Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. REYKJANESBRAUT VIÐ SETBERG KYNNTAR hafa verið tillögur, sem starfsnefnd Hafnar- fjarðarbæjar og Vegagerðarinnar hefur verið að vinna að til lausnar á umferðarvandamálum á Reykjanesbraut á móts við Setberg. Snúast þær um að grafa Reykjanesbrautina niður um 5 til 6 metra, leggja í stokk að hluta og gera þrenn mislæg gatnamót við Álftanesveg, Fjarðarhraun og Lækjar- götu. Áætlaður heildarkostnaður vegna framkvæmdanna er á bilinu 2,4 til 2,7 milljarðar króna. í aprílbyrjun árið 1997 kynnti bæjarstjórinn í Hafnarfirði skipulagstillögu í aðalskipulagi, sem gerði ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar með mislægum gatnamótum við Setbergs- hverfi. Þessar skipulagstillögur ollu miklum viðbrögðum íbúa í Setbergshverfi og andstöðu og varð niðurstaðan sú að fram- kvæmdum var frestað og komið á fót starfsnefnd bæjarins og Vegagerðarinnar. Á fjölmennum fundi bæjarstjórnar með íbúum í Setbergshverfi 7. apríl 1997, var rætt um þá mögu- leika m.a., sem felast í tillögunum, sem birtar eTu nú, svo og ofanbyggðavegi, sem upplýst var á fundinum að kostaði um 3 milljarða króna. Ofanbyggðavegi var þó hafnað, þótt ýmsir hafi talið hann vera einu lausnina, m.a. vegna kostnaðar og þess, að 85% umferðarinnar væri á leið til Hafnarfjarðar en aðeins 15% gegnumstreymisumferð á leið suður fyrir Hafnar- fjörð. Ennfremur töldu náttúruunnendur ofanbyggðaveg valda spjöllum á viðkvæmri náttúru m.a. við Urriðakotsvatn. Garðbæingar hafa og samþykkt Reykjanesbrautina, sem stofnbraut og gera þar með ráð fyrir að hún liggi inn í Kapla- krika og Hafnarfjörð. Það samþykkja hins vegar Hafnfirðing- ar ekki og á meðan svo er hlýtur ofanbyggðavegur að vera enn uppi á borðinu. Þó getur þurft að koma til umhverfismat, vegna þess að Garðbæingar hafa borið fyrir brjósti útivistar- svæði við Urriðakotsvatn. Nauðsynlegt er þó að ná sáttum svo að menn geti ákveðið, hvernig umferðarvandinn við Setbergs- hverfið í Hafnarfirði verði leystur. Á því er brýn þörf vegna slysahættu og umferðarþunga og þar að auki er svo mikil um- ferð þarna sem er afar þungbær fyrir íbúana á þessu svæði. VAXANDIVANDI VARLA er hægt að varpa skýrara ljósi á þann alvarlega vanda sem íslenskir sauðfjárbændur standa frammi fyrir en gert var í korti á baksíðu Morgunblaðsins í fyrradag. Þar mátti sjá hvernig neysla helstu kjöttegunda hefur breyst á síðustu sjö árum. Árið 1992 var kindakjöt 49% heildar- neyslunnar en 37% árið 1999. Framleiðsla hefur hins vegar ekki dregist saman í takt við þessa þróun og raunar jókst framleiðsla á kindakjöti um 5,7% á síðasta ári. Það hafa orðið miklar breytingar á neysluvenjum á Vest- urlöndum á síðustu árum og áratugum og þá ekki síður hér á landi en annars staðar. Neysla á kjötvörum, aðallega rauðu og feitu kjöti, hefur verið að dragast saman. Þessi þróun mun vafalítið halda áfram og raunar ekki æskilegt að henni verði snúið við, enda á þróunin ekki síst rætur að rekja til þess, að fólk er almennt mun upplýstara en áður um það, hvaða áhrif mataræði hefur á heilsu þess. íslenskt mataræði var lengi vel mjög einhæft. Við snædd- um það hráefni sem hér var að fmna, fisk og lambakjöt, og hlutfall dýrafítu í fæðunni var hærra en æskilegt má teljast. Segja má að alþjóðavæðing hafi átt sér stað á þessu sviði ekki síður en öðrum. Nú er mataræði okkar mun líkara því, sem gengur og gerist hjá nágrannaþjóðunum. Þetta hefur marga kosti, ekki síst þá að við borðum minna af feitu kjöti, smjöri og rjóma og meira af grænmeti, ávöxtum og notum ólívuolíu í stað smjörs í sívaxandi mæli. Hins vegar hefur þetta jafnframt sínar skuggahliðar, ekki síst að því er virðist óstöðvandi framrás skyndibita- og ruslfæðis. