Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 52
'52 FiMMfUDÁGUR 2. ÖÉSEMBÉR 1999 MORGUNBLAÉTÐ EFLING STÉTTARFÉLAG Efling-stéttarfélag og Iðja, félag verksmiðjufólks bjóða félagsmönnum sínum að sækja stofnfund sameinaðs félags Eflingar-stéttarfélags og Iðju, félags verksmiðjufólks á Hótel Sögu, Súlnasal, laugardaginn 4. desember. Fundurinn hefst kl. 13:30. •— Dagskrá ° Lúðrasveit verkalýðsins spilar ° Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur ° Ávörp formanna ° Sameining Eflingar-stéttarfélags og Iðju, félags verksmiðjufólks staðfest • Lög félagsins staðfest o Internationalinn ° Atriði úr sögu félaganna o Tríó Þórðar Högnasonar leikur 0 Kaffihlaðborð við harmoníkundirleik Reynis Jónassonar Við erum sterkarí saman _____________LISTIR____________ Maður lítilla sanda BÆKUR Skáldsaga HVÍLDARDAGAR eftir Braga Ólafsson. Bjartur. 1999 - 192 bls. NÚTÍMASKÁLDSAGAN ein- blínir á einstaklingsvitundina og smáheima einstaklingsins. Öllu nær smáatriðum einkaheimsins verður ekki komist en í Hvíldardögum, nýrri skáldsögu Braga Ólafssonar. Bragi bregður upp allt að því skýrslukenndri mynd af manni sem er greinilega dálítið utangáttar í veröldinni, litlaus og raunar hálf- gerð mannleysa. Það er raunar með ólíkindum hversu skemmtilega sögu Bragi spinnur úr nokkrum ævidög- um þessa óspennandi manns. Sagan er fyrstupersónufrásögn og strax í upphafi er okkur varpað inn í heim manns sem hefur enga stjórn á lífi sínu. Honum er skipað að taka þriggja mánaða sumarfrí en er ófær um að gera nokkrar áætlan- ir um hvernig hann vilji nota þessa hvíldardaga. Öðrum þræðinum ein- kennast þeir af stefnulausu ráfi og svo því að maðurinn verður fyrir stöðugu áreiti. Hið stefnulausa ráf birtist meðal annars í lýsingu á um- hverfi. Spilað er af fingrum fram og vaðið úr einu í annað. Sögumaður er einnig ofurnæmur fyrir smáatriðum og gleymir sér í sparðatínslu. Auk þess hefur hann enga lífsstefnu heldur berst með straumnum. I raun má segja að hann lifi fremur lífi annarra en eigin lífi. Það hjálpar heldur ekki til að hann verður fyrir stöðugu áreiti og truflunum í viðleitni sinni til að njóta hvíld- arinnar. Bíllinn hans bilar, tönn brotnar, kunningjar kvabba á honum og móðir hans og systir hafa stöðug- ar áhyggjur af honum. Hann gerir heldur ekkert í málunum. Það sem fer úrskeiðis heldur áfram að vera yfirvofandi vandamál þar sem ekkert er tekið á því. Þegar á reynir flýr hann af velli inn í eigin hugrenningar og draumóra. Þeir eru af ýmsu toga, jafnvel erótískir. En það er til marks um hversu aumt líf sögumanns er að hann ræð- ur jafnvel ekki yfir eigin draumór- um. Þeir taka af honum völdin. Þess vegna koma hugrenningar eins og þessar ekki á óvart: „Það segir sig sjálft að þegar margt fólk kemur saman verður hættan á að eitthvað fari úrskeiðis margfalt meiri. Fólk er alltaf öruggast út af fyrir sig.“ I allri sögunni er vaxandi tilfinnig fyrir því að hið ytra sé að þrengja sér inn í þennan sjálfhverfa heim: „Ég er að hugsa um það sem gerst hefur í lífi mínu síðustu daga og fæ á tilfinningun að ég sé á einhvern hátt að tapa fyrir ágangi ófyrir- séðra atburða og skuldbindinga.“ Hon- um finnst fólk ryðjast inn í heim sinn „að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að ég geti notið þess að vera í fríi“. Hinn einmanalegi tilveruháttur einfarans er honum því orðinn hinn æskilegi lífsmáti: „Maður er í rauninni aldrei einn. Það er eins og alltaf sé einhver sem situr um líf manns.