Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 83

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 83 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Kringlubíó frumsýnir spennumyndina Qvinur óvinar míns eða „Enemy of My Enemy“ með Peter Weller, Darryl Hannah og Tom Berenger. Gíslataka í sendiráði ÞEGAR tölvusérfræðingurinn Steve Parker (Peter Wel- ler) er sendur með leynd í bandaríska sendiráðið í Búkarest í Rúmeníu til þess að taka úr sam- bandi kjarnorkusprengju sem geymd hefur verið í byggingunni frá því kalda stríðið stóð sem hæst, bíður hans nær óyfirstíganlegt vandamál. Hann fær aðstoð frá sendiráðsfulltrúanum Eriea Long (Darryl Hannah), sem er ekki öll þar sem hún sýnist, og saman vinna þau að því að gera sprengj- una óvirka. En mitt í því öllu sam- an ræðst serbneskur herflokkur á bygginguna og tekur starfsfólkið í gíslingu og heimtar að foringja þeirra sé sleppt lausum en hann er í haldi vegna stríðsglæpa. Ef ekki verður farið að kröfum þeirra niunu Serbarnir taka af lífi einn gísl á klukkutíma fresti. Bandaríski herinn ákveður að senda Swain hershöfðingja (Tom Berenger) til Búkarest að fást við hættuástandið með öllum tiltækum ráðum. Þannig er söguþráðurinn í spennumyndinni Ovinur óvinar míns eða „Enemy of My Enemy“ nieð leikurunum Peter Weller, Darryl Hannah og Tom Berenger í aðalhlutverkum undir leikstjórn Gustavo Graef-Marino. Aðrir leik- arar í myndinni eru m.a. Brion Ja- mes og Jeremy Lelliott. Hugmyndin að Óvini óvinar míns varð til eftir að ráðist var á sendi- ráð Japana í Perú fyrir þremur ár- um. Kvikmyndafyrirtækið Trimark Pictures vildi búa til spennumynd sem fjallaði um gíslatöku í banda- rísku sendiráði. Það réð handrits- höfund til þess að þróa hugmynd- ina og fékk leikstjórann Gustavo Graef-Marino til þess að taka að sér leikstjórnina en hann hafði vak- ið athygli með mynd sinni „Johnny 100 pesos“, sem fjallaði um ekki ósvipað efni en var miklu mun ódýrari og minni umfangs. „Ég hafði mjög gaman af Hannali og Peter Weller sem leikur tölvufræðing í Óvinur óvinar míns. Tom Berenger er hershöfðinginn sem sendur er til Rúmeníu . spennuþættinum í handritinu," er haft eftir Gustavo. „Það bauð upp á svo marga möguleika á að kljást við spennutrylli að ég ákvað að slá til.“ Leikaranum Peter Weller, sem stundar listnám þessi misserin í Flórens á Ítalíu, leist vel á hand- ritið. „Mér fannst það bæði skemmtilegt og heillandi," er haft eftir honum. Hann flaug til Rómar að heilsa upp á Gustavo og leist vel á hvernig leikstjórinn sá myndina fyrir sér og þátt Steves í henni. „Ég horfði svo á fyrri mynd hans, „Johnny 100 pesos“ og ég vissi að ég varð að taka þátt í gerð mynd- arinnar.“ Fljótlega eftir það gekk Tom Berenger til liðs við framleiðend- Darryl Hannah leikur sendi- ráðsfulltrúa sem lendir í bragð- vondu í Búkarest. urna. „Mér leist vel á persónu hershöfðingjans vegna þess að hann var eins og sambland af John Wayne og Patton hershöfðingja. Einnig minnti sagan mig á mynd- ina Z eftir Gosta Gavras.“ Frumsýning KVIKMYNDIR/Bíóborgin frumsýnir myndina „Theory of Flight“ með Kenneth Branagh og Helena Bonham Carter í aðalhlutverkum undir leikstjórn Paul Greengrass. Kenningar um flug Frumsýning RICHARD (Kenneth Bran- agh) er að reyna að fljúga. Aftur. í þetta sinn flýgur bann ofan af þaki bankans þar sem langþreytt kærastan hans, Julie (Holly Aird), starfar. í framhaldi af því fer hún frá honum. Richard er miður sín eftir aðskilnaðinn og held- ur í afskekkt hérað í Wales að sleikja sár sín. En vegna þess að flug hans ofan af byggingunni var í hæsta máta ólög- legt er hann dæmdur til þess að vinna við samfélagsþjónustu í 120 stundir. Ein af þeim sem hann að- stoðar er hin 25 ára gamla Jane (Hel- ena Bonham Carter), sem er lömuð í hjólastól vegna ólæknandi sjúkdóms. Þannig er söguþráðurinn í nýjustu mynd Kenneth Branaghs sem fengið hefur heitið „Theory of Flight" og er frumsýnd í Bíóborginni. Mótleik- kona hans er Helena Bonham Carter en síðast léku þau saman í myndinni Frankenstein og hafa raunar búið saman síðan. Leikstjóri „Theory" er Paul Greengras. Með önnur hlutverk fara m.a. Gemma Jones, Holly Aird, Sue Jones Davies og Ray Stevenson. Kenneth Branagh segist ánægður með að hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af leikstjóminni í þetta skiptið en hann leikstýrir iðulega Sérstakt samband; Kenneth Branagh og Helena Bonham Carter sem Richard og Julie. sjálfur þeim bíómyndum sem hann leikur í. „Það eru ákveðin forréttindi að þurfa ekki að hafa áhyggjur af tímaáætlunum og þessháttar. Ég mæti bara í vinnuna og geri það sem ég á að gera.