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að neysla á lambakjöti mun að öllum líkindum halda áfram að dragast saman. Jafnframt er ekki hægt að treysta á erlenda markaði til að taka við umframframleiðslu okkar. Þrátt fyrir að marg- sinnis hafí verið reynt að vinna markað erlendis fyrir ís- lenzkt lambakjöt hefur það ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega er íslenska lambakjötið að mörgu leyti stórkost- leg afurð og íslenska sauðkindin ræktuð við náttúrulegri að- stæður en almennt gengur og gerist. Markaðurinn hefur hins vegar ekki þörf fyrir það magn, sem nú er framleitt. Það hlýtur því að verða eitt af mikilvægustu verkefnum ís- lensks landbúnaðar næstu ára að laga sauðfjárræktina að þessum breyttu aðstæðum. Margt hefur þegar verið gert, en það dugar ekki til. Gera verður þeim, sem vilja yfirgefa greinina, kleift að gera það með fullri reisn. Kjör margra sauðfjárbænda eru óvið- unandi og þess vegna ekki sízt ástæða til að taka á þessum vanda. Samhliða þessu verður atvinnugreinin að halda áfram að þróast í samræmi við hinar breyttu neysluvenjur þjóðarinnar og reyna að búa lambakjötinu þann sess, sem það á skilið þótt neysl- an verði minni í tonnum talið. l. Um nauðsyn vísinda og fræða ÞÖRFIN fyrir fræðilega þekkingu, menntun og kunnáttu fer ört vaxandi hvarvetna í heiminum. íslenskt þjóðfé- lag er hér engin undantekning. Ástæð- an fyrir þessu er öllum Ijós. Framþró- un vísinda og tækni hefur á tiltölulega skömmum tíma haft dýpri og meiri áhrif á þjóðfélagið en unnt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Atvinnu- og efnahagslíf, stjórnkerfí og menning- arstarf af öllu tagi hefur tekið stakka- skiptum vegna nýrra hugmynda, kenn- inga og aðferða sem rekja má til vísindalegrar þekkingarleitar. Ef horft er til framtíðar þá leikur ekki vafi á því að iðkun vísinda skiptir sköpum um það hvemig okkur muni famast. Þess vegna er fátt nauðsynlegra en að gera okkur sem ljósasta grein fyrir stöðu vísindanna í þjóðfélaginu og þýðingu þeirra íyrir þróun mannlífsins. n. Háskólar eru miðstöðvar þekkingar- og skilningsleitar Háskólai- hafa alla tíð verið mið- stöðvar fræðilegrar þekkingar- og skilningsleitar. Háskólastarf felst í öfl- un, varðveislu og miðlun þekkingar. I daglegu tali er þekking oft lögð að jöfnu við það sem við teljum okkur vita af reynslu eða af því sem okkur hefur verið sagt. Slík þekking er þá safn upp- lýsinga eða vitneskju um eitt og annað sem býr í mannfólkinu sjálfu eða hefur verið gert fólki tiltækt með einhverjum hætti, í handbókum, á tölvuneti o.s.frv. I daglegu lífi og störfum okkar emm við háð því að geta aflað allskyns upp- lýsinga; vægi þeirra er raunar orðið slíkt að oft er talað um nútímasamfélag sem „upplýsingaþjóðfélag", þjóðfélag sem einkennist öðm fremur af öflun og dreifingu upplýsinga af öllu tagi. Fræðileg þekking, sú þekking sem háskólar leitast við að