Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 55 Nú er hún amma okkar fai-in í langt ferðalag og líklegast það lengsta sem hún hefur farið í því hún fór aldrei til útlanda og oft var hún hissa á útþrá okkar barnabarn- anna og bað fyrir okkur fyrir hverja ferð.Við vitum að nú er hún komin á betri stað og er laus við veikindin sem höfðu angrað hana síðastliðin ár. Arnma, eða amma Bogga eins og við kölluðum hana alltaf, kom úr hópi sextán systkina en tíu þeirra komust til fullorðinsára og í dag er- um við barnabörnin og barnabarna- börnin einmitt sextán. Þegar við minnumst hennar kem- ur að sjálfsögðu margt upp í hugann og oft var glatt á hjalla þegar fjöl- skyldan kom saman. Amma hafði skemmtilegan húmor og gat reytt af sér brandarana þeg- ar þannig lá á henni og hafði frá mörgu skemmtilegu að segja. I mörg ár komum við alltaf saman á heimili ömmu og afa í Lundarbrekk- unni á gamlárskvöld og fengum þar besta lambahrygg í heimi. Alltaf biðum við krakkarnir spennt eftir þessu kvöldi og hlökkuðum til að sjá skrýtna jólatréð þeirra en í mörg ár stóð þar gamalt gei-vijólatré úr tré sem við söknum mikið. En það verð- ur víst bið á því að við hittumst og borðum lambahrygg og frægu „suð- rænu“ tertuna hennar ömmu. Amma var alltaf gjafmild og eitt er víst að barnabarnabörnin hennar muna eftir hvað hún var dugleg að setja í baukinn hjá þeim. Ef hún sá ekki baukana þeirra leitaði hún að þeim út um allt hús og tæmdi budd- una í þá og ef klinkið var ekki nóg var rokið á afa og hann „arðrænd- ur“. Það má því búast við að baukarnir verði hálf tómir núna eins og við er- um hálf tóm eftir þennan missi. Guð geymi þig, elsku amma Bogga. Kveðja. Börn og barnabörnin. Nú, þegar Kristbjörg systir mín er kvödd koma í huga mér margar minningar frá æskuárunum. Hún var yngst af systrunum í stóra barnahópnum frá Heiðarbrún í Vestmannaeyjum, þremur árum eldri en ég, þar af leiðandi áttum við meira sameiginlegt en eldri systkin- in. Mér eru einkar hugstæðar þær stundir þegar við lokuðum okkur inni í herbergi til að geta sungið saman íslensk ættjarðarlög og kvæði, ég sjö ára og hún tíu. Krist- björg hafði mjög gott eyra fyrir hljómlist þó að hún léki ekki sjálf á hljóðfæri. Hennar mesta gæfa var þegar hún giftist Leó Ingvarssyni og átti með honum tvær gullfallegar dætur og eru allir afkomendur þeirra myndarfólk. Þegar Ólafur bróðir okkar byggði sér einbýlishús keyptu Leó og Kristbjörg hans hluta í Breiðabólstað þar sem for- eldrar okkar aldraðir bjuggu á neðri hæð hússins. Leó og Kristbjörgu verður seint þakkað hvað vel þau reyndust þeim. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir systur mína, Leó og börnin vegna langvarandi veikinda hennar. Eg vil í þessum kveðjuorðum þakka Leó og afkomendum þeirra hve kærleik- srík þau hafa verið systur minni í þessum erfiðu veikindum. Krist- björg var trúuð kona, hún trúði á líf eftir dauðann. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.Á grænum grundum lætur hann mig hvílastjeiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta.Hann hressir sál mína- ,leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman da- l.óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér- ,sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu: bikar minn er barmafullur.Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa æfi. (Úr 23. Davíðssálmi.) Megi það verða okkur, sem eftir lifum, huggun harmi gegn. Haraldur. LILJA SIG URÐARDÓTTIR + Lilja Sigurðar- dóttir fæddist í Bólstað í Vestmanna- eyjum 26. mars 1919. Foreldrar hennar voru Sigurður Olafs- son, trésmiður og út- gerðarmaður frá Hrútafellskoti undir Eyjafjöllum, og kona hans Auðbjörg Jóns- dóttir, húsmóðir frá Tungu í Fljótshlíð. Systkini Lilju voru: 1) Óskar, f. 1.6. 1910, kvæntur Soffíu Zóp- haníasdóttur, þau eru bæði látin, þau áttu þrjú börn. 2) Bára, f. 16.12.1925, gift Páli Ól- afi Gíslasyni, þau eignuðust fimm börn. Hálfsystir Lilju samfeðra var Sigurbjörg, f. 5.5. 1895, henn- ar maður var Kristján Egilsson, þau eru bæði iátin, en þau áttu fimm börn. Hinn 15.8. 1942 giftist Lilja Guðiaugi Ragnari Runólfssyni frá Fáskrúðsfirði, f. 28.9. 1918, d. 13.4. 1991. Kjörsonur Lilju og Ragnars er Emil Ragnarsson, f. 22.7. 1944. Kona hans hét Ingi- björg Guðmun- dsdóttir, f. 23.1. 1946, frá Uxahrygg á Rangárvöllum. Hún lést á Land- spitalanum 22.11. sl. Þeirra börn voru fimm: 1) Inga Björk, f. 20.10. 1965, henn- ar maður er Hara- ldur Ólafsson og eiga þau þrjú björn: Emil Inga, Hólmfríði Lilju og Ólöfu Helgu. 