Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 43
42 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 43
lltagttiMjifeifr
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
YIÐRÆÐURNAR í
SEATTLE
UPPHAF nýrrar lotu alþjóðlegra viðskiptaviðræðna
hefur ekki farið snurðulaust af stað. Tugir þúsunda
mótmælenda lögðu undir sig borgina Seattle á norðvest-
urströnd Bandaríkjanna, þar sem viðræðurnar fara fram,
og varð að aflýsa setningarathöfn ráðstefnunnar af þeim
sökum og lýsa yfir útgöngubanni tvær nætur í röð.
Mótmælendurnir virðast vera litskrúðugur hópur ólíkra
sjónarmiða og eiga líklega það eitt sameiginlegt að vilja
vekja athygli á málstað sínum með eftirminnilegum hætti.
Mótmæli hafa ekki einskorðast við Seattle því einnig kom
til harðra átaka milli lögreglu og þúsunda mótmælenda í
London í byrjun vikunnar. Pá hafa verið haldnar mótmæla-
göngur víða um Evrópu á síðastliðnum vikum og mánuðum.
Ekki síst hafa franskir bændur verið herskáir og meðal
annars beint spjótum sínum gegn bandarískum skyndibit-
astöðum.
Mótmæli sem þessi endurspegla annars vegar ótta við
afnám viðskiptaverndar er fjölmargar atvinnugreinar víðs
vegar um heim hafa notið góðs af og hins vegar vaxandi
kröfur um að fleiri þættir verði teknir inn í viðskiptavið-
ræðurnar sem fara fram á vegum Heimsviðskiptastofnun-
arinnar, WTO. Þess er m.a. krafist að í ríkara mæli verði
gerðar kröfur um aðbúnað vinnuafls og hins vegar að um-
hverfissjónarmið verði sett á oddinn.
Að hluta til beinist gagnrýnin einnig að WTO sjálfri og
starfsháttum stofnunarinnar og má segja að sú gagnrýni
eigi að mörgu leyti rétt á sér. Allt of mikil leynd hvílir yfir
starfsemi WTO og þá ekki síst þegar kemur að því að hún
úrskurði í deilumálum milli ríkja. Undir þá gagnrýni hafa
margir stjórnmálamenn tekið, enda eru víðast hvar gerðar
auknar kröfur um gegnsæi stjórnsýslunnar og greiðan að-
gang almennings og fjölmiðla að upplýsingum. Það ætti að
vera hagur WTO að leggja spilin á borðið og gefa umbjóð-
endum stofnunarinnar, íbúum þeirra ríkja er eiga aðild að
henni, aukna innsýn og þar með skilning á því starfi sem
fer fram innan veggja hennar. Annað ýtir einungis undir
misskilning og tortryggni.
Hins vegar má velta því fyrir sér hvort WTO sé rétti
vettvangurinn til að fjalla um umhverfismál og aðbúnað
vinnuafls. Afnám viðskiptahindrana og lækkun tolla í milli-
ríkjaviðskiptum hefur leitt til stóraukinnar hagsældar í
heiminum á undanförnum áratugum. Það er gífurlegt
hagsmunamál heimsbyggðarinnar allrar að haldið verði
áfram á þeirri braut og frekari skref stigin í þá átt að
tryggja frjálst flæði vöru og þjónustu á milli ríkja. Vernd-
armúrar og ofurtollar kunna að þjóna hagsmunum ein-
stakra atvinnugreina og hagsmunaaðila en þeir rýra kjör
almennra neytenda.
Það eru ekki síst fátækustu lönd heims, sem eiga allt sitt
undir því að geta selt vörur sínar til ríkari landa. Fjölmörg
dæmi eru um það á þessari öld að ríki hafi brotist út úr fá-
tæktinni með markvissri sókn á útflutningsmarkaði. Eitt
besta dæmið um það eru ríki suðausturhluta Asíu, sem á
skömmum tíma hafa skipað sér í hóp efnaðri ríkja heims.
