Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 5 7
Sigurskák Helga Áss úr
þýsku deildakeppninni
Sk\k
Þýskaiand
ÞÝSKA DEILDAKEPPNIN
21.-22. nóv. 1999
HELGI Áss Grétarsson, stór-
meistari, hefur átt góðu gengi að
fagna að undanförnu. Hann hef-
ur hækkað mikið á stigum og
unnið marga góða sigra. Fyrir
því eru einkum tvær ástæður,
fyrir utan ótvíræða skákhæfí-
leika hans. í fyrsta lagi tekur
hann skákina alvarlega og leggur
sig allan fram, hvort sem hann er
að tefla eða undirbúa sig fyrir
skákmót. í öðru lagi býr hann nú
í Tékklandi, sem gerir honum
kleift að taka þátt í fjölmörgum
skákmótum í Evrópu, sem ann-
ars væri óhugsandi ef hann
þyrfti að greiða dýrt flugfar frá
Islandi í hvert sinn sem hann
tæki þátt í alþjóðlegu skákmóti.
Aftur á móti verður ekki eins
hægt um vik fyrir hann að taka
þátt í skákmótum á íslandi og
slíkt verður að ákveða með löng-
um fyrirvara. Helgi hefur á und-
anförnum mánuðum sent skák-
þætti Morgunblaðsins fréttir af
taflmennsku sinni ásamt skák-
skýringum. Hér á eftir fylgir frá-
sögn Helga af þátttöku sinni í
þýsku deildakeppninni seinni
hluta nóvember.
Liðakeppnir í Evrópu
Eftir fall járntjaldsins hafa
efnahagslegar aðstæður fyrir
vestræna og aðra skákmenn
versnað til muna. Þetta hefur
leitt til þess, að þátttaka í alþjóð-
legum mótum getur valdið fjár-
hagslegum búsifjum. Afleiðingin
hefur verið sú, að yfir vetrartím-
ann tefla margir atvinnumenn
eingöngu fyrir skákfélög víðs-
vegar í Evrópu. Ólíkt mörgum
öðrum íþróttagreinum er full-
komlega löglegt að sami skák-
maður tefli fyrir mörg lið í mis-
munandi deildakeppnum, þó svo
hann geti ekki gert hið sama
þegar um Evrópukeppni er að
ræða.
Ég hef fetað í fótspor margra
kollega minna og mun í vetur
nánast eingöngu tefla í liða-
keppnum. Þó að skák sé í eðli
sínu einstaklingsíþrótt skipar
liðakeppni veglegan sess í mörg-
um löndum. I Þýskalandi er úr-
valsdeildin (Bundesliga) mikil-
vægari en flestir aðrir
skákatburðir. Eitt af því sem
staðfestir það er, að af 120 kepp-
endum sem tefla í hverri umferð
eru hátt í 100 stórmeistarar með-
al þátttakenda! Sem gamall
knattspyrnumaður líður mér
ágætlega í liðakeppnum því oft
skapast góð stemmning innan
skákliða. Allir eru tilbúnir að
gera sitt besta fyrir félagið og
barátta skiptir meira máli en
Eló-stig. Jafnframt gefast tæki-
færi til að eiga við erfíða and-
stæðinga sem að öllu jöfnu gef-
ast ekki í hefðbundnum mótum.
Helgina 20.-21. nóvember síð-
astliðinn hefði ég getað átt við
tékknesku stórmeistarana
Hracek og Meduna, sem báðir
eru mjög sterkir, ef nýr fjöl-
skyldumeðlimur hefði beðið með
að láta á sér kræla! Engu að síð-
ur hef ég haft tækifæri til þess
að tefla við prýðilega skákmenn
þennan mánuðinn og tekist að
bera sigur úr býtum í öllum
þremur viðureignunum.
Eftirfarandi skák var tefld í
annarri deild þýsku deildakeppn-
innar, en þar teíli ég fyrir Wurz-
burg, sem er einkar fögur há-
skólaborg. Taflmennskan er
kannski ekki í hæsta gæðaflokki,
en framrás hvíta
kóngsins undir lokin
er skemmtileg og
minnir á fræga skák
á milli Nigels Shorts
og Jans Timmans
fyrir nokkrum árum.
Hvítt: Helgi Áss
Grétarsson
Svart: Gennadi Gins-
burg
Þýska deildakeppn-
in, 1999
D03 Torre-árás
1. d4 Rf6
Andstæðingur minn
í þessari skák er af Helgi Áss
rússnesku bergi Grétarsson
brotinn og hefur tign
alþjóðlegs meistara. Eins og svo
margir samlandar hans hefur
hann flust búferlum og býr nú í
Þýskalandi. Fyrirliði sveitar
minnar tjáði mér, að ef Rússar
ættu ættingja sem bjuggu í
Þýskalandi fyrir byltinguna 1917
fengju þeir töluverð réttindi í
landinu án mikillar fyrirhafnar.
