Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 80

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 80
80 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORG’JNBLAÐIÐ Jólakúlur og skraut frá 17.00 til 20.00 Meister 165 aðeins kr. 18.740 stgr. Husqvarna Husqvarna saumavélar, sœnsk gæðavara! verð frá kr. 39.700stgr. Gefið nytsamajólagjöf sem enáist og endist! TOUSTEiNN Völusteinn / Mörkinni 1 / Sími 588 9505 í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvar er styttan af Tómasi Guð- mundssyni? TÓMAS Guðmundsson hefur verið nefndur skáld Reykjavíkur. Hafði hann á langri ævi sannariega unn- ið til þeirrar vegsemdar eins og mörg kvæða hans bera vott um. Fyrir all- mörgum árum sýndi borg- arstjórn Reykjavíkur hon- um þann sóma að gerð var af honum brjóstmynd er hann var á lífi, sem að sjálfsögðu var komið fyrir í Austurstræti. Var hann viðstaddur þá athöfn ásamt konu sinni. Fyrir nokkrum árum var brjóst- myndin fjarlægð, líklega vegna framkvæmda til endurbóta á strætinu. Nú er mér og fleirum nokkur forvitni á að vita hvað veld- ur að brjóstmyndinni er ekki komið fyrir á ný þar sem hún á heima. Heldur finnst okkur það nöturlegt fyrir borgarstjórn að heiðra heiðursmann og svipta hann svo heiðrinum að honum látnum. Slíkt tíðkast að vísu í ónefndum löndum eftir því sem hinir pólitísku vindar blása hverju sinni. Ekki viljum við trúa því að við förum að taka okkur slíkt til fyr- irmyndar eða hvað? Grétar Eirfksson, Háaleitisbraut 59. Úngfrúin góða SIGGA hafði samband við Velvakanda og vildi hvetja alla íslendinga tiþþess að sjá myndina Ungfrúin góða og húsið. Hún segir að myndin sé stórkostleg og að myndin sé bókin og bókin sé myndin. Áskorun til bókaútgefenda EINS og ýmsir hafa kannski tekið eftir hefur verið mikili áhugi á Feng Shui á íslandi. Ekki síst á þessu ári sem senn kveður okkur. Vil ég beina þeirri áskorun til stærri bókaút- gefenda að þeir drífi sig í að gefa út fallega og skemmtilega bók um Feng Shui strax á næsta ári. Það jafnast ekkert á við hið ástkæra ylhýra. An efa yrðu mjög margir ánægðir með framtakið. Svava Gunnarsdóttir, Lynghaga 20, R. Þakklæti til DAS JÚLÍANA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til starfsfólks DAS á horninu á Tjarnargötu og Vonarstræti. Hún lenti í smá erfiðleikum fyrir ut- an hjá þeim um daginn þegar hún átti erindi til þeirra. Starfsfólkið var afskaplega hjálplegt og vildi hún færa þeim sínar bestu þakkir fyrir liðleg- heitin. Júliana Helgadóttir Jesú-myndin BJARNDÍS var óskaplega reið og hrygg þegar hún heyrði að það væri búið að færa Jesú-myndina úr Kr- inglunni í Húsdýragarðinn, þar sem ekki hefði verið pláss fyrir hana í Kringl- unni vegna jólaskreytinga. Er ekki full ástæða til þess að minna á Jesú, þar sem nú nálgast hin heilaga há- tíð jólanna? Hvar eru jól- in? Bjarndís Guðjónsdóttir, Blönduhlið 33 Rcykjavik. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU í svörtu Gucci-hulstri, týndust í kringum 20. nóvember sl. á höfuðborgarsvæðinu. Skilvís finnandi vinsamleg- ast hringi í Sólrúnu í síma 423-7737. Reiðhjólahjálmur í óskilum BARNA-reiðhjólahjálmur fannst á Tjörninni. Hjálm- urinn er nýr. Upplýsingar í síma 551 4048. Víkveiji skrifar... Fyrir stuttu var hringt í Vík- verja frá Gallup og hann beð- inn um að taka þátt í skoðana- könnun. Víkverji, sem hefur skoð- anir á nær öllum hlutum, lét til leiðast, sannfærður um að fengur væri að því fyrir Gallup að kynn- ast skoðunum hans. Fyrsta spurn- ingin var: „Hvaða tegund af sjampói kemur fyrst upp í huga þinn?