Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Sigldar
söng-
konur
MEÐ hlutverk eþíópísku ambátt-
arinnar, ATdu, í uppfærslunni fer
ítalska söngkonan Lucia Mazzar-
ia. Hún er ekki þessi dæmigerði
Eþíópíumaður, þvert á móti ljós
yfirlitum, allt að því norræn. En
um það er auðvitað ekki spurt í
óperusýningum - röddin skiptir
öllu máli og þar þykir Lucia vera
sterk á svellinu.
I ljós kemur að Verdi er upp-
áhaldstónskáld söngkonunnar og
ATda eitt af eftirlætis viðfangs-
efnunum. „Óperan er stór í snið-
um, ein af perlum tónbókmennt-
anna. Og ATda er ekki bara
stórkostleg tónlist, heldur líka
stórbrotin saga - þrungin ástríð-
um. Þess vegna er hún alltaf jafn
vinsæl, kynslóð fram af kynslóð."
Lucia er margreynd í hlutverki
ATdu - söng hana síðast á sögu-
slóðum í Egyptalandi fyrir jólin.
„Því er ekki að neita að það eru
viðbrigöi að koma frá Egypta-
landi til íslands, úr hitanum í
kuldann. Það er heldur kalt
hérna núna fyrir minn smekk.“
I Egyptalandi söng Lucia, líkt
og nú, á móti Kristjáni Jóhanns-
syni. „Við Kristján höfum oft
sungið saman og það er alltaf
jafn gaman að vinna með honum.
Ekki nóg með að hann sé frábær
listamaður, heldur er hann líka
svo indæl manneskja, hjálplegur
og hvetjandi. Hans líkir eru, skal
ég segja þér, ekki á hverju strái í
þessu fagi, þar sem ekki er þver-
fótað fyrir prímadonnum.“
Lucia er einnig hrifin af Sin-
fóniuhljómsveit Islands en hún
hefur áður sungið með henni, í
konsertuppfærslu á Othello eftir
Verdi fyrir nokkrum árum.
„Hljómsveitin er mjög góð. Það
eru kórarnir líka. Þetta eru stór-
ar raddir. Það gera sennilega
vatnið og fiskurinn. Þið borðið
mikinn físk hér um slóðir."
Besta Amneris
í heiminum
Hitt stóra kvenhlutverkið,
Amneris, er í höndum Larissu
Diadkovu frá Rússlandi. Hún
þreytir nú frumraun sína í ís-
lenskum tónleikasölum.
Larissa lenti í hrakningum,
eins og Kristján, á leið sinni til
landsins og segir því brýnt að
láta hendur standa fram úr erm-
um - tíminn til æfinga sé naum-
ur. Á móti kemur að Larissa er
margreynd í hlutverkinu og í ný-
legri gagnrýni í The Times í
Lundúnum er fullyrt að hún sé
„án efa besta Amneris í heimin-
um í dag“.
Ekki er laust við að söngkonan
fari hjá sér þegar ég vitna til
þessa. „Auðvitað er alltaf gaman
að fá svona dóma en þetta breytir
því ekki að ég er alltaf jafn
taugaóstyrk áður en ég stíg á
svið,“ segir hún og hlær.
Larissu líst vel á alla sem að
uppfærslunni koma og hælir Rico
Saccani hljómsveitarstjóra. „Ég
kynntist honum þegar við unnum
saman í Flórens fyrr í vetur.
Hann bauð mér si'ðan að koma
hingað. Fyrirvarinn var að vísu
stuttur en ég sé ekki eftir því að
hafa slegið til.“
Larissa hefur ekki í annan tíma
sungið með Kristjáni Jóhanns-
syni. Það leggst afar vel í hana.
„Ég hef bara heyrt söng Krist-
jáns á geislaplötum. Hann er auð-
vitað frábær tenórsöngvari og
frægur eftir því. Það er mikill
heiður að fá tækifæri til að vinna
með honum.“
Og Larissa óttast ekki kuldann
eins og stalla hennar. „Kalt?
Hvað áttu við? Hitinn er yfír
frostmarki. Ég var að koma frá
Pétursborg og þar var tíu stiga
frost.“
Morgunblaðið/Kristinn
Larissa Diadkova og Kristján Jóhannsson bregða á leik á æfíngu í Höllinni en Lucia Mazzaria (lengst til hægri) heldur sínu striki. Að baki söngfólkinu
Iætur sviðsetjarinn, Roberto Lagana Manoli, til sín taka. Einnig má sjá kórsöngvara í klæðum egypskrar alþýðu.
