Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAJR 2000 GREINARGERÐ