Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Alþjóðleffir hlutabréfasjóðir Búnaðarbankans eins árs Góður árangur í saman- burði við hlutabréfaviðmið Morgunblaöið/Golli Ágfúst Freyr Ingason, sjóðstjóri alþjóða hlutabréfasjóða Búnaðarbankans. „Við litum á sjóðstjóra þeirra sjóða sem alþjóðasjóðurinn og sá framsækni fjárfesta í, sem sérfræðinga á sínu sviði Ráðstefna Félags viðskipta- og hagfræðinga um markaðssetningu Morgunblaðið/Kristinn „Markmið Flugleiða er að stjórna fargjöldum þannig að verð á hverjum stað sé í samræmi við gæði,“ sagði Steinn Logi Björnsson meðal annars á ráðstefnu Félags viðskipta- og hagfræðinga. 73% tekna Flug- leiða frá erlend- um farþegum BÚNAÐARBANKINN rekur tvo alþjóðlega hlutabréfasjóði, Alþjóða hlutabréfasjóðinn og Framsækna alþjóða hlutabréfasjóðinn. Gengi Framsækna alþjóða hlutabréfa- sjóðsins hefur hækkað um 80,6% frá stofnun sjóðsins til loka nóvem- ber, en á sama tímabili hefur al- þjóðlegt hlutabréfaviðmið hækkað um 26% í íslenskum krónum, að sögn Ágústar Freys Ingasonar, sjóðstjóra. Alþjóða hlutabréfasjóðurinn hef- ur hins vegar hækkað um 46,4% á sama tíma. Hlutabréfasjóðirnir tveir eru eins árs um þessar mundir en nokkur munur er á þeim, að sögn Ágústar Freys. „Alþjóða hluta- bréfasjóðurinn einbeitir sér að því að fjárfesta í almennum alþjóðleg- um og svæðisbundnum hlutabréfa- sjóðum en Framsækni alþjóða hlutabréfasjóðurinn sérhæfir sig í því að fjárfesta í vaxandi atvinnu- greinum á vaxandi fjármálamörk- uðum og þá aðallega á nýmörkuðum og öðrum sérstökum fjárfestingar- tækifærum með mikla vaxtarmögu- leika,“ segir Ágúst Freyr. í góðum tengslum við erlenda sjóðstjóra Báðir sjóðirnir eru svokallaðir sjóðasjóðir, þ.e. þeir fjárfesta í öðr- um hlutabréfasjóðum, erlendum í þessu tilviki. „Við lítum á sjóðstjóra þeirra sjóða sem alþjóðasjóðurinn og sá framsækni fjárfesta í, sem sérfræðinga á sínu sviði og trúum því að þeir séu betur í stakk búnir til að velja erlend fyrirtæki til fjár- festingar en við. Af þessari ástæðu eru okkar sjóðir sjóðasjóðir í stað þess að fjárfesta beint í ákveðnum fyrirtækjum,“ segir Ágúst Freyr. Hann fylgist vel með því sem gerist erlendis og er í góðu sambandi við erlenda sjóðstjóra. „Okkar sérfræðiþekking felst í að velja bestu erlendu sjóðina og þar með sjóðstjóra hverju sinni fyrir okkar sjóði að fjárfesta í. Þannig fjárfesta viðskiptavinir okkar ávallt í bestu sjóðum heims á hverjum tíma,“ segir Ágúst Freyr. Þegar árangur Framsækna al- þjóða hlutabréfasjóðsins er skoðað- ur frá upphafí í samanburði við al- HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIN Fjármálaheimar hf. og Verkfræði- húsið ehf. hafa sameinað starfsemi sína á sviði hugbúnaðarlausna fyrir fjármálamarkað. Samhliða því hefur Teymi hf. keypt allan hlut Fjárvangs hf. í Fjármálaheimum og verður ásamt Skýrr hf. og fleiri aðilum hlut- hafí í hinu nýja félagi. Hlutur Skýrr þjóðlega hlutabréfaviðmiðið Morgan Stanley Capital Intema- tional (MSCI) sést góður árangur eins og Ágúst bendir á. „Sjóðurinn hefur hækkað um 80,6% frá stofnun 10. desember 1998, í íslenskum krónum. Á sama tíma hefur alþjóð- legt hlutabréfaviðmið hækkað um 26% í íslenskum krónum. Öll þau fjárfestingartækifæri sem sjóður- inn hefur nýtt sér hafa skilað góð- um hagnaði og staðið undir vænt- ingum,“ segir Ágúst Freyr. Mesti vaxtarbroddurinn í Qarskiptageiranum Framsækni alþjóða hlutabréfa- sjóðurinn fjárfestir eingöngu í vax- andi atvinnugreinum, að sögn Ágústar Freys, t.d. tækni-, fjarsk- ipta- og lyfja- og líftæknigeiranum. Sjóðurinn hefur einnig fjárfest í vaxandi mörkuðum í Asíu. Ágúst leggur áherslu á að meiri áhætta fylgi sérhæfðum hlutabréfasjóðum eins og Framsækna alþjóða hluta- bréfasjóðnum en jafnframt meiri ávöxtunarmöguleikar. „Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér fjárfest- ingum í erlendum hlutabréfasjóðum er