Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Herdís Þorsteinsdóttir kveðst hafa sloppið vel úr
lestarslysi í Þýskalandi þrátt fyrir talsverð meiðsli
„Þetta voru hræði-
leg sekúndubrot“
með meðvitund en dómgreindin er
samt eitthvað eftirá. Síðan reyni ég
að komast út og við hjálpuðumst að í
myrkrinu en hin stelpan slasaðist
eitthvað minna. Um leið og við vor-
um komnar út og uppá vagninn var
nóg af fólki til að hjálpa okkur.“
Lögð á börur og gefín lyf
Farþegarnir voru flestir færðir á
krá rétt við slysstaðinn og þar sagð-
ist Herdís hafa verið lögð á börur og
gefin lyf til að lina sársaukann en
síðan var hún flutt á háskólasjúkra-
húsið í Köln sem nefnt er Uniklinik.
Sagði hún það hafa gengið hratt fyr-
ir sig. Þar liggur hún á slysadeild og
gerir ekki ráð fyrir að útskrifast
fyrr en eftir tvær vikur. Átta manns
létust í slysinu og um 100 slösuðust
alvarlega og um 30 hlutu minni
meiðsl. Ennþá eru 49 á sjúkrahúsi.
„Þetta eru augnablik sem ekki er
hægt að lýsa, kannski eins og þegar
lestir eru að fara útaf í hasarbíó-
myndum með Bruce Willis, en ég
átta mig eiginlega ekki á því hvað er
að gerast fyrr en í sjúkrabílnum.
Mér fannst þó þegar ég var að
skríða út úr lestinni að ég væri að
bjarga lífi mínu en þetta voru mjög
ónotanleg augnablik og það skilur
sjálfsagt enginn nema sá sem lendir
í þessu.“
Lögfræðingur kannar
réttarstöðuna
Herdís segir að fulltrúar frá
Deutsche Bahn hafi heimsótt sig á
sjúkrahúsið, bæði til að sýna henni
stuðning og leita eftir upplýsingum.
Hún kveðst hafa falið lögfræðingi
formleg samskipti við fyrirtækið og
segir hún rétt sinn sem og annarra
farþega gagnvart járnbrautunum
verða kannaðan. Hún kvaðst afar
þakklát fyrir stuðning Ingimundar
Sigfússonar, sendiherra í Berlín, en
hann útvegaði henni lögfræðing og
sömuleiðis þakkar hún stuðning fjöl-
skyldunnar heima, foreldra sinna,
Lilju Ingjaldsdóttur og Þorsteins
Þorleifssonar.
Nokkur gagnrýni hefur verið á
þýsku jámbrautirnar vegna slysa og
segir Herdís unnið að rannsóknum á
orsökum slyssins. „Það er eitthvað
ekki í lagi hjá fyrirtækinu, tæknimál
eða annað, og slys síðustu tvö árin
hafa rýrt mjög álit manna á því, en
nú er farið að ræða þessi mál opin-
skátt. En þeir hafa boðið okkur uppá
aðstoð sálfræðinga og það er gott að
geta farið yfir atburðinn og rætt
hann því þótt ég sé ekki sködduð á
sálinni eftir þetta þá er nauðsynlegt
að tala um þessar myndir af atburð-
inum sem koma stöðugt upp í hug-
ann.“
Ekki aftur í Iest í bráð
Herdís lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands vorið 1991
en hélt síðan til Þýskalands í nám.
Lauk hún prófi sem dómtúlkur í
ensku, frönsku og þýsku 1997 og er
sérsvið hennar tæknimál. Hún hefur
kennt íslensku við Háskólann í Köln
síðustu misserin, unnið nokkuð við
þýðingar og kveðst einnig hafa
starfað sem ílugfreyja hjá Condor
til að drýgja tekjurnar, þar sem há-
skólakennslan hafi ekki verið fullt
starf. „Ég ætlaði einmitt að fljúga
talsvert í þessum mánuði og var
komin með áætlun, því ég hef frí frá
háskólanum næstu tvo mánuði,“
segir Herdís og gerir ekki ráð fyrir
að vera komin til starfa aftur fyrr en
eftir nærri tvo mánuði. „En ég hef
verið óskaplega heppin, hef greini-
lega ekki átt að fara og hlýt að hafa
haft einhvem verndarengil og spyr
bara hver það getur verið. En ég
stíg ekki upp í lest í bráð, ekki næsta
hálfa árið að minnsta kosti.“
Herdís Þorsteinsdóttir var á leið til vinnu
sinnar með lest frá Köln til Frankfurt þegar
hún fór útaf sporinu. Atta manns létust og
um 130 slösuðust, margir alvarlega. Hún
bar sig vel þrátt fyrir meiðsli en kvaðst ekki
ætla að stíga aftur upp í lest á næstunni.
