Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 79

Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 79 BRÉF TIL BLAÐSINS * A heimaslóð Háskólans við þröskuld þúsaldar Frá Pétri Péturssyni: HOLLVINIR Háskóla íslands hafa stofnað samtök til eflingar starfí stofnunarinnar. Almúginn fylgist með og hugsar sitt. Hyggjum nú að því sem við blas- ir þegar gengið er um götur Há- skólahverfis og fyrir augu ber menntastofnanir, sem þjóðin hefir reist í því skyni að varðveita þjóð- menningu sína. Örnefnastofnun skrásetur nöfn og heiti, sem tengj- ast þjóðarsögu. Þar eru smíðuð orð og nafngiftir nýjar. Þar varð til orðið „þúsöld". Meðan forstöðu- maður Örnefnastofnunar hyggur að Gullinbrú og kveður dýrt, að hætti Eddu og fornyrða, sitja kaupsýslumenn og gullkálfsdýrk- endur og etja kappi í orðasmíð. Ef marka má dagblöð og fjölmiðla bera þeir sigurorð af „Þúsaldar- mönnum“. Þegar gengið er um verslunarhverfi Reykjavíkurborg- ar er ljóst að verslanaheiti eru ekki sótt í smiðju Örnefnastofnunar né Islenskrar málnefndar. „Red and green“, „Dressman", „Blu di blu“, „Select", „Club Clinton", „Oxford Street“. „Radisson Hótel Saga“ (Bændahöllin) o.fl. Þegar Olíufélagið Skeljungur var stofnað þótti við hæfi að nefna það íslensku heiti. „Shell“ var breska nafnið þótt það væri annars ættað úr nýlendum Hollendinga á Súmatra, Borneó og Java. Margar olíulindir hafa þornað og nýjar opnast síðan Hallgrímur Bene- diktsson glímukappi, sigurvegari í konungsglímu 1907, gekk til liðs við hluthafa Skeljungs. Nú stýrir auglýsingaherferð ungur afkom- andi Einars H. Kvaran, rithöfund- ar, sem tilnefndur var til Nóbels- verðlauna. Gunnar Kvaran var fréttamaður Ríkisútvarps og sjón- varps. Aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins um skeið. Þeir sem áður áttu leið um háskólahverfíð minnast þess að Háskólabíó var uppljómað í ljósadýrð, baðað geisl- um rafljósa, höfuðprýði hverfisins. Nú hafa orðið mikil umskipti. Há- skólabíó horfið til hlés. Nýtt ljósa- skilti hefir rutt sér til rúms og varpar ofbirtu í augu vegfarenda. „Select", verslunarheiti Shell, hefir slíka yfirburði í hverfi menntast- ofnana með Landsbókasafn, Þjóð- arbókhlöðu og Háskólabíó, Orða- bók Háskólans og Islenska málstöð sem nágranna ásamt Bændahöll- inni, sem nú má ekki nefna á ís- lensku, Hótel Radisson skal það vera. Böðvar Kvaran er þjóðkunnur fyrir bókvísi, bókasöfnun og fræða- störf. Hann hefir unnið af frábærri elju og atorku að bókasöfnun og ritstörfum. Smekkvís, fjölfróður og ritfær. Mun hans jafnan minnst sem samverkamanns Einars há- skólabókavarðar og nafn hans nefnt með virðingu og þökk. Þá leitar hugurinn einnig til Guðrúnar Kvaran, sem hefir árum saman frætt útvarpshlustendur um ís- lenskt mál í þáttum sínum í Ríkis- útvarpi á vegum Orðabókar Há- skólans. Nú vandast málið svo ekki sé farið yfir landamæri velsæmis og drengskapar. Jafnframt menning- arstarfi sínu í þágu bókmennta hef- ir Böðvar Kvaran verið skrifstof- ustjóri Olíufélagsins Skeljungs. Nú er spurningin. Hefir Skeljungur heimild borgaryfirvalda og há- skólahverfis til þess að ráðast með slíku ofríki inn á svið íslenskra menntastofnana að Háskólabíó og Þjóðarbókhlaða hverfi í skuggann af ljósadýrð „Selects". Nýleg könnun á stöðu grunn- skólanemenda vekur til umhugsun- ar um þá sorglegu staðreynd að Ríkisútvarpið vanrækir hlutverk sitt. A degi íslenskrar tungu, fæð- ingardegi Jónasar Hallgrímssonar, flutti Ríkissjónvarpið af mynd- bandi lagið „Love Supernatural". Það skein engin ástarstjarna yfir Hraundranga. Svo lætur Ríkissjónvarpið sér sæma að segja rangt til um klukk- una þrjár helgar í röð. Hver trúir slíkri stofnun fyrir gæslu almanna- varna? Það er sama hversu mörg afhöggvin eyru ganga um fjöru- borð Markúsar Arnar. Sá sem seg- ir rangt til um tímann er ekki fær um almannavarnir. PÉTUR PÉTURSSON þulur. IJOBIS BLUE EAGLE JAEGER DRAGTIR Afsláttur af vönduðum drögtum að eigin vali til 4. des. Þú setur saman jakka og pils, buxur eða kjól. Opið á laugardag til kl. 16. • • • mkm v i ð Óðinstorg 10 1 Reykj avík s í m i 552 5177 Aðsendar greinar á Netinu mbl.is _/KL.LTAf= eiTTH\SAÐ A/ÝTT Er skiptinemadvöl á vegum AFS eitthvað fyrir þig? Ertu á aldrinum 15-18? Langar þig að upplifa eitthvað öðruvísi? Dansa salsa í S-Ameríku, borða með prjónum í Asíu, vera unglingur í Evrópu eða stunda nám í High School í Bandaríkjunum? Þetta og margt fleira upplifa þeir sem gerast AFS skiptinemar auk þess að læra nýtt tungumál í leiðinni. Heilt ár, hálft ár eða sumardvöl, hvað hentar þér? Erum að taka á móti umsóknum til landa með brottför í júní-september 2000. Ingólfsstræti 3, sími 552 5450, www.afs.is AFS nemar í Ekvador OROBLU skrefi framar Kynnum nýju vetrartískuna í dag fró kl.l 4.00-18.00. 20% kynningarafsláttur af öllum OROBLU sokkabuxum. \?Lyfaheilsa Melhaga, sími 552 2190. Jólasöluhelgin í glerverkstæðinu Hin árlega jólasala á útlitsgölluðu gleri verður haldin I verkstæðinu helgina 4. og 5. desember. Opið: Laugardaginn 4. des. kl. 10:00-17:00 Sunnudaginn 5. des. kl. 10:00-15:00 Glerblástur, kaffi og piparkökur Allir velkomnir. cfcr ^ í BERGVÍK Ki Víkurgrund 8-10, Kjalarnesi, 116 Reykjavík ■a* 566 7067 • Fax: 566 7061 sœtir sofar Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.