Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 46

Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Það sem koma skal Viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur við mótmœlum borgarbúa vekja væntingar um að víðar taki að örla á nútímalegum skilningi á stjórnmálum / á Islandi. VIÐBRÖGÐ Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgar- stjóra við mótmæl- um almennings sök- um fyrirhugaðra framkvæmda í Laugardal og endurbyggingar Reykjavíkurflugvallar eru lof- sverð og ávísun á það sem koma skal í íslenskum stjómmálum. Hefðbundin pólitísk hugsun á Is- landi hefur kveðið á um að það sé veikleikamerki ákveði stjóm- málaleiðtogar að hlýða á skoðanir annarra hvað þá leita eftir þeim. Þeir sem lagst hafa svo lágt að taka tillit til annarra sjónarmiða hafa síðan dæmt sig til ævilangrar vistar í lúðadeildinni. Þessi fram- stæða stjórnmálahefð er nú á undanhaldi VIÐHORF Eftir Asgeir Sverrisson þótt einhverj- ir fulltrúar hins liðna muni vafa- laust freista þess að hefta framrás hins beina lýðræðis á Islandi. Nú er ljóst orðið að áform um húsbyggingar í Laugardal hafa verið lögð til hliðar vegna mót- mæla almennings. Það ber ánægjulegan vott um virðingu fyrir leikreglum nútímalegra stjómmála að borgarstjóri hafi á þennan veg bragðist við skýram vilja mikils fjölda borgarbúa. Fyrirheit um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar era öllu óljósari. Vitaskuld hefði verið heppilegra ef slík atkvæða- greiðsla hefði farið fram áður en ákveðið var að ráðast í endur- byggingu flugvallarins. Engu að síður er sú ákvörðun að leita beint eftir skoðunum borgarbúa í þessu efni ánægjulegt fráhvarf frá stjómmálum hrokans. Þótt hin efnislega niðurstaða í báðum þessum málum verði vafa- laust talin mikilvæg er það að- ferðafræðin sem vekur sérstakar vonir þar sem hún vísar fram á við. Vitanlega er það fráleitt að fólkið í landinu þurfi að gera sér að góðu að hlýða kalli lúðursins á fjögurra ára fresti en hafi þess í milli engin áhrif á ákvarðanir og gerðir þeirra, sem valdið hafa. Þetta kerfi er augljóslega tíma- skekkja og fær ekki staðist öllu lengur. Tölvutæknin verður trúlega nýtt þegar fram líða stundir til að leita eftir skoðunum almennings og tæpast leikur vafi á að Islend- ingar era í góðri aðstöðu til að huga að þeirri framþróun. Fyrst menn geta íyllt út skattaskýrslur og sent þær um tölvunet er freist- andi að álykta að þessa tækni megi einnig nota til að leiða fram vilja fólksins í landinu með skoð- anakönnunum/atkvæðagreiðslum. Ef unnt er að ábyrgjast per- sónuvemd í miðlægum gagna- granni á heilbrigðissviði má ætla að tryggja megi leynilegar kosn- ingar um tölvunet. Við þetta bæt- ist síðan að tölvur og intemet henta sérlega vel til að koma upp- lýsingum/áróðri á framfæri á ódýran hátt. Tölvubyltingin er lýðræðisbylt- ing. Ekkert svið samfélagsins fær staðið eftir ósnortið af henni og þeim breyttu viðhorfum sem henni fylgja. Breyttra viðhorfa er enda tekið að gæta á íslandi. Auk þeirrar at- kvæðagreiðslu sem nú hefur verið ákveðin um framtíð Reykjavíkur- flugvallar eru teknar að heyrast raddir um að eðlilegt sé að al- menningi gefist kostur á að tjá sig um stórmál á borð við stóriðju- stefnu ríkisstjómarinnar og fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmdir á Austurlandi. Skilningur lands- manna á inntaki lýðræðisins er að breytast. Nútímalegur skilningur á stjórnmálum og lýðræði felur ekki í sér þá afstöðu að al- menningur veiti kjörnum fulltrú- um sínum alræðisvald í öllum málefnum þegar þeim hinum sömu er fengið tímabundið umboð til að sinna mikilvægum stjórnun- arstörfum í þjóðfélaginu. A þenn- an skilning skortir mjög á Islandi líkt og framganga margra stjórn- málamanna fyrr og nú er glögg- lega