Morgunblaðið - 23.01.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.01.2000, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viðskiptaráðherra um kaup bankastarfsmanna á óskráðum hlutabréfum Hraða þarf því að setja nýj ar verklagsreglur VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, segir að verið sé að vinna að hug- myndum um nýjar verklagsreglur, sem m.a. varða kaup starfsmanna fjármálastofnana á óskr- áðum hlutabréfum. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær keyptu nokkrir starfsmenn Búnaðarbankans óskráð hlutabréf í DeCODE, þrátt fyrir að verklagsreglur bankans kveði á um að slíkt sé óheimilt. Ekki var leitað samþykkis rík- isins, sem er meirihlutaeigandi, en Stefán Pálsson bankastjóri telur að verklagsreglur hafi ekki verið brotnar, þar sem ríkið hafi áður samþykkt að starfsmenn Búnaðarbankans keyptu óskráð bréf í bankanum. Viðskiptaráðherra vildi í samtali við Morgun- blaðið ekki tjá sig um einstök mál eða fyrirtæki, en sagði að þessi mál væru í ákveðnum farvegi innan ráðuneytisins. „Við erum að skoða þessi mál af mikilli alvöru. Ég kallaði til fundar við mig alla þessa aðila á fjármagnsmarkaði og eftirlitsaðilana líka og við settum málið í ákveðinn farveg. Ætlun- in er að hraða þeirri vinnu mjög sem beinist sér- staklega að þessum verklagsreglum. Pað ríkti mikill einhugur á þessum fundi um að það væri mikilvægt til að viðhalda trausti fyrirtækjanna að þessir hlutir væru í lagi. Það voru allir á þeirri skoðun. Ég er sannfærð um að okkur muni takast að koma málinu í þann farveg að um það ríki sátt.“ Allar undanþágur eru varhugaverðar Valgerður segir að nýjar reglur verði unnar í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og ekki sé úti- lokað að breyta þurfi einhveijum þeim lögum er þessi mál varða. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftir- litsins, segir að tekið verði til skoðunar hvemig staðið hefur verið að verki í þessu tilviki, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta sérstaka mál. Hann segir að Fjármálaeftirlitið geri auðvitað kröfur til að verklagsreglum sé fylgt og að undan- þágur frá þeim séu mjög vandmeðfarnar. ,jUlar undanþágur sem veittar eru og ekki eiga sér stoð í reglunum eru að okkar mati varhugaverðar.“ Að sögn Páls gerir Fjármálaeftirlitið kröfu um að fjármálastofnanir fylgi þessum reglum. Hins vegar hafi menn litið þær mismunandi augum, og því þurfi að breyta. „Það þarf að fylgja því full al- vara að þessum reglum sé fylgt. Það þarf að skýra þessar reglur og taka þær til endurskoðunar og Fjármálaeftirlitið mun kalla mjög sterkt eftir því.“ Serstakur vefur með gögnum um rekstrarleyfí MORGUNBLAÐIÐ hefur sett upp sérstakan vef á mbl.is í tilefni af útgáfu rekstrarleyfis til gerðar og starfrækslu gagnagrunns á heil- brigðissviði og reglugerðar um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þar er að finna rekstrarleyfið, sem Islenskri erfðagreiningu hefur verið veitt, reglugerðina, sem ráð- herra gaf út í gær vegna rekstrar- leyfisins, og samning þann sem ráðherra og fyrirtækið gerðu í til- efni af útgáfu starfsleyfisins. Einnig eru á vefnum fjölmörg önnur gögn, viðaukar, þar