Þetta sést vel á því, að flestir
efnilegustu skákmenn Þýska-
lands eiga rætur sínar að rekja
til fyrrverandi Sovétríkjanna og
eru uppistaðan í endurnýjun
þýskra stórmeistara!
2. Rf3 g6 3. Bg5!?
Með þessu framhaldi forðast
hvítur massa byrjunarfræðinnar
og teflir rólegt en vel teflanlegt
framhald.
3. - Bg7 4. Rbd2 d5 5. e3 c5 6. c3
Db6 7. Db3 c4?!
Svartur teygir of mikið á peða-
stöðu sinni með þessu. 7. - Rc6
var ákjósanlegra.
8. Da3!
Betra en 8. Dc2 og undirbýr b2-
b3 með markvissari hætti.
8. - De6?! Óvenjulegur reitur
fyrir drottninguna. 8. - Dd8
hefði verið betra.
9. b3 cb 10. abRc6 11. b4 b6!
Einfaldur og sterkur leikur sem
hindrar að framrásin b4-b5 verði
of sterk.
12. Db3?!
12. Bd3 eða 12. Be2 hefði verið
betra með ákjósanlegri stöðu á
hvítt.
12. - 0-0 13. Bd3 Dd6 14. Bf4
Dd8
Drottningin er aftur komin til
síns heima eftir töluvert ferða-
lag!
15. h3 Bb7 16. 0-0 e6 17. Hfel?!
Til þess að hindra a7-a5 framrás-
ina hefði 17. Hfbl verið betri
leikur og hefði það haldið stöðu-
yfirburðum hvíts.
17. - a5! 18. ba Rxa5 19. Db4
Ba6 20. Bxa6 Hxa6 21. Db5 Ha8
22. Hebl Dc8 23. Bd6 He8 24.
Dxb6 Dxc3
Þó að staða svarts sé eilítið
óþægilegri ætti hann án mikilla
erfiðleika að geta haldið jafntefli.
Hinsvegar var andstæðingur
minn orðinn töluvert tímanaum-
ur þannig að enn var ástæða til
að reyna að brugga honum laun-
ráð.
Rc4 26. Hxc3 Hxal +
27. Dbl Hxbl+ 28.
Rxbl Rxd6 með
unnu tafli á svart; b)
25. Ha3 Dc6! 26.
Dxc6 Rxc6 með jöfnu
tafli; c) 25. Bb4
Dxal! 26. Hxal Rc4
með a.m.k. jöfnu tafli
á svart.
25. - Dc6! Eini leik-
urinn, því nú hótaði
hvítur 26. Hcl eða
26. Bb4.
26. Hxa5 Dxd6 27.
Hxa8 Hxa8 28. Db7
Hf8?
Eftir þessi mistök
verður svarta staðan
of veik fyrir árásum hvíts á sjö-
undu reitaröðinni. 28. - Da6!
hefði haldið jafntefli.
29. Re5! h6 30. Da7 Rh7 31.
Rdf3
31. Hb6 Bxe5!? 32. Hxd6 Bxd6
með jafnteflismöguleikum fyrir
svartan.
31. - Rg5 32. Rxg5 hg 33. Hb6
Dd8 34. Rc6 Da8
34. - Df6 35. Re7+ Kh7 36. Rxd5
með unnu tafli á hvítt.
35. De7 Bh6 36. Hb7 De8 37.
Dd6 Bg7??
Skelfileg mistök en skiljanleg
þar sem svartur átti innan við
hálfa mínútu eftir af umhugsun-
artímanum.
38. Hc7??
Skelfileg mistök og með öllu
óskiljanleg þar sem hvítur hafði
meira en 5 mínútur eftir. 38. Hb8
hefði unnið drottninguna og
skákina þar með. Á hinn bóginn
hefði kóngavalsinn ekki verið
sýndur í framhaldinu!
38. - Bf6 39. Hb7 Da8 40. Ha7
Dc8
Eftir að hafa uppgötvað mistökin
í 38. leik tók það hvítan tíma að
átta sig á hvað bæri að gera í
þessari stöðu. Bestu vonina til að
bæta stöðuna taldi hann að fara
fram með kónginn, Kh2-g3-g4,
og vinna g5-peðið. Besta varnar-
áætlun svarts er þá að fara með
kónginn sinn til h6 og er þá
óljóst hvort hvítur getur bætt
stöðu sína.
25. Db5!?
Við fyrstu sýn virðist sem hvítur
geti með einföldum hætti unnið
riddarann á a5 sér að meina-
lausu, en við nánari athugun sést
að það er illmögulegt: a) 25. Hcl
41. Kh2! De8? Nauðsynlegt var
að leika 41. - Kg7.
42. Kg3 Dc8?!
Enn var betra að leika 42. - Kg7.
43. Kg4! Hvítur er óhræddur við
framrás e-peðsins: 43. - e5+ 44.
Kg3 og e-peðið fellur.
43. - Kg7
Of seint!