til vitnis um. I stað auð- mýktar gagnvart því umboði sem þeim hefur verið veitt hefur ís- íensk stjómmálahefð um of mót- ast af framstæðum hroka sumra ráðamanna, sem ugglaust má rekja til eins konar samþjöppunar minnimáttarkenndar dvergþjóð- arinnar auk þeirrar „karakter- heimsku sem Þórbergur Þórðar- son skilgreindi svo vel. Viðbrögð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur við mótmælum borg- arbúa vekja væntingar um að víð- ar taki að örla á nútímalegum skiiningi á stjórnmálum á Islandi. Það er ekki veikleikamerki að leita eftir skoðunum almennings. Þvert á móti lýsir það veikleika hrokans að óttast missi valdsins og efast um hæfni fólksins í land- inu til að komast að skynsamleg- um niðurstöðum. Styrkurinn felst í þorinu til að leita eftir öðra áliti og skipta um skoðun líkt og borg- arstjórinn í Reykjavík hefur gert í málefnum Laugardals og Reykja- víkurflugvallar. Að auki bar Ingi- björg Sólrún Gísladóttir gæfu til að leita eftir sáttum við kennara þegar í algjört óefni stefndi þótt við blasi að kjöram þeirrar stéttar hefur enn hvergi nærri verið komið í viðunandi horf. Borgar- stjórinn í Reykjavík stendur af þessum sökum eftir sterkari stjórnmálamaður þótt því fari blessunarlega fjarri að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sé eini ljósviti lýðræðisins á Islandi. Framganga borgarstjórans í Reykjavík er hins vegar vísbend- ing um það koma skal. Sú krafa að leitað verði eftir afstöðu al- mennings og að stærri ákvarðanir verði bornar undii- fólkið í landinu á eftir að hljóma á öllum sviðum stjórnsýslunnar á íslandi á næstu áram. Þessi viðhorfsbreyting á eftir að hafa jákvæð áhrif á stjórnmálalífið í landinu og tryggja nútímalega nálgun við stærri viðfangsefni. Ætla verður að landsmenn fylgist af vaxandi áhuga með emb- ættisfærslu borgarstjórans á næstunni. Þegar haft er í huga að leiðtogahlutverk bíður Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur á vinstri væng íslenskrar þjóðmála- baráttu hljóta viðbrögð hennar við andmælum borgarbúa að telj- ast mikilvæg og vekja sérstaka athygli. BERTA JAKOBSDÓTTIR + Berta Jakobs- dóttir fæddist á Hömrum í Reykholts- dal 22. ágúst 1943 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jakob Sigurðsson frá Hömrum í Reykholts- dal, f. 28. maí 1905, d. 20. júní 1970, og eig- inkona hans, Aðal- björg Valentínus- dóttir, f. 8. febrúar 1918, búsett í Bræðraborg í Garði. Systkini Bertu eru: 1) Ásta, f. 9. aprfl 1934. Eigin- maður hennar er Þorsteinn Pét- ursson, f. 22. okt. 1930. Þau eru búsett í Reykholtsdal. 2) Magnús, f. 9. ágúst 1939. Eiginkona hans er Valgerður Rósa Sigurðardóttir, f. 18. september 1940. Þau eru bús- ett í Kópavogi. 3) Guðrún, f. 9. nóv. 1940. Eiginmaður hennar er Sigurður Hallgrímsson, f. 13. júlí 1937. Þau eru búsett í Reykjavík. 4) Svanhildur, f. 4. maí 1942. Eig- inmaður hennar er Ólafur Ágúst Jónsson, f. 28. feb. 1936. Þau eru búsett í Njarðvík. 5) Borghildur, f. 2. maí 1945, búsett í Reykjavík. 6) Katrín, f. 8. aprfl 1958. Eiginmað- ur hennar er Guðmundur Gunn- laugsson, f. 15. feb. 1955. Þau eru búsett í Kópavogi. Hinn 31. desember 1967 giftist Berta Brynjari Valdimarssyni, f. 21. mars 1939 í Stykkishólmi, d. 12. janúar 1973. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Guðríður Svanhvít, íþrótta- kennari, f. 11. okt. 1967. Sambýlismað- ur hennar er Pálmi Steinar Guðmun- dsson frá Kvenna- brekku í Miðdölum, f. 11. september 1968. Þau eru búsett í Garði. Börn þeirra eru Guðmundur Jón, f. 9. nóvember 1995, og Brynja, f. 26. feb. 1999. 2)Sig- ríður, leikskólakennari, f. 16. september 1969. Hún er búsett í Reykjavík. Dóttir hennar er Berta, f. 26. aprfl 1998. 