Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 75

Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 75 FÓLK í FRÉTTUM Reuters Boð og bönn á heimili Sylvesters Stallones HEYRST hefur að töfratröllið Sylvester Stallone hafi hagað sér eins og keisari á heimili sínu í Miami og beðið þjónustufólk sitt að hverfa sér sjónum og bannað því að horfa í augun á sér. Fjórir cinstaklingar úr starfs- liði hans hafa nú krafið kappann og eiginkonu hans, Jennifer Flav- in, um 105 milljónir króna í skaðabætur fyrir hegðun þeirra gagnvart þeim. Að sögn manns sem vann sem kokkur á heimili Stallones fannst starfsfólkinu fulllangt gengið er hundur hús- bóndans fékk girnilega steik í matinn en starfsliðið varð að snæða í þvottahúsinu. „Hann móðgaði mig sem manneskju," sagði kokkurinn bitur og sár. Starfsfólkið, sem var allt af spænsku bergi brotið kynnti á blaðamannafundi nýverið boðorð- in tíu sem yfir þeim voru lesin er þau hófu að starfa fyrir Stallone. Samkvæmt þeim mátti starfsfólk- ið aldrei borða eða drekka neitt á heimilinu sem var í eigu Stallones og varð að koma með sitt eigið vatn, glös og diska í vinnuna. Því var fyrirskipað að leita að stoln- um silfurmunum í töskum allra gesta sem sóttu stjörnuna heim og á Stallonc að hafa svikið þau um launagreiðslur. Einnig var þeim bannað að tala við móður leikarans og henni bannað að tala við þau og er Stallone birtist átti starfsfólkið að láta sig hverfa hið snarasta. Stallone hefur ekki tjáð sig persónulega um málið en eig- inkona hans, Jennifer Flavin, sagði í viðtali í þættinum Ent- ertainment Tonight að þau hjónin hefðu „ávallt komið fram við starfsfólk sitt af ósvikinni virð- ingu“. Hún sagðist vera miður sín vegna málsins og að hún tryði því' varla að „nokkur manneskja gæti gert eitthvað þessu líkt“. MYNDBÖNP Dimm og drungaleg ■lla fengið fé (Godmoney) I) r a m a ★★ Leikstjóri: Darren Doane. Handrit: D. Doane og Sean Atkins. Aðal- hlutverk: Rick Rodney, Bobby Field og Christi Allen. (95 nu'n.) Banda- ríkin. Ski'fan, nóvember 1999. Bönnuð innan 16 ára. EFTIR að Nathan stígur út úr rútu í Kaliforníu tekur hann fyrsta leiguherberginu og fyrstu vinnunni sem hann finnur. Þannig reynir hann að flýja hryllilega fortíð, sem áhorfandinn fær m.a. innsýn í í byrjunaratriði myndarinnar. I þessari leik- stjórnarfrum- raun Darrens Doanes er dregin upp nokkuð blá- köld mynd af tilveru rótlauss ung- mennis sem lifað hefur og hrærst í undirheimum stórborganna þar sem allt snýst um eiturlyf. Aðstandendur myndarinnar spinna drungalega átakasögu í kringum aðalpersónuna en hafa færst heldur of mikið í fang, því dálítill viðvanings- og tilgerðar- bragður er yfir henni. Heiða Jóhannsdóttir Þriggja rétta jólamatseðill um helgina kr. 1.890 Hornið / Djúpið og Café Galleríið, Hafnarstræti 15, sími 551 3340. Góðir staðir úrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Koinbi KRINGLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.