Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 46

Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rekstur og stjórnun heil- brigðisþj ónustunnar MORGUNBLAÐIÐ spyr í miðopnu 5. febr- úar hvort fastar fjár- veitingar sjúkrastofn- ana séu tímaskekkja og í leiðara 6. febrúar hvort leita megi lausna í einkarekstri. Þessar hugleiðingar eru rök- rétt framhald umræðu um hversu erfiðlega gengur að ná sátt um rekstur stóru sjúkra; húsanna í Reykjavík. í huga greinarhöfundar eru fastar fjárveitingar tímaskeklga og einka- rekstur er ekki lausn vandans! Á Norðurlöndum er heilbrigðis- þjónusta að mestu rekin fyrir fjár- muni sem innheimtir eru í formi skatta og aðgengi að þjónustunni byggir á jafnræði og réttlæti. Vax- andi kostnaður þjónustunnar er ástæða aðhaldsaðgerða hins opin- bera. Hér á landi hækkaði þessi kostnaður úr 3,1% árið 1960 í 8,2% af vergri landsframleiðslu árið 1995. Ástæður þessarar hækkunar má m.a. rekja til fjárfrekra tæknifram- fara, vaxandi lyfjakostnaðar og auk- inna útgjalda til aldraðra (Morgun- blaðið 08.11.1998, bls. 35). Heilbrigðisyfirvöld hafa m.a. reynt að ná tökum á þessari kostnaðarþró- un með föstum fjárveitingum til heil- brigðisstofnana og sameiningu sjúkrastofnana sem stuðla eiga að hagræðingu í rekstri. Hér verður leitast við að meta árangur þessara ráðstafana út frá reynslu stjórnenda kvenlækningasviðs Ríkisspítala (Morgunblaðið 19.12.1999, bls. 46) og Kristján Sigurðsson reynslu nágrannaþjóða okkar (Morgunblaðið 09. og 10.04. 1999, bls. 36 og 50). Fastar fjárveitingar og sértekjur Stjórnendur Ríkis- spítala hafa verið hvattir til að halda rekstri sviða innan fjár- veitinga en jafnframt að auka sértekjur sviða sinna. Á kvenlækninga- sviði Ríkisspítala hefur verið leitast við að ná niður rekstrarkostnaði með hagræðingu, sem m.a. leiddi til lokunar Fæðingar- heimilis Reykjavíkur, aukningar snemmútskrifta eftir fæðingu og breytinga á rekstri legudeildar fyrir illkynja og almenna kvensjúkdóma. Þessar ráðstafanir leiddu vissulega til sparnaðar fyrir sviðið en um leið til flutnings á rekstrarkostnaði frá Ríkisspítulum til Tryggingastofnun- ar vegna þjónustu ljósmæðra í heimahúsum og vegna krabbameins- lyfjameðferða á dagdeild í stað inn- lagnar á meðferðardeild. Hagræðing leiddi til þess að sviðið var rekið hallalaust 1996 en erfitt hefur verið að viðhalda þeim árangri meðal ann- ars vegna nýrra krafna um sparnað og sérkennilegrar bókhaldslegrar meðferðar sértekna sviðsins. Sértekjur á kvenlækningasviði jukust um 400% á milli 1991 og 1997 (aðallega vegna glasafrjóvgana og ferliverka) og runnu þær tekjur beint til rekstrar Ríkisspítala í heild en komu að takmörkuðu gagni fyrir kvenlækningasviðið. Oflun þessara Sjúkrastofnanir Skilgeina þarf einstaka verkþætti, segir Krist- ján Sigurðsson, og kostnað þeim tengdan. sértekna skapaði aftur á móti kostn- að sem færðist á kvenlækningasvið sem rekstrarkostnaður og á móti komu ónógar fjárveitingar hins opin- bera þannig að útkoman varð tap fyrir sviðið. Stjórnendur kvenlækn- ingasviðs hafa margoft