ÞAÐ gustar af honum á sviðinu.
Rauður trefíllinn sveiflast til og frá.
Milli þess sem hann þenur röddina,
af eins miklum krafti og menn geta
leyft sér á æfingu, svífur hann milli
manna, faðmar þá að sér, tuskar þá
til og slær sér á lær. Hann er greini-
lega í miklu stuði.
Kristján Jóhannsson tenórsöngv-
ari er kominn heim. I kvöld og á
laugardag mun hann syngja eitt af
sínum eftirlætishlutverkum, Rad-
ames í Aídu, með Sinfóníuhljómsveit
íslands, kórum og fleiri einsöngvur-
um í Laugardalshöll. Húsi sem hýst
hefur marga kappa.
Það er gaman að fylgjast með
Kristjáni. Það er þriðjudagskvöld og
hann á sinni fyrstu æfingu með
hópnum, sem telur vel á þriðja
hundrað manns. Þetta er fjölmenn-
asta verkefni hljómsveitarinnar í
fimmtíu ára sögu hennar. Þegar
hann hefur lokið sér af á sviðinu í
fyrsta þætti gengur hann út í sal.
„Er nokkurt vatn hérna, stelpur?“
gellur í honum. Hefur gleymt að
slökkva á hljóðnemanum. Eða hvað?
Þeim liggur hátt rómur þessum ten-
órum. Jú, Rico Saccani hljómsveitar-
stjóri sussar á hann. „Kristján, það
er kveikt á hljóðnemanum þínum.“
Viðstaddir hafa gaman af. Þetta er
nú einu sinni æfing.
Kristján spókar sig í salnum.
Kastar kveðju á menn, heilsar sum-
um, með þessu þétta og hlýja handa-
bandi, faðmar aðra að sér. Samt hef-
ur hann augun aldrei lengi af
sviðinu, fylgist grannt með hverri
hreyfingu, og eyrun eru sperrt -
missa ekki af nótu. í það minnsta er
hann fyrstur til að bregðast við eftir
að Lucia Mazzaria, sem syngur titil-
hlutverkið, lýkur við hljóðláta og ein-
læga bæn, „Numi, pietá“. „Bravó,
Lucia!“ segir hann hátt og snjallt.
Hún kann að meta hólið. „Grazie!"
Verdi biður um þetta
Það er handagangur í öskjunni í
Höllinni enda fyrsta æfingin, þar
sem allir eru samankomnir. Athygli
vekur annar maður með trefil á svið-
inu. Hann horfir gagnrýnum augum
á hvert spor, hverja hreyfingu. Segir
mönnum til og kallast öðru hverju á
við Saccani, sem sveiflar sprotanum
úti á miðju gólfi. Þetta er sviðsetjar-
inn, Roberto Lagana Manoli. Mað-
urinn sem er á góðri leið með að
breyta þessari konsertuppfærslu í
hreinræktaða óperusýningu. Kröf-
umar verða sífellt meiri. Ekki er þó
við Manoli sjálfan að sakast. „Það er
ekki ég sem bið um þetta. Það er
Verdi,“ segir hann og fórnar hönd-
um. Ekki orð um það meir. Menn
deila ekki við meistarann.
En ljóst má vera að umfang ATdu
verður talvert meira en Turandot í
fyrra. Þótti sú sýning þó ekkert slor.
Kóngurinn
í Höllinni
*
Sinfóníuhljómsveit Islands, kórar og ein-
söngvarar flytja hina ódauðlegu óperu
Verdis, Aidu, í Laugardalshöll í kvöld og á
laugardag. Stendur flutningurinn nær
óperusýningu en konsertuppfærslu. Orri
Páll Ormarsson brá sér á æfíngu, ræddi við
menn og fylgdist sérstaklega með Kristjáni
Jóhannssyni sem syngur hlutverk Radam-
esar nú í fyrsta sinn á heimaslóð.
Rico Sacccani stjdmar Sinfdniuhljdmsveit íslands í forleiknum. í
fjarska má sjá hvemig Ijósin leysa leikmynd af hdlmi á sviðinu.
„Þetta verður
ofsalega gaman,“
segir Kristján, þegar
mér tekst að draga hann
afsíðis í hléi. „Við erum
reyndar sólarhring
á eftir áætlun.