mikilvægt að skoða hver fjárfest- ingarstefna hlutabréfasjóðsins er og hvort eignasamsetning sjóðsins er í samræmi við þá stefnu. Erlend- ir hlutabréfasjóðir gefa sig stund- um út fyrir að vera almennir hluta- bréfasjóðir en fjárfestingar þeirra hf. í nýja félaginu verður 16,67%. Steinþór Baldursson, sjóðstjóri hjá Fjárvangi, segir ástæðu sölu fyr- irtækisins á hlut í Fjármálaheimum vera einfalda. „Jafnvel þótt við höf- um mikla trú á starfsemi Fjármála- heima og þeirri vöru sem þar var búið að þróa er starfsemin langt fyr- ir utan sérsvið Fjárvangs. Af þeirri eru síðan eins og um sérhæfðan hlutabréfasjóð væri að ræða, áhætt- an sem því fylgir er yfirleitt meiri,“ segir Ágúst Freyr. Hann nefnir fjarskipti sem þá at vinnugrein sem hvað mestur vaxt- arbroddur er í. „Fjarskiptageirinn hefur vaxið gríðarlega síðustu ár og útlit er fyrir áframhaldandi vöxt á næstu árum. Vaxtarmöguleikarnir liggja aðallega í þráðlausum fjarsk- iptum,“ segir Ágúst Freyr. „Til marks um það hefur farsímaeign í heiminum aukist úr rúmlega 11 mil- ljónum árið 1990 í u.þ.b. 400 mil- Ijónir farsíma árið 1999, þ.e. 36- faldast, samanborið við um 180 mil- ljónir einkatölva í heiminum í dag. Miðað við vænta vaxtarmöguleika má gera ráð fyrir að árið 2004 verði fjöldi farsíma í heiminum kominn í einn milljarð. Það má því gera ráð fyrir að tekjur í farsímageiranum aukist mjög á næstu árum.“ Samkvæmt spá fjarskiptafyrir- tækisins Motorola munu þráðlausar tengingar við Netið verða fleiri en jarðlínutengingar árið 2005, að sögn Ágústar Freys. „Þá má einnig búast við mikilli breytingu í þeim hlutum heimsins þar sem litlir möguleikar hafa verið á að koma upp föstu símalínusambandi. Fólk á þessum svæðum mun því í framtíðinni eiga kost á að nýta sér þá möguleika sem netaðgangur hefur í för með sér,“ segir Ágúst Freyr að lokum. ástæðu seldum við hlut okkar. Reyndar má rökstyðja það, að við ættum frekar að vera kaupendur þessarar þjónustu en eigandi og stefnumótandi aðili að henni,“ segir Steinþór. Teymi tekur við umboði fyrir erlendar bankalausnir Elvar Steinn Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Teymis, segir mark- mið Teymis með kaupunum vera að fjárfesta í góðu fyrirtæki og styrkja starfsemi Teymis á markaði fyrir þjónustu við fjármálafyrirtæki. „Þessi ákvörðun er tekin samhliða því að Teymi var að taka við umboði fyrir bankalausnir frá fyrirtækinu Citil," segir Elvar. Hlutur Teymis í nýja félaginu verður rúmlega 13,5%. I fréttatilkynningu frá hinu nýja fyrirtæki segir að markmið samein- ingar sé að auka og breikka vöruframboð og auka gæði í þjón- ustu. Markhópur félagsins sé aðilar sem starfi á fjármálamarkaði; bank- ar, fjármálafyrirtæki og fagfjárfest- ar. Á ÞESSU ári koma 73% tekna Flug- leiða frá erlendum farþegum, og á næsta ári verður hlutfallið um 74%. Flugleiðir flytja aðeins um helming þeirra íslendinga sem fljúga til og frá landinu. Þetta kom fram í máli Steins Loga Bjömssonar, fram- kvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs Flugleiða á ráðstefnu sem Fé- lag viðskipta- og hagfræðinga hélt í gær undir yfirskriftinni „Markaðs- setning íslenskra íyrirtækja erlendis og leiðir til markaðssetningar á Net- inu. Á ráðstefnunni héldu erindi, auk Steins Loga, Haukur Björnsson, for- stöðumaður hjá Útflutningsráði Is- lands og Kjartan Guðbergsson, ráð- gjafí hjá gm.is. Breytt hlutverk opinberra heimsókna í máli Hauks Björnssonar kom m.a. fram að Útflutningsráð fái um 1.900 formlegar íyrirspurnir frá aðil- um innanlands og utan á ári sem færðar eru til bókar, auk fjöldans all- an af óformlegum fyiirspurnum. Að sögn Hauks skiptist starfsemi Útflutningsráðs niður á nokkur svið, og er sú þjónusta að bjóða fyrirtækj- um markaðsstjóra til leigu eitt þeirra. Hann sagði að verkefnið ætti sér sænska fyrirmynd og fæli í sér að lítil fyrirtæki sem hygðu á útflutning fengju