bent á að réttast sé að sértekjur bókfærist þar sem þeirra er aflað en hafa litlu feng- ið áorkað þar sem stjómendur Ríkis- spítala hafa vísað á ráðuneytið og þaðan hafa ekki fengist nein við- brögð. Af þessari reynslu ber að álykta að fastar fjárveitingar án skilgreiningar á þeirri þjónustu sem fjármögnunin á að standa undir leiðir til vítahrings sem erfitt er að rjúfa. Skilgreina þarf einstaka verkþætti þjónustunnar og kostnað þeim tengdan og ætti slík kostnaðargreining að vera auðveld með nútíma bókhaldstækni. Kaup og sala Margir telja að fjármögnun sjúkrahúsa sé best borgið með kaup/ sölu-kerfi fyrir einstök verk. Þetta felur í sér að einstakar deildir fá greitt í samræmi við afköst. Reynsla Svía er sú að slíkt kerfi hefur reynst vel hvað snertir stoðdeildir (rann- sóknarstofur, röntgendeildir, svæf- ingadeildir o.fl.), þar sem það er talið auka kostnaðarmeðvitund lækna og draga úr óþarfa rannsóknum. Skipt- ar skoðanir eru aftur á móti á því hvort kaup/sölu-kerfi sé heppilegt fyrirkomulag fyrir meðferðardeildir. Þar geti kerfíð leitt til röskunar á jafnræði sjúkra með því að sjúkl- ingahópar sem „skaffa“ meiri tekjur fái forgang og að auki geti kerfið leitt til ofnotkunar á vissri þjónustu. Reynsla annarra bendir til að velgrunduð áætlanagerð svo og kaup/sölu-kerfi milli stoðdeilda og meðferðadeilda leiði til árangurs í kostnaðarstjórnun. Við samnings- gerð milli meðferðadeilda og ríkis sé þó þjóðhagslega betra að styðjast við blandað kerfi heildarsamninga og samninga íyrir einstök verk og skuli þá ætíð tekið tillit tii öflunar fjár- magns til endurnýjunar tækjabúnað- ar og til innra þróunarstarfs. Sameining sjúkrahúsa Markmið sameiningar sjúkra- stofnana er að leiða til hagræðingar með endurskipulagningu á starfsemi og betri nýtingu tækja og starfs- fólks. Dæmi um slíka aðgerð er sam- eining Landakots og Borgarspítala í Sjúkrahús Reykjavíkur (SHR) og síðar sameiginleg stjóm fyrir SHR og Ríkisspítala. Svíar hafa langa reynslu af slíkum breytingum og á árinu 1999 voru m.a. 15 bráðasjúkra- hús sameinuð í fjórar sjúkrahússam- steypui- á Vestur-Gautlandssvæðinu þar sem búa 1,7 milljón íbúar. Á Is- landi er verið að sameina sjúkra- stofnanir fyrir færri en 300.000 íbúa. Það er enginn vafi á því að slík sam- eining getur leitt til sparnaðar en jafnframt hefur verið sagt að slík sameining leiði til skerðingar á val- frelsi sjúklinga. Hér á landi er valfr- elsi sjúklinga vel tryggt með frjáls- um aðgangi að sérfræðiþjónustu öfugt við það sem gerist meðal Dana og Breta sem nýta heilsugæslulækna sem dyraverði að dýrari sérfræð- ings- og sjúkrahúsþjónustu. Á sjúkrastofnunum skiptir nærvera og viðmót hjúkrunarfólks og lækna mestu fyrir sjúklinginn og ætti val- frelsi að skipta hann litlu ef það er kappsmál stjórnenda deilda að veita ætíð bestu fáanlega þjónustu. Stjórnun heilbrigðisþjónustu Hér á landi er það heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sem kaup- ir þjónustu af ríkisreknum sjúkra- húsum en þeim er aftur stjómað af pólitískt skipuðum nefndum. Það er