Hættan er sú að ef farið verður út á þá braut að skilyrða
frjáls viðskipti með margbreytilegum reglum um umhverf-
isvernd og aðbúnað starfsfólks að settar verði reglur sem
einungis ríku löndin geta uppfyllt. Eftir sætu þróunarlönd-
in, sem yrðu útilokuð frá mörkuðum fyrir annað en hráefni,
þar sem þau hefðu ekki efni á að uppfylla þær ströngu kröf-
ur sem fest hafa sig í sessi á Vesturlöndum. Vilji iðnríkin
bæta ástand mála í þriðja heiminum hljóta að vera til betri
leiðir en að reisa „siðferðilega" viðskiptamúra. Þeir sem
krefjast annars eru í raun ekki að gera neitt annað en að
standa vörð um hagsmunahópa í iðnríkjunum á kostnað fá-
tæks starfsfólks í þróunarríkjunum.
Fá riki eiga meira undir útflutningsviðskiptum en ís-
land. Sú hagsæld sem við búum við í dag er byggð á því að
við fáum aðgang að erlendum mörkuðum fyrir sjávarafurð-
ir okkar. Við eigum því að skipa okkur sess með þeim þjóð-
um, sem berjast fyrir því að frelsi í viðskiptum verði aukið,
enda þekkjum við sjálf hvernig það er að verða skotspónn
samtaka er vilja að sala á sjávarfangi lúti „siðferðilegum“
reglum. Það er líka ekki síður hagur íslenskra neytenda að
þau höft sem enn eru í gildi, t.d. hvað varðar landbúnaðar-
afurðir, verði afnumin.
Viðskipti á milli ríkja eiga eftir að breytast gífurlega á
næstu árum. Sú bylting sem er í uppsiglingu með auknum
netviðskiptum á eftir að hafa meiri breytingar í för með sér
en flestir gera sér grein fyrir. Það má ekki leyfa sérhags-
munaöflum að torvelda þá þróun.
Forsendur sigra í
landhelgismálinu
MARGIR hafa ritað um
landhelgismálið, það er
útfærslu íslensku fisk-
veiðilögsögunnar úr 3
sjómílum, eins og hún var 1901, í 200
sjómílur eins og hún varð 1975. Sumir
hafa gert það til að slá sig til riddara,
einkum á kostnað annarra, aðrir til
þess að verja málstað og málflutning,
sem ekki stenst sögulega gagnrýni.
Davíð Ólafsson, fyrrverandi
fiskimálastjóri, alþingismaður og
seðlabankastjóri, hefur hins vegar
ritað sögu landhelgismálsins til að
draga það fram, sem hann veit sann-
ast og réttast. Hið íslenska bók-
menntafélag gefur bók hans út að til-
hlutan Alþjóðamálastofnunar
Háskóla Islands.
Yflrburða
þekking
Saga landhelgismálsins frá hendi
Davíðs Ólafssonar er meira virði en
hetjusögur eða tilraunir til málsvarn-
ar fyrir áfanga á leið til 200 mílnanna,
vegna þess að Davíð ritar söguna af
yfirburða þekkingu, hógværð og
festu. Þeir, sem kynntust Davíð Ól-
afssyni, vita, að þar fór einstaklega
grandvar og ráðagóður maður, sem
af einlægni bar hag þjóðar sinnar fyr-
ir brjósti. Hann ritar ekki sögu land-
helgismálsins til að draga taum eins
eða neins heldur í því skyni að leggja í
hendur lesanda greinargóða lýsingu
á flókinni lagalegri, vísindalegri og
stjórnmálalegri baráttu, sem varð
svo hörð á köflum, að beitt var þving-
unum og valdi.
í raun er ómetanlegt, að Davíð Ól-
afssyni skuli hafa enst aldur og kraft-
ur til leggja grunn að þessari bók og
rita hana að mestu leyti. Efniviðurinn
er ekki árennilegur fyrir þá, sem
koma að honum með litla reynslu
aðra en felst í fræðilegi-i þjálfun.
Ekki er algengt, að embættismenn,
sem í störfum sínum fjalla um mikil-
væga hagsmuni þjóðarinnar, setjist
niður að loknu heilladrjúgu ævistarfi
og færi síðari kynslóðum fróðleik um
viðfangsefni sín og úrlausn þeirra. Að
sjálfsögðu skipta þessi viðfangsefni
misjafnlega miklu, en þó hafa allir
eitthvað fram að færa til þeirrar
heildarmyndar, sem nauðsynlegt er
að draga, til að átta sig á þróun þjóð-
mála og forsendum margs, sem þykir
sjálfsagt og eðlilegt í samtímanum.