afla, varðveita og miðla, er ekki fólgin í upplýsingasöfn- um einum. Fræðileg þekking er fyrst og fremst fólgin í skilningi á tengslum eða samhengi tiltekinna íyrirbæra eða hluta og miðar að því að sýna fram á hvemig og hvers vegna heimurinn eða tiltekið svið hans er eins og það er. Vís- inda- og fræðastarf snýst allt um þetta. Það einkennist af aðferðum sem fræði- mennimir hafa mótað annars vegar til að nálgast íyrirbærin eða hlutina sem þeir vilja skilja og hins vegar til að setja fram tilgátur sínar, hugmyndir og kenningar um tengsl viðkomandi fyrir- bæra. Fræðastarfið felst ekki síst í því að grandskoða sífellt aðferðimar sem beitt er og reyna að finna aðrar enn betri. Hin fræðilega þekking varpar Ijósi á tiltekið svið eða hluta heimsins og gerir okkur kleift að sjá þá óreiðu eða reglu sem þar ríkir, til að mynda á hreyftngu himintungla, skýjum himins- ins, eðlilegum þörfum fólks eða vafa- sömum neysluvenjum þess, svo ólík dæmi séu nefnd. m. Frá upplýsingaþjóðfélagi til þekkingarþjóðfélags Vísindin hafa smám saman seytlað inn í menningu okkar og samfélag með svo afgerandi hætti að það er sama hvað það er sem við ætlum að ræða eða gera, við hljótum ævinlega að taka mið af niðurstöðum þeirra, hugmyndum og aðferðum. Hver sem vandinn eða verk- efhið er eigum við þann kost einan að leita í smiðju vísindanna ef við getum vænst þess að ná árangri. Hin fræði- lega menning, háskólamenningin, hef- ur þegar sett svip sinn á samfélagið. Um það erú ýmis merki, en skýrast þeirra er sú þróun sem á sér stað í at- vinnulífinu um þessar mundir þar sem öflug þekkingarfyrirtæki, sem setja sér það markmið að skapa nýja þekk- ingu með aðferðum vísindanna, hafa verið að hasla sér völl. Fyrirtæki í hefð- bundnari framleiðslu og rekstri munu einnig færa sér í nyt vísindalegar að- ferðir í síauknum mæli. Þá hljóta stjómvöld stöðugt meira að gera áætl- anir og taka ákvarðanir byggðar á skilningi og fræðilegu mati á þeim kostum sem fyrir hendi eru. Sjálft lýð- ræðið kallar einnig eftir fræðilegri og gagnrýninni hugsun og rökræðu um alla þá hagsmuni sem í húfi eru á vett- vangi stjómmálanna. Þannig mun fræðasamfélagið smám saman víkka út uns tala má með réttu ekki aðeins um „upplýsingaþjóðfélag", heldur „þekkingarþjóðfélag“. Á þessu tvennu ber að gera skýran greinar- mun. „Upplýsingaþjóðfélagið“ ein- kennist af öflun og dreifingu hvers Framtíð þekkingar og þjóðfélags f.l, w ?7 * ~ hí & z t- v z r i ... , V , ' ' . ... ,.v , , j- r?, . . * U. T . Z 8* Wr ix „ MlJ . Morgunblaðið/Kristinn Hlutverk Háskóla Islands Samkeppnin má ekki verða til þess að við gleymum því sem mestu skiptir um jróun háskólastarfs í landinu, segir Páll Skúlason, en það er að menntunin og rann- sóknirnar standist alþjóðlegar kröfur og bæti menningu og hag þjóðarinnar. kyns upplýsinga. „Þekk- ingarþjóðfélagið“ ein- kennist á hinn bóginn af því að fólk leitar skiln- ings með aðferðum vís- inda og beitir gagnrýn- inni hugsun til að vega og meta hið sanna gildi hlut- anna. íslenskt þekkingar- þjóðfélag er enn ekki orðið að vemleika. En frækomum þess hefur víða verið sáð með því fræða- og vísindastarfi sem unnið hefur verið í landinu. Nú skiptir miklu að hlúa sem mest og best að þróun þess á komandi misserum og ámm. Áður en vikið verð- ur að því hvemig að því skal standa er