markaðsstjóra til starfa, til dæmis einn dag í viku í tólf mánuði, og væri mögulegt að Nýsköpunar- sjóður niðurgreiddi vinnu markað- sstjórans um 2.000 krónur á tímann, þó að hámarki 600.000 krónur. Haukur sagði að flest þessara verkefna, sem nú eru sex talsins en fjölgar hugsanlega bráðlega um fjögur, væru unnin af sjálfstæðum ráðgjöfum og væri miðað við að markaðsþekking yrði eftir í fyrir- tækinu þegar starfí markaðsstjórans lyki. Annað af verkefnum Útflutnings- ráðs er að standa fyrir viðskiptaferð- um til landa þar sem hugsanlega er áhugaverða markaði að finna fyrir íslendinga. Meðal annars hefðu ver- ið skipulagðar ferðir til Taílands, Malasíu og Tævan með þátttöku ís- lenskra stjórnmálamanna. Hann sagði að Útflutningsráð hefði leitast við að breyta þátttöku stjórnmála- manna í heimsóknum til annarra landa á þann hátt að fá þá til að sinna markvisst íslenskum viðskiptahags- munum í leiðinni. Stysta flug milli 40 af 80 borgarpörum Steinn Logi Björnsson kynnti meðal annars „gullna módelið" svo- kallaða, sem er markaðsmódel sem Flugleiðir nota til að greina hina ýmsu markaði sem félagið vinnur á, og notar niðurstöðurnar til að ákvarða markaðsstefnu félagsins á viðkomandi mörkuðum. Hann sagði að markaðsaðgerðir væru afar mis- munandi eftir því á hvaða stigi ein- stakir markaðir væru í líftímakúrf- unni. „Á mörkuðum sem eru á kynningarstigi leggjum við áherslu á kynningu meðal ferðaheildsala, til að byggja upp þekkingu þeirra á ísl- andi. Á vaxtarstigi er meiri áhersla á blaðaauglýsingar og beinar markað- saðgerðir sem beinast að almenn- ingi, og á mörkuðum sem eru að komast á mettunarstig er áherslan á að finna leiðir til að framlengja líft- ímakúrfuna með ýmsum nýjungum, til dæmis vetrarferðum. Við teljum að enn séu miklir vaxt- armöguleikar á mörgum mörkuðum, jafnvel mörkuðum sem við höfum unnið á í áraraðir, og það er markmið fyrirtækisins að auka fjölda erlendra ferðamanna til íslands um 7% á ári næstu 10 árin,“ sagði Steinn Logi og benti á að Flugleiðir ynnu að megin- hluta til á erlendum mörkuðum, eins og fyrr segir. Hann sagði að félagið hafi unnið markvisst að því að bæta gæði þjón- ustunnar og stytta þann tíma sem tekur að fljúga milli borga. „Sá þátt- ur er lykilatriði í að ná í viðskiptafar- þega. Flugleiðir bjóða nú upp á stysta flugtíma allra flugfélaga í flugi milli 40 af þeim 80 borgarpör- um sem félagið flýgur til. Okkur hef- ur tekist að byggja upp gæðin, en nú snúum við okkur að því að fá betra verð frá erlendum viðskiptaferða- löngum. Þáttur í því er m.a. að byggja upp vörumerkjaímynd fé- lagsins," sagði Steinn Logi. Jólauppskrift að árang- ursríkum vef Kjartan Guðbergsson kom með jólauppskriftina að uppbyggingu ár- angursríks vefsvæðis á Netinu. Hann sagði að í upphafi væri nauð- synlegt að gera sér ljósa grein fyi'ir hver yrði markhópur vefsvæðisins, þ.e. hvaða hóp fyrirtækið vildi fá í heimsókn. „Ég mæli líka með því að menn hætti að hugsa um þörf fyrir- tækisins fyrir að koma frá sér upp- lýsingum, en hugi þess í stað að því hvaða upplýsingar þeir sem heim- sækja vefinn vilja helst fá,“ sagði Kjartan. Hann sagði að einnig þjTfti að huga að góðri samvinnu tækni- og markaðsfólks við gerð vefjarins. Markmið þyrftu að vera skýr og jafnframt þyrftu aðstandendur vefj- arins að gera raunhæfar væntingar. í máli Kjartans kom einnig fram að við kynningu á vefjum ætti ekki að vanmeta gildi venjulegra auglýs- inga, né þörf þeirra sem heimsækja vefinn á að fá sendar upplýsingar reglulega. I því sambandi hvatti Kjartan til þess að notendum væri gert kleift að skrá sig og tölvupóst- fang sitt, og fá sendan tölvupóst með nýjustu upplýsingum og tengingum á vefsíður með nýjungum reglulega. Fjármálaheimar og Verkfræðihúsið sameina starfsemi sína Fjárvangur selur hlut í Fj ár málaheimum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.