Væri hollt fyrir marga að átta sig á
því, að starfsskilyrði þeirra og frelsi
til að láta að sér kveða að eigin vild
hafa orðið til vegna áralangrar bar-
áttu manna, sem misstu aldrei sjónar
Saga landhelgismálsins frá hendi Davíðs Ól-
afssonar er meira virði en hetjusögur eða til-
raunir til málsvarnar fyrir áfanga á leið til
200 mílnanna, segir Björn Bjarnason, vegna
3ess að Davíð ritar söguna af yfírburða þekk-
ingu, hógværð og festu.
á takmarki sínu, þótt
þeir hafi þurft að fara
krókaleiðir til að ná því.
Einstakt gildi
landgrunnslaganna
Enginn getur lesið
bók Davíðs Ólafssonar
án þess að sannfærast
um einstakt gildi land-
grunnslaganna frá 1948
og hina djúpvitru hug-
myndafræði, sem lá
þeim að baki. I henni
fólst, að einhliða aðgerð-
ir, studdar traustum lag-
arökum og byggðar á Björn
vísindalegum rannsókn- Bjarnason
um væru vænlegastar til
árangurs við útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar. Það yrði erfitt að ná al-
þjóðasamkomulagi um friðunarað-
gerðir, sem dygðu til að koma í veg
fyrir ofveiði. Samhliða því sem þess-
ari stefnu var fylgt lögðu íslensk
stjórnvöld kapp á að vinna fylgi við
útfærslu fiskveiðilögsögunnar á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna. Þau
beittu auk þess stjórnmálalegum
vopnum sínum. Telur Davíð, að aðild
Islands að Atlantshafsbandalaginu
^NATO) hafi verið eitt sterkasta vopn
Islendinga fyrir stækkun fiskveiði-
lögsögunnar. Lýsing Davíðs Ólafs-
sonar á stefnumótuninni í landhelgis-
málinu og hvernig síðan var unnið að
því að hrinda stefnunni í framkvæmd
minnir á atburði frá miðri 19. öld, um
hundrað árum áður en landgrunns-
lögin voru samþykkt. íslendingar
mótuðu þá stefnu um eigin stöðu inn-
an danska ríkisins. Þeir rökstuddu þá
stefnu og héldu fast við hana á lög-
fræðilegum forsendum. Valdi var
aldrei beitt heldur haldið uppi sam-
ræðum og leitað eftir samningum,
þar til yfir lauk með stofnun lýðveldis
1944.
Við getum auðveldlega stiklað á ár-
tölum og atburðum í landhelgisbar-
áttunni frá 1948 til 1975, þegar að sið-
ustu var fært út í 200 mílur, sem síðan
var viðurkennd alþjóð-
aregla með hafréttar-
sáttmálanum nokkrum
árum síðar. Hvert skref
kostaði átök bæði innan
lands og við erlendar
þjóðir. Lokamarkið var
sett á þeim tíma, sem
Davíð Ölafsson lýsir í
frásögn sinni, en henni
lýkur í upphafi sjöunda
áratugarins, þegar
samningar höfðu náðst
við Breta vegna útfærsl-
unnar í 12 sjómílur.
Annarlegir
hagsmunir
Davíðs Ólafs-
Saga
sonar af landhelgismálinu lýsir vand-
aðri hagsmunagæslu, þar sem íslend-
ingar tefla fram traustum rökum til
að ná skýru markmiði. Sagan minnir
okkur einnig á þá staðreynd, að hér
voru stjórnmálamenn, sem báru ekki
aðeins hagsmuni Islands fyrir brjósti,
þeim var ósárt, að landhelgismálið
yrði til þess að spilla samskiptum
okkar við Atlantshafsbandalagið og
aðildarríki þess. I bók sinni kemst
Davíð meðal annars þannig að orði:
„Fyrrgreind afstaða ráðherra Al-
þýðubandalagsins var einkennandi
fyrir afstöðu flokksins yfirleitt til
landhelgismálsins. Þeir töldu að mál-
ið væri hreint innanríkismál og
hvorki væri nauðsynlegt né mætti
ræða það við nokkurn erlendan aðila,
nema ef vera skyldi á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna, og ekki fara fyrir
Alþjóðadómstólinn. Síst af öllu mætti
taka málið upp innan OEEC [Efna-
hagssamvinnustofnunarinnar], Atl-
antshafsbandalagsins eða Evrópur-
áðsins þar sem heþst var að vænta
skilnings á málstað íslands; sósíalist-
ar höfðu á sínum tíma verið andvígir
þátttöku Islands í þessum samtökum.