reynsla annarra að slíkt fyrirkomu- lag sé afar óæskilegt og telja bæði Svíar og Bretar að betra sé að sjúkrastofnanir séu sjálfseignar- stofnanir með sjálfstæðri stjórn sem annist gerð þjónustusamninga við póiitískt skipaðar heilbrigðisnefndir. Hinir síðarnefndu skilgreina þá þjónustu sem skjólstæðingar þeirra þurfa á að halda og semja við sjúkra- húsin. Af reynslu Bandaríkjamanna er ljóst að frjáls markaðsstjórnun leiðir ekki til kostnaðarstjómunar í heibrigðisþjónustu en leiðir á hinn bóginn til röskunar á jafnræðis- og réttlætisviðhorfum. Hvort unnt er að virkja einkaaðila hér á landi til að fjárfesta í sjúkrastofnunum á for- sendum jafnræðisviðhorfa fer vafa- laust eftir því hvaða arð viðkomandi telur sig geta haft af slíkri fjárfest- ingu. Niðurstaða Sameining' sjúkrastofnana getur leitt til endurskipulagningar og betri nýtingar tækja og starfsfólks. Skilja þarf á milli kaupenda og seljenda heilbrigðisþjónustu líkt og lýst er hér að ofan. Kaupendur þurfa að hafa góða þekkingu á öllum þáttum heilbrigðismála, góðan aðgang að tölvuvæddum upplýsingum um ein- staka þætti, gæði og verðlagningu þjónustunnar. Til að ná þjóðhagslega mestum árangri, þarf samningsgerð að samþætta þjónustu heilsugæslu, hjúkranarheimila og sjúkrahúsa. Höfundur er yfirlæknir. Einkaleyfí og líftækni UNDANFARIÐ hafa birst á síðum blaðsins nokkrar grein- ar um einkaleyfi og málefni þeim tengd. Það er af hinu góða að þessum málaflokki sé veitt athygli því úti í hinum sísmækkandi heimi er öflug vemd hugverkaréttinda að verða æ mikilvægari samkeppnistæki á mörgum sviðum at- vinnulífs. íslendingar og íslensk fyrirtæki hafa sýnt þessum mál- um furðu mikið tóm- læti og hafa sótt um og fengið mun færri einkaleyfi en aðrar þjóðir miðað við höfðatölu, rann- sóknastarf og aðra mælikvarða, Skýrsla einkaleyfanefndar iðnaðar- ráðuneytisins, 1998. Breyting er þó að verða þar á hjá ýmsum fyrirtækj- um í hátækniiðnaði sem fjárfest hafa J í þróunarstarfi og era í alþjóðlegri samkeppni. Sú jákvæða þróun sem felst í tilkomu og vexti slíkra fyrir- tækja mun öragglega einkenna 21. öldina og hygg ég að sú þróun sé for- Greiðslukerfi banka KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ senda þess að við get- um tryggt fjölbreytta og arðbæra atvinnu komandi kynslóða og viðhaldið þeim lífsgæð- um sem við höfum van- ist. Einkaleyfakerfið Tilgangur einka- leyfakerfisins er að veita hugvitsmanni möguleika á að öðlast vemd á uppfinningu sinni svo aðrir geti ekki hindranarlaust líkt eft- ir og hagnýtt sér hana án þess að hann veiti til þess leyfi og hljóti um- bun fyrir. Umsækjandi um einka- leyfi þarf að sýna yfirvöldum fram á að uppfinning hans sé alveg ný og nægilega frábragðin þekktri tækni til að teljast ekki augljós í augum fagmanns á sama sviði. Þessir tveir eiginleikar, þ.e. nýjung og svokallað frumleikastig, skipta mestu fyrir einkaleyfishæfni uppfinningar. Segja má að einkaleyfið sé samn- ingur milli uppfinningamannsins og samfélagsins, hann hlýtur víðtæka vemd fyrir uppfinningu sína, eins konar löglega