Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 53i.
MINNINGAR
fóstraður hjá mömmu (ömmu sinni)
um tíma. Þar sem ég er yngst í stór-
um systkinahópi, þá fannst mér ég
hafa eignast lítinn bróður, hann
dvaldist oft hjá mömmu og pabba
eftir það. Þegar fram liðu stundir
eignuðust Björg og Addi tvo syni til
viðbótar, þá Kolbein Má og Arnar
Berg. Fyrir átti Björg soninn Haf-
stein. Það var oft sem ég var fengin
til passa strákana, hvort heldur sem
var að degi eða kvöldi til. Heimili
Bjargar og Adda var mitt annað
heimili á þessum árum. Þar átti ég
góðan vin í Björg, sem ég gat trúað
fyrir mínum leyndarmálum. Mér
fannst gott að leita til hennar á mín-
um unglingsárum, þar sem ég átti
aldraða foreldra. Mér fannst Björg
vera jafningi minn og alltaf tók hún
mér opnum örmum. Oftar en ekki lá
leiðin heim úr skólanum við hjá
henni þegar hún bjó á Hlíðarvegin-
um. Oft sat ég hjá henni heilu kvöld-
in á Urðarveginum í nýja húsinu
þeirra, á meðan Addi stundaði sjó-
mennsku af fullum krafti.
Seinna, eftir að ég giftist og eign-
aðist barn var oft gott að „droppa"
inn í kaffi til Bjargar. Eftir að Björg
og Addi fluttu suður til Reykjavíkur
um 1984 , og skildu síðan, rofnaði
sambandið við hana að mestu. Björg
kom svo aftur til ísafjarðar fyrir
nokkium árum, og vann þá á Öldrun-
ardeild Fjórðungssjúkrahússins á
ísafirði , við umönnunarstörf. Þar
dvaldi þá, og dvelur enn, öldruð móð-
ir mín , fyrrv. tengdamóðir hennar,
og vi' ég þakka Björgu sérstaklega
alla þá hlýju sem hún sýndi mömmu í
hennar veikindum.
Kæra Björg, ég minnist þín sem
góðrar vinkonu og mágkonu. Bless-
uð sé minning þín. Ég vil senda ætt-
ingjum og vinum mínar innilegustu
samúðarkveðjm-.
Anna Karen Kristjánsdóttir.
Elskuleg vinkona mín, Björg
Hauksdóttir er látin. Mig setur
hljóða.
Dýrmæt og kærleiksrík vinátta
okkar, sem aldrei bar skugga á,
heyrir nú minningunni til.
Við kynntumst fyrir rúmlega tutt-
ugu árum og urðum strax góðar vin-
konur. Við gátum rætt um allt milli
himins og jarðar, um gleðina og erf-
iðleikana og hvað sem var og var það
okkur báðum mikils virði. Við rædd-
um saman hvern dag, stundum oft á
dag og sakna ég þessara stunda mik-
ið.
Með Björgu er gengin djúpvitur
og góð kona, sem hafði miklar og
sterkar skoðanir á réttlætismálum.
Þjóðfélagsleg umræða var henni
hugleikin. Brann mest á henni staða
þeirra sem minna mega sín í þjóðfé-
laginu, ég tala nú ekki um launamis-
rétti kynjanna, þar var skoðun henn-
ar skýr.
Hún talaði og ritaði afar fallega ís-
lensku og var þar til fyrirmyndar.
Björg lætur eftir sig fjóra syni og
bar hún hag þeirra og fjölskyldna
þeirra mjög fyrir brjósti. Stóðu þau
sterk við hlið hennar í þeim miklu
veikindum sem hún gekk í gegnum
nú síðustu árin.
Ég kveð kæra vinkonu mína með
djúpu þakklæti og virðingu og bið
Guð að blessa hennar nánustu á
þessari erfiðu stundu.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Margrét Árnadóttir.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eiiífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Ég þakka þér fyrir góð kynni,
Björg mín. Innilegar samúðarkveðj-
ur til foreldra, barna og annarra
aðstandenda.
Edda Einarsdóttir.