“ Ætli það sé hægt að ganga öllu lengra í einstaklingshyggju. Er ekki svona nokkuð kallað vænusýki eða paranoja. Meginstyrkur þessarar bókar er ísmeygileg tvíræðni textans. Braga tekst að miðla okkur þessari aumu persónu í gegnum hans eigin orð með ískrandi kímni og kaldhæðni - án þess að maður verði í raun var við höfundinn. Kannski fyrst og fremst vegna þess að hann gætir þess kirfilega að sögumaður skynji aldrei eigin vesældóm og aulahátt. En það er einnig alvarlegri hlið á þessari bók. I raun og veru er Bragi að taka á tilveruháttum samtímans sem geta af sér svona persónur, geta af sér þess háttar tilgangslaust og auðnulaust líf. Sögumaðurinn stefnulausi er nefnilega dálítill hluti af okkur öllum. Skafti Þ. Halldórsson Bragi Ólafsson Þjóðsögur af ströndinni BÆKUR ÞJÓDSÖGUR Þjóðsögur við sjó. Sögur frá Isl- andi, Norður-Noregi, Samalandi, Færeyjum og Grænlandi. Vaka- Helgafell 1999,160 bls. í BÓK þessa er safnað saman þjóðsögum og sögnum frá fimm löndum í norðurvegi. Landsvæðin eiga það öll sameiginlegt að liggja að sjó og íbúarnir eru háðir sjó og sjávarfangi. Sögurnar fjalla og all- ar að einhverju leyti um sambúð manns og sjávar fyrr á tímum. Þær skiptast í fimm efnisflokka og fær hver flokkur stuttan formála, auk formálans í upphafi bókar og eftirmála. Efnisflokkarnir fimm eru: Eyríkið. Er þar sagt frá ein- stökum eyjum og tilorðningu þeirra. Hafkonan. Það er samheiti yfir sækonur, hafmeyjar, sægýgj- ar, selmeyjar og matmóðurina. Hafmaður og marbendill eða mar- mennill. Ýmsar vættir í sjó, þ.e. mardraugar, sjópúkar, sjódraugar, skrímsli og sækóngulær. Þá er einn flokkur, er segir frá því hvernig sæbúar veita hjálp í neyð. Og síðasti kaflinn er um fugla hafsins, fiska og spendýr. Misjafn er fjöldi sagna í hverjum flokki eða frá 6 til 22. Eins er ekki sami fjöldi frá löndunum fimm, þó að litlu muni. Tólf eru frá Færeyjum, þrettán frá Samalandi, fjórtán frá Islandi, fimmtán frá Grænlandi og sextán frá Noregi. Og misjafnt skiptast þær á flokka og eru enda mislangar. Skemmtilegur lestur er þessar sögur og endurspegla á athyglis- verðan hátt ólíkan hugarheim og viðhorf. Sumar sögurnar mega teljast flökkusögur útfærðar með mismunandi hætti. Bókin mun hugsuð sem kennslu- bók og er vissulega ágætlega til þess fallin, einkum þar sem eftir- málinn er góður leiðarvísir um margvíslega verkefnavinnu. Samning verksins er norrænt samvinnuverkefni og unnin af fimm manna ritnefnd, einum frá hverju landi að mér sýnist. Af ís- lands hálfu er Baldur Hafstað ritn- efndarmaður. Mun hann hafa séð um íslensku útgáfuna og m.a. þýtt erlendu sögurnar. Sitt verk hefur hann unnið af hinni mestu prýði. Mér er ekki alveg Ijóst á hve mörgum málum bókin hefur verið gefin út, en sex bókaforlög eru tal- in upp. Bókin er einstaklega skemmti- lega og smekklega gefin út. Marg- ar ljósmyndir af málverkum prýða síður hennar. Þjóðfánar fylgja hverri sögu. Heimildaskrá er í bókarlok, skrá yfir þjóðsagnasafn- ara og smávegis sagt frá þeim. Pappír bókarinnar er vandaður. Ég tel feng að þessari bók og hug- myndin að baki henni er bráð- snjöll. Sigurjón Björnsson Nýjar bækur • AFLAHL UTDEILDARKVÓT- AR í kenningu ogframkvæmd (Individual Transferable Quotas in Theory and Practice) hefur að geyma ellefu greinar um kvótakerfi. Ritstjórar eru Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, og Hannes H. Gissurarson, prófessor í stjórn- málafræði, og eiga þeir báðir rit- gerðir í bókinni. Á meðal annaiTa höfunda eru þeir prófessor Anthony Scott, sem er einn kunnasti upphafsmaður fiski- hagfræðinnai-, Phillip Major, sem var lengi ráðuneytisstjóri í sjávar- útvegsráðuneyti Nýja-Sjálands, Birgir Þór Runólfsson, sem skrifar um reynsluna af íslenska kvótakerf- inu, og prófessor Ronald Johnson, sem andmælir með hagfræðilegum rökum hugmyndum um veiðigjald eða auðlindaskatt í sjávarútvegi. Utgefandi er Háskólaútgáfan. Bókin er216bls., kilja. Háskólaút- gáfan sér um dreifíngu. Verð 2.990 kr. J Ó L AGj-L AÐ NIN (tUR Ath.: Aðeins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.