einokunaraðstöðu, en á móti þarf hann að skýra opinber- lega frá uppfinningunni í smáatrið- um, nógu skilmerkilega til að aðrir geti endurtekið verk hans. Sú lýsing er yfirleitt stærsti þáttur einkaleyfa- umsóknar en umsóknin í heild sinni er öllum aðgengileg einu og hálfu ári eftir að hún er lögð inn. Þessi upplýsingaþáttur einka- leyfakerfisins er mjög mikilvægur, þannig geta menn kynnt sér sumt það helsta sem gerist á viðkomandi sviði og ef til vill komist hjá því að finna upp hjólið öðra sinni. Jafn- framt mega allir notfæra sér þær upplýsingar sem fram koma í einka- leyfi eða birtri einkaleyfisumsókn og Einar Karl Friðriksson Einkaleyfamál Tilgangur einkaleyfa- kerfísins er, segir Einar Karl Friðriksson, að veita hugvitsmanni möguleika á að öðlast vernd á uppfínningunni. til dæmis þróað áfram þá hugmynd sem þar er lýst, jafnvel sótt sjálfir um einkaleyfi á uppfinningu byggðri á þeirri fyrri. Hagnýting seinni upp- finningarinnar gæti þó verið háð leyfi („license") rétthafa fyrra einka- leyfisins en sá má heldur ekki nýta sér seinni uppfinninguna án leyfis. (Einkaleyfi veitir ekki sjálfkrafa rétt til að hagnýta uppfinningu heldur rétt til að takmarka að aðrir geri það.) Einkaleyfayfirvöld leggja sig víða fram við þessa upplýsingagjöf og má til að mynda nálgast end- urgjaldslaust á netinu öll bandarísk einkaleyfi gefin út eftir 1976 á slóð- inni www.uspto.gov. Annað sem miklu máli skiptir er að einkaleyfa- rétturinn er tímabundinn, í flestum tilfellum til 20 ára eftir innlögn um- sóknar. Líftækni og lyíjaþróun Þróun nýrra lyija er gífurlega kostnaðarsamt og tímafrekt ferli og hafa flest stærri lyfjafyrirtæki heims verið að sameinast hvert öðra til að hagræða í rannsókna- og þróunar- starfi sínu. Oft era ekki nema fáein lyf sem vega mest í veltu slíkra fyrir- tækja og standa undir leit að lyfjum framtíðar. Þegar einkaleyfi slíkra uppgripalyfja renna út hefja smærri fyrirtæki (þar á meðal íslensk) sölu á samheitalyfjum og verð lyfjanna lækkar oft veralega sem er gott fyrir sjúklinga en slæmt fyrir lyfjarisana sem reyna þá að vera komnir með ný og enn betri lyf, sem er reyndar líka gott fyrir sjúklinga. Þannig era lyfjafýrirtæki í sífelldu kapphlaupi og niðurstaðan er sú að við sigramst á sífellt fleiri sjúkdómum. Margir spá byltingu í skilningi á sjúkdómum og lækningum þeirra með þeim stórstígu framföram sem nú eiga sér stað í sameindaerfða- fræði. Lyfjafyrirtækin leggja mikla áherslu á það svið og eram við Is- lendingar reyndar í miðpunkti þeirr- ar hringiðu. Skiljanlegt er að fyrir- tækin reyni á þessu sviði, líkt og á sviði framleiðslu hinna kemísku efna, að vernda þekkingaryfirráða- svæði sitt. Mörgum kemur afar spánskt fyrir sjónir að hægt sé að fá einkaleyfi á geni úr manni en við skulum líta betur á hvað við er átt. Enginn slær eign sinni á sameind- ir í líkama okkar heldur er einkaleyfi veitt fyrir uppfinningu sem í þessu samhengi getur verið að ráða basa- röð gens og finna prótínið sem það umtáknar og hlutverk þess í líka- manum. Þegar slík uppfinning ligg- ur fyrir