“ Víkverja vafðist tunga um tönn og varð að viðurkenna að engin sjampótegund væri ofarlega í huga hans. Næsta spurning: „Hvaða pastategund kemur fyrst upp í huga þinn?“ Víkverji hafði einmitt verið að borða kjöt þegar Gallup hríngdi og átti ekkert svar við þessari sérkennilegu spurn- ingu. Næsta spurning: „Hvar keyptir þú síðast bensín?“ Meira en vika var síðan Víkverji keypti síðast bensín og hann gat með engu móti munað hvar þessi við- skipti höfðu farið fram. Næsta spurning: „Hvaða auglýsing var á blaðsíðu 3 í Morgunblaðinu í dag?“ Víkverji varð að viðurkenna að þessari spurningu gæti hann bara ómögulega svarað nema því aðeins að hann fengi að kíkja í blaðið. Konan frá Gallup sagði að það væri óþarfi, en hélt áfram að lesa upp spurningar, sem hún fékk fá- tækleg svör við. Víkverji varð nokkuð hugsi eftir að hafa kvatt konuna frá Gallup. Mjög erfitt er að sjá hvaða gagn er að þessum spurningum, en taka ber fram að Víkverji hefur aldrei lært neitt í markaðsfræðum. Annars fannst Víkverja opinberast í þessari könnun helsta vandamál þeirra sem gera skoðanakannanir, nefnilega að mjög stór hluti þjóðar- innar hefur litlar eða engar skoð- anir á því sem um er spurt. XXX I^haust var gerð skoðanakönnun á því hvaða einstaklingur fólk vildi að yrði leiðtogi Samfylking- arinnar. Þar kom m.a. fram að margfalt færri nefndu Jóhönnu Sigurðardóttur en í skoðanakönn- un sem gerð var í febrúar á þessu ári. Frá þessari könnun var ítar- lega greint í fjölmiðlum og tals- vert fjallað um minnkandi „vin- sældir“ Jóhönnu. Líklegasta skýr- ingin á því að Jóhanna er sjaldnar nefnd í skoðanakönnun í haust er sú að skömmu áður en skoðana- könnunin var gerð í febrúar sigr- aði Jóhanna glæsilega í prófkjöri í Reykjavík og var af þeim sökum mikið í fjölmiðlum. Ekki bar sér- staklega á henni í fjölmiðlum í sumar og haust og ekkert hefur gerst á þessum tíma sem breytir stöðu Jóhönnu í stjórnmálunum. Það eina sem hefur gerst frá því í febrúar er að nafn hennar er ekki eins oft nefnt í fjölmiðlum. Hvað segir skoðanakönnunin um hæfni Jóhönnu sem stjórnmálamanns? Auðvitað ekki neitt. XXX Nokkur umræða hefur orðið um skoðanakannanir í kjölfar skoðanakönnunar um virkjun og álver á Austurlandi. Ásakanir hafa verið settar fram um að könnunin hafi verið leiðandi. I fljótu bragði verður ekki séð að könnunin hafi verið gerð með öðrum hætti en aðrar kannanir sem lagðar hafa verið fyrir fólk. Það hefði þó verið fróðlegt að sjá hvort það hefði haft áhrif á svörin ef einnig hefði verið spurt hvort fólk væri íylgjandi lög- formlegu umhverfismati, en þeirri spurningu var sleppt í könnuninni. Náttúruverndarsamtök íslands hafa einnig gert skoðanakönnun um þetta mál, en þar hefur ein- vörðungu verið spurt um umhverf- ismatið, en ekkert um það hvort fólk vildi virkja á Eyjabökkum; sem er þó lykilatriði í málinu. I báðum könnununum er sleppt lyk- ilspurningum, væntanlega vegna þess að þeir sem kaupa kannanirn- ar vilja ekki heyra svörin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.