Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 69
7—
Jólasveinarnir brugðu á leið á Laugaveginum síðasta laugardagl.
Jól á Laugavegi
MARGT verður um að vera á
Laugavegi allar helgar fram að jól-
um. Laugardaginn 4. desember frá
kl. 15 verðaáferðinnijólasveinar,
blásarar úr Skólahljómsveit Kópa-
vogs, harmonikuleikarar og kórar.
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossi Is-
lands kynna starfsemi sína og bjóða
vegfarendum upp á heitt kakó.
Sunnudaginn 5. desember verður
kveikt á jólatréi Reykavíkurborgar
á Ingólfstorgi kl. 15.30 ogþar koma
saman fjöldi jólasveina og margs-
konar uppákomur verða í gangi.
Verslanir við Laugaveg verða opn-
arfrákl. 13-17.
Einnig er tekið á móti skólanemum og hópum sem panta
leiðsögn. Skrifstofa safnsins er opin frá kl. 8-16 alla
virka daga. Nánari upplýsingar í síma 677 1111.
ÁSMUNDARSAFN í SIGTÚNI: Opið a.d. 13-16.______
BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR: Aöalsafn, Þing-
holtsstræti 29a, s. 652-7165. Opið mád.-fid. kí. 9-21,
föstud. kl, 11-19, laugard. kl. 13-16.________
BORGARBÓKASAFNIÐ í GERÐUBERGI 3-6, mán.-fim.
kl. 9-21, föst. 11-19, laugard. og sunnud. kl. 13-16. S.
657-9122.________________________________________
BÚSTAÐASAFN, Bústaðakirkju, mán-fim. 9-21, föst 12-
19, laugard. kl. 13-16. S. 563-6270.________
SÓLHEIMASAFN, Sólheimum 27, s. 563-6814. Ofan-
greind söfn og safnið í Gerðubergi eru opin mánud.-fid.
kl. 9-21, föstud. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._
GRANDASAFN, Grandavegi 47, s. 652-7640. Opið mád. kl.
11-19, þrið.-föst. kl. 15-19._______________________
SEUASAFN, Hólmaseli 4-6, s. 687-3320. Opið mád. kl. 11-
19, þrið.-mið. kl. 11-17, fim. kl. 15-19, föstud. kl. 11-17.
FOLDASAFN, Grafarvogskirkju, s. 667-6320. Opið mád.-
fid. kl 10-20, föst. kl. 11-19, laugard. kl. 13-16._
BÓKABÍLAR, s. 653-6270. Viðkomustaðir víðsvegar um
borgina.____________________________________
FJARSKIPTASAFN LANDSSÍMANS, Loftskeytastöðinni
v/Suðurgötu: Opið á þriðjud., fimmtud. og sunnud. frá
kl. 13-17. Tekið er á móti hópum á öðrum tímum eftir
samkomulagi.
FRÆÐASETRIÐ í SANDGERÐI, Garðvegi 1, Sandgerði,
sími 423-7551, bréfsími 423-7809. Opið alla daga kl. 13-
17 og eftir samkomulagi.____________________
GAMLA PAKKHÚSIÐ í ölafsvík er opið alla daga í sum-
ar frá kl. 9-19.____________________________
GOETHE-ZENTRUM: Lindargötu 46, Reylgavík. Opið
þriðjud. og miðvikud. kl. 15-19, fimmtud., föstud. og
laugardaga kl. 15-18. Slmi 551-6061. Fax: 552-7570.
HAFNARBORG, menningar og listastofnun HafnarQarðar
opin alla daga nema þriðjud. frá kl. 12-18._________
KJARVALSSTAÐIR: Opið daglega frá kl. 10-18. Safna-
leiðsögn kl. 16 á sunnudögum._________________
LANDSBÓKASAFN ÍSLANDS _ HÁSKÓLABÓKASAFN:
Opið mán.-fimmtud. kl. 8.15-22. Föstud. kl. 8.16-19 og
laugd. 9-17. Sunnud. kl. 11-17. Þjóðdeild lokuð á
sunnud. og hándritadeild er lokuð á laugard. og
sunnud. S: 525-5600, bréfs: 525-5615._______
LISTASAFN ÁRNESINGA, Tryggvagötu 23, Selfossl:
Opið eftir samkomulagi. S. 482-2703.__________
LISTASAFN EINARS JÓNSSONAR: Safnið er opið laug-
ardaga og sunnudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarður-
inn er opinn alla daga._____________________
LISTASAFN ÍSLANDS, Fríkirkjuvegi. Sýningarsalir,
kaffistofa og safnbúð: Opið daglega kl. 11-17, lokað
mánudaga. Skrifstofa safnsins og upplýsingar um leið-
sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opið
þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aógangur er ókeypis á mið-
vikudögum. Uppl. um dagskrá á intemetinu:
http//www.natgall.is__________________________
LISTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opið daglega
kl. 12-18 nema mánud._______________________
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Upplýsingar í síma
553-2906.___________________________________________
UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Borgartúni 1. Opiö
alla daRa frá kl. 13-16. Slml 663-2630._____
IÐNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI, Dalsbraut 1 er opið frá
1. júní til 31. ágúst kl. 14-18, en lokað á mánudögum.