Hinn 25. nóvember síðastliðinn
lést á líknardeild fyrrverandi eigin-
kona mín og vinur, Björg Hauksdótt-
ir, eftir erfiðan sjúkdóm. Við Björg
kynntumst síðsumars árið 1966 og
vorum gefin saman í hjónaband vor-
ið 1967. Við eignuðumst saman þrjá
yndislega syni, sem nú eru allir
vaxnir úr grasi og orðnir fulltíða
menn. Yngstur er Arnar Bergur, nú
tvítugur, þá Kolbeinn Már og elstur
Kristján Andri. Við Björg höfðum
bæði eignast börn áður en við geng-
um í hjónaband. Sonur Bjargar, Haf-
steinn, kom með móður sinni og ólst
upp hjá okkur á ísafirði. Við stofnuð-
um okkar heimili á ísafirði og synir
okkar nutu þess frelsis sem fylgir því
að búa í kaupstað úti á landi og í raun
í útjaðri þáverandi byggðar við Urð-
arveginn. Það var einnig stutt í sveit-
ina hjá afa og ömmu sem voru með
búskap ofan við Seljalandsveginn,
aðeins nokkur hundruð metra í
burtu. Ef þeir skiluðu sér ekki heim
var næsta víst að þá væri að finna við
lækinn í túninu heima eða við tjörn-
ina sem afi sá um að væri hæfilega
djúp og stór fyrir litla stráka að leik.
Afi þeirra, Kristján Guðjónsson, er
látinn en Jóhanna Jakobsdóttir
amma þeirra lifir enn, öldruð og
sjúk, og dvelur á Sjúkrahúsi ísa-
fjarðar. Þeir voru ekki fáir blautu
sokkarnir sem hún þurrkaði eða
glösin af heitu kakói sem strákarnir
fengu hjá Jóhönnu ömmu sinni. Við
Björg áttum samleið i tæpa tvo ára-
tugi en skildum 1985. Margar góðar
myndir og minningar koma í hugann
nú við leiðarlok. Sem betur fór urð-
um við ekki óvinir við skilnaðinn eins
og oft vill verða þegar fólk skilur. Við
héldum vináttu alla tíð og deildum
áhyggjum af velferð barna okkar.
Oft höfðu þær áhyggjur í meira mæli
verið hennar mál en mitt, enda þótt-
ist ég viss um að strákabrekin færu
af sonum okkar er tímar liðu. Þar gat
ég byggt á eigin reynslu. Allt það
gekk eftir sem betur fer og síðustu
árin var Björg viss um að fáar mæð-
ur ættu betri syni en hún. Það hefur
líka sannast í veikindum hennar
hvaða gersemar við áttum í sonum
okkar. Mér finnst það yndislegt
hversu trúir, tryggir og sterkir þeir
hafa reynst þegar Björg átti erfitt í
lífi og átökum þess lífs sem hún nú
hefur kvatt. Á allar leiðir okkar í
þessu lífi skín bæði sól og él geta orð-
ið svört. Því var heldur aldrei lofað
að lífsins leið væri aðeins dans á rós-
um. Björg tók erfiðleikum lífsins og
varð sterk í mótlæti þess sjúkdóms
sem að lokum hafði sigur á lífsvilja
hennar.
Móður hennar, Ástríði Sigurmun-
dsdóttur, og föður, Hauki Jörundar-
syni, systrunum Önnu, Áslaugu, Ás-
rúnu og Arndísi og sonum Bjargar
Hauksdóttur, tengdadætrum og
börnum þeirra bið ég guðs blessunar
og kveð fyrrverandi eiginkonu mína
með söknuði.
Guðjón Amar Kristjánsson.
Þótt dauðinn sé það eina örugga í
þessum heimi, þá erum við alltaf óv-
iðbúin honum. Eins vai- það, þegar
Björg Hauksdóttir hvarf héðan eftir
tveggja ára baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Mig setti hljóða og djúp sorg
settist að í hjartanu.
í þessum fáu minningarorðum
ætla ég ekki að fara yfir lífshlaup
Bjargar heldur minnast lítillega á
þær samverustundir sem \ið áttum
saman. Ég kynntist Björgu stuttu
eftir að Kolbeinn sonur hennar og
Ingunn dóttir mín byrjuðu að vera
saman. Okkur varð strax vel til vina
og áttum góðar stundir saman einar
eða með börnunum okkar og fjöl-
skyldum. Ég veit að Björg hafði
mikla mannkosti til að bera, sem
kom m.a. fram í umhyggju hennar
fyrir sonum sínum og fjöldskyldum
þeirra.
Þrátt fyrir erfið veikindi átti hún
sínar gleðistundir inn á milli. T.d.
geislaði hún af gleði á brúðkaupsdegi
Ingunnar og Kolbeins sl. sumar og
lék þar á als oddi, hamingjusöm yfir
að sjá þau sameinast því hún óskaði
þess innilega. Mikil var gleði hennar
þegar litla nafnan Björg Sóley kom í
heiminn. Bar hún mikla umhyggju
fyrir henni, sem m.a. kom fram í síð-
asta samtali okkar, þegar hún var
orðin sárþjáð. Þá bað hún mig um að
vaka yfir velferð hennar í hvívetna
og skal ég gera mitt besta til að upp-
fylla þær óskir. Ég votta sonum
hennar og fjölskyldum þeirra mína
dýpstu samúð.
