls.) er að lang- mestu leyti ritgerðir, einkum sögu- legs efnis, en seinni hlutinn er Ann- álar ársins 1998. Ragnar Böðvarsson ritar um rangæska mormóna. Aðalefni rit- gerðarinnar er frásagnir um tíu fjöl- skyldur, sem fluttust til Utah. Eru smáþættir um hverja fjölskyldu fyr- ir sig. Skilst mér að þar komi fram ýmsar nýjar upplýsingar og sumt annað leiðrétt. Ingólfur Sigurðsson á hér greinina Frú Þuríður og herra Pétur. Er grein sú um ættir og ætta- tengsl í Rangárþingi á 14. og 15. öld. Byggist greinin á eftirlátnum drög- um Valgeirs Sigurðssonar. Listamaður Goðasteins 1999, Guðjón Halldór Óskarsson, tónlista- maður, er hér kynntur. Ferðasögu í Landmannalaugar (1943) segir Haraldur Guðnason. Oddgeir Guð- jónsson á hér talsvert efni, gátur, gamlar vísur og nokkrar frásagnir frá fyrri tíð. Sr. Sigurður Jónsson í Odda lýsir kaleikum frá 14. og 16. öld í Oddakirkju. Þorsteinn Daníels- son ber á borð þrjár stuttar frásagn- ir. Sagt er frá átaksverkefninu Suð- urlandsskógar. Ungir Rangæingar í fremstu röð heitir þáttur. Þar segir frá þremur ungum Rangæingum, sem allir hafa getið sér gott orð hver á sínu sviði. Það era raunar allt ung- ar stúlkur. Pálmi Eyjólfsson ritar greinina Fjórir áfangastaðir í Rang- árþingi á fyrri hluta aldarinnar á milli Þjórsár og Markarfljóts. En staðirnir eru Þjórsártún, Ægissíða, Eystri-Garðsauki og Dalssel. Þetta voru eitt sinn fjölsóttir viðkomu- og greiðastaðir. En sú starfsemi heyrir nú sögunni til. Jóhann G. Guðnason ritar athyglisverða skýrslu um veð- urfar í Landeyjum 1998. Er þar hver mánuður tekinn fyrir sig. Þórður Tómasson lýsir hinni nýju/gömlu Skógakirkju, sem vígð var á síðasta ári. Er það merkileg smíð og merki- legt framtak. Sett er hún að mestu saman úr gömlum kirkjuhlutum. Þá víkur sögunni að erinda- og/ eða ritgerðabálki frá Oddastefnu 1998. Jón Hnefill Aðalsteinsson seg- ir frá Sæmundi fróða. Helgi Hann- esson (látinn) á ritgerð, þar sem því er haldið fram, að Sæmundur fróði hafi ritað Njálu. Freysteinn Sig- urðsson og Elsa G. Vilmundardóttir skrifa um landmótun á sögusviði Njálu. Magnús Finnbogason flytur hugleiðingar af Njáluslóðum og Guðmundur Sæmundsson skrifar greinina Á Njáluslóð í tölvu og segir frá nokkrum greinum (7) um Njálu- slóðir. Það er ekki ofsögum af því sagt, að Njála verði mönnum enn um- hugsunarefni. Engin íslendinga- sagna er eins ofarlega í huga manna né vekur fleiri spurningar. Enn velta menn því fyrir sér hver höf- undur hennar hafi verið og margir hafa verið tilnefndir. Hvers vegna var sagan skrifuð? Og hverjar voru leiðir manna? Hvar var t.a.m. Holt og Holtsvað? Og hvernig var landi háttað á tíð Njáluatburða? Það er alltaf jafn gaman að lesa hugleiðing- ar um þessi efni. Lestina rekur í þessum hluta bók- ar skólaritgerð eftir Guðjón Ár- mannsson, Kartöflurækt í Þykkva- bæ. Sá ungi maður á oftar eftir að láta í sér heyra, ef honum endist al- dur. Er þá komið að Annálum 1998. Þar er á mörgu tekið í skipulegri röð: Framleiðslutölur, Héraðsnefnd og sveitarfélög, Prófastsdæmi, prestaköll og sóknir, Kvenfélög, Iþróttafélög, Skólar, Kórar, Veiðifé- lög og Hestamannafélög. Og loks eru minningargeinar, sumar alllang- ar, um alla þá „sem létust í Rangár- þingi á árinu 1998, auk annaiTa Rangæinga, sem til moldar voru bornir af sóknarprestum héraðsins". Er þetta mikill bálkur, sem tekur til 36 karla og kvenna. Langflestar eru ritaðar af prestum héraðsins. Annálar af þessu tagi teljast sjaldnast til skemmtilesturs. En nauðsynlegir eru þeir, þegar þeir eru vel gerðir, eins og hér er. Þeir verða ómetanlegt hjálpargagn fyrir þá, sem síðar munu skrifa sögu hér- aðsins. Eins og sést af framangreindri upptalningu er þetta afar efnismikið rit, sem rita mætti um langt mál, þó að ekki verði það gert hér. Frágangur ritsins er góður, þó að myndir mættu hafa prentast betur. Margar eru alltof dökkar. Lýti finnst mér að öllum auglýsingunum víðs vegar um ritið, enda eru þær naumast nógu smekklegar allar. Sigurjón Björnsson rnmmm umum - midbœ HafnarJjardar I KÖKUMBISTAJJIJvivj * KONRITORI 1 Sími 555 6655
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.