Simi 462-3550 og 897-0206.____________________
MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein-
holti 4, sími 569-9964. Opið virka daga kl. 9-17 og á öðr-
um tíma eftir samkomulagi.__________________________
NÁTTCruFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12.
Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630.__
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverflsgötu 116
eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl.
13,30-16._________________________________
NESSTOFUSAFN. Yfir vetrartímann er safnið opið sam-
kvæmt samkomulagi._________________________
NORRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17.
Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn-
ingarsalir: 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud.
PÓST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Halnar-
firði. Opið þriðjudaga og sunnudaga 15-18. Simi 555-4321.
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opiö laugardaga
og sunnudaga til ágústsloa frá 1.13-18. S. 486-3369.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s.
651-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum.
Stendur til marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl.
13.30- 16.__________________________________
SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, er
opið laugard. og sunnud. frá kl. 13-17 og eftir samkomu-
lagi. S: 565-4442, bréfe. 565-4251, netfang: aog@natmus.ls.
SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS-
SONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. frá kl.
13-17. S, 581-4677._________________________
SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl.
Uppl. i s: 483-1166, 483-1443.______________
SNORRASTOFA, Rcykhelti: Sýningar alla daga kl. 10-18.
Slmi 435 1490._____________________
STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suöur-
götu. Handritasýning er opin þriðjudaga til föstudaga
kl. 14-16 til 15. mai.________________________
STEINARÍKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opiö alla daga kl.
13- 18 nema mánudaga. Slmi 431-6566._____________
ÍJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema
mánudaeakl. 11-17._________________________
AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mánudaga til föstu-
daga kl, 10-19. Laugard. 10-15. ____________
LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl.
14- 18. Lokað mánudaga.__________________
NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ á Akureyri, Hafnarstræti 81.
Opið skv. samkomulagi yfir vetrartímann. Hafið samband
við Náttdrufræðistofnun, Akureyri, i síma 462-2983.
NONNAHÚS, Aðalstræti 64. Opið a.d. kl. 10-17 frá 1. júnl
■ 1. sept. UpuL i sima 462 3666.____________
NÖRSKA HÚSIÐ í STYKMSHÓLMI: Opið daglega I sum-
arfrákl. 11-17._____________________________
ORÐ DAGSINS____________________
ReyKiavík sími 551-0000.______________________
Akureyri s. 462-1840._________________________
SUNDSTAÐIR___________________________~
SUNDSTAÐIR I REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl.
6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla
daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8-
19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19.
Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.60-22, helgar kl. 8-20.
Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-
20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.60-22.30, helgar kl.
8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fimmt. kl. 11-15.
þri., mið. og föstud. kl. 17-21._____________
SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin virka daga 6.30-22.
_ Laugd. og sud. 8-18 (vetur) 8-19 (sumar).___
GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-föst. 7-20.30. Laugd.
og sud. 8-17. Sölu hætt hálftlma fyrir lokun._
HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-fóst. 7-21.
Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll HafnarQarðar: Mád.-
föst. 6.30-21. Laugd. og sunnud. 8-12.________
VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl.
6.30- 7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18._
SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7-
21 og kl. 11-15 urn helgar. Simi 426-7555.___
SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22,
helgar 11-18._________________________________
SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUH: Opin mánud.-föstud. kl.
7-21. Lausard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16._____
SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-föst. kl. 7-9 og 16.30-
21. Laugardaga og sunnudaga. ki. 10-17. S: 422-7300.
SUNDLAUG AKÚREYRAR cr opin v.d. kl. 7-21. Laugard.
og sunnud. kl. 8-18. Simi 461-2632.___________
SUNDLAUG~ SELTJARNARNESS: Opin mád.-föst. 7-
20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._______
JADARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7-
21, laugd. og sud. 9-18. S: 431-2643.________
BLÁA LÓNIÐ: Opiö v.d. kl 11-20, helgar kl. 10-21.