2) Halla Guðlaug, f. 6.6. 1967, gift Sæv- ari Halldórssyni, þau eiga þrjú böm: Emmu Ósk, Guð- laugu Lilju og Hafþór Inga. 3) Guðlaugur Ragnar, f. 30.1. 1970, kvæntur Astrós Guðmundsdóttur, þau eiga tvö börn saman: Báru Sif og Guðmundu Sjöfn, og fyrir átti Guðlaugur Ragnar dótturina Elsu Björgu. 4) Sigurður Þór, f. 11.1. 1971, kvæntur Hafrúnu Ósk Gisla- dóttur, þau eigatvö börn: Birgittu Þóru og Ágúst, Bjarka. 5) Guð- mundur Hreinn, f. 11.1.1971. Útför Lilju fór fram frá Eyrar- bakkakirkju 30. nóvember. Nú er komið að kveðjustund, elsku Lilja mín. Frá því ég man eftir mér áttir þú heima í næsta húsi og þægi- legt var að vita af nálægð þinni. Oft varst þú veik, en alltaf gátum við systurnar komið til þín og leitað ráða með flest sem við vorum að fást við á æskuárunum. Margar voru farnar ferðirnar til þín að leita aðstoðar með handavinnuna úr skólastarfinu. Og oft gekkst þú frá henni fyrir okk- ur fyrir sýningar á vorin. Mikil vinna hefur það verið að vinna þetta og laga fyrir þrjár stelpur, þótt maður gerði sér ekki grein fyrir því þá. Aldrei sagðirðu nei, hversu veik sem þú varst. Alltaf munum við systumar eftir fyrstu bíóferðinni, með þér og Ragn- ari á Selfoss. Það var mikil upplifun. Það er liðinn langur tími síðan og margt hefur breyst. Nú síðustu árin sem þú varst á Sólvöllum varstu svo glöð og ánægð, eða eins og þú sagðir svo oft, að þér hefði aldrei liðið betur. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargi-ein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Að síðustu vil ég þakka þér íyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur systkinin. Ég kveð með söknuði góða konu og votta Emil og fjölskyldu hans innilega samúð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymisteigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Sigríður Sveinsdóttir. H H H H H H Erfisdrykkjiir P E R L A N Sími 562 0200 rtrr TT TI IITIIT ITIT^ Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svcrrir Olscn, Sverrir tinarsson, úil'ararsljíiri'* úlfararsljóri Útfararstofa íslattds SuðurhJið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarliringinn, www.utfaríirstofa.chf.is Þsgíií andlál fcar aiJ höndtini Útfararstofan annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSlegþjánusta sem byggir á langrireynslu .oarv. Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2 — Fossvogi — Sími 551 1266-www.utfarastofa.com Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MIKKELÍNA S. GRÖNDAL, hjúkrunarheimilinu Eir, andaðist þriðjudaginn 30. nóvember síðast- liðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Heidi og Benedikt Gröndal, Sigurlaug Claessen, Ingveldur og Halldór S. Gröndal, Ingibjörg og Ragnar S. Gröndal, Erla og Þórir S. Gröndal, Ragnheiður Gröndal og Birgir Þorgilsson, Þóranna og Gylfi Gröndal, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móöur, tengdamóður og ömmu, ERLU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Flatey, Safamýri 45, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstu- daginn 3. desember, kl. 10.30. Gunnlaugur B. Óskarsson, Guðmundur Gunnlaugsson, Greta S. Svavarsdóttir, Óskar Bragi og Ingvar Geir Guðmundssynir + Fáðir okkar, afi og langafi, MARKÚS GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON, verður jarðsunginn frá Reykhólakirkju iaugar- daginn 4. desember kl. 14.00. Sætaferðir frá BSÍ sama dag kl. 9.00 með viðkomu í Olís-nesti á Akranesi. Jón Trausti Markússon, Guðrún Konný Pálmadóttir, Viðar Auðunn Markússon, Hrefna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför móður okkar, GUÐFINNU JÓNSDÓTTUR, Skútagili 2, Akureyri, fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju á morgun, föstudaginn 3. desember, kl. 14.00. Margrét Christensen, Albert Wium Sigurðsson, Jón Hlífar Guðfinnuson, Amalía Vilborg Sörensdóttir, Steinar Sigurjón Sörensson. + Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HÁLFDAN VIBORG, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 25. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. desember kl. 15.00. Jóhanna Viborg, Höskuldur Frímannsson, María Vibörg, Ólafur Friðriksson og barnabörn. + Þökkum af alhug þeim sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar, SIGMARS MAGNÚSSONAR, Dölum, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Egilsstöðum. Guðbjörg Magnúsdóttir, Herborg Magnúsdóttir og aðrir aðstandendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.