Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 56

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ELSA BR YNJÓLFSDÓTTIR + Elsa Brynjólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 8. maí 1957. Hún lést á heimili sínu 19. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvog- skirkju 26. nóvem- ber. Mig langar til að minnast frænku minn- ar, Elsu Brynjólfsdótt- ur, með nokkrum orð- um. Elsa ólst upp á sameiginlegu heimili móður sinnar, Þórunnar M. Eiríks- dóttur (Eddu), og móðurforeldra okkar, þeirra Eiríks Bjamasonar og Else A. Figved. Það var alltaf mikill samgangur á milli heimilis þeirra í Sporðagrunni 1 og heimilis okkar. Fjölskyldan átti einnig sumarbústað í landi Laxness í Mosfellssveit og dvaldi þar allt sumarið ár hvert. Þar sem við frændsystkinin vorum öll á svipuðum aldri má segja að við Þórð- ur bróðir höfum að mörgu leyti verið uppeldisbræður Elsu. Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf, Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Geirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Það er að sjálfsögðu margs að minnast frá þessum árum og uppá- tækin mörg. Eitt sinn að sumri var Edda í bænum en við krakk- arnir uppi í sumarbú- stað ásamt móður minni og ömmu. Elsa var alveg sannfærð um að mamma hennar kæmi upp í bústað þá um kvöldið og fékk okkur bræðuma til að labba með sér á móti henni út á veg. Við lögðum af stað og bið- um dágóða stund á fyrsta áningar- stað að Gljúfrasteini. Ekki kom Edda og var þá ákveðið að ganga lengra og var næst áð dágóða stund við brúsapallinn að Hraðastöðum. Ekki kom Edda og var því haldið að næsta brúsapalli og svo koll af kolli þar til tveir peyjar, fímm og sex ára, ásamt níu ára gamalli frænku sinni voru komnir niður í kaupfélagið í Mosfellsbæ. Þegar við skiluðum okk- ur aftur í sumarbústaðinn seint um kvöld voru þær amma og mamma orðnar nær frávita af skelfingu. Elsa var nokkrum árum eldri en við og lit- um við því upp til hennar í hvívetna. Hún kynnti tónlist þess tíma og Blómobóðin C\c\ ,om v/ FossvogsUiekjMgaeS Sími, 554 0500 t Elskuleg dóttir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, BJÖRG HAUKSDÓTTIR, Dísarborgum 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstu- daginn 3. desember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta líknardeild Landsþít- alans eða heimahjúkrun Karítas njóta þess. Haukur Jörundarson, Ástríður Sigurmundardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur mikla samúð og hlýhug við frá- fall eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, HREINS H. HERMANNSSONAR fyrrum útibússtjóra hjá Landsbanka íslands, Gullsmára 9, Kópavogi. Valdís Þórarinsdóttir, Þorgerður Pétursdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. klæðaburð fyrir okkur og við kynnt- umst unglingapartíum fyrst þegar Elsa hélt bekkjarpartí heima hjá ömmu og afa. A sínum tíma skil- greindu þær vinkonurnar Elsa, Solla og Gunnhildur orðið „pæja“ fyrir mér. Elsa giftist ung Sigurði Trausta Þorgrímssyni og átti fyrsta barnið, Sigurð Þór, rétt rúmlega sextán ára. Það hefur verið sagt að börn barna séu lukkubörn og það hefur átt við um Sigurð. Þeir eru ekki síður vel gerðir yngri bræður hans, Guðni Már og Andri Freyr. Elsa reyndist strákunum sínum vel og var ekki síð- ur félagi þeirra en móðir. Elsa og Trausti skildu og var seinni maður Elsu Ólafur Haraldsson. Fjölgaði nú börnum í lífi Elsu enda á Ólafur þrjú börn af fyrra hjónabandi. Elsa var orðin amma og stjúpamma fyrir fer- tugt. Barnabörnin voru henni og Óla til mikillar gleði og heimili þeirra stóð þeim alltaf opið. Elsa var mjög gestrisin og bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili. Síðustu tvö árin átti Elsa við mikla vanheilsu að stríða. Hún bar sig samt ávallt vel og kvart- aði ekki. Að lokum vil ég þakka Elsu samfylgdina og votta strákunum, Eddu, Óla og öðrum aðstandendum samúð mína. Eiríkur Steingrímsson. KIRKJUSTARF Áskirkja Safnaðarstarf Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14-17. Biblíulestur í safnað- arheimilinu kl. 20.30. Frætt um upp- haf kirkjunnar í ljósi postulasögunnar. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu. Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil böm sín. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21, fyrirbæn með handa yfirlagningu og smurning. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og barnamorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Afbrýði eldri systkina. Sóldís Traustadóttir hjúkrunarfræðingur. Söngstund með Jóni Stefánssyni kl. 11. Svala djákni les fyrir eldri börn. Endurminningahópur karla kl. 13- 15. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kyrrðarstund kl. 12. Orgel- tónlist til kl. 12.10. Að stundinni lok- inni er léttur málsverður í safnaðar- heimilinu. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt í erli dagsins. Seltjaraarneskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára böm kl. 17-18.15. + Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNÚSÍNA (ÍNA) BÖÐVARSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju á morgun, föstudaginn 3. desember, kl. 13.30. Svala Arnfjörð Sigurgarðarsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Rita Arnfjörð Sigurgarðarsdóttir, Jón Jörundsson, Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson, Ólöf Ýr Lárusdóttir, Bylgja Arnfjörð Sigurgarðarsdóttir, Haraldur Eggertsson, Sindri Arnfjörð Sigurgarðarsson, Ása Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á föstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt- ur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leik- fimi aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Kl. 20.30 fræðslu- stund á vegum Reykjavíkurprófast- sdæmis eystra. Jólaímyndin. Kristj- ana Eyþórsdóttir, jarðfræðingur, fiytur erindi. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl. 17-18. Æsku- lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Mömmum- orgnar kl. 10-12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, heyrum guðs orð og syngjum með bömunum. Kaffisopi og spjall. Alltaf djús og brauð fyrir börnin. Æsk- ulýðsstarf fyrir unglinga í 8. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyiir ung börn og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op- ið hús fyrir 8-9 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Biblíulestur kl. 21. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Víðistaöakirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára börnkl. 17-18.30. Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam- koma. Kommandörarnir Margaret og Edward Hannevik tala. Lágafellskirlqa. TTT-starf fyrir 10-12 ára böm frá kl. 17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvammstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests. ið þurfum að ræða málin, getum við ekki hist á sunnudaginn kl. 16:30 Komið, eigumst lög við! segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat, skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri, skulu þær verða sem ull. JESAJA 1:18 -JHVH - Samkomur alla sunnudaga kl. 16:30, þriðjudaga kl. 20:30 og laugardaga kl. 20:30 HLIÐASMARA 5-7 SÍMI 554 33 77 krossinn@skima.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.