rétt að leiða hugann að því sem áunnist hefur og hver staðan er. IV. Örstutt yfirlit yfír sögu vís- inda og fræða á íslandi Einfaldasta leiðin til að fá yfirsýn yf- ir þau vísindi sem stunduð eru á íslandi er að horfa til Háskóla íslands, kynna sér sögu hans á öldinni sem er líða og starfsemi hans í dag. Við upphaf aldar- innar var fræðastarfið fábrotið; við átt- um aðeins örfáa vísindamenn í læknis- fræði, guðfræði, lögfræði og einnig norrænum fræðum og vissum greinum heimspeki. Fræðastarf þeirra miðaði einkum að því að mennta embættis- menn þjóðarinnar. Fyrir miðja öldina bættust svo í hópinn fræðimenn í við- skiptafræði og verkfræði og einnig var stofnuð við Háskólann rannsóknar- stofnun sem skyldi sérstak- lega vinna í þágu atvinnu- vega lands- manna. Nefnd- ist hún „atvinnudeild háskólans" og var skipt í þijár deildir, fiski- deild, landbún- aðardeild og iðnaðardeild. Þessi fræða- starfsemi var síðar aðgreind frá Háskólan- um og deildimar gerðar að sjálfstæðum stofnun- um. Mesta umbyltingin í vísindastarfsemi Háskól- ans varð svo um og upp úr 1970, en þá fjölgaði mjög fræðigreinum og búnar vora til nýjar deild- ir, raunvísindadeild og fé- lagsvísindadeild. Þá má segja að Háskóli íslands rísi undir nafni sem eigin- leg miðstöð vísinda á ís- landi þar sem rannsóknir og kennsla era stunduð á öllum helstu fræðasvið- um í nánu samstarfi við fjölmarga erlenda há- skóla og flestar ef ekki allar aðrar menntastofnanir í landinu. Og starf- semi Háskólans hefur stöðugt verið að styrkjast síðustu þrjá áratugi jafnt í kennslu, rannsóknum og margvíslegri þjónustustarfsemi við þjóðfélagið. V. Umsvif Háskóla íslands Til að fólk átti sig á umsvifum Há- skólans má nefna nokkrar tölur. Við Háskólann starfa nú um 600 fræði- menn í hinum ýmsu greinum vísinda. Þar af era um 400 kennarar og um 200 sérfræðingar. Af tæplega 7.000 nem- endum Háskólans era um 490 nemend- ur í framhaldsnámi sem felst aðallega í rannsóknarstarfi, en frá Háskólanum era nú brautskráðir árlega um 1.000 nemendur sem allir hafa sinnt fræði- legum verkefnum. Þá starfa við Há- skólann yfir 1.580 stundakennarar og um 170 manns í öðrum störfum við stjómun og rekstur. Erlendfr há- skólamenn hafa oft bent á að háskólar þurfi vissa lágmar- ksstærð svo að þar geti skap- ast það and- rúmsloft sam- ræðna, samstarfs og samkeppni sem þarf til að kynda undir blómlegu Páll Skúlason Háskólinn í hnotskurn 12 deildir og námsbrautir 45 fræðasvið 6.679 nemendur 1999 490 nemendur í framhaldsnámi 1999 1.041 brautskráður 1999 418 erlendir nemendur 1999 1.300 rannsóknarverkefni á ári 400 kennarar 200 sérfræðingar 1.580 stundakennarar 250 opnir gestafyrirlestrar á ári 12.000 nemendur í endur- og símenntun 280 erlendir samstarfsháskólar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 39 fræðastarfi, rannsóknum og nýsköpun sem krefst bæði mikillar sérhæfingar og víðsýni fræðimanna. Skólar með 6 til 12 þúsund nemendur era taldir standa vel að vígi, því þar er svigrúm íyrir mikla fjölbreytni í námi og rannsókn- um, en fjölmennið er ekki farið að valda vandræðum. Hérlendis er Háskóli Is- lands eina háskólastofnunin sem býr yfir þeirri fjölbreytni og þeim fjölda kennai-a og nemenda sem getur staðið undir öflugu og auðugu rannsóknar- og fræðastarfi á borð við viðurkennda evrópska og