Það fór allt úr-
skeiðis sem gat
farið úrskeiðis hjá mér á
leiðinni heim. Einu flugi
var aflýst, við misstum af
öðru og svo framvegis. Og
þegar maður missir af
morguntengingunum niðri í
Evrópu kemst maður ekki til Is-
lands. Við urðum því að koma okkur
til Kaupmannahafnar og lentum
ekki á Islandi fyrr en á miðnætti í
gær (mánudag). En blessaður vertu,
þetta verður í fínu lagi. Ég finn strax
að menn eru klárir í slaginn.“
Hreykinn af kórunum
Á það ekki síst við um kórana, Kór
íslensku óperunnar, Kór
Söngskólans í Reykjavík
og Karlakórinn Fóstbræð-
ur. Alls um 160 manns. „Kór-
amir hljóma Ijómandi vel. Ég
er hreykinn af
þeim. Garðar
(Cortes) hefur
undirbúið þá
vel. Hann er búinn að ná þess-
um Verdi-hljóm, miklum lit, hjá kór-
unum. Það var mikilvægt að fá Fóst-
bræður inn því Verdi leggur mikið
upp úr þungum karlaröddum. Karl-
arnir standa sig frábærlega og ekki
eru konurnar síðri.“
Við sitjum í alfaraleið, fyrir fram-
an kaffistofu sem komið hefur verið
upp fyrir listafólkið. Þaðan streyma
menn út. Kristján virðist þekkja þá
flesta. „Blessaður! Nei, sæll vinur!“
Hann veifar til sumra, tekur í hönd-
ina á öðrum og í nokkur skipti biður
hann mig að hafa sig afsakaðan með-
an hann faðmar fólk að sér. Hér er
engin gjá milli manna.
„Ég finn fyrir ofsalegum áhuga
hjá fólkinu. Það hefur lagt á sig
mikla vinnu og hlakkar til. Ég þekki
líka alla einsöngvarana, hafði hönd í
bagga við val á þeim. Við erum með
topplið! Þetta getur bara orðið
skemmtilegur viðburður."
Og Kristján er hvergi banginn,
þótt uppfærsluna beri upp á miðja
flensutíð. „Heyrðu, ég nældi mér í
flensu héma heima um jólin. Lá í
marga daga. Það þýðir ekkert að
láta inflúensuna á sig fá. Við látum
bara slag standa. Það er til mikils að
vinna!“
Sá maður sem Kristján faðmar
hvað innilegast er Rico Saccani. Gott
ef orðið „amore" ber ekki á góma.
Ekki þykir honum verra að hafa vin
sinn við stjómvölinn?
„Nei, ég er hræddur um ekki. Við
Rico eram miklir mátar. Höfum unn-
ið saman í mörg ár. Ég kom með
hann hingað á sínum tíma og er
stoltur af því. Hann hefur verið að
gera frábæra hluti með Sinfón-
íuhljómsveitina og lemur þessa sýn-
ingu saman af miklum myndarskap.“
Ánægður með
mína konu
Og Kristján grípur tækifærið og
ber lof á Helgu Hauksdóttur, tón-
leikastjóra Sinfóníunnar. Hún hafi
búið vel um hnúta. „Það er gaman að
fylgjast með henni Helgu. Hún vex
stöðugt í þessu starfi. Hún er svo
helvíti aktíf.“
En hvaða þýðingu hefur það fyrir
Kristján að gera þetta hér heima?
„Það hefur ofsalega þýðingu fyrir
mig. Mér gefst ekki oft tækifæri til
að syngja mín hlutverk hér og þetta
er eitt af mínum helstu hlutverkum,
Radames. Ég hef aldrei sungið hann
hér áður.“
Og Radames er mikill kappi!
„Já, hann er mikill kappi. Ekki
bara stríðskappi, heldur er hann líka
sterk persóna - náttúrabarn með
stórt hjarta. Hann er líka elskhugi
og mikill karakter sem sést best á
því að hann er valinn úr milljónum
manna til að leiða egypska herinn í
stríði. Það sýnir hins vegar öryggi
hans að honum bregður ekkert sér-
staklega við þau tíðindi, enda hafði
hann róið að þessu öllum áram. Var
undirbúinn. Hann er kannski dálítið
líkur sjálfum mér að þessu leyti.“
Era þeir Radames þá líkir menn?
„Já, ég held að við séum mjög lík-
ir. Nema hvað ég er ánægður með þá
konu sem ég á. Hann hefði sennilega
viljað hafa þær báðar í takinu (Aidu
og Amneris). Mig granar að það hafi
verið hans plan.“
Þar með er Kristjáni ekki til set-
unnar boðið. Æfingin er að hefjast á
ný. Og án hans verður engin sýning.
Hann er kóngurinn í Höllinni.