Öðru máli gegndi um Sameinuðu
þjóðirnar því að þar voru Sovétríkin
og fylgiríki þeirra fyrir. í þessari
stefnu þeirra skein í gegn fylgispekt
við sósíalísku ríkin sem jafnan var
grundvallaratriði í stefnu þeirra þeg-
ar kom til utanríkismála.“
Nú á tímum, þegar þátttaka í al-
þjóðasamstarfi og málflutningur á
þeim vettvangi er helsta úrræði smá-
þjóða til að láta að sér kveða og gæta
hagsmuna sinna, vekur lýsing eins og
þessi á afstöðu Alþýðubandalagsins
furðu. Enn eimir þó eftir af þessum
gamla hugsunarhætti í íslenskum
stjórnmálum og á hann til dæmis sinn
þátt í því, að íslenskum vinstrisinnum
hefur ekki tekist að sameinast í einn
flokk. Lýsing Davíðs á átökum krata
og kommúnista um landhelgismálið í
vinstristjórn Hermanns Jónassonar
vegna útfærslunnar í 12 mílur 1. sept-
ember 1958 staðfestir þennan djúp-
stæða ágreining. Þótt Lúðvík Jóseps-
son, Alþýðubandalagi, hafi eignað sér
útfærsluna naut hann og flokkur
hans þess ekki í alþingiskosningum í
júní 1959, þegar Alþýðubandalagið
tapaði um 20% af fylgi sínu og Lúðvík
náði ekki kjöri en fór inn sem upp-
bótarmaður. Sjálfstæðisflokkurinn,
sem var í stjórnarandstöðu, varð sig-
urvegari kosninganna, sem lögðu
grunn að 12 ára stjórnarforystu
flokksins.
Fyrsti
kafli
Sumii- töldu, að landhelgismálið
hefði ráðið mestu um, að Sjálfstæðis-
flokkurinn hvarf úr ríkisstjórn 1971.
Viðreisnarstjórn hans og Alþýðu-
flokksins hefði ekki barist nægilega
harkalega fyrir stækkun landhelg-
innar. Andstæðingar flokkanna sam-
einuðust þá um að færa landhelgina
út í 50 sjómílur. Þá börðust þeir einn-
ig undir slagorðinu: Samningar eru
svik. Varð það til í andstöðunni við, að
samið var við Breta um 12 mílurnar
1961. Slagorð af þessu tagi á ekki upp
á pallborðið nú á timum nema meðal
öfgamanna, sem vilja ekkert á sig
leggja fyrir frið.
Bók Davíðs Ólafssonar spannar að-
eins fyrsta kaflann í sögu landhelgis-
málsins, sem verður ætíð talið til
stærstu viðfangsefna íslenskra
stjórnmála á tuttugustu öldinni. En í
þessum kafla sögunnar er grunnur
allra síðari aðgerða lagður, því að
hugmyndafræðin og strategían
breyttist ekki. Framhjá þessari
merku bók getur enginn gengið, sem
vill hafa það, sem sannara reynist í
sögu landhelgismálsins, eða ætlar að
skrifa síðari kafla þessarar sögu.
Höfundur er menntamálaráðherra.