ÚTIVISTARSVÆDI________________________________
IIUSDÝRAGARÐURINN er opinn alla daga kl. 10-17. Lok-
að á miövikudögum. Kaffihúsið opið á sama tíma. Fjöl-
skyldugarðurinn er opinn sem útivistarsvæði á veturna.
Sími K7R7-8nn
Sljórn
Yarðar seg-
ir af sér
MORGUNBLAÐINU hefur borist
yfirlýsing frá stjórn Varðar, félags
ungi’a sjálfstæðismanna á Akureyri.
„Við undirrituð stjórn Varðar, fé-
lags ungra sjálfstæðismanna á Akur-
eyri, segjum hér með af okkur.
Astæður þess eru ærnar og endur-
speglast helst í því að við teljum fé-
laginu fyiir bestu að stjórn víki sök-
um þeirra þrenginga sem félagið
hefur gengið j gegnum á undanförn-
um mánuði. Óróa varð vart innan fé-
lagsins sem og í þjóðfélaginu í heild í
kjölfar ályktunar sem meirihluti
okkar hafði forgöngu um að Vörður
sendi frá sér 10. nóvember.
Skoðun okkar sem stóðu að sam-
þykkt ályktunar er varðar íslensku
og nýbúa er rangsnúin í vitund al-
mennings og stafar af ónákvæmum
og flausturslegum málflutningi sem
voru mistök sem ekki verða bætt
með öðru en afsögn.
Varastjórnarmenn Varðar munu
stýra félaginu uns ný stjórn félags-
ins verður kjörin. Arnljótur Bjarki
Bergsson formaður, Jón Garðar
Steingrímsson varaformaður, Davíð
Þorlákssongjaldkeri, Guðlaug Þóra
Stefánsdóttir ritari, Ragnheiður
Guðmundsdóttirmeðstjórnandi.“
Aðventugleði á
Eyrarbakka
AÐVENTUGLEÐI verður haldin á
Eyrarbakka laugardaginn 4. desem-
ber.
Kl. 14 verður hinn árlegi jólabasar
Kvenfélagsins á Stað og kl. 16 verður
kveikt á jólatrénu við Alfsstétt. Kl.
16.30 verður síðan boðið upp á jólag-
lögg, upplestur og eplaskífur í Hús-
inu. Þeir sem lesa eru Andri Snær
Magnason úr bókinni Sagan af bláa
hnettinum, Guðjón Friðriksson, Ein-
ar Benediktsson II, og Benedikt Erl-
ingsson les úr Grýlusögu eftir Gunn-
ar Karlsson.
Kl. 20 verður síðan jólahlaðborð
og kvöldskemmtun á Stað með Borg-
ardætrum.
Aðventuhátíð á
Laugarvatni
í LAUGARDAL á Laugai-vatni
verður haldinn jólamarkaður o.fl.
laugardaginn 4. desember. Þá verð-
ur einnig kveikt á jólaljósum.
Dagski’áin hefst kl. 14 við Barna-
skólann þar sem kveikt verður á
jólaljósum og jólamarkaður kvenfé-
lagsins verður opnaður. Kór Laug-
dæla syngur jólalög. Kl. 17.15 við
Héraðsskólann verður kveikt á jóla-
ljósum á Lionsjólatré í Bjarnalundi
og á jólaljósum Héraðsskólans. Ker-
tafleyting verður á Laugarvatni. Kl.
18 og kl. 21 í Lindinni er síðan jóla-
hlaðborð og jólaglögg.
Lýst eftir
vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að tveimur árekstrum sem
urðu mánudaginn 29. nóvember.
Fyrri áreksturinn varð um klukk-
an 15.10 á gatnamótum Grensásveg-
ar, Hæðargarðs og Álmgerðis þegar
jeppabifreið, sem ekið var suður
Grensásveg, og fólksbifreið, sem ek-
ið var vestur Hæðargarð, lentu sam-
an.
Seinni áreksturinn varð um klukk-
an 15.30 þegar þrjár bifreiðar lentu
saman, sem ekið var í austurátt að
þrengingu við Laugaveg 123. Þar
mun hvít fólksbifreið hafa ekið í veg
fyrir hinar. Óskar lögreglan eftir því
að hafa tal af ökumanni þeiirar bif-
reiðai’.
Þeir sem urðu vitni að árekstrun-
um eru vinsamlegast beðnir um að
hafa samband við lögregluna í
Reykjavík.
Jólahátíð fyrir
fatlaða
JÓLAHÁTÍÐ Gleðigjafanna fyrir
fatlaða verður haldin í Súlnasal Hót-
els Sögu sunnudaginn 5. desember
kl. 15.30-18.