sem birtast ýmsar forsendur rekstrar- leyfisins, samningsins og reglu- gerðarinnar. í viðaukunum er að finna um- fjöllun um eftirfarandi efni: ► Almenna kröfulýsingu fyrir sjúkraskrárkerfi gagnagrunnsins. ► Greinargerð vegna flutnings upplýsinga í gagnagrunn á heil- brigðissviði. ► Helstu form- og efnisatriði samninga rekstrarleyfishafa og heilbrigðisstofnana og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna. ► Stöðulýsingu á heilbrigðis- upplýsingum. ► Skilmála um fjárhagslegan aðskilnað starfrækslu gagna- grunnsins frá annarri starfrækslu leyfishafa. ► Skrá yfir heilbrigðisstéttir. ► Almenna öryggisskilmála tölvunefndar. ■ ► Hluta af tækni-, öryggis- og skipulagsskilmálum tölvunefndar. Morgunblaðið hefur undir höndum þrjá kafla af átta. í hinum fimm köflunum eru ákvæði um stjórnun- arlegt öryggi og fleira og birtir Tölvunefnd þá ekki af öryggis- ástæðum. Að auki er að finna á vefnum allt það efni, sem áður hefur birst á mbl.is um gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Morgunblaðið/RAX Hugað að netum LÍFIÐ gengur sinn vanagang við höfnina og sjómenn önnum kafnir sem fyrr. Enda fiska þeir lítið sem ekki rða. Huga þarf að netum fyrir næsta róður og koma öllu fyrir á sfnum stað, líkt og maðurinn á myndinni var önnum kafinn við á bakkanum í Reykjavíkurhöfn. * Kári Stefánsson segir gjaldtöku fyrsta auðlindaskattinn á Islandi Gerð grunnsins liefjist innan nokkurra mánaða KÁRI Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, segist vonast til að samningar við heil- brigðisstéttir um flutning upplýs- inga í gagnagrunn á heilbrigðis- sviði komist á það stig innan nokkurra mánaða að hægt verði að hefja vinnu við gagnagrunninn. Fyrir rekstrarleyfi gagnagrunns- ins til 12 ára greiðir Islensk erfða- greining 70-140 m. kr. á ári. Kári var spurður hvort hann teldi gjald- tökuna eðlilegt hlutfall þeirra verð- mæta, sem grunnurinn muni skapa. Hann benti á að fyrirtækið væri ekki orðið gróðavænlegt ennþá og óljóst væri hvort svo yrði enda fengist það við áhættusaman rekst- ur. „Þetta er að vissu leyti auð- lindaskattur og er í fyrsta skipti sem slíkt er lagt á atvinnustarf- semi hér,“ sagði Kári. „Það gerist á sama tíma og aðrar þjóðir eru að minnka skatta á hátækniiðnað vegna þess að það er sú atvinnu- grein sem verið er að byggja upp. Þannig að þessi greiðsla er ekki beinlínis í anda þeirra hugmynda sem aðrar þjóðir hafa um það hvernig þær hlúa að og hlaða undir hátæknifyrirtæki," sagði hann og vísaði þar m.a. til íra, Þjóðverja og fleiri Evrópuþjóða. Slagar hátt í tekjuskatt sjáv- arútvegs sl. 15 ár Kári sagði gjaldtökuna heldur ekki í anda þeirrar afstöðu sem innlend stjórnvöld hefðu tekið þeg- ar kæmi að auðlindaskatti til sjáv- arútvegs og annarra atvinnugreina. „Að vissu leyti skil ég þetta vegna þess að hér er um að ræða sérleyfi til langs tíma, en það ber samt að skoða þetta í þessu ljósi.