Seljendur netþjónustu segja ókeypis nettengingu kippa fótunum undan rekstrinum
Hagræðing að auknum netsam-
skiptum segja talsmenn tilboðsins
Element hf. (krokur.is)
EST hf. (est.is)
Gagnaveitan ehf. (gagnaveitan.is)
Hringiðan ehf. (vortex.is)
Hugur-ísl. Forritaþróun hf (if.is)
Islandia Internet ehf. (islandia.is)
ísl. Internetþj. ehf. (europe.is)
Margmiðlun hf. (mmedia.is)
Netheimur ehf. (xnet.is)
Nettækni ehf. (nt.is) \
Nýherji hf. (itn.is)
Prím ehf. (prim.is)
Skima hf. (skima.is)
Skýrr hf. (skyrr.is)
Tölvun - Tölvuþj. Vestm. hf. (eyjar.is)
Tölvuþj. Akraness hf. (aknet.is)
Tölvuþj. Snerpa ehf. (snerpa.is)
Vér Tölvubændur hf. (veda.is)
Seljendur
Net-aðgangs
á íslandi
Tilboð íslandsbanka og
Islandssíma um ókeypis
tengingu við Netið hefur
valdið minni netþjón-
ustufyrirtækjum ákveðn-
um áhyggjum. Talsmað-
ur samtaka þeirra segir
að leitað verði álits
Samkeppnisstofnunar
vegna tilboðsins.
HAGUR íslandsbanka er
annars vegar sá að við-
skiptavinir bankans nýta
sér í auknum mæli Netið í
samskiptum við bankann og hins vegar
að nýir viðskiptavinir bætist í hópinn,
segir Jón Þónsson, framkvæmdastjóri
útibúasviðs íslandsbanka, aðspurður
um hvaða hag bankinn hafi af því að
bjóða ókeypis nettengingu í samvinnu
við Islandssíma. Tilboð fyrirtækjanna
var kynnt í fyrradag. Bjöm Davíðsson,
framkvæmdastj óri _ netþj ónustufyrir-
tækisins Snei’pu á Isafirði, sem annast
meðal annars nettengingar, segir að
fyrirtækið muni vegna þessa endur-
skoða viðskipti sín við íslandsbanka.
Jón Þórisson kvaðst ekki reiðubúinn
að gefa upp hversu mikill kostnaður
bankans verðui- vegna þessarar nýju
þjónustu, það væri bundið trúnaði, en
hann sagði að þetta væri allra hagur.
Bankinn sæi sér hag í því að fleiri nýttu
sér Netið, Islandssími sæi hagnað í því
að fá til sín meiri umsvif og þeir sem
tengdust þyrftu ekki að greiða íyrir
tenginguna. „í dag stunda um 20% við-
skiptavina viðskipti sín við okkur um
Netið. Með því að fá fólk til að nota
Netið í auknum mæli þurfum við ekki
að fjölga fólki og getum tekist á hendur
ný verkefni, til dæmis í fjánnálaráð-
gjöf og þjónustu, þai' sem við gætum
aukið tekjur okkar, “ segir Jón enn-
fremur. Hann segir bankaþjónustuna
á Netinu hafa aukist mjög, ekki síst
síðustu misserin, og nú hafi viðskipta-
menn bankans um 30 möguleika til
samskipta við íslandsbanka um Netið.
Tímaskekkja að tvírukka
neytendur
Eyþór Amalds, framkvæmdastjóri
Íslandssíma, segir það tímaskekkju að
tvínikka neytendur, þ.e. bæði fyrir
tenginguna og skrefagjöld. „Það er
rakkað skrefagjald og það á að duga
fyrir kostnaði. Þetta er því verðlækk-
un,“ segir Eyþór. Hann segir þetta
mikla breytingu á þjónustu á net-
markaðnum og kveðst eiga von á því að
aðrir aðilar mæti þessari samkeppni
með útspili í nýrri og bættri þjónustu.
Eyþór kveðst eiga von á því að margir
sem ekki hafa verið tengdir Netinu
heima fyrir muni verða sér úti um
tengingu, þar sé vaxtarmöguleikinn.
Um 3.500 manns höfðu skráð sig síð-
degis í gær. Ekki er skilyrði fyrirþeng-
ingu að menn séu viðskiptavinir íslan-
dsbanka. Þeir Eyþór og Jón nefndu
einnig að með þessai’i þjónustu væru
fyrirtækin að skapa sér velvild al-
mennings sem vonandi skilaði sér með
einhverjum hætti.