norður-ameríska háskóla. VI. Staða Háskóla Islands Sú staða Háskóla íslands meðal ann- arra háskólastofnana í landinu, sem hér er bent á, skapar honum sérstöðu á alþjóðavettvangi og sérstakar skyldur umfram flesta aðra erlenda háskóla. Háskóli íslands er þjóðskóli sem hefur almennar og víðtækar skyldur við land- ið og þjóðina sem á hann. Meginskyld- an er sú að tryggja bæði almennt og í einstökum greinum viðgang og þróun vísindalegrar þekkingar í þágu ís- lensku þjóðarinnar. Þar með er starf- semi Háskóla íslands forsendan og bakgrannurinn fyrir margvíslega fræða- og rannsóknarstarfsemi íyrir- tækja og stofnana í landinu. Og í sam- vinnu við fjölmiðla landsins ber honum einnig að tryggja að fram fari vönduð opinber umræða um landsins gagn og nauðsynjar. Vn. Markmið háskólastarfs á Islandi Umræða um þróun alls háskóla- starfs og þekkingarleitar á Islandi hlýtur að taka mið af þessum stað- reyndum. Uppbygging háskólamenn- tunar og fræðastarfs hérlendis hvílir á þeirri forsendu að við eigum alþjóðlega viðurkenndan háskóla sem á í nánu samstarfi við marga erlenda háskóla og stendur í harðri samkeppni við þá um góða fræðimenn, duglega nemendur og fé úr alþjóðasjóðum til rannsókna. Meginmarkmið Háskóla Islands er að standa undir fræðslu, rannsóknum og þjónustu við landsmenn sem er með því besta sem gerist í heiminum. Vm. Hvað þarf að gera? Ég ætla einungis að nefna hér þrjú verkefni sem ég tel skipta sköpum fyrir framtíð hins íslenska þekkingarþjóðfé- lags: Fyrsta verkefnið er átak til að stór- efla meistara- og doktorsnám við Há- skólann. Ekkert er vænlegra til að renna fleiri fræðilegum stoðum undir menningu okkar, atvinnu- og efnahags- líf en að virkja fleira ungt fólk til rann- sóknarstarfa á íslandi. Þessi hópur er nú um 490 nemendur, en við ættum að setja okkur það markmið að stækka hann í 1.000 manns á næstu áram. Sú fjárfesting er ekki há í krónum talið, en hún mun skila sér margfalt til baka til þjóðfélagsins. Næsta verkefni er að tengja rann- sóknarstofnanir atvinnuveganna aftur við Háskólann og flytja þær sem næst honum. Þessar stofnanir ættu þá meðal annars að fá það hlutverk að veita framhaldsnemum rannsóknaraðstöðu og leiðsögn um leið og fræðimenn þeirra gætu verið í lifandi sambandi við fræðastarfið í Háskólanum. Það hefur sýnt sig víða úti í heimi að gróska í þró- un vísinda og tækni er mest á svæðum þar sem fólk í háskólum, á sérhæfðum rannsóknarstofnunum og þekkingar- fyrirtækjum hefur daglega tækifæri til kynnast, skiptast á skoðunum og hug- myndum og starfa saman. Þetta á að vera forgangsverkefni við uppbygg- ingu rannsóknarstarfsemi í landinu á næstu árum. Þriðja verkefnið er öflugt samstarf allra háskólastofnana við að veita sem fjölbreyttasta menntun bæði í grann- námi, framhaldsnámi og endur- eða sí- menntun og til að nýta upplýsinga- tækni við fjarkennslu. Samkeppni getur vissulega verið hvetjandi. Hún ríkir nú þegar að vissu marki á milli hinna ólíku skóla. Og hún er ekki síður um athygli en góða nemendur, kennara og ijármuni. Samkeppnin má samt ekki verða til þess að við gleymum því sem mestu skiptir um þróun háskólastarfs í landinu, en það er að menntunin og rannsóknimar standist alþjóðlegar kröfur og bæti menningu og hag þjóð- arinnar. Höfundur er rektor Háskóla íslands. Utandagskrárumræða um