Á hátíðinni verða fjölbreytt
skemmtiatriði, m.a. leikur hljóm-
sveitin Gleðigjafarnir með André
Bachman og Helgu Möller í farar-
broddi, leikhópurinn Perlan sýnir,
Lúðrasveit verkalýðsins leikur og
skemmtikraftarnir Rúnar Júlíusson,
Jóki ti-úður, jólasveinar, Sigríður
Beinteinsdóttir, Móeiður Júníus-
dóttir, Ragnar Bjarnason, Hemmi
Gunn og Pétur pókus koma fram auk
Barnakórs Kársnesskóla. Kynnir er
Þorgeir Ástvaldsson.
Miðaverð er 500 kr. með veiting-
um. Miðasala er í Háskólabíói og á
skrifstofu Styi’ktarfélags vangef-
inna, Skipholti 50c. Aðgöngumiði
gildir sem happdrættismiði.
Brugðið á leik í
píanóbúð
PÍANÓNEMENDUR Allegro
Suzukitónlistarskólans munu bregða
á leik í Hljóðfæraverslun Leifs. H.
Magnússonar að Gullteigi 6 um
klukkan 14 laugardaginn 4. desem-
ber.
Þar munu nemendur, á aldrinum
5-14 ára leika saman á nokkur píanó
ásamt kennara sínum, Kristni Erni
Kristinssyni. Gestir og gangandi eru
velkomnir meðan húsrými leyfir.
Suzukiskólinn Allegro er nýr af
nálinni og og fer kennsla að mestu
fram í Réttarholtsskóla. Um 85 nem-
endur stunda nú nám við skólann.
Málfundur um
ágreininginn
við Sultartanga
UNGIR sósíalistar og aðstandendur
vikublaðsins Militant standa fyrir
málfundi föstudaginn 3. desember
kl. 17.30 um ágreininginn vegna
vinnu tékkneskra iðnaðarmanna við
Sultartanga.
Fjallað verður um aðdraganda og
framvindu ágreiningsins og rætt um
mikilvægi þess að taka ekki undir
sjónarmið sem gera hagsmuni er-
lendra og íslenskra verkamanna
andstæða. Dæmi verður tekið af
þjóðernislegri herferð gegn Alþjóða-
viðskiptastofnuninni sem þingar
þessa dagana.
Frummælandi verður Sigurður J.
Haraldsson, félagi í Eflingu, sem
hefur unnið við byggingu Sultar-
tangavirkjunar nýlega.
Fundurinn verður haldinn í bók-
sölunni Pathfinder, Klapparstíg 26,
2. hæð til vinstri.
íslenskir kristniboðar leitast við
að efla menntun og koma á fót
skólum á starfsakrinum. Myndin
er af eþíópskum skólapilti.
Kristniboðs-
basar á
laugardag
ÁRLEGUR basar Kristniboðsfélags
kvenna í Reykjavík verður haldinn
laugardaginn 4. desember næstkom-
andi. Hefst hann kl. 14 og verður í
Kristniboðssalnum við Háaleitis-
braut.
Ágóði af sölunni rennur til starfs
Sambands íslenskra kristniboðsfé-
laga, en á vegum þess eru nú fjórir
kristniboðar í Eþíópíu og Kenýju.
Tekið verður við munum á basarinn í
dag, föstudag, milli klukkan 17 og 19.
Félagið hélt nýverið upp á 95 ára af-
mæli sitt. Formaður þess er Kjellrun
Langdal.
í FRÁSÖGN af endurfundum Skot-
ans Douglas Henderson og Halldórs
Gíslasonar, fyrrverandi skipstjóra á
togaranum Gulltoppi, sem birtist í
Morgunblaðinu á miðvikudag, var
ranglega sagt að Halldór væri eini
eftirlifandi skipverji Gulltopps, en
Gulltoppsmenn björguðu Henderson
og 32 félögum hans eftir að þeir
höfðu velkst í björgunarbát í nær
fimm sólarhringa, í kjölfar þess að
þýskur kafbátur sökkti breska flutn-
ingaskipinu Beaverdale 1. apríl 1941.
Hið rétta er að a.m.k. þrír til við-
bótar eru enn á lífi, þeir Haraldur
Eyvinds og Guðmundur Guðmun-
dsson í Reykjavík og Gísli Einars-
son, sem búsettur er á Akureyri.