Björn Davíðsson hjá Snerpu á ísa-
firði segir að innhringiþjónusta sé ekki
nema hluti rekstrarumfangs Snerpu
en ljóst sé að tilboð íslandsbanka og
Islandssíma muni breyta ýmsu fyrir
fyrirtækið. „Við erum ekki í neinni að-
stöðu til að bregðast við þessu tilboði
nema að veita góða þjónustu. Við sjá-
um heldur ekki hvaða ávinning bank-
inn telur sig hafa af því að gefa þessa
þjónustu. Við vitum að hún kostar pen-
inga og við hljótum að velta því fyrir
okkur hvaðan þeir peningar koma. Það
má líka spyrja hvort bankinn hyggist
halda þessari skuldbindingu áfram eft-
ir tiltekinn tíma óg í hvaða stöðu er
hann þá að setja notendur sem vilja
nota tilboðið núna.“
Meðal nýjunga sem Snerpa hefur
boðið er svonefnd vefsía, búnaður sem
getur útilokað ákveðnar heimasíður,
t.d. klámsíður, eftirlitskerfi sem eig-
endur tölvukerfa geta tekið upp og
með því takmarkað aðgang og komið
til dæmis í veg fyrir að Netið sé mis-
notað á vinnustöðum eða skólum.
Björn segir ljóst að fyrirtækið verði að
bæta sér upp hugsanlega veltuminnk-
un ef stoðum verður kippt undan einu
horni fyrirtækisins eins og hann orðaði
það. „Við erum í viðskiptum við
Islandsbanka og við hljótum að endur-
skoða það, ég veit ekki hvort svo er
háttað um fleiri en það kæmi mér ekki
á óvart.“
Sfanda frammi fyrir
erfiðri ákvörðun
Guðmundur Unnsteinsson, fram-
kvæmdastjóri netþjónustufyrirtækis-
ins Hringiðunnar og fonnaður Félags
endursöluaðila internetþjónustu, tjáði
Morgunblaðinu að netþjónustufyrir-
tæki, sem ekki eru í eigu símafyrir-
tækja, stæðu frammi fyrir erfiðri
ákvörðun og ákveðnum örlögum. Inn-
an vébanda félagsins eru nærri 20 net-
fyrirtæki.
„Þessi fyrirtæki hafa ti-yggt sér
ákveðna veltu og tekjur með áskriftar-
gjöldum til að greiða laun og byggja
upp starfsemi í þessum geira,“ segir
hann. „Ef þessi þjónusta Islandsbanka
og Islandssíma verður metin lögmæt
og nær fram að ganga er kippt fótun-
um undan því sem þessi netþjónustu-
fyrirtæki hafa verið að þróa síðustu
fimm árin. Við höfum þegar rætt við
Samkeppnisstofnun til að láta á það
reyna hvort það er hægt með þessum
hætti að kippa þannig stoðunum undan
heilli atvinnugrein. Hún er ekki ný og
við hefðum kannski ekki getað sagt
mikið ef þetta hefði gerst fáum mánuð-
um eftir að netþjónustufyrirtækin hófu
starfsemi."
Guðmundui- kvaðst þó ekki búast við
að áskrifendur myndu flykkjast frá
fyrirtækjunum. Margir netnotendur
væru það skynsamir að sjá að þeir
fengju ekki þá þjónustu sem fæst í dag
með áskriftargjöldunum, svo sem að-
stoð við uppsetningu forrita eða vegna
vandamála sem upp kynnu að koma í
tölvunum. „Ef þetta tilboð nær fram að
ganga er ekki greitt fyrir nettenging-
arnar en notendur munu gi-eiða sér-
staklega fyrir hvert símtal þegar leita
þarf aðstoðar og þetta eru ekki stutt
sím töl. Ég held að þjónustan verði
með allt öðrum hætti og það er ekkert
til sem heitir ókeypis, ef tenging er
gefin verður að greiða sérstaklega fyr-
ir annað í staðinn." Guðmundur benti
einnig á að netþjónustufyrirtækin
veittu ýmsa aðra þjónustu og víðtæk-
ari en gert yrði hjá íslandsbanka og
Íslandssíma.
Guðmundur sagði að félagið myndi
vinna að því að fá úr því skorið hjá
Samkeppnisstofnun hvort tilboð áður-
greindra fyrirtækja væri löglegt.