viðskiptasiðferði og verklagsreglur á f]ármálamarkaði Þverpólitísk samstaða um aðgerðir ekki ólfkleg- VIÐ umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um við- skiptasiðferði og verklags- reglur á fjármálamarkaði sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að þverpólitísk samstaða ætti að geta náðst um þær breytingar sem gera þyrfti í þessum efnum. Sagði hún að í framvarpi um breytingu á verðbréfaviðskiptalögum, sem unnið er að í viðskiptaráðuneytinu, yrði kveðið á um skýrari aðskilnað ein- stakra starfssviða lánastofnana og fyr- irtækja í verðbréfaþjónustu. Mun frumvarpið m.a. kveða á um að þessir- aðilar verði að sýna fram á með verk- lagsreglum staðfestum af Fjármálaeft- frlitinu að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra með skýrum að- skilnaði starfsviða. Margrét Frímannsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, var málshefjandi um- ræðunnar og sagði hún í ræðu sinni Ijóst að siðbót yrði að eiga sér stað á fjármálamarkaðnum enda hefði hegð- un manna þar að undanfómu síst orðið til að auka traust á fjármálastofrumum. Ymsar lánastofnanir og fyrirtæki hefðu viðurkennt að hafa brotið verklagsregl- ur sínar, nánast hundsað þær alveg. Margrét spurði Valgerði Sverris- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, af þessu tilefni í hveiju þær breytingar væra fólgnar sem ráðherra hefði lýst yfir að hún væri tilbúin til að beita sér fyrir. Spurði hún einnighvortverklags- reglur um eigin viðskipti ættu að ná til allra eftirlitsskyldra aðila og hvort við- skiptaráðherra myndi beita sér fyrir því að sett yrði strangari löggjöf um innheijaviðskipti. Ennfremur innti Margrét ráðherra eftir því hvort ekki væri ástæða til að skoða sérstaklega eigin viðskipti fjármálafyrirtækja og hvort Valgerður myndi beita sér fyrir því að komið verði á laggimar sérstakri siðanefnd sem hefði það hlutverk að sjá um að settum siðareglum væri fram- fylgt, auk þess að fjalla um siðferðileg álitaefni. Loks spurði Margrét um framvörp er miðuðu að því að styrkja Fjármálaeftirlitið. í svari Valgerðar Sverrisdóttur kom fram að framvarp um breytingu á verð- bréfaviðskiptalögum hefði verið í vinnslu í viðskiptaráðuneytinu frá því í haust, og að það væri nú til umsagnar hjá hagsmunaaðilum. „I frumvarpinu er meðal annars mælt fyrir um skýrari aðskilnað einstakra starfsviða lána- stofnana og fyrirtækja í verðbréfaþjón- ustu,“ sagði Valgerður. „Þessum aðil- um ber að sýna fram á með verklagsreglum staðfestum af Fjár- málaeftirlitinu að komið sé í veg fyrir hagsmunaárekstra með skýram að- skilnaði starfsviða. Þá er kveðið á um skýrari umgjörð utan um verklagsregl- ur um eigin viðskipti fyrirtækjanna og starfsmanna þeirra og Fjármálaeftir- litinu tryggð betri staða við setningu og eftirfylgni reglnanna." Svokallaðir Kínamúrar verði styrktir Valgerður kvaðst þeirrar skoðunar að það ætti að skoða alvarlega hvort verklagsreglur um eigin viðskipti ættu að ná til allra eftirlitsskyldra aðila. Ráðherrann sagði hins vegar breyting- ar á þeim ákvæðum í lögum er vörðuðu viðskipti innherja vandasamar og að þær þörfnuðust milöllar yfirlegu. „Ég tel að vel komi til greina að setja tak- markanir á viðskipti innheija eftir ákveðinn tíma frá birtingu aíkomut- alna,“ sagði hún og bætti því við að slíkt ákvæði myndi án efa