Morgunblaðið/Einar Falur
í lausu lofti
LEIKNI á skiðum og leikni á snjó-
brettum fer ekki endilega saman.
Margur reyndur skíðagarpurinn
hefur komist að því þegar ætlunin
hefur verið að þjóta niður brekk-
urnar á bretti. Brettin krefjast
sérstakrar lagni og æfingar og
geta náð miklum hraða. Þeir sem
hafa náð tökum á íþróttinni, eins
og þetta unga fólk í Breiðholtinu,
fara hins vegar létt með að
stökkva hæð sína í loft upp, snúa
sér í hringi og sýna hverslags aðr-
ar kúnstir.
Tvær bflveltur á
höfuðborgarsvæðinu
TALSVERÐUR erill var hjá lögreglu
í stærstu umdæmunum á höfuðborg-
arsvæðinu í gær, vegna óhappa í um-
ferðinni. Meiriháttar slys urðu þó
ekki á fólld að sögn þeirra lögreglu-
varðstjóra sem talað var við.
Um tugur árekstra hafði orðið í
umdæmi Reykjavíkuriögreglunnar
seinni part dags, þar af ein bílvelta í
Ártúnsbrekkunni þar sem ökumaður
missti stjóm á bifreið sinni með íyrr-
greindum afleiðingum. Hrina umferð-
aróhappa kom í umdæmi Kópavogs-
lögreglunnar á milli klukkan 16.30 og
17 í gær, þar af ein bílvelta á Reykja-
nesbrautinni á móts við Dalveg. Þá
urðu tveir árekstrar á Hafnarfjarðar-
veginum nálægt Kópavogslæknum og
enn einn á Reykjanesbrautinni. Talið
er að akstursskilyrði hafi versnað
skyndilega með þeim afleiðingum að
hvert óhappið rak annað.
Hafnaríj arðarlögreglan sinnti þá
2-3 minniháttar árekstrum í sínu um-
dæmi en að öðru leyti gekk umferð
vel fyrir sig að sögn varðstjóra.
„ÞETTA voru hræði-
leg sekúndubrot sem
gleymast ekki og ég
óska engum að lenda í
slíku,“ sagði Herdís
Þorsteinsdóttir, einn
farþega í lestinni sem
fór út af sporinu
skammt frá Köln á
laugardagskvöld, í
samtali við Morgun-
blaðið í gær. Hún
liggur á háskóla-
sjúkrahúsinu í Köln
og býst við að útskrif-
ast eftir um það bil
tvær vikur, en hún
kveðst ekki búast við
að snúa til vinnu á ný
fyrr en eftir sex til átta vikur.
Herdís skarst á höfði og marðist
illa en hún bar sig vel í gær og bað
fyrir kveðjur heim. „Eg hef það
sæmilegt en það tekur sinn tíma að
láta sér batna og safna kröftum,
læra aftur að hreyfa sig, fara í sturtu
og þess háttar. Eg er marin og þess
vegna þrengir að rifbeinunum og þá
er erfitt að snúa sér, anda djúpt og
hlæja eða gráta en það gengur þó
betur með hverjum deginum sem
líður,“ segir Herdís.
„Ég kastaðist fram og aftur í lest-
arklefanum og allur
skrokkurinn er í bláum
og frekar ljótum mar-
blettum en ég er heppin
að vera ekki brotin. Sár
á höfðinu var saumað
með 13 eða 14 sporum
og þess vegna þurfti að
raka talsvert af hárinu
en ekki allt sem betur
fer.“
Lestin D-203 frá
þýsku jámbrautunum
Deutsche Bahn var á
leið frá Amsterdam í
Hollandi til Basel í Sviss
en Herdís kom um borð
í Köln á laugardags-
kvöld og ætlaði til
Frankfurt þar sem hún átti að mæta
til vinnu sinnar hjá þýska leiguflug-
félaginu Condor. „Flugið var áætlað
klukkan 5 á sunnudagsmorgun og ég
tók því síðustu lest frá Köln og hafði
verið um 10 mínútur á ferðinni þeg-
ar ósköpin dundu yfir. Maður sest
bara inn í lestina eins og vant er og
heldur að allt sé í lagi en svo gerist
þetta. Það kemur þetta mikla högg,
rafmagnið dettur út, lestin fer út af
sporinu og vagninn fer á hliðina. Við
vorum tvær í klefanum og köstuð-
umst fram og til baka en erum samt
Herdís
Þorsteinsdóttir
Heimilislína Búnaöarbankans - ræktaöu garðinn þinn
Gullreikningur með hærri innlánsvöxtum • Lægri vextir á yfirdrætti
Heimilisbanki á Netinu • VISA farkort • Fjármögnunarleiðir
Greiðsluþjónusta • Ávöxtunarleiðir
® BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
HEIMILISLÍNAN
Hlutfall ólöglegs hug-
búnaðar hefur lækkað
UM 65-70% af þeim hugbúnaði í tölv-
um sem er í notkun hér á landi er not-
aður án tilskilinna leyfa. Hlutfall
ólöglegs hugbúnaðar hefur minnkað
nokkuð frá síðasta ári, en er engu að
síður það hæsta í Vestur-Evrópu og
líkist helst því sem gerist í Afríku og
Austur-Evrópu. Þetta kom fram í
máli Norvalds M. Heidel, fulltrúa
BSA, alþjóðasamtaka hugbúnaðar-
framleiðenda, á fundi með söluaðilum
tölvuhugbúnaðar í gær. Tilefni fund-
arins var að kynna söluaðilum hug-
búnaðar áherslur BSA, en í dag
sendu samtökin 3.500 stjómendum
íslenskra fyrirtækja bréf þar sem
spurt er hvort ólöglegur hugbúnaður
sé í notkun í fyrirtækjum þeirra.