“ Hann sagði greiðslurnar tölu- verðar kvaðir á Islenskri erfða- greiningu, eins og fyrirtækið væri núna. „Þetta gætu orðið 1.680 m. kr. á 12 árum og ef þú berð það saman við þann tekjuskatt sem sjávarútvegurinn hefur greitt á síð- astliðnum 15 árum þá hugsa ég að þetta slagi nú hátt í það,“ sagði Kári. Hins vegar sagðist hann vona, trúa og treysta að fyrirtækið myndi vaxa á þann hátt að gjald- takan verði því „allt að því létt byrði að bera“ og greiðslan hverf- andi hluti af því fé sem Islensk erfðagreining flytji inn í íslenskt samfélag. Þannig eigi það að vera þvi fyrirtæki eigi ekki bara að skila til samfélagsins í gegnum skatta og gjöld, „heldur í gegnum það að verða kraftmikil, veita atvinnu og flytja auð á þann veg inn i okkar samfélag," sagði Kári. Hann kvaðst telja sjálfsagt, eðli- legt og skynsamlegt að láta ís- lenska erfðagreiningu standa straum af öllum kostnaði hins opin- bera af undirbúningi rekstrarleyf- isins og eftirliti með starfseminni. „Þetta er sértækt fyrirtæki og eft- irlitið er sértækt," sagði Kári. Hann kvaðst búast við að þessi kostnaður skipti tugum milljóna króna á ári. Ekki meiriháttar áhrif Spurður um áhrif veitingar rekstrarleyfisins á verðmæti og væntanlega skráningu móðurfé- lagsins DeCODE genetics á banda- ríska hlutabréfamarkaðinn NAS- DAQ sagði Kári að vegna kvaða á stjórnendur fyrirtækja sem tækju þátt í því ferli sem er aðdragandi skráningar, gæti hann ekki svarað slíkum spurningum að öðru leyti en því að hann teldi að leyfisveitingin hefði ekki meiriháttar áhrif á ferli skráningar fyrirtækisins á NAS- DAQ. Ferlið haldi áfram og því ljúki í fyllingu tímans. ►l-64 Gagnagrunnurá heilbrigðissviði ►Rekstrarsamningur íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisráðuneyti. /10-16 Vinnukönnun vekur spurningar ► Niðurstöður könnunar um vinnu bama og unglinga á Norðurlöndum hefur vakið athygli. /22 Erfitt að gera upp á milli kennslu og rannsókna ►Ragnheiður Bragadóttir er fyrst kvenna til að gegna prófessorstarfi við lögfræðideild H.í. /28 í fjarvinnslu um allt land ► í Viðskiptum/Atvinnuh'fi á sunnudegi er rætt við Pál Kolbeinsson og Gunnar Þór Gestsson í Elementi hf. á Sauðárkróki. /30 ►1-32 Hákarlinn nær örugglega dauður... ►Nokkrir Islendingar verka hákarl en Stefán Guðjónsson á Eskifirði er einn fárra sem enn veiðirhann. /1&16-17 Sunnudagsbarn - vinur kvenna og dýra ►Heimsókn til Karls Kortssonar fyrrverandi dýralæknis á Hellu og Antje konu hans. /6 Heimsyfirráð eða dauði ►Baráta gegn erfðabreyttum matvælum hefur sett mjög mark sitt á bandarískt þjóðlíf á undanfömum mánuðum. /14 FERÐALÖG ► l-4 Hindúasamfélag í landi islams ►Eyjan Bah' undan ströndum Jövu er fjölsóttur ferðamannastaður. /2 Snætt á leið til Jakobs ►Af veitingahúsinu Casa Ojeda í Burgos á Spáni. /4 D BÍLAR ► l-4 Nýr Volkswagen Polo ►Þykir lipur og hljóðlátur. /2 Reynsluakstur ►Aflmeiri og laglegri Renault Scénic. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► l-24 Vildarkort Visa og Flugleiða ► Nýr samningur undirritaður milli fyrirtækjanna. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/R/4/8/bak ídag 50 Leiðari 32 Brids 50 Helgispjall 32 Stjörnuspá 50 Reykjavíkurbréf 32 Skák 50 Skoðun 34 Fólk í fréttum 54 Viðhorf 38 Utv/sjónv. 52,62 Minningar 38 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Mannl.str. 20b Bréf til blaðsins 48 Dægurtónl. 30b INNLENDAR FRÉTTIR- 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.