Kvaðst hann vona að bráðabirgðaúr-
skurður fengist fyrir jólin.
Kærunefnd.jafnréttismála birtir úrskurði um rétt þriggja feðra hjá ríkinu og Reiknistofu bankanna til launa og fæðingarstyrks í fæðingarorlofi
Synjun um laun í fæðingarorlofí
brot á jafnréttislögum
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist
að þeirri niðurstöðu í kærumálum
3rigg;ia feðra sem beint var til nefndarinnar
að feðurnir hafi allir átt rétt til launa
í fæðingarorlofí sem þeir tóku.
TVEIMUR kærumálanna var
beint gegn fjármálaráð-
herra en í hinu þriðja var
um að ræða kæru Sam-
bands íslenskra bankamanna, fyrir
hönd föður sem starfar hjá Reiknist-
ofu bankanna, gegn Reiknistofunni.
I öðru kærumálinu gegn fjármála-
ráðherra fór starfsmaður hjá Rann-
sóknastofnun uppeldis- og mennta-
mála þess á leit við kærunefnd
jafnréttismála að hún kannaði og
tæki afstöðu til þess hvort synjun
Ríkisbókhalds á beiðni hans um að
njóta sama réttar til launagreiðslna í
tveggja mánaða fæðingarorlofi hans
og mæður í starfi hjá ríkinu njóta
bryti gegn ákvæðum jafnréttislaga.
Vitnaði Ríkisbókhald með synjun
sinni til reglugerðar frá 1989 um
barnsburðarleyfi starfsmanna ríkis-
ins þar sem segir að rétt til launa í
barnsburðarleyfi eigi fastráðnar
konur sem starfað hafi í þjónustu
ríkisins samfellt í 6 mánuði fyrir
barnsburð en þar er ekkert fjallað
um rétt karla í þjónustu ríkisins.
I bréfi fjármálaráðuneytisins til
kærunefndarinnar er synjunin rök-
studd, m.a. vísað til þess að með lög-
um um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins frá 1996 hafi verið
horfið frá því fyrirkomulagi að kveða
á um launagreiðslur til starfsmanna í
veikindaforföllum og fæðingarorlofi í
reglugerð. Þess í stað sé gert ráð
fyrir að til viðbótar lagaákvæðum
um lágmarksrétt skuli samið um
slíkt í kjarasamningum. Ekki hafi
enn verið samið við neitt stéttarfélag
um rétt ríkisstarfsmanna til launa-
greiðslna í fæðingarorlofi. Kærandi
eigi því eingöngu rétt til greiðslna í
fæðingarorlofi frá Tryggingastofnun.
Ekki enn verið samið um rétt
til launa í fæðingarorlofi
Kærunefndin bendir á í niðurstöðu
sinni að ekki hafi enn verið samið
um rétt ríkisstarfsmanna til launa-
greiðslna í fæðingarorlofi og um-
rædd reglugerð frá 1989 taki því enn
til barnsburðarleyfis starfsmanna
ríkisins. Vitnar nefndin til Hæsta-
réttardóms frá 5. febrúar 1998, þar
sem föður sem starfaði hjá ríkinu
var dæmdur réttur til greiðslu launa
í fæðingarorlofi, og kemst nefndin að
þeirri niðurstöðu að dómurinn verði
ekki skilinn svo að réttur feðra til
greiðslna í fæðingarorlofi geti ráð-
ist af því hvort móðir sé einnig rík-
isstarfsmaður.
„Að mati nefndarinnar er sá
skilningur í andstöðu við 65. gr.
stjórnarskrárinnar að mismuna
körlum innbyrðis á þennan hátt.
Réttur föður til launa í fæðingar-
orlofi hlýtur að byggjast á atvinnu-
þátttöku hans sjálfs en ekki maka
hans.
Með hliðsjón af framangreindu
og þá sérstaklega dómi Hæstarétt-
ar frá 5. febrúar 1998 er það niðurs-
taða kærunefndar jafnréttismála að
synjun Ríkisbókhalds á að greiða A
laun í fæðingarorlofi hans í sam-
ræmi við ákvæði reglugerðar nr.
410/1989 brjóti í bága við 4. gr.
jafnréttislaga sbr. 3. gr. sömu laga.
