Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Hitaveita Suðurnesja opnar Gjána í kynningarhúsi sínu
Tækmvæddasta
sýning landsins
Grindavík - Hitaveita Suðurnesja
opnaði Gjána í mötuneytis- og kynn-
ingarhúsi sínu Eldborg laugardaginn
27. nóvember. Gjáin, sem er í kjall-
ara Eldborgar, er svar HS við þeirri
þörf sem stjórnendur HS hafa orðið
varir við þegar hinir ýmsu hópar eru
að koma í heimsókn í hitaveituna.
í Gjánni er sýning sem er jafnt
fyrir fræðimenn og leikmenn sem
viljakynna sér jarðfræði jarðarinnar
í gegnum jarðfræði íslands og þá
sérstaklega jarðfræðina hér í Svart-
sengi. Hægt er að kynna sér sögu
hitaveitunnar, skýrð er vinnslan á
orkunni og jafnvel er hægt að kynna
sér sveitarfélögin á Reykjanesi svo
fátt eitt sé nefnt. Það er varla til orð
til að lýsa Gjánni og gildir hér að
sjón er sögu ríkari. Gjáin er eins og
áður sagði í kjallara Eldborgar og er
um að ræða 30 metra löng göng sem
eru 2 metra breið nema þar sem
komið er úr lyftunni, þar er tölu-
vert breiðara. Lýsingin er lítil sakir
þeirra sýninga sem eru í gangi. Öll
tækni sem til er í dag er notuð til
að gera sýninguna sem mest lifandi,
þarna má verða fyrir hljóðhrifum
frá jarðskjálfta sem lýsti sér helst
sem herflugvél flygi rétt yfir höfð-
um gestanna. Mörg myndbönd eru í
gangi m.a. gosið í Surtsey og margt
fleira því alls eru 18 stöðvar í
Gjánni.
Grindvíkingar
á Ieið til Evrópu
Nafnið á Gjánni kemur til vegna
skírskotunar í það að við erum á
plötumótum jarðskorpunnar og er
því land að reka í sundur. Gjáin er
gerð að táknmynd þessara hreyf-
inga eða eins og Júlíus Jónsson,
forstjóri Hitaveitunnar, orðaði það:
„Grindvíkingar eru á leiðinni til
Evrópu á Evrópuflekanum en önn-
ur sveitarfélög á Suðurnesjum á
leiðinni til Ameríku í Ameríkuflek-
anum. Margir hafa komið að þessu
verki og kom fram í máli Júlíusar
að arkitektar hússins hefðu hlotið
menningarverðlaun DV fyrir þessa
hönnun og þá fyrir það hve vel hús-
ið félli að náttúrunni. „Það þótti
mörgum nóg um sérviskuna að vera
að setja hraunhellur hér á bretti og
geyma, en svona viljum við hafa
þetta. Það er vel hægt að vinna með
náttúrunni þó hún sé nýtt eins og
Hitaveita Suðurnesja gerir,“ sagði
Júlíus.
Ljóst er að hérna er frábært
tækifæri fyrir allt skólafólk að nýta
sér þessa kynningu í Gjánni enda
var skólafólki á svæðinu boðið sér-
staklega til þessarar opnunar og
var að heyra á því að þetta félli vel
að kennslunni.
Slíttu út SKGNUM,
ekkí líkaraanum.
lUýtt líf !
Margeir Viljálmsson
framkvæmdastjóri GR:
„Ég er búinn að taka NATEN SPORT EXTREME i
einn mánuð og ég er allt annar upp á
morgnanna, hef næga orku til að sinna
löngum vinnudegi, sykurþörf nánast horfin og
borða mun minna. Að taka inn NATEN SPORT
EXTREME með hreyfingu hefur sýnt
framúrskarandi árangur á skömmum tíma."
Aukin brennsla !
Hrefna Halldórsdóttir
Technosport:
„Frá því að ég byrjaði að taka inn NATEN
SPORT EXTREME hefur brennslan aukist um
40% á mjög skömmum tíma, ég hef mun
meiri orku, meira þol og aukinn styrk."
m
Aukin orka!
Börkur Birgisson
Málaraverktaki:
„Fyrir mánuði síðan byrjaði ég að taka NATEN
SPORT EXTREME. Á þessum skamma tima hef ég
fundið fyrir aukinní orku, vakna hress á
morgnanna, finn fyrir andlegu jafnvægi og
vellíðan, þarf minni svefn og löngunin fyrir þvi
að leggja mig eftir mat er farin og ég finn mikið
öryggi í því að taka NATEN sem er hundrað
prósent náttúrulegt."
Meira þrek yfir daginn !
Hulda D. Lárusdóttir
Erobik kennari
„Ég finn mikinn mun á mér eftir að ég fór að
taka inn NATEN SPORT EXTREME. Ég hef
meira þrek yfir daginn og meiri einbeitingu.
Ég finn fyrir stórkostlegri vellíðan i öllum
likamanum. Þetta er einfaldelga það sem
virkar og á náttúrulegan hátt. Þetta er engin
spurning fyrir fyrir fólk sem vill ná árangri í
einu og öllu."
Nýtt
Þá
Waten fyrir.
