Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 67
UMRÆÐAN
oft gleyma. í umræðunni um lög-
foi-mlegt umhverfismat á Fljóts-
dalsvirkjun hafa einkum tveir þing-
menn Framsóknarflokksins, að ég
best veit, orðið uppvísir af vítaverðri
tækifærismennsku, gagngert til þess
að tryggja eigin hag. Kristinn H.
Gunnarsson gekk til liðs við Fram-
sóknarflokkinn síðastliðinn vetur,
sagði skilið við fyiTÍ skoðanir sínar,
og ráfar nú um þingsali sem vilja-
laust tæki í eigu flokksins. Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðhen-a fórn-
aði sannfæringu sinni til
Fljótsdalsvirkjunar fyrir ráðherra-
stól, og er nokkuð víst að einhveijir
umbjóðenda hennar telji sig illa
svikna af þeim sinnaskiptum.
Almenning skortir það vald að
geta leiðrétt fulltrúa sína á þingi þeg-
ar alvarlegir siðferðisbrestir eiga sér
stað og þegar þröngir hagsmunaaði-
lar, s.s. fyrirtæki og verktakar,
ganga fyrir málefnalegri umræðu og
heilbrigðri skoðanamyndun. Ég
nefni gagnagrunnsfrumvai-pið í
fyrrahaust, sem var keyrt í gegnum
þing án þess að nokkur stjórnarþing-
maður gerði svo mikið sem tilraun til
þess að depla auga: málið hafði verið
afgreitt fyrirfram í bakherbergjum
flokkanna. Og almenningur veit
varla ennþá um hvað málið snýst! í
Fljótsdalsvirkjunarmálinu hefur
þjóðin hinsvegar skýrar skoðanir og í
könnunum leggst hún gegn flýtimeð-
ferð stjórnvalda við mat á umhverfis-
áhrifum (ekki fyrir allslöngu sýndi
slík könnun um 80% stuðning við lög-
formlegt umhverfísmat). Það er því
ansi langt á vilja þjóðarinnar gengið
ef stjórnvöld ætla að knýja málið í
gegnum þing fyrir jól, og ekki laust
við að sumir menn grípi um byssu-
sköft við þá tilhugsun. Hvenær eig-
um við þá að hafa þjóðaratkvæða-
greiðslu ef ekki núna!!! í þessu máli
eru flokkslínurnar óhuggulega vel
brýndar, það eru aðeins þrír ein-
staklingar í öllu þinginu sem eru á
öndverðri skoðun við flokkinn, og
ætti það í fyrsta lagi að vera áminn-
ing til sjálfstæðrar hugsunar þing-
manna og í öðru lagi umhugsunar-
vert í ljósi þess að þetta er
þverpólitískt mál.
Umhverfísmál ættu samkvæmt
heilbrigðri skynsemi hvorki að til-
heyra vinstri né hægri, en það hljóm-
ar eins og hver önnur klisja þegar
maður segir það. En þó að vinstri-
menn hafí verið meira áberandi tals-
menn umhverfisverndar síðustu ár,
og um hana hafi verið stofnaður sér-
stakur flokkur, þá mega hægrimenn
ekki fara í þann persónulega baklás,
að líta á sig sem einhverja forherta
umhverfísníðinga sem muni ævin-
lega vera sömu skoðunar og geti
aldrei risið upp gegn skoðunum for-
ystunnar. Þetta ættu stjórnarþing-
menn að hafa hugfast þegar þeir
mæta í atkvæðagreiðsluna.
Höfundur er háskólanemi.
5>IzIRwierktir
PENNAR OG SKRÚF-
JBLÝANTAR
Er ekki tími til kominn
■ að tengjast ISDN?j|
■ Með ISDN tækninni er hægt að tengja mörg tæki við eina simalinu.
■ Hraðinn á internetinu margfaldast og hægt er að tala í símann þótt einhver á heimilinu
■ sé að nota það. Talgæði ISDN simtækja eru mun meiri en i venjulegum símum.