Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 12

Morgunblaðið - 10.02.2000, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Pétur H. Blöndal vill skipta árlegum afnotarétti nytjastofna á íslandsmiðum milli íbúa landsins Markaðsvæðingin mikilvægust Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hef- ur mælt fyrir þings- ályktunartillöffli um að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að kanna kosti og galla þess að ár- legum afnotarétti nytjastofna á Is- landsmiðum verði skipt jafnt milli allra íbúa landsins. Stein- þór Guðbjartsson ræddi við Pétur. Pétur H. Blöndal leggur til að nefnd, sem sjávarútvegs- ráðherra skipaði í septem- ber 1999 og hefur það hlut- verk að endurskoða og koma með tillögur til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða, sáttanefndinni svo- nefndu, verði falið að hafa forgöngu um að gera þessa könnun og að henni verði lokið 1. september í ár. Pétur flutti tillögu sama efnis á 122. löggjafarþingi Alþingis 1997- 1998 en hún fékkst ekki útrædd. í ýt- arlegri greinargerð bendir Pétur á að ýmislegt hafi gerst síðan og þings- ályktunartillagan sé flutt í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjómarinnar. Breyta verður eignarhaldinu í greinargerðinni segir Pétur að með núverandi fyrirkomulagi séu nytjastofnamir augljóslega ekki sam- eign þjóðarinnar. Hann segir að með hugtakinu „auðlind þjóðar“ eigi fólk sennilega við lind sem auður streymir úr til þjóðarinnar án þess að hún þurfi að vinna fyrir honum sérstaklega. Þannig að hlutfallslegt verð breytist. Ef einstaklingur hefúr umráð yfir auðlindinni og hagur hans rekst á hagsmuni þjóðarinnar tekur einstakl- ingurinn fýrst og fremst ákvörðun út frá hagsmunum sínum. Niðurstaðan sé sú að auðlind þjóðar geti ekki verið í eigu einstaklinga eða fyrirtækja þeirra. „Tvö atriði gera það að verkum að égtelaðbreytaþurfifisk- ___________ veiðistjómunarlögun- um,“ segir Pétur við Morgunblaðið. „í fyrsta lagi er það réttlætissjón- armið, þó alltaf séu áhöld um hvað sé réttlæti, og svo hitt, sem er veigameira, að auðlind þjóðar í ein- hveijum skilningi getur ekki verið í eigu einstaklinga, því þeir munu alltaf hegða sé eins, sama hvort um er að ræða Japana eða íslendinga. Þeir hegða sér alltaf miðað við eigin hags- muni, nema litlu muni.“ Til útskýr- ingar segir hann að miklir átthaga- vinir hafi selt kvóta frá heimabyggð sinni henni til tjóns af því að þeir komust þannig úr miklum vandræð- um og fengu auk þess mikið fé. Það sama muni gerast gagnvart íslandi í heild - sá sem eigi fiskveiðiheimildir við ísland muni alltaf hegða sér mið- að við sína hagsmuni, burtséð frá þjóðemi. „Þær ströngu kvaðir sem settar hafa verið til að hindra aðgang útlendinga að auðlind- inni með alls konai- ráð- stöfunum til að gæta þess að útlendingar taki ekki þetta fjöregg, framsalstakmarkanir, erfðatakmarkanir og fleira, eru dæmdar til að mistakast vegna þess að íslendingurinn, sem fer með kvótann, mun hegða sér eins og ein- staklingur. Ef við ætlum að hafa þessa auðlind í einhverjum skilningi í eigu þjóðarinnar, verð- um við að breyta eignar- haldinu. Þó það gerist á 20, 30 eða 50 árum skiptir það ekki meginmáli því hugsa þarf hvar kerfið endar.“ Ávísun til allra Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að árlegum veiðiheimildum verði dreift til allra íbúa landsins. All- ir með lögheimili hér á landi fái ávís- un upp á jafna hlutdeild í árlegum af- rakstri auðlindarinnar. Auka megi framboð og markaðshæfni aflaheim- ildanna með því að dreifa hlutdeild- inni t.d. þrjú eða fimm ár fram í tím- ann og með því að leggja engar kvaðir á framsal hlutdeildar í heildarafla. Hver íbúi fái árlega ávísun á hlutdeild sína í heildaraflaheimildum hvers árs og miðað við að þær séu um 550.000 þorskígildistonn fengi hver einstaklingar að veiða árlega um það bil tvö þorskígildistonn. Markaðsverðið nú er um 100 kr. á kg og því gæfi þetta um 200.000 kr. á ári. Hins vegar myndi verðið lækka mikið þegar allar veiðiheimildir yrðu seldar á markaði, jafnvel niður í 20 kr./kg, og því væri Hklegt að salan skilaði hveijum ein- staklingi um 40 til 80 þúsund krónum. „Þetta er lausn sem liggur á borð- inu og augljóst er að gera þetta svona,“ segir Pétur. „Vegna þess að ísland er eitt efnahagssvæði og eitt vinnusvæði er ákaflega erfitt að finna út úr því hvemig láta má fólk í hinum ýmsu byggðum fá kvótann. Menn geta skráð sig til heimilis á Siglufirði og búið í Reykjavík en til að koma í veg fyrir slíkt „svindl" verðum við að láta alla íslendinga fá jafnan hlut í auðlindinni enda allir meira og minna háðir henni.