Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 8

Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Næsti takk. Greiðslumat vegna íbúðalána Lágmörk fram- færslukostnaðar hækka um 20% LÁGMÖRK framfærslukostnaðar í greiðslumati vegna umsókna um íbúðalán Ibúðalánasjóðs hækkuðu um 20% frá og með 1. desember. Þannig er lágmarksframfærsla í greiðslumati hjá hjónum með tvö böm 90 þúsund kr. og 51 þúsund kr. hjá einstæðu for- eldri með eitt bam eftir breytinguna. Lágmark framfærslukostnaðar hjá bamlausum einstaklingi er 33 þúsund kr. eftir breytinguna og 55 þús. kr. hjá bamlausum hjónum. Lágmarks- framfærsla hjóna með eitt bam verð- ur 73 þúsund og hjá hjónum með þrjú böm 106 þúsund kr. Lágmark fram- færslukostnaðar einstæðs foreldris með tvö böm er 68 þúsund eftir breytinguna. í fréttatilkynningu frá íbúðalána- sjóði segir að við greiðslumat vegna lána íbúðalánasjóðs sé gert ráð fyrir að greiðslumatið byggist á raunveru- legum framfærslukostnaði hvers um- sækjanda fyrir sig. Öryggismörk „Þó gerir greiðslumatið ráð fyiir öryggismörkum sem taka mið af lágmarksíramfærslukostnaði sam- kvæmt reynslutölum Ráðgjafarstoíú heimilanna. Lántakandinn sjálfur ber ábyrgð á að forsendur greiðslumats- ins séu raunverulegar og gefi rétta mynd af eigin framfærslu. Þrátt fyrir það hafa of margir einungis miðað við lágmarksframfærslutölur í greiðslu- matinu sem hugsaðar eru sem örygg- ismörk. Því var talið rétt að hækka lágmörkin í ljósi reynslunnar," segir þar. 400 milljón- um varið til að auglýsa KOSTNAÐUR við gerð auglýsinga og birtingu þeirra fyrir Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöð ríkis- verðbréfa nam rúmum 400 milljón- um króna á árunum 1989-1998. Geirs Haarde fjármálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar al- þingismanns um auglýsingagerð stofnananna. Auglýsingagerð fyrir Lánasýsluna og Þjónustumiðstöð- ina var ekki boðin út, en hún hefur verið í höndum auglýsingastofunn- ar Gott fólk sl. tíu ár. Fjármálaráðherra segir í svari sínu að að aukin samkeppni á fjár- magnsmarkaði sé ástæða þess að mikilvægt var talið að fá auglýsingastofuna Gott fólk til að skapa ríkisverðbréfum nýja ímynd og ráðleggja um söluaðferðir. í fyrra var kostnaður við auglýs- ingagerð Lánasýslu ríkisins og Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa 14,4 milljónir og birtingakostnaður 17 milljónir. Lax & síld Godgætl d jólaborðícf ö- ÍSLENSK MATVÆLI Komin er út íslensk tilvitnanabók Orð í tíma töluð Tryggvi Gíslason T ER að koma bókin Orð í tíma töluð. íslensk til- vitnanabók eftir Tryggva Gíslason. Bókin innheld- ur tilvitnanir og fleyg orð íslensku - 8.000 talsins. Hverri tilvitnun fylgir menningarsöguleg skýr- ing. En hvenær skyldi Tryggvi hafa byrjað að safna til þessarar bókar? „Þegar ég var kennari við háskólann í Bergen fyrir þrjátíu árum þá undirbjó ég svokallaða orðnotabók, sem á er- lendum málum heitir thesaurus. Orðnotabók er eiginlega handbók í málnotkun og hefur að geyma leiðbeiningar um mál og stíl, skrá um sam- heiti og andheiti, föst orðasambönd, tökuorð, myndhverf orðtök, máls- hætti og tilvitnanir.“ - Er íslenskan rík af þessu öllu saman? „íslenskan er mjög ríkt mál að myndhverfum orðtökum og málsháttum. Auk þess hafa mjög margar tilvitnanir eða fleyg orð myndast í málinu við sérstakar aðstæður, allt frá Eddukvæðum, dróttkvæðum og íslendingasögum til dagsins í dag.