Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 45 Ljósavík reyndist vera fúleggið SA FAHEYRÐI at- burður hefur nú gerst að viðskiptajöfrar úr Þorlákshöfn hafa sent dreifibréf inn á hvert heimili norður á Húsa- vík með óhróðri um bæjarfulltrúa Húsavík- ur. Það er einsdæmi í sögunni, að aðilar úr viðskiptalífinu fari með slíkan óhróður um störf sveitarstjórnarmanna og það í öðrum lands- hluta. Forsaga þessa máls er sú að fyrirtæki í Þor- lákshöfn, Ljósavík hf. í eigu tveggja fjöl- skyldna, sýndi áhuga á að eignast hlut í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. (FH) og komast þar til áhrifa. Um var að ræða að Ljósavík hf. keypti 20% af 46% hlut Húsavíkurkaupstað- ar í FH hf. og samkomulag var gert um að stefnt yrði að því að fyrirtækin sameinuðust. Bæjarstjóm Húsavík- ur samþykkti samhljóða söluna og að unnið yrði að því að sameina félögin enda kynnti meirihluti bæjarstjómar og bæjarstjóri Ljósavík hf. sem traust fyrirtæki sem hagkvæmt væri að sameinast. A seinni stigum máls- ins kom í ljós að eigendur Ljósavíkur hf. kröfðust þess að þeirra hlutur í sameinuðu fyrirtæki yrði metinn 37% en hlutur FH hf. 63% í samein- uðu fyrirtæki. Á þeim tíma hafði komið ýmislegt tortryggilegt í ljós við hið „trausta fyrirtæki“. Má þar Dagbjört Þyri Þorvarðardóttir nefna grein í Viðskipta- blaðinu um lélega af- komu Ljósavíkur hf., ótrúlega háan stjómun- arkostnað, miklar arð- greiðslur þrátt fyrir gríðarmikið tap og stöðugt hrapandi eigið- fjárhlutfall og ekki síst óendurskoðaða reikn- inga! Bæjarfulltrúar minnihlutans ásamt einum bæjarfulltrúa úr meirihluta töldu þetta skiptihlutfall óásættan- legt og vildu að gert yrði hlutlaust mat á fé- lögunum. Þessu höfn- uðu bæjarfulltrúar meirihlutans í þrígang, og gátu hindrað það með því að þvinga þann bæjarfulltrúa sem vildi skoða málið betur til að mæta ekki á bæjarstjóm- arfund. Þannig náði meirihlutinn að þvinga samrunaáætlunina í gegn. Bæjarfulltrúar minnihlutans fengu í framhaldi af þessu virt verðbréfafyr- irtæki, Verðbréfastofuna hf., til að gera mat á virði félagana og var nið- urstaða þess fyrirtækis sú að hlutur Ljósavíkur hf. ætti að vera 25% en hlutur FH hf. 75%. Munurinn á nið- urstöðu Verðbréfastofunnar hf. og svo aftur þeirra sem unnu matið fyrir Ljósavík hf. og FH hf. (sem ekki er enn upplýst hverjir vom!) er yfir einn milljarður og hlutur Húsavíkur- kaupstaðar í FH hf. er 26%. Mó því öllum vera ljóst að hagur bæjarfé- lagsins hefði stórlega verið fyrir borð Evrópskt hæfnisskírteini Tölvuökuskírteinið, skammstafað TÖK (European Computer Driving Licence, skammstafað ECDL), er evrópskt skírteini, sem segir til um tölvu- kunnáttu allra þeirra sem öðlast hafa skír- teinið. Prófin sjö sem þarf að taka til að öðl- ast TÖK eru þau sömu um alla Evrópu. Með því er kominn sam- evrópskur staðall á mati á tölvukunnáttu fólks. Atvinnurekend- ur í Evrópu og fólk í atvinnuleit em sammála Svanhildur Jóhannesdóttir um að nauðsynlegt er að hafa staðal sem segir til um færni fólks í hagnýtri notkun á upplýsingatækni. Skír- teinið staðfestir hæfni viðkomandi og gerir þá samkeppnishæfari í ís- lensku samfélagi og í hinum evrópska heimi. TÖK-skírteinið er sönnun á tölvukunnáttu hvers og eins og er því hagnýtt þegar sótt er um vinnu, hvort heldur er hérlendis eða er- lendis. Starfsmannastjórar fyrir- tækja og