“ Pétur H. Blöndal Einstaklingar geta ekki átt auðlind þjóðar Greinargerðinnni er skipt í níu kafla og þar er m.a. skilgreint hvað átt sé við með orðunum „íslensk þjóð“ og niður- staðan sú að átt sé við það fólk sem býr í land- inu með þriggja eða fimm ára biðtíma fyrir þá sem flytjast til landsins. „Það er ekk- ert á hreinu hvað átt við er með orðinu þjóð og útfærslan er tækni- legs eðlis,“ segir Pétur og vísar til greinar- gerðarinnar. Lægra verð með markaðsvæðingu Samkvæmt greinargerðinni er gert ráð fyrir að breyting á eignar- haldi frá núverandi varanlegri „eign“ eigi sér stað á 20 árum og útgerðin af- skrifi núverandi „kvótaeign" sína um 5% á ári. Þannig verði komið í veg fyrir kollsteypur og stuðlað að sátt um breytinguna. Sem sárabætur til útgerðarinnar verði þessi tíma- bundna eign hennar tryggð með lög- um og framsal á henni verði alveg fijáls. Afskriftir megi draga frá tekjum fyrir skatt. Enn fremur verði felldar niður allar sérstakar kvaðir, sem lagðar eru á útgerðina umfram aðra atvinnuvegi, t.d.varðandi fjár- festingar útlendinga, veðsetningu kvóta, sjóðakerfi o.fl. Pétur segir að tillaga sín eigi að lækka verð fyrir veiðiheimildir og að um markaðsvæðingu sé að ræða því á endanum fari allur kvóti á markað. í greinargerðinni bendir hann á að hagnaður nokkurra stórra og vel rek- inna sjávarútvegsfyrirtækja á sl. ári hafi verið 11 til 31. kr. hvert kíló sem þaumáttuveiða. „Þekkt er að þegar farið er úr mið- stýrðu kerfi sem ekld er mikill mark- aður með og yfir í markaðsvæðingu lækkar verðið,“ segir Pétur. Með hliðsjón af fyrmefndum hagnaði seg- ir hann að fyrirtækin geti ekki borgað nema 10 til 20 kr. á kíló að óbreyttum rekstri án þess að hagnaður hverfi og muni ekki borga meira. „Verðið fyrir leigu á veiðiheimfidum mun lækka úr meira en 100 krónum á kíló niður í 30 til 60 krónur á mjög stuttum tíma. Þá getur trillukarlinn á Vestfjörðum far- ið að gera út.“ Pétur segir að miðað við það að Morgunblaðið/HG kvótinn verði seldur þijú ár fram í tímann taki þessi breyting ekki mjög langan tíma. „Það verður mikið fram- boð af kvóta mjög fljótt og kvóti út- gerðarinnar verður algerlega fijálst framseljanlegur sem lækkar hugsan- lega verðið á honum þó að hann geti orðið meira virði vegna þess hvað hann verður ftjáls.“ Að sögn Péturs er útilokað að kvót- inn fari á fárra hendur. „Ef einhver ætlar að kaupa allan kvótann eða stóran hluta hans, segjum 80%, verð- ur hann að gera það ár eftir ár eftir ár vegna þess að aðeins er úthlutað og dreift á þjóðina árlegum veiðiheimild- um en ekki stofninum sjálfum. Slík kaup myndi hækka verðið á veiði- heimildunum verulega og þar sem hátt verðværi greitt fyrir kvótann yrði kaupandinn að veiða með mjög litlum tilkostnaði til að tapa ekki öllu fé sínu. Eg hef enga trú á að einhver gætigertþað." Einstaklingurinn fer betur með en ríkið Pétur segir að verði Vatneyrar- dómurinn staðfestur í Hæstarétti sjái hann aðeins tvær leiðir til að allir eigi jafnan rétt til fiskveiða. .Annaðhvort að hafa uppboð þar sem allir borga jafn mikið eða þá að dreifa þessu á þjóðina. Munurinn er sá að annars vegar er verið að tala um að andvirðið renni til ríkisins, mikil ríkisvæðing, og hins vegar að and- virðið renni til einstakl- inga. Á þessu sé ég mik- inn mun. Sjónarmið míns flokks í gegnum tíðina hefur verið að einstakl- ingurinn sé betur fær um Einstakiingur fer betur með peninga en ríkið að sjá um peningana sína heldur en ríkið. Verr sé farið með opinbert fé en fé einstaklinga." Flatur tekjuskattur hugsanlegnr í kjölfarið Pétur segir að núverandi kerfi neyði menn til að sameina fyrirtæki vegna takmarkana á framsali en í sínu kerfi geti nýir menn byijað í út- gerð, sem þeir geti ekki miðað við nú- verandi aðstæður. „Því er viðbúið að samkeppni í útgerð aukist mikið.