ætla sér mexra
sem
í tilefni 5 ára afmælis
Naten á íslandi,
bjóöum við í því tilefni
20% afslátt á Naten
Sport Extreme á
eftirtöldum
útsölustöðum^
Akraness Ápótek
Apótek Austurlands
Apótek Blönduóss
Apótek Garðabæjar
Apótek Húsavíkur
Apótek Keflavíkur
Apólek Ólafsvíkur
Apótek Raufarhafnar
Apótek Suðurnesja
Apótek Vestmannaeyja
Árbæjarapótek
,'Árnes Apótek
Betrunarhúsið
Blómaval
Borgar Apótek
Borgarness Apótek
Dalvikur Apótek
Fjarðarkaupsapótek
G. Á. Pétursson
Heilsulindin Ketiavik
Hornabær
Hreysti
Hringbrautar Apótek
Intersport
K - Sport Keflavík
K.B. Borgarnesi
Laugarnesapótek
Laugavegs Apótek
Lífstfll Keflavík
Likamsræktarstdðin Hress
Lyf&heilsa
UIÍI
5ll
51*
é-ÍHt
&
Lyf & heilsa Kringlunnl 1. hæð
Lyf & heilsa Krlnglunní 3. hæð
Lyf & heílsa Glæsibæ
Lyf & heilsa Hafnarstæti, Akureyri
Lyf S heilsa Hveragerði
Lyf & heilsa Selfossi
LYFJA
Lyfja Egilsstöðum
Lyfja Grindavík
Lyfja Hafnarfirði
Lyfja Kópavogi
Lyfja Lágmúla
Lyfsalan Patreksfirði
Lyfsatan Vopnafirðí
Ólafsfjarðar Apótek
Perlan Kefiavík
Rima Apótek
Skagfirðingabúð Sauðátkrók
Sportbúð Kópavogs
Sporthöllin
Studio Dan ísafirði
Studio Huldu Keflavik
Stykkishólmsapótek
Sundlaug Kópavogs
Technosport
World Class
20%
<*fmælfs dfsláftur
2 tltiyar ef tfr ! I I
NATEN
ár á Islandi
. Morgunblaðið/Garðar Páll
Gestir við opnun Gjárinnar. Frá vinstri: Guðjón Kristjánsson, skólastjóri í
Sandgerði, Gunnlaugur Dan Ólafsson, skólastjóri í Grindavík og Hallgrírn-
ur Bogason, bæjarstjórnarmaður í Grindavík.
Miklar umræður
á aðalfundi Afls
Reyðarfirði - Samtökin Afl fyrir
Austurland héldu sinn fyrsta aðal-
fund í Félagslundi Reyðarfirði
laugardaginn 28. nóvember sl. Þar
tóku til máls fulltrúar stjórnar
samtakanna, Fjarðabyggðar og
unga fólksins á Austurlandi.
Fram kom í máli þeirra að ekki
er nóg að vera á móti Fljótsdals-
virkjun til að geta kallast umhverf-
issinni eins og ætla mætti af um-
fjöllun í fjölmiðlum. Það er gaman
að vera ungur, ríkur og frægur,
geta miðlað af gáfum og hugsjón til
almennings og í leiðinni selt sínar
bækur, plötur og myndir. Jafnvel
haft vit fyrir norsku ríkisstjórn-
inni. Það er nauðsynlegt að virkja í
Fljótsdal og byggja álver í Reyðar-
firði til þess að halda fjórðungnum
í byggð. Austfirðingar vilja byggja
upp gott, fjölbreytt og arðsamt
samfélag. í álverum starfar fólk við
hátæknistörf og í þessum fyrir-
tækjum fær ófaglært fólk greidd
mun hærri laun en í öðrum fyrir-
tækjum á Islandi, þar er mun
styttri vinnutími og vel búið að
starfsfólki. Reynslan hefur sýnt að
10 manns sækja um hvert starf í ál-
veri á íslandi.
Heimurinn er ekki að stoppa nú
þegar 21. öldin gengur í garð held-
ur krefst hann vistvænni efna og
þar er ál framtíðin.
Stjórnin var endurkjörin, for-
maður Einar Rafn Haraldsson Eg-
ilsstöðum, aðrir í stjórn eru
Theodór Blöndal Seyðisfirði, Eirík-
ur Ólafsson Fáskrúðsfirði, Jóhanna
Hallgrímsdóttir Reyðarfirði og
Agúst Armann Neskaupstað.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt:
„Aðalfundur samtakanna Afl fyr-
ir Austurland, haldinn í Félags-
lundi, Reyðarfirði, sunnudaginn 28.
nóv. 1999, fagnar þeirri málsmeð-
ferð sem málefni Fljótsdalsvirkjun-
ar hafa hlotið á hinu háa Alþingi.
Fundurinn hvetur stjórnvöld til
að hvika í engu frá þeirri fyrirætl-
an sinni að hefja að nýju fram-
kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun
strax á næsta ári og byggingu ál-
vers í Reyðarfirði árið 2001. Alver í
Reyðarfirði nýtir vistvæna inn-
lenda orku og styrkir stoðir ís-
lensks efnahagslífs. Þessar fram-
kvæmdir eru þjóðinni allri til
heilla.“
Morgunblaðið/Hallfríður Bjamadóttir
Fundargestir á fundinum Afl fyrir Austurland.
Bergstaðastræti — 4ra herb.
— útsýni yfir Tjörnina
Vorum að fá í sölu 4ra herb. íbúð á efstu hæð (4. hæð) í
vönduðu fjórbýlishúsi. Suðursvalir. 2 svefnherb., 2 stofúr.
Frábært sjávarútsýni og yfir Tjörnina. Sami eigandi frá
upphafi. Um er að ræða mjög skemmtilega og sérstaka
íbúð. Tiivalin eign fýrir listamann. Laus fljótlega.
Verð 11,4 millj.
Valhöll fasteignasala,
sími 588 4477.