Áætlað var að hlutfall ólöglegs
hugbúnaðar hér á landi árið 1997
væri 81%. í fyrra var hlutfallið 82%,
en á síðasta ári fór hlutfallið niður í
62%. „Ég tel að þessi breyting skýr-
ist helst af átaki ríkisstofnana í þess-
um málum. Yfirmenn þeirra hafa tek-
ið sig á og nú viljum við að
forráðamenn einkafyrirtækja geri
slíkt hið sama,“ sagði Heidel, sem
einnig er yfirmaður eftirlits Micros-
oft á Norðurlöndum með ólöglegum
hugbúnaði.
Ábyrgð framkvæmdastjóra
I bréfinu, sem Hróbjartur Jónat-
ansson, hrl., ritar fyrir hönd BSA, er
bent á að framkvæmdastjórar fyrir-
tækja beri ábyrgð á að hugbúnaður í
fyrirtækjum þeirra sé löglegur.
Ábyrg fyrirtæki gangi úr skugga um
að bifreiða, tölva og annars búnaðar
sem er í notkun hjá fyrirtækinu hafi
verið aflað með lögmætum hætti og
að tilskilin leyfi séu til staðar og hið
sama eigi að gilda um hugbúnað.
„Hefur þú hugleitt hvaða afleiðing-
ar það hefði ef ekki væri greitt fyrir
65% af þeirri vöru og þjónustu sem
þú selur? Þetta er sá vandi sem hug-
búnaðarrétthafar standa fyrir á Is-
landi,“ segir einnig í bréfinu. Þar er
jafnframt bent á að þjófnaður á hug-
búnaði geri það að verkum að fjöldi
áhugaverðra starfa tapist, hann hægi
á þróun og slíkt bitni beinlínis á fyrir-
tækjum og einstaklingum. Þetta eigi
sérstaklega við á litlum markaðs- og
málsvæðum eins og íslandi.
„Tap framleiðenda vegna ólöglegs
hugbúnaðar nemur hundruðum millj-
óna á hverju ári. Við viljum benda á
þetta með jákvæðum hætti í fyrstu,
en munum jafnframt fylgja þessu eft-
ir af fullum þunga,“ segir Heidel.
Innan tveggja til þriggja mánaða
verður íslenskt Windows-stýrikerfi
sett á markað og Heidel segir að í
Ijósi þess framtaks vænti menn þess
að hlutfall ólöglegs hugbúnaðar
minnki enn frekar. Hann nefnir að í
Svíþjóð fái þeir sem bendi á notendur
ólöglegs hugbúnaðar 10% þeirrar
sektar sem fylgi í kjölfarið. Þá leið sé
hægt að fara hér á landi, en engin
ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt.
Fjölmargar ábendingar
BSA auglýstu fyrir skemmstu eftir
ábendingum um fyrirtæki, stofnanir
eða einstaklinga sem nýttu ólöglegan
eða stolinn hugbúnað. Að sögn Heid-
els bárust fjölmargar ábendingar eft-
ir að auglýsingamar birtust, flestar
þó nafnlausar og erfitt hefði verið fyr-
ir lögmenn samtakanna hér á landi að
byggja á þeim. Fjórtán málum hefði
þó verið fylgt eftir. Þar af hefðu
samningar um skaðabætur náðst í
tveimur tilfellum, samtals að upphæð
500.000 kr„ í einu tilfelli hefði aðili
verið dæmdur í tveggja mánaða fang-
elsi og þrjú mál væru enn til rann-
sóknar hjá lögreglu.