ráðningarstofur eru sam- mála um að hið staðlaða nám að baki TÖK-skírteininu auðveldi mannaráðningar, enda hafa mörg fyrirtæki og stofnanir í Evrópu sett það sem skilyrði að starfsmenn þeirra hafi tölvuökuskírteinið. Það auðveldar ráðningu starfsmanna til fyrirtækja, þar sem tölvukunnátta þeirra liggur Ijós fyrir. Þrepin að skírteininu em sjö. Hver og einn getur tekið þau á sín- um hraða, þó innan þriggja ára. Til að byrja með fær nemandinn hæfn- isskírteini hjá viðurkenndri prófm- iðstöð. Hæfnisskírteininu er skipt niður í sjö hluta sem taka þarf próf í. Þegar nemandinn hefur tekið próf í einhverjum hluta námsins og staðist fær hann staðfestingar- stimpil í hæfnisskírteinið. Þegar hann hefur safnað öllum sjö stimpl- unum snýr viðkomandi sér til Skýrslutæknifélags Islands og fær útgefið Tölvuökuskírteini án end- urgjalds. Deila Öll skrif um að við hefðum getað haft áhrif á mat Verðbréfastof- unnar hf., segir Dag- björt Þyri Þorvarðar- dóttir, er alvarleg árás Hlutarnir sjö era: 1. Grunnþekking á upplýsingatækni 2. Tölvan og stýri- kerfi hennar 3. Ritvinnsla 4. Töflureiknir 5. Gagnagranns- kerfi 6. Framsetning á kynningarefni 7. Netið Fyrsti hlutinn er fyrst og fremst fræði- legur en allir hinir eru verklegir fremur en fræðilegir og notast þátttakendur þá við tölvur í prófunum. Prófin byggjast á tilviljanakenndu vali spurninga um tölvunotkun frá degi til dags. Spurningarnar eru hagnýtar og þar af leiðandi er stimpillinn raunveru- Tölvuökuskírteini Tölvuökuskírteinið er evrópskt skírteini, segir Svanhildur á virt fyrirtæki. borinn hefði samranaáætluninn gengið í gegn óbreytt. Á bæjarstjórnarfundi 19. janúar sl. kynntu bæjarfulltrúar minnihlutans mat Verðbréfastofunnar hf. og fóra yfir matið og gerðu grein fyrir mál- inu og kölluðu eftir málefnalegri um- ræðu. Bæjarfulltrúar meirihlutans svöraðu fáu enda hafði einn úr þeirra hópi lýst því yfir á fundi að hann hefði ekkert kynnt sér þetta mál en treysti bara bæjarstjóranum. Höfundar dreifibréfsins, við- skiptajöframir úr Þorlákshöfn, sjá heldur ekki ástæðu til að fara ofan í það sem máli skiptir, þ.e. matið á fyr- irtækjunum og þær tölur sem gagn- rýndar vora. Þeir tala um að minni- hlutinn fari með fleipur og iygar, en geta ekki bent á nein ákveðin dæmi um slíkt og rökstyðja þennan áburð ekki frekar. í 19 síðna dreifibréfi sjá þeir sér ekki fært að koma með nein haldbær rök máli sínu til stuðnings heldur er bréfið fullt af rakalausum rógburði um sveitarstjómarmenn. Meðal annars furða viðskiptajöfram- ir sig á að aldrei var talað við þá eða þá sérfræðinga sem matið unnu. Sannleikurinn er hins vegar sá að við áttum þess einfaldlega aldrei kost því bæjarstjórinn á Húsavík hafnaði því á fundi og síðar skriflega að gefa upp nöfn þeirra sem matið unnu, þannig að við vitum ekki enn við hverja við áttum að tala. En það era ekki einungis bæjar- fulltrúar sem fá kaldar kveður frá viðsldptajöfrunum, heldur einnig Verðbréfastofan hf. og endurskoð- andi Húsavíkurkaupstaðar og FH. Höfundar dreifibréfsins láta að því liggja að mat Verðbréfastofunnar hafi verið pantað eftir forskrift bæj- arfulltrúa minnihlutans til þess eins að þjóna pólitískum duttlungum hans. Það er rétt að minnihlutinn lét gera þetta mat þar sem meirihlutinn hafði í þrígang fellt tillögu um að gera hlutlaust mat á fyrirtækjunum. 