3) Borgar, hlaðmaður hjá Flugleiðum, f. 25. mars 1972. Hann er búsettur í Garði. Árið 1974 hóf Berta sambúð með Ólafi Tryggvasyni, f. 27. des- ember 1944 í Garði í Gerðahreppi. Þau fluttust árið 1975 að Melbraut 19 í Garði. Þau eignuðust einn son, Brynjar, fiskvinnslumann, f. 18. maí 1976, búsettur í Reykjan- esbæ. Unnusta hans er Birgitta B. Bjarnadóttir, f. 5. júní 1981. Berta vann við ýmis störf um ævina, en siðast starfaði hún á Dvalarheimilinu Garðvangi í Garði. titför Bertu fer fram frá Út- skálakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Ég sakna þín Nú ertu farin frá mér mér finnst það dálítið skrítið, að þú skulir ekki lengur vera hér. Hérleiðistméraðvera, ég læt ei á því bera, þú hverfur varla nokkra stund úr huga mér. Þú veist vel að ég sakna þín, ég sakna þín er ég hugsa um þig, þvíþúvarstmérkær. Þær óraiöngu ieiðir sem liggja á milli okkar laða fram í huga mínum minningar. Um gamia góða daga er gerðist lítil saga og lífið var svo auðvelt því þú varst þar. (Haukur Ingibergsson.) Elsku mamma, nú þegar þú hverfur svona snögglega úr lífi okk- ar sitja eftir svo margar spurningar. Hver svarar núna öllum spurning- unum sem þú kunnir öll svörin við? Hver sér nú um söngstundirnar með börnunum og kennir þeim allar vís- urnar? Hver fylgist nú með því að við geram allt rétt í barnauppeldinu (hver sér um að spilla þeim) ? Og þá ekki síst hver verður „mórinn“ í vatnsleikfiminni? Það verður ansi skrítið að koma ekki við hjá þér eftir vinnu og deila með þér atburðum dagsins. En við getum sætt okkur við hlut- ina eins og þeir eru, því við vitum að nú líður þér vel, þjáist ekki og hefur hitt pabba aftur. Og svo eigum við allar góðu minningamar. Takk fyrir allt sem þú varst okkur. Þín Guðríður og Pálmi Steinar. Elsku mamma. Að skrifa kveðju- orð til þín er erfiðara en hægt er að ímynda sér. Alla mína ævi hefur þú verið mín fyrirmynd, stoð og stytta. Eg veit ekki hvernig ég hefði komist í gegnum meðgöngu litlu Bertu ef ekki hefði verið fyrir þig. Styrkur þinn var stykur minn þá. Mig langar að þakka þér fyrir all- ar samverastundirnar sem við höf- um átt í gegnum tíðina, sérstaklega Reykjanesbrautarferðirnar en þar var nú margt rætt. Þegar þú veiktist nú í byrjun nóvember dáðist ég að því hvað þú varst dugleg, jákvæð og hress, en það lýsir þér best. Nú vil ég þakka þér fyrir samfylgdina og góðu stundirnar og ég veit í hjarta mínu að nú líður þér betur og fylgist með okkur. Að lokum vil ég þakka starfsfólki 32-a fyrir að hugsa svona vel um hana mömmu mína. Þín dóttir Sigríður. Nú ert þú farin til að eiga heima hjá Brynjari afa og þegar snjórinn er farinn ætlum við að setja sand á leiðið þitt eins og hans. Við þökkum þér fyrir allar söngstundirnar og í framtíðinni mun stóri strákurinn þinn spila á gítarinn fyrir litlu stelp- urnar eins og amma á Melbrautinni gerði. Ástarkveðja, Guðmundur Jón, Berta og Brynja. Elsku Berta, við trúum ekki að þú sért farin frá okkur. Þið Óli, sem komuð á hverjum degi í Laufás. Alltaf svo glöð og hress. Þið voruð alltaf til staðar ef eitthvað bjátaði á eða bara á gleðistundum. Þú alltaf hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Við þökkum þér með kærleik í hjarta hvað þú varst alltaf góð börnum okkar og allri fjölskyldunni alla tíð. Okkur finnst það sárt að þú getur ekki notið þess að umvefja og faðma elsku barnabörnin þín, Guð- mund Jón, Bertu og Brynju litlu. Við vitum að Óli verður góður afi og segir þeim hvað þú varst góð kona. Þið voruð svo stolt af að eiga þessi litlu elskulegu barnabörn. Við gæt- um skrifað mikið meira um hana Bertu okkar en við geymum það í hjarta okkar. Elsku Óli, Alla, Gauja, Sigga, Borgar, Binni, tengdabörn, barnabörn, fjölskylda og vinir. Góð- ur Drottinn allsherjar, viltu leiða okkur öll í gegnum sorgina. Láttu nú ljósið þitt logaviðrúmiðmitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóii þínu. Helga og Eyjólfur í Laufási. Á kveðjustund sem þessari hlað- ast upp endurminningar frá upp- vexti og æsku systkinahópsins frá Hömram bæði í leik og starfi, en Berta hafði snemma þann hæfileika að sjá jákvæðu og oft skoplegu hlið- ina á tilveranni og hafði þess vegna forystu um að halda skemmtilegum tengslum við fjölskyldu og vini. Þessi hæfileiki Bertu kom oft og vel að notum hjá henni á lífsleiðinni og styrkti hana vel til að takast á við lífið. Ung að áram varð hún fyrir því áfalli að missa eiginmann sinn frá þrem ungum börnum, en með aðdá- unarverðum dugnaði og kjarki lét hún engan bilbug á sér finna þrátt fyrir erfiða tíma. En aftur brosti hamingjusólin við Bertu þegar hún kynntist Óla sínum sem ætíð reyndist henni góður og ástríkur lífsföranautur og ekki síðri var umhyggja hans fyrir börnunum. Berta og Óli létu sér mjög annt um tengsl við fjölskylduna en þó voru tengsl okkar við þau kannski nánust eins og sést best á þeim ferðalögum bæði innan lands og ut- an sem voru ætíð fastur hluti af til- vera okkar. Þessum ferðalögum fylgdi mikil tilhlökkun og eftirvænt- ing, enda tókust þau ávallt eins vel og til var ætlast. Allir voru ánægðir að þeim loknum og áttu frá þeim góðar endurminningar, sem ekki var síst Bertu að þakka, en hún var ávallt hrókur alls fagnaðar og eign- aðist á þessum ferðalögum stóran vinahóp. Það verður öragglega á slíkum stundum sem tómleikinn og söknuð- urinn verður kvað sárastur, en eftir lifa þó minningamar um góðar sam- verustundir sem við viljum sérstak- lega þakka á þessari kveðjustund. Við systkinin stöndum öll í sér- stakri þakkarskuld við Bertu vegna umhyggju og ástúðar við móður okkar, sem naut nábýlis við hana nú um margra ára skeið, hennar missir er því mikill eins og allrar fjölskyld- unnar, Elsku Óli og fjölskylda. Þrátt fyr- ir þessa sorgardaga á dimmasta tíma ársins er eins víst og að daginn fer brátt að lengja aftur með hækk- andi sól að sorgin mun breytast í ljúfar endurminningar. Og hugsunin um hvernig Berta tók á sinni sorg með einstökum kjarki og dugnaði, þannig myndi hún án efa vilja að við tækjumst á við okkar sorg og sökn- uð sem ætíð fylgir fráfalli ástvina. Minningin um elskulega systur lifir hjá okkur öllum. Hvíl þú í friði, Berta mín. Valgerður og Magnús. Elsku Dedda mín. Þá er komið að kveðjustund þó ótrúlegt sé. Kvöldið sem þú kvaddir var stjörnubjartur himinn og norðurljósin loguðu til að lýsa þér veginn. Það er svo margt sem mig langar til að segja og margt sem við ætluðum að gera en verður víst að bíða betri tíma. I mínum huga varst þú hetja sönn sem heyrðist aldrei kvarta og hafðir það þrek sem einginn skýra kann. Eða eins og hann Borgar okkar orð- aði það, þegar við sátum saman kvöldið eftirað þú fórst. „Mamma var stór kona í litlum líkama.“ Lífið er ekki alltaf dans á rósum og oft óréttlátt eins og þú vissir best sjálf. En minningarnar um þig getur þó enginn tekið frámér. Þó þú gætir varla rheyft þig án þess að hafa mig í eftirdragi þegar ég var lítil og ég reyndar verið háð þér allt mitt líf, þá er hjólhýsaferðin mér efst í huga núna sem við fórum í ásamt ’Ola og Gumma. Fra Svíþjóð froum við tii Danmerkur, Þýskalands og Holl- ands. Þegar við villtumst og þú varðst svo fegin að koma auga á Borgfirðingana og þegar við gistum á fallega staðnum sem þú kallaðir Húsafell, svo má nú ekki gleyma henni Bjóranni. Ég þakka þér, Óla og börnunum ykkar, alla þá hlýju, hjálpsemi og traust sem þið hafið sýnt okkur alla tíð. Litlu sólargeilana þína þá Guð- mund Jón, Bertu og Brynju sem þdáðir meiraen allt annað, skal ég annast í þinn tað eftir bestu getu. Elsku mamma, Óli, Gauja, Sigga,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.