Kærunefnd beinir þeim tilmælum
til fjármálaráðherra að kæranda
verði greidd laun í fæðingarorlofi
hans,“ segir í niðurstöðum nefndar-
innar.
í hinu málinu sem beint var gegn
fjármálaráðherra reyndi á rétt
starfsmanns hjá embætti Sýslu-
mannsins í Hafnarfirði en Ríkisbók-
hald hafði synjað beiðni hans um
leiðréttingu launa í tveggja mánaða
fæðingarorlofi sem hann tók 1997.
Svipaðar röksemdir voru hafðar
uppi í þessu máli og hinu fyrrnefnda
og komst kærunefndin að þeirri nið-
urstöðu að synjun Ríkisbókhalds á að
greiða föðurnum laun í fæðingar-
orlofi hans bryti í bága við ákvæði
jafnréttislaga. Er þeim tilmælum
beint til fjármálaráðherra að kær-
anda verði greidd laun í fæðingar-
orlofi hans.
Átti rétt til launa og
fæðingarstyrks
í kæru Sambands ísl. banka-
manna var þess farið á leit við kær-
unefndina að hún kannaði og tæki
afstöðu til þess hvort synjun Reikn-
istofu bankanna í október 1998 á
greiðslu fæðingarstyrks og launa til
starfsmanns Reiknistofunnar, í 14
daga fæðingarorlofi hans, bryti gegn
ákvæðum jafnréttislaga.
Reiknistofan synjaði kröfum föð-
urins að höfðu samráði við
samninganefnd bankanna, m.a. á
þeirri forsendu að bankamenn í
fæðingarorlofi feðra eigi ekki rétt á
greiðslu launa á grundvelli ákvæðis
6.2.1 í kjarasamningi bankamanna.
í umræddu ákvæði segir að kona
skuli eiga rétt á að vera fjarverandi
í sex mánuði vegna barnsburðar og
njóta fullra launa fyrstu þrjá mán-
uði sé hún fastráðin.
í niðurstöðu kærunefndar er m.a.
bent á að ekki skipti máli í þessu
sambandi að eiginkona föðurins tók
6 mánaða fæðingarorlof á launum
frá öðrum atvinnurekanda. Einnig
er bent á að 14 daga viðbótarorlofs-
réttur föður sé sjálfstæður réttur
sem skerði á engan hátt fæðingar-
orlofsrétt móður heldur sé fyrst og
fremst ætlað að hvetja feður til töku
fæðingarorlofs.
Kærunefndin telur að breyttir
tímar og breytt löggjöf hafi kollvar-
pað þeim grundvelli sem umrætt
ákvæði í kjarasamningi banka-
manna var upphaflega reist á. „Með
vísan til framangreinds er það álit
kærunefndar jafnréttislaga að með
því að takmarka ákvæði 6.2.1 í
kjarasamningi banka og sparisjóða
og Sambands íslenskra bankamanna
frá 3. apríl 1997 við konur sé ekki
verið að vinna að jafnrétti kynja eða
að því að bæta stöðu kvenna á vinn-
umarkaði. Nefndin telur þ.a.l. að sú
túlkun rúmist ekki innan þess svigr-
úms sem 3. gr. jafnréttislaga veitir
til jákvæðrar mismununar gagnvart
konum. Samkvæmt því er það álit
kærunefndar jafnréttismála að synj-
un Reiknistofu bankanna á að greiða
A laun í 14 daga fæðingarorlofi hans,
sem eru innan þeirra 3ja mánaða
sem ákvæði 6.2.1. kveður á um, mis-
muni konum og körlum með þeim
hætti að ekki samrýmist 1. tl. 1.
mgr. 6. gr. jafnréttislaga, sbr. 4. gr.
sömu laga,“ segir í áliti kærunefnd-
ar.
Kærunefnd kemst einnig að þeirri
niðurstöðu að kostnaður vegna fæð-
ingar barns hljóti að jafnaði að lenda
á föður jafnt sem móður, búi faðir-
inn á heimili barnsins. Er þeim til-
mælum beint til Reiknistofu bank-
anna að kæranda verði greiddur
fæðingarstyrkur og laun í 14 daga
fæðingarorlofi hans.