“ Hann segir að auk þessa séu mark- aðsvæðingin og mikil verðlækkun á kvóta helstu kostir breytinganna, sem hann leggur til. „Þetta mun gagnast landsbyggðinni en í núver- andi kerfi getur enginn nýr byrjað í útgerð, hverfi kvóti úr ákveðnu byggðarlagi, því verð á leigukvóta er svo hátt. Menn borga ekki yfir 100 krónur fyrir að fá að veiða kíló af þorski til þess að fá 120 krónur fyrir hann á markaði. Það gengur ekki upp. Markaðsvæðingin er meginkost- ur þessa kerfis en líka það að allir landsmenn fá þennan kvóta. Það bæt- ir samkeppnisstöðu íslands við út- lönd og er félagslegt atriði því böm og lífeyrisþegar fá jafn mikið og aðrir. Þessi félagslegi þáttur gæti hugsan- lega gert það mögulegt að koma á flötum tekjuskatti sem yrði afskap- lega jákvætt. Kostirnir eru því ýmsir og til viðbótar má nefna að sé fyrir- huguð stofnun fyrirtækis annaðhvort á Islandi eða í til dæmis Danmörku má gera ráð fyrir að starfsmennimir á Islandi fái forgjöf fyrir það að búa á íslandi vegna kvótaeignarinnar. Þannig geti Island laðað til sín fyrir- tæki og samkeppnisstaða landsins vex. Þetta stuðlar líka að því að fólk vill frekar búa á Islandi en í útlönd- um.“ Mikið undir dómi Hæstaréttar komið Greinilega liggur mikil vinna að baki greinargerðinni og spurður hve- nær hann hafi fyrst komið fram með þessa hugmynd segir Pétur að hann hafi flutt ræðu um efnið í prófkjöri sínu fyrir sex árum. „Þá var ég kom- inn með nokkuð mótaðar hugmyndir í málinu og lagði áherslu á að það væri eitt af stefnumálum mínum að láta kanna kosti og galla þessarar tillögu." Gert er ráð fyrir viðamikilli könnun á áhrifum tillögunnar á fjárhagslega stöðu útgerðarfyrirtækja, sjómanna, fiskvinnslufyrirtækja, fiskvinnslu- fólks, sveitarfélaga og íbúa þeirra, landshluta og ríkissjóðs. Ennfremui' áhrif á hagvöxt, samkeppnisstöðu at- vinnuveganna innbyrðis og gagnvart útlöndum, gengisþróun, tekjudreif- ingu, lífskjör, viðskipti með veiði- heimildir og verð þeirra, útflutning og þjóðhagsleg áhrif. Auk þess fé- lagsleg áhrif á sjómenn, fiskvinnslu- fólk og íbúa sveitarfélaga, áhrif á byggðaþróun og atvinnu. „Enn frem- ur yrði kannað hvaða áhrif aukið framboð á árlegum veiðiheimildum hefði á verð þeirra og hvert yrði lík- legt markaðsverð þegar allar veiði- heimildir verða seldar á markaði. Einnig verði metið hvert sé verðmæti kvótaeignar sem afskrifuð verði á 20 árum og varanlegs kvóta miðað við ýmsar forsendur, t.d. um markaðs- vexti og væntanlegar veiðiheimildir. Einnig er gert ráð fyrir að kannaðir verði kostir og gallar annarra mögu- legra leiða sem tryggt geti að þessi auðlind verði ævarandi í eigu þjóðar- innar. Vegna þess hve miklir hags- munir eru í húfi væri eðlilegt að nefnd sjávarútvegsráðherra sem gerði slíka könnun fengi færustu erlenda sér- fræðinga sér til fulltingis auk inn- lendra. Eðlilegt verður að teljast að kannað verði hvort beita megi sömu reglu á aðrar takmarkaðar auðlindir í eigu þjóðarinnar, svo sem vatnsorku, hálendi og útvarpsrásir," segir jafn- framt í greinargerðinni. Fyrri tillögu Péturs um sama efni var vísað til sjávarútvegsnefndar þar sem hún dagaði uppi en nú gerir Pét- ur ráð fyrir að sáttanefndin fjalli um ___________ tillöguna. „Annað væri eiginlega fráleitt," segir hann. „Ég reikna með að hún skoði þennan kost eins og aðra og meti hann gagnvart öðrum. Hins vegar fer þetta töluvert eftir því hvemig hæstaréttardómurinn í Vatn- eyrarmálinu fellur. Verði dómur Hér- aðsdóms Vestfjarða staðfestur sé ég aðeins fyrmefndar tvær lausnir á vandanum sem þá kemur upp. Hafi menn ekld tilbúnar tillögur, sem hafa fengið umræðu, mega allt í einu allir fara og veiða, sem myndi leiða til vandræða. Reyndar hafa stjórnvöld ákveðin úrræði samkvæmt öðrum lögum. En áhrifin yrðu mikil á verð- bréfamarkaði. Verði dómurinn ekki staðfestur ríkir núverandi staða áfram en viðbúið er að mjög mikill óróleiki verði og sú sátt sem ríkis- stjómin lofaði að koma á og er í stjómarsáttmálanum verði enn fjær en nú er.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.