Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 51

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 51 LISTIR N^jar bækur • ÞÚ ert mín er eftir Mary Higg- ins Clark, í þýð- ingu Jóns Daní- elssonar. Sagt er frá rað- morðingja, sem einbeitir sér að einmana konum um borð í glæsi- legum skemmti- ferðaskipum. Pegar sálfræðingurinn Susan Chandler ákveður að fjalla í útvarps- þætti um konur sem horfið hafa sporlaust með dularfullum hætti, grunar hana síst af öllu að hún sé að setja sjálfa sig - og sína nánustu - í alvarlega hættu. Kona, sem hringir í þáttinn til að gefa upplýsingar um eitt þessara mála, verður fyrir bíl nokkrum klukkustundum síðar. Roskin kona, sem telur sig hafa séð henni hrint fyrir bílinn, er myrt áður en henni gefst færi á að tala við lögreglu. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 328 bls.Verðkr. 3.480. • ÓGNARÖFL (bækur 7 og 8) eftir Chris Woodin í þýðingu Guðna Kol- beinssonar er spennubókaflokkur í 9 heftum. Kía og Röskvi halda áfram bar- áttu sinni gegn útsendurum Makans konungs. Þau komust með naumind- um til Os Dakar. Þar koma Vikar og Deplir fram á sögusviðið. Ognaröfl gerast í framandlegum en ævintýi’alegum heimi þar sem háð er miskunnarlaus barátta gegn öflum ógnar og kúgunar. Útgefandi erÆskan ehf. hvort hefti er 90 bls. prentað í Odda hf. Verð: 489 kr. hvort hefti. • LEXICON islandicum - Orðfræðirit fyrri alda er eftir Guðmund Andrésson. Orðabókin kom fyrst út í Kaup- mannahöfn árið 1683, nálega þrjátíu árum eftir dauða höfundar. Ut- gáfunni var mjög ábótavant, mis- lestrar og prentvillur blasa við á hverri síðu. í þessari nýju útgáfu er bætt úr helstu ágöllum hinnar fyrri, m.a. með stuðningi við handrit sem kann að vera eftirrit af eiginhand- arriti Guðmundar. Bókin er því öðrum þræði merk heimild um íslenskan orðaforða á 17. öld og áfangi í sögu íslenskra orða- bóka, segir í fréttatilkynningu. Guðmundur Andrésson var and- ófsmaður á sinni tíð og komst í kast við yfirvöldin fyrir gagnrýni á Stóra- dóm. Hann var fluttur fanginn úr landi og settur í varðhald í Kaup- mannahöfn. Ur varðhaldinu komst hann í Hafnarháskóla en átti ekki afturkvæmt til Islands og starfaði í Höfn til dauðadags, 1658. Útgefandi er Orðabók Háskólans en Hiðísl. bókmenntafélag sér um dreifmgu. Bókin er 297 bls. ogkost- ar 3.500 kr. • HEILSA karla er eftir Joe Arm- strong í þýðingu Reynis Harðarson- ar. Magnús Scheving skrifar for- mála bókarinnar. Þetta er önnur bókin í bóka- flokknum Heilbrigt viðhorf. Áður kom út bókin Breytingaskeiðið eftir Ruth Appleby. I fréttatilkynningu segir m.a. „Sumir karlar geta verið mjög ábyrgir á ýmsum sviðum tilverunnar en gjörsamlega kærulausir þegar kemur að þeirra eigin heilsu. Það er miklu ólíklegra að karlar leiti til læknis en konur en miklu líklegra að það sé komið með þá í skyndi á sjúkrahús með hjartaáfall eða heila- blóðfall." Útgefandi er PP-forlag. Bókin er 120 síður, kilja. Verð: 1.380 kr. • MÖLLUBÆKURNAR er eftir Lucy Cousins. Þessar bækur fjalla um þá sömu Möllu og börnin þekkja úr sjónvarp- inu. Dagur Möllu og klæddu Möllu eru límmiðabækur með Möllu, þar sem lesandinn fær tækifæri til að klæða Möllu í alls konar föt, skoða og spjalla um leið og lesa einfaldar setn- ingar. Bækurnar eru einkum ætlað- ar börnum á forskólaaldri. Útgefandi er Æskan. Hvor bók er 16 bls. Þær eru prentaðar á Italíu. Verð 790 kr. eintakið. • CYPRAEA islandica - dýrgiipur- inn á ströndinni er unglingasaga eft- ir Moshe Okon í þýðingu Sigrúnar Birnu Birnisdóttur. Konný er 16 ára Reykjavíkur- stúlka og stundar sumaivinnu í Vík í Mýrdal. Þar kynnist hún Sindra sem er á líku reki, en önnur stelpa hefur einnig augastað á honum og beitir ýmsum klækjum til að ná hylli hans. Konný finnur dýnnætan kuðung á ströndinni, en það hrindir af stað at- burðarás sem reynist örlagan'k. Þetta er dramatísk ástarsaga þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlut- verk þó sjóndeildarhringurinn spanni vítt svið. Höfundurinn, ísra- elsmaður sem býr hluta ársins á ís- landi, skrifaði söguna á ensku. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 120 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 2.290 kr. • EINN eftirlifandi er eftir Dean Koontz, í þýðingu Jónsar Daníels- sonar. Stór breiðþota ferst með 330 manns innanborðs. Enginn kemst af. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn finnst aldrei nein skýring á því sem gerðist. Meðal farþega voru eigin- kona og tvær dætur glæpafrétta- mannsins Joes Carpenter. Ári eftir slysið er hann enn miður sín af sorg. Þá verður á vegi hans kona að nafni Rose sem kveðst hafa verið með vélinni - lifað af. Bækur Dean Koontz hafa verið þýdjdar á hátt á fjörutíu tungumál. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 371 bls. Verð kr. 3.480. Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf cPe/ttu - o ertu m exf / {örexjí J24, de&emóer' fjoldi uUH>finn« núOð U7 000 ’ ÞAÐ KOSTAR ÞIG AÐEINS 16-574 kr. Á MÁNUÐI AÐ AUKA AFKÖSTIN í VINNUNNI Rekstrarleigusamningur til 24 mánaða. Engin útborgun 16.574 kr. á mánuði. Innifalið • 20.000 km akstur á ári • Smurþjónusta • Þjónustuskoðanir og viðhald • Auka dekkjagangur • Umfelganir vor og haust Rekitraiieiga er miBuð er við 24 mánuði f erlendri mynt. Verð er án vsU. | Vinir erler [56 Vinir erlendis spara 50% á millilandasímtölum! 1-HERB ATVINNUBÍLAR FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sfmi 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 HYunoni LONDON, PARI'S, NEW YORK RÓM. EÐA BARA VERA HEIMJ lyi TM UIMA OU LmNINb, m habitat Heima er best. Opið um helgar: laugard. 10-18 og sunnud. 13-17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.