“ - Getur þú nefnt okkur vel- þekkt dæmi um þetta? „Þeim var ég verst er ég unni mest“ sem haft er eftir Guðrúnu Ósvífursdóttur. Tilvitnun einsog Veit ég það Sveinki", sem eign- uð er Jóni biskupi Arasyni þeg- ar hann var leiddur til höggs og ungpresturinn sagði við hann: Líf er eftir þetta líf herra!" Þessi tilvitnun er notuð þegar menn segja eitthvað sem aug- ljóst er eða alþekkt. Svo er rétt að nefna þriðju tilvitnunina: Að- gát skal höfð í nærveru sálar“. Þetta er úr kvæðinu Einræður Starkaðar eftir Einar Bene- diktsson og er í rauninni upp- haflega skáldleg sýn Einars, en verður að fleygum orðum og einskonar málshætti en stund- um er mjótt á mununum á milli þess sem við köllum málshátt og tilvitnun eða fleygt orð. Flest fleyg orð bera í sér einhverja lífsspeki. Auk þess eru í bókinni allmargar tilvitnanir á erlendum málum, bæði ensku, dönsku, lat- ínu og þýsku. En íslendingar hafa alla tíð slett, sem kallað er, þ.e. notað erlend orð og orðatil- tæki, enda verða erlend orð og slettur íslensku ekki að fjör- tjóni.“ - Fara menn oft rangt með tilvitnanir og fleyg orð? „Þessari spurningu er vand- svarað og í raun held ég því fram að íslenskan hafi aldrei staðið sterkar sem lifandi þjóð- tunga en einmitt nú. Hinu er auðvitað ekki að leyna að menn fara rangt með bæði orð og beygingar og þetta er auðvitað áberandi í sumum fjölmiðlum þar sem síbyljan virðist vera aðalatriðið. Menn tala út í eitt og anda ekki á milli.“ - Er mikill munur á fjölmiðl- um að þessu leyti? „Já, mér finnst mikill munur á fjölmiðlum og blöð virðast vanda mál sitt meira en út- varps- og sjónvarpsstöðvar, jafnvel gamla Ríkisútvarpið virðist hafa slegið af kröfunum, að ekki sé talað um nýjustu sjónvarpsstöðvarnar sem virð- ► Tryggvi Gíslason fæddist á Bjargi í Norðfirði 1938. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958. Meistaraprófi í íslenskum fræð- um lauk hann frá Háskóla íslands 1968. Hann var sendikennari við háskólann í Bergen í Noregi 1968 til 1972. Síðan hefur hann verið skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Á námsárum sínum var Tryggvi fréttamaður á Fréttastofu Ríkisútvarpsins í hlutastarfi og stundakennari við Menntaskólann í Reylqavík. Á ár- unum 1986 til 1990 var Tryggvi deildarsljóri í skóla- og menning- armáladeild Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Kaupmannahöfn og var þá í leyfi frá starfi skóla- meistaraþann tíma. Hann hefur gefið út sögu Menntaskólans á Akureyri 1880 til 1980, einnig Kaupmannahafnarbókina sem er leiðarvísir um Kaupmannahöfn. Nú er að koma út eftir hann bók- in Orð í tíma töluð. Tryggvi er kvæntur Margréti Eggertsdóttur kennara og eiga þau sex börn. ast hafa allt annað í huga en vandað málfar. Þess má geta að stundum eru menn að fara rangt með og reyna á þanþol tungunnar vísvitandi til að vekja athygli eða til þess að búa til nýjan stíl. Þetta kemur fram t.d. í máli í auglýsingum og mér finnst það bæði heillandi og skemmtilegt og lýsir bæði áhuga og skilningi á tungunni.“ - Hvar heldur þú að þessi bók - Orð í tíma töluð, komi að mestu gagni? „í fyrsta lagi kemur þessi bók þeim að gagni sem vilja skreyta mál sitt eða nota hnyttilega sögð orð í ræðu eða riti. í öðru lagi hafa margir Islendingar gaman af því að skoða að baki orðum málsins og kafa niður í mannlega hugsun, en þetta kemur einmitt oft fram í tilvitn- unum og fteygum orð- um, hvernig menn hugsa og haga orðum sínum. Þegar ég var að safna þessum orð- um þá hugsaði ég oft um það að fyrri tíðar menn hugsuðu eða veltu ekkert síður vöngum yfir margbreytilegu, flóknu og oft óskiljanlegu lífi en þeir sem eru uppi nú á dögum. Svona söfnun tekur aldrei enda því alltaf eru að bætast við ný orð, tilvitnanir og fleyg orð í þetta auðuga, lifandi þjóðmál sem við eigum.“ Orðnotabók er handbók í málnotkun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.