má sækja um einkaleyfi fyrir hagnýtingu gensins, á íslandi sem og annars staðar. Þessi mál era síður en svo einföld og mikið rædd meðal sérfræðinga og yfirvalda á sviði hugverkaréttinda. Það er spennandi og mikilvæg um- ræða sem fslendingar eiga að fylgj- ast með og taka þátt í, viiji þeir leggja eitthvað til málanna að því er varðar leikreglur um einkaleyfis- hæfni í alþjóðlegu viðskiptaum- hverfi. Má fá einkaleyfi fyrir öllum uppfinningum? Nei, ekki er svo, til dæmis era ekki veitt einkaleyfi fyrir aðferðum til lækninga. Sá lagalegi skilningur hefur ríkt í Evrópu að lækningar séu ekki hagnýt atvinnu^ starfsemi í þessum skilningi. í Bandaríkjunum er þessu öðravísi farið og þar er ekki gerður þessi greinarmunur á „hagnýtri" og „sið- ferðislegri" atvinnustarfsemi enda era sjúkrahús þar víða rekin sem hver önnur fyrirtæki. Hin evrópska hugsun er hins vegar sú að læknir eigi að geta veitt bestu mögulegu þjónustu hverju sinni án þess að bijóta einkaleyfi, þannig geta lyf og lækningatæki notið einkaleyfis- verndar en ekki notkun þeirra til lækninga. Mýs og maís Ýmis fleiri atriði greinir að banda- rískt einkaleyfakerfi frá þeim evrópsku í þessum efnum, til dæmis er ekki sama krafa þar um skilning á hlutverki gens til að fá einkaleyfi á genaröð þess, en það kann þó að breytast. Einnig hafa gilt mismunandi reglur um einkaleyfishæfni erfða- breyttra lífvera austan- og vestan- hafs en samkvæmt nýlegri tilskipun Evrópusambandsins er nú verið að samræma þessi mál innan aðildar- ríkjanna og færa þau í líkara horf og það sem þekkist vestanhafs þannig að nú er hægt að fá einkaleyfi bæði á erfðabreyttum maís og músum. Þetta er vegna þess að líftæknin er einfaldlega orðin háþróuð og hagnýt grein í atvinnulífi víða og þarf að geta verndað fjárfestingar sínar í þróunarstarfi ekki síður en aðrar iðngreinar. Einkaleyfi og hömlur Setja einkaleyfi fyrirtækjum hömlur? Að sjálfsögðu gera þau það, annars væra þau einskis virði! Hamla einkaleyfi framþróun? Ekki sýnir sagan það, heldur þvert á móti að þau hvetja fyrirtæki til að gera enn betur og veita þeim til þess ríku- legan forða upplýsinga. Hins vegar má ekki ragla einkaleyfum saman við sérleyfi ýmiss konar sem veitt hafa verið hérlendis og veita meiri eða minni einokun á tilteknu sviði án þess að samskonar kröfur séu gerð- ar og til einkaleyfisumsókna. Undir- ritaður telur það reyndar nokkuð varasama leið, án þess að fella dóma um einstök tilfelli, einkum ef markmiðið er það sama og með einkaleyfakerfinu, það er að vernda fjárfestingar í rannsóknum og þró- unarstarfsemi. Eg vona að einhver sé nú fróðari um þessi málefni þótt mörgum spumingum kunni að vera ósvarað. Ljóst er að einkaleyfamál koma til með að skipta íslenskt atvinnulíf meira máli í framtíðinni og við skul- um ekki óttast einkaleyfin sem slík, heldur líta frekar á þá möguleika sem þau bjóða vel menntuðum hug- vitsmönnum og framkvöðlum okkar. Höfundur er efnafræðingur og ráð- gjnfi um hugverkaréttindi og starfor lyá A&P Árnason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.