Guð blessi minningu hennar.
Sonja Backman.
Mig langar að kveðja fyrrverandi
mágkonu mína, Björgu Hauksdótt-
ur, með nokkrum orðum. Kynni okk-
ar hófust þegar Björg giftist bróður
mínum, Guðjóni Arnari, og þau hófu
búskap á Isafirði.
Við Björg áttum margar ánægju-
legar stundir saman. Sérstaklega
minnist ég ferða í Jökulfirði, á
Strandir og í Ásbyrgi, sem við fórum
með fjölskyldum okkar í sumarleyf-
um. Fjölskylduhagir okkar breytt-
ust en við héldum áfram sambandi
og varð okkur tíðrætt um lífið og til-
veruna.
Björg var dugleg og ákveðin kona
og hjálpaði það henni þegar á móti
blés. Börn hennai- og barnabörn
veittu henni mikla gleði og snerist líf
hennar óspart í kringum þau. Síðast
starfaði Björg á öldrunardeild
sjúkrahúss Isafjarðar og átti starfið
vel við hana. Móðir mín, sem þar
dvelur, naut þar hennar umhyggju
og erum við í fjölskyldunni afar
þakklát fyrir það.
Björg greindist með krabbamein
fyi-ir um ári. Hún var sterk í þeirri
baráttu og talaði mjög opinskátt um
sjúkdóminn. Hún virtist gera sér
fullkomlega gi-ein fyi-ir því að hverju
stefndi. Ég votta sonum hennar,
tengdadætrum, barnabörnum og
fjölskyldu mína dýpstu samúð og bið
góðan guð að geyma minningu henn-
ar.
Far þú í friði,
friðurguðs þigblessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
(V. Briem.)
Laufey Kristjánsdóttir.
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Aralöng
ÚtfararstofQn annast meginhluta allra útfara ó höfuðborgarsvæðinu.
Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu.
Alúðleg þjónusta sem byggir á langri reynslu
Kirkjugarðanna ehf.
Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266-www.utfarastofa.com
*
Utfararstofa
£ V
Utför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
ERLU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Flatey,
Safamýri 45,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn
3. desember, kl. 10.30.
Gunnlaugur B. Óskarsson,
Guðmundur Gunnlaugsson, Greta S. Svavarsdóttir,
Óskar Bragi og Ingvar Geir Guðmundssynir
Í
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN MARGRÉT TRAUSTADÓTTIR,
frá Grímsey,
Smáratúni 7, Selfossi,
áður Sólbakka, Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi,
sunnudaginn 28. nóvember sl.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju á
morgun, laugardaginn 4. desember, kl. 13.30.
Inga Dóra Sigurðardóttir, Friðrik Karlsson,
Ögmundur Brynjar Sigurðsson,Elsa Karin Thune Sigurdsson,
Anna Linda Sigurðardóttir, Magnús Hermannsson,
barnabörn og barnabarnaböm.
+
Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR,
Dalseli 33,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 26. nóvember sl., verð-
ur jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn
6. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er vinsamlega bent á Krabba-
meinsfélagið.
Sigmundur Felixson,
Sigríður Sveinsdóttir,
Guðmundur Páll Axelsson, Eva Karen Guðbjörnsdóttir,
Sigríður Anný Axelsdóttir, Júlíus Rafn Júlíusson,
Kristján Gísli Stefánsson,
Grétar Stefánsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÁRNI G. MARKÚSSON,
Skriðustekk 21,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Breiðholtskirkju í Mjódd
mánudaginn 6. desember kl. 13.30.
Sigríður Inga Jónasdóttir,
Jónas Þ. Árnason,
Guðjón M. Árnason, Rannveig H. Gunnlaugsdóttír,
Halldóra G. Árnadóttir, Jónas Á. Ágústsson,
Ragnheiður Þ. Árnadóttir, Sigurður Á. Sigurðsson,
Kristján M. Árnason, Sigurlína Rósa Kristmundsdóttir,
María Árnadóttir, Karl A. Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
ástkærs bróður, mágs, föðurbróður og
fósturbróður,
HARÐAR HINRIKSSONAR
frá Framnesi.
Halldór Hinriksson, Katrín Rósmundsdóttir,
Hinrik Halldórsson,
Ragna Halldórsdóttir,
Elmar Halldórsson,
Rósa Halldórsdóttir,
Rakel Halldórsdóttir,
Sigríður Ósk Halldórsdóttir,
Sigríður Mýrdal,
Guðný Þórðardóttir.