minnka tor- tryggni í garð innheijaviðskipta. Hún teldi þó að ákvæði af þessu tagi ættu fremur heima í reglugerð en í lögum. Um eigin viðskipti fjármálafyrir- tækja sagði Valgerður að hér á landi hefði verið farin sú leið að leyfa lána- stofnunum og verðbréfafyrirtækjum að stunda alhliða verðbréfastarfsemi en þess krafist að skýr aðskilnaður, svokallaðir Kínamúrar, væra á milli einstakra starfssviða. „I framvarpi um breytingu á verðbréfaviðskiptalögum Morgunblaðið/Ásdís Árni Árnason fylgist með þegar Pétur H. Blöndal punktar hjá sér. Eitthvað spaugilegt hefur borið á góma í umræðum Alþingis ef marka má svip þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Kristins H. Gunnarssonar. Margrét Frímanns- dóttir óskaði eftir utandagskrárum- ræðu á Alþingi. Valgerður Sverris- dóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra var til andsvara. er einmitt lagt til að Kínamúrar verði styrktfr. Ég tel ekki á þessu stigi ástæðu til að setja takmarkanir á eigin viðskipti fjármálafyrirtækja," sagði hún. Ráðherra sagði að það hlyti að vera sameiginlegt markmið manna að auka siðferðisvitund á markaði en spuming- in væri sú hvemig ná mætti því markmiði. Áður en hægt væri að svara því hvort æskilegt væri að koma á fót sérstakri siðanefnd yrðu að liggja fyrir betri hugmyndir um verksvið slíkrar nefndar, sköran við núverandi eftirlits- aðila, hverjir skyldu tilnefna í slíka nefnd og þar fram eftir götunum. Sagð- ist hún almennt þeirrar skoðunar að rétt væri að einbeita sér að því að styrkja núverandi eftirlitsaðila, Fjár- málaeftirlitið og Verðbréfaþing. Loks sagði Valgerður að hún teldi ákvæði væntanlegs stjómarframvarps fullnægjandi til að ná fram styrkingu Fjármálaeftirlitsins. „Ég legg hins vegar áherslu á að lög og reglur era harla lítils virði ef hugur fylgir ekki máli,“ sagði hún. Reglur til lítils ef hugarfar manna er rangt Margir þingmenn tóku til máls við utandagskráramræðuna í gær og vora flestir sammála um að íslenskur fjár- málamarkaður væri enn í mótun, og að ýmis verkefni biðu manna á þessum vettvangi. Vil- hjálmur Egilsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, tók m.a. undir að skoða þyrfti vel reglur sem giltu um innherjaviðskipti og lýsti einnig þeirri skoðun sinni að siðanefnd, nefnd aðila á markaði, yrði til góðs. Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Fram- sóknarflokks, sagði að það hefði vissulega vakið at- hygli manna hversu mikið gengi bréfa í viðskipta- bönkunum hefði hækkað skömmu eftir að sala þeirra var ákveðin. Gekk Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingu, svo langt að segja að svo virtist sem siðferðisbrest- ur hefði gert vart við sig á fjármála- markaðnum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, benti hins vegar á að það kæmi þeim stofnunum í koll sem brygðust trausti manna. Siða- reglur kæmu til lítils ef hugarfar manna væri rangt. í svipaðan streng tók Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og sagði betra að fyrirtæki settu sér sjálf verk- lagsreglur heldur en þær kæmu að of- an. Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu, sagði hins vegar einmitt mikilvægt að stjómvöld settu skýrar reglur, svo byggja mætti upp traust á fjármála- markaði. ísólfur Gylfi Pálmason, Framsóknarflokki, hrósaði fyrir sitt leyti nýjum viðskiptaráðherra fyrir hve hratt og vel hún hefði bragðist við þeg- ar fréttist af brotum á verklagsreglum fyrirtækja á fjármálamarkaði. í sinni ræðu upplýsti Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs, hins vegar að á fundi efnahags- og viðskiptanefnd- ar á þriðjudag hefðu lög um verðbréfa- viðskipti verið til umræðu. Sagði hann að sér sýndist sem þverpólitísk sam- staða gæti myndast um að taka á þess- um málum á ábyrgan hátt. Tók Val- gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undir þetta í loka- orðum sínum við umræðuna í gær. Vinnu við ESB-úttekt miðar vel HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að mikilvægt væri að efla tvíhliða samskipti við þau tólf ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að efna til aðildar- viðræðna við, enda liggi fyrir að þau verði kölluð til umsagnar um mál er varði hagsmuni Islands og samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði er þau hafa fengið inn- göngu í sambandið. Kom fram jafnframt í máli ráðherrans að vinnu við úttekt á stöðu Islands í Evrópusamstarfinu, sem ákveðið var að efna til f haust, miðaði vel og að hann vonaðist til að geta lagt hana fyrir ríkisstjórn fljótlega' og í kjölfarið fyrir Alþingi. Össur Skarphéðinsson, þingmað- ur Samfylkingar, hafði borið fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um áhrif stækkunar ESB á EES- svæðið. Sagðist hann merkja að EES-samstarfið væri ekki ofarlega í hugum fulltrúa ESB og gat hann sér þess til að væntanlegar aðild- arviðræður við tólf ný ríki myndu taka mikið af tíma forystumanna ESB, og þannig valda því enn frek- ar að þróun EES-samstarfsins sæti á hakanum. Sagði Össur í seinni ræðu sinni að svör Halldórs stað- festu þá skoðun hans að þróun mála á vettvangi ESB drægi úr vægi EES-samningsins. Aðild Is- lands að Evrópusamstarfinu yrði því óneitanlega á dagskrá ís- lenskra stjórnmála á næstu árum. Flókið að breyta reglum um fæðingarorlof GEIR H. Haarde fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að ekki væri ljóst hvenær tekin yrðu skref í þá átt að lengja fæðingarorlof og jafna rétt mæðra og feðra til að taka það. Málið væri flókið og kostaði umtalsverða fjármuni og benti ráðherrann jafnframt á að margir kæmu að þessu málsins, ekki aðeins ríkið og ráðuneyti heldur einnig aðilar vinnumarkað- arins. Páll Magnússon, sem tók sæti sem varamaður á þingi fyrir Fram- sóknarflokkinn, hafði borið fram fyrirspurn til fjármálaráðherra um fæðingarorlof og fylgdi Jónas Hall- grímsson, varaþingmaður fram- sóknarmanna á Austurlandi, henni úr hlaði á Alþingi í gær. Spurði Páll hvernig og hvenær ríkis- stjórnin hygðist ná markmiðum sínum, sem lýst væri í stjórnar- sáttmála, um lengingu fæðingar- orlofs og jöfnun réttar mæðra og feðra til að taka það. Svaraði Geir því til í þessu sambandi að þau markmið, sem sett væru fram í stjórnarsáttmála, ættu að nást á kjörtímabilinu og að málið væri í vinnslu þótt óljóst væri hvenær tekin yrðu skref í þá átt að ná þessum markmiðum. Stjórnarandstæðingum þótti svar ráðherrans heldur efnislítið en þeir þingmenn, sem kvöddu sér hljóðs, voru sammála um að hér væri á ferðinni mikið hags- munamál fyrir foreldra og sjálfur sagði Geir að um þetta mál ríkti í raun enginn ágreiningur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.