44. Re5! Kemur í veg fyrir 44. -
Kh6 og setur svartan í leikþröng.
44. - Bxe5 45. Dxe5+ Kg8 46.
Df6!
Nú eru örlög svarts innsigluð,
því að áætlun hvíts, Kxg5 og Kh6
með óverjandi máti, er of sterk.
46. - Dc2 47. Kxg5 Ddl 48. g4
1:0
Skákmót á næstunni
5.12. TR/ÍTR. Jólamót grunnskólanna
6.12. Hellir. Atkvöld
10.12. TR. Helgarskákmót
13.12. SH. Mót Guðmundar Arasonar
18.12. TR. Jólaæfing
19.12. Hellir. Jólapakkamót
Daði Orn Jónsson
Helgi Áss Grétarsson
Matur og matgerð
Hvað er
jolakaka?
Börn hafa oft spurt Kristínu
Gestsdóttur af hverju jólakaka
heiti jólakaka.
BRAGÐ er að þá barnið finn-
ur. Þeim finnst að vonum
skrítið að algengasta hvers-
dagskaka íslendinga heiti jóla-
kaka. Upphaflega var jólaka-
kan bara bökuð á jólum og hún
var talsvert öðruvísi en sú
jólakaka sem við þekkjum.
Hún var með pressugeri, kard-
imommum, rúsínum, möndlum
og miklu smjöri. Sú kaka er
ekki ólík að grunni til og jóla-
kökur annarra Evrópuþjóða og
minnir mikið á Panetone Itala.
Nú eru Islendingar löngu
hættir að baka hina uppruna-
legu jólaköku heldur baka allt
árið alls konar kökur með
lyftidufti og rúsínum og kalla
jólaköku og hefi ég enga hug-
mynd um af hverju sú kaka
hefur hlotið þetta nafn. Þessi
kaka ætti miklu fremur að
heita „rúsínukaka". Hér er
uppskrift að auðveldri og góðri
jólaköku svo og annarri sem
mikið er borið í og ber svo
sannarlega nafn með rentu.
Kökuna má baka snemma, hún
geymist lengi í góðu boxi á
köldum stað.
Sannkölluð
jólakaka
350 g mjúkt smjör (ekki smjórlíki)
150 g mjúkt jurtasmjörlíki
stofuhita. Skerið perur, gráfíkj-
ur og döðlur frekar smátt, sker-
ið kokkteilberin í tvennt. Setjið í
skál ásamt rúsínum, kúrennum,
súkkati, orangeati, möndlum og
hnetum. Takið frá 2-3 dl af
hveitinu og hrærið saman við
þetta.
2. Hrærið í hrærivél smjör og
jurtasmjörlíki með sykrinum,
setjið eitt egg í senn út í og
hrærið á milli. Steytið kar-
dimommur og setjið saman við.
Notið ekki hrærivélina meira,
en hrærið það sem eftir er af
hveiti, lyftiduft og kardimomm-
ur, ávextina með sínu hveiti og
mjólkina út í með sleif.
4. Smyrjið 2-3 form, aflöng
eða kringlótt, og skiptið deiginu
í þau. Þau eiga að vera hálffull.
5. Hitið bakarofn í 160°C,
blástursofn í 150°C, setjið í ofn-
inn og bakið í um IV2 klst.
Minnka má hitann um 10°C þeg-
ar 1 klst. af baksturetímanum er
liðin. Stingið prjóni í kökuna til
að aðgæta hvort hann kemur
hreinn út, ef ekki má minnka
hitann um aðrar 10°C og baka
kökuna lengur.
Fljótleg jólakaka
5 egg
250 g sykur
500 g sykur
1 dl matarolía
10 egg
600 g hveiti
100 g lint smjör (eða smjörlíki)
1 '/2 dl mjólk
1 tsk. lyftiduft
150 g hveiti
8 steyttar kardimommur
eða V2 tsk. dropar
1 dl kúrenur
3 tsk. lyftiduft
1V2 dl 1
8 grófíkjur
8 þurrkaðar perur (mó sleppg)
1 dl þurrkoðar döðlur
200 g súkkat (2 pk.)
20 g orangeat (2 pk.)
15 rauð og 10 græn
sykruð kokkteilber
100 g fínt saxaðar möndlur
100 g fínt saxaðar heslihnetur
100 g saxaðar val- eða pekanhnetur
1. Látið allt hráefni vera við
1. Setjið allt nema hveiti, lyftá-
duft og rúsínur í hrærivélarskál
og hrærið í 2 mínútur.
2. Blandið hinu saman og
hrærið út í.
3. Smyrjið 2 stór aflöng jóla-
kökuform og setjið deigið í.
4. Hitið bakarofn í 180°C,
blástursofn í 170°C og bakið í
50-60 mínútur. Stingið prjóni í
kökuna til að aðgæta hvort hann
kemur hreinn út, ef ekki þarf
kakan lengri tíma.
t.