Mistök í vinnslu leiðrétt
Við vinnslu greinar Eiríks Tómas-
sonar prófessors, „Dómurum ber að
stuðla að því að upplýsa mál“, sem
birtist í Morgunblaðinu í fyrradag,
slæddist meinleg villa. Inn í máls-
grein vantaði hluta hennar, en það
var einmitt sá kafli, sem tekinn var
út úr greininni í tilvitnun í hana.
Málsgreinin, sem breglaðist átti að
vera svohljóðandi: „Vegna þess að
Ráðstefna um
skógrækt
ÍSLANDSSKÓGAR, ráðstefna um -
skógrækt á tímamótum, verður
haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borg-
artúni 6, í dag, föstudaginn, 3. des-
ember kl. 13-17. Að ráðstefnunni
standa Skógrækt ríkisins, Skóg-
ræktarfélag íslands, Landssamtök
skógareigenda, Héraðsskógar, Suð-
urlandsskógar og landbúnaðarráð-
uneytið.
Tilefnið er 100 ára afmæli skó-
græktar á íslandi og útkoma bókar
sama efnis eftir Sigurð Blöndal,
fyrrverandi skógræktarstjóra, og
Skúla Björn Gunnarsson, forstöðu-
mann Gunnarsstofnunar. Bókin
heitir Islandsskógar og munu þeir
Sigurður og Skúli Björn kynna
innihald hennar.
Þá verður röð erinda þar sem
fjallað verður um framtíðarhorfur í
skógrækt á íslandi frá ýmsum sjón-
arhornum. Ræðumenn verða Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra,
Jón Loftsson skógræktarstjóri,
Magnús Jóhannesson, formaður
Skógræktarfélags íslands, Edda
Björnsdóttir, formaður Landssam-
taka skógareigenda, Steingi-ímur
Hermannsson, fyrrverandi ráð-
herra, Hákon Aðalsteinsson skóg-
arbóndi, Freysteinn Sigurðsson
jarðfræðingur og Þröstur Eysteins-
son skógfræðingur. -
Parkinsonsam-
tökin á íslandi
eru 60 ára í dag
Parkinsonsamtökin á íslandi eru 60
ára í dag. Af þessu tilefni verður há-
tíð fyrir félagsmenn, gesti og alla
aðra, í Kiwanishúsinu Engjateigi 11.
á morgun laugardaginn 4. des kl: 12
á hádegi.
Boðið er upp á kvöldverð á 2.300
kr. og eru matarmiðarnir númeraðir
og fá heppnir gestir veglega happ-
drættisvinninga, svo sem bækur, út-
tekt í verslun og fleira.
Séra Jón Bjarman flytur jólaguð-
spjallið og halda gestir á jólaljósum á
meðan. Rúnar H. Vilbergsson, Jó-
hanna Marin Óskarsdóttir og Tómas
Brynjólfssson flytja tríó fyrir þrjú
fagott. Gunnar Eyjólfsson leikari les
upp. Hugljúf jólalög verða sungin af
gestum við undirleik Guðmundar
Pálssonar gítarleikara.
Parkinsonsamtökin eru til húsa í
Tryggvagötu 26 í Þjónustumiðstöð
líknarfélaga. Skrifstofan er opin alla
miðvikudaga kl:17-19, þar fást minn-
ingarkort. Þjónustumiðstöð líknar-
félaga er opin virka daga frá kl:9-17.
Þar eru til húsa 6-7 líknarfélög. Sér-
stök deild Parkinsonsamtakana er
einnig á Akureyri.
Hæstiréttur taldi að það myndi
styrkja sönnunargildi sérfræðiálit-
anna, ef höfundar þeirra staðfestu
þau og skýrðu fyrir dómi, og vegna
þess ennfremur að höfð var hliðsjón
af einu þeiri’a, þegar komist var að
niðurstöðu í málinu, tel ég að með-
vísun til þess hlutverks dómara í
sakamálum, sem gerð er grein fyrir
að framan, að eðlilegt hefði verið að
rétturinn legði fyrir ákæruvaldið eða
beindi því a.m.k. til þess að leiða um-
ræddan sérfræðing fyrir dóm.“
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Tré ársins
í frétt af „Tré ársins" í Túngötu 6,
álminum, sem fékk viðurkenningu
Skógræktai’félags íslands var þess
getið að einn þeirra, sem hlaut viður-
kenningu og tók við henni var Agnar
Kofoed-Hansen. Hann er alnafni
föður síns, sem var lögreglu- og flug-
málastjóri, og nafni afa síns, fyrsta
skógræktarstjóra á íslandi, sem
gróðursetti tréð í byrjun þessarar al-
dar.
Þetta er hér með áréttað.
Leiðrétt