011 skrif um að við hefðum getað haft áhrif á mat Verðbréfastofunnar hf. er alvarleg árás á virt fyrirtæki og lýsir ótrúlegri vanþekkingu á vinnu fag- fólks. Til marks um siðgæðisþroska við- skiptajöfranna þá amast þeir við því að undirrituð hafi bent á að stjómsýslulög hafi verið brotin þegar umræddur bæjarfulltrúi mætti ekki á bæjarstjórnarfund án þess að geta borið við lögboðnum forföllum. Þeir telja víst að það sé hlutverk bæjar- fulltrúa að láta slíkt óátalið, til að ná fram annarlegum markmiðum í við- skiptalífinu. Enn frekari furðu viðskiptajöfr- anna vekur sú staðreynd að í félags- málaráðuneytinu liggur fyrir stjórnsýslukæra frá bæjarfulltrúum minnihlutans vegna þessa máls. Þeir virðast halda að lög og reglur séu til að bijóta þær. Vert er að vekja sérstaka athygli á því að höfundar dreifibréfsins, Guð- mundur Baldursson og Unnþór Hall- dórsson, era stjómarmenn í FH hf. og Guðmundur raunar stjómarfor- maður íyrirtækisins. í lokakafla dreifibréfsins fjalla þeir um framtíð félagsins og segja að ekki sé fjarri lagi að fyrirtækið sé í rúst og að fáir raunhæfir kostir séu í sjónmáh og líkja fyrirtækinu við fúlegg! Slík skrif hljóta að vera einsdæmi í fyrirtækja- rekstri að stjómarmenn almennings- hlutafélags skuli rægja fyrirtækið í flestum íjölmiðlum landsins. Hvað finnst hluthöfum FH um þetta? Ætla hluthafar FH að hafa í stjóm fyrir- tækisins menn sem rakka það niður íyrir alþjóð? Að lokum skal það tekið fram að Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki með sterka eiginfjárstöðu og trausta starfsmenn. Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa fulla trú á fyrirtækinu og að það muni áfram vera fjöreggið í atvinnulífi bæjarins. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Húsavík. fOSHIIIí Heimabíó Spmengjan Jóhannsdóttir, og segir til um tölvukunnáttu. leg staðfesting á þekkingu hvers og eins. Taka má prófm í þeirri röð sem hentar hverjum og einum. Skýrslutæknifélagið hefur gert samninga við ákveðnar prófmið- stöðvar um allt land. Prófmiðstöðv- arnar eru af ýmsum toga; tölvu- skólar, almennir skólar, fyrirtæki, o.fl. Hver prófstofa er staðfest af Skýrslutæknifélaginu sem afhendir þeim stöðluð gögn og reglur til að vinna eftir. Þar sem TÖK-skírtein- ið fylgir Evrópustaðli getur við- komandi tekið próf í hvaða landi sem er og hjá hvaða prófmiðstöð sem er og getur þess vegna tekið prófin hjá sjö mismunandi prófmið- stöðvum. Höfundur er framkvæmdastjóri Skýrslutæknifélags íslands. Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði ! Framtíðarútlit - vönduð hönnun Super-5 Digital Blackline myndlampi 180 W - 300 W magnari 6 framhátalarar 2 bassahátalarar 2x2 bakhátalarar 3 Scarttengi að aftan 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan Barnalæsing á stöðvar Glæsilegur skápur á hjólum með 3 hillum T0SHIBA heimabíótækin kosta frá aðeins kr. 134.900 stgr, með öllu þessu!! T0SHIBA Pro-Logic tækin eru margverðlaunuð af tæknfblöðum í Evrópu og langmest seldu tækin í Bretlandi! T0SHIBA ERU FREMSTIR í TÆKNIÞRÓUN. Hönnuðir Pro-Loglc heimabíókerfislns - DVD mynddiskakerfisins og Pro-Drum myndbandstækjanna. Önnur T0SHIBA tæki fást í stærðunum frá 14" til 61" •Staflgreiðsluafsláttur er 10% Fáðu þér framtíðartæki hlaðið öllu því besta - Það borgar sig! ///- Einar Farestveit &Cahf. Borgartúni 28 ■ Símar: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.