“ Talað var um Branagh á sínum tíma sem undrabarn í breska leik- húsheiminum. Hann hafði vakið mikla athygli fyiir sviðsleik þegar hann gerði sína fyrstu bíómynd sem var Hinrik V. byggð á leikriti Willi- am Shakespeares. Síðan þá hefur Branagh verið mikið kappsmál að kvikmynda verk stórskáldsins og eftir hann liggja fleiri Shakespeare- myndir, síðast Hamlet. Hann fór vestur um haf og lék í Hollywood-myndum eins og „Dead Again“, Frankenstein sem áður var nefnd, og nýlega í mynd Woody Al- lens, „Celebrity“, en var alltaf með annan fótinn í Bretlandi og gerði myndir eins og Vinir Péturs. Helena Bonham Carter vakti fyrst verulega athygli í myndum Merchant og Ivorys eins og Her- bergi með útsýni og „Howard’s End“. Hún hefur einnig leikið fyrir Woody Allen í myndinni „Mighty Aphrodite" og á móti Mel Gibson þegar hann lék Hamlet. Nýjasta mynd hennar er Bardagaklúbburinn þar sem hún leikur á móti Edward Norton og Brad Pitt. Leikkonan Gemma Jones hefur farið með hlutverk bæði í sjónvarpi og kvikmyndum á undanförnum ár- um. Á meðal mynda hennar má nefna „ Sense and Sensibility" þar sem hún lék á móti Emmu Thomp- son og Kate Winslet, og „The Devils“ eftir Andrew Grieve. Stutt Orðljótur páfagaukur PÁFAGAUKURINN Percy hefur verið rekinn úr bresk- um látbragðsleikflokki sem einbeitir sér að barnasýning- um. Verið var að æfa Sjó- ræningjana á Gulleyjunni og átti Percy að sitja á öxl Langa Jóns og segja nokkr- ar línur. Þegar Percy átti að fara með sínar línur kom bara fúkyrðaflaumur frá þessum fiðraða leikara. Mark Hyde, sem fer með hlutverk Langa Jóns, segist ekki skilja hvar Percy lærði þennan munnsöfnuð og það sé ljóst að það verði að finna annan páfagauk í hlutverkið. Ekki fyrirmynd- arskáti BRESKA skátasambandið er ekki ánægt með söngvarann . Elton John þessa dagana. Ástæðan er sú að Elton stóð fyrir söngskemmt- un á tíu ára afmæli Ston- ewall-sam- taka sam- kynhneigðra og við það tækifæri komu fram með hon- um karlkyns nektardansarar sem við upphaf sýningarinnar t voru klæddir í skátabúning- ana. Ekki leið þó á löngu þar til búningarnir fengu að fjúka. Talsmaður Skátasam- bandsins breska segist afar óánægður með að jafn þekkt- ur maður og Elton John skuli taka þátt í slíkri smekkleysu. Ekkert dónatal BRESKIR leigubflstjórar hafa fengið tilmæli þess efnis að ræða ekki við farþega si'na um viðkvæm mál eins og kynlíf, trúmál eða stjórnmál. Ekki vöktu tilmælin kátínu leigubfl- stjóra sem telja sig fullfæra um að dæma það sjálfir hvaða umræðuefni er við hæfi að ræða við mismunandi farþega. Heyrðist frá herbúðum þeirra að nú hefði pólitisk rétthugsun tekið út yfir allan þjófabálk. Klemmdi kauða KANADÍSKUR ferðamaður hefur lagt fram sérkennilega ákæru á hendur kaffihúsakeðj- unni Starbucks þar sem hann fer fram á 1,5 milljón dollara í skaðabætur. Að sögn Richard Robbins, lögfræðings Edward Skwarek, varð umbjóðandi hans fyrir slysi á salemi kaffi- hússins þegar limur hans klemmdist milli salernissetunn- ar og skálarinnar er maðurinn snéri sér á setunni til að ná sér í klósettpappír. Af þeim sökum séu hreðjar mannsins vart sjón að sjá og viðbúið að læknis- fræðileg eftirmál vegna slyssins muni verða ærin. I ákærunni segir að það hafi verið vítavert kæruleysi að hafa bilaða salern- issetu á klósettinu. Einnig kem- ur fram að 500 þúsund dollarar skaðabótakröfunnar séu vegna eiginkonu Skwarek, sem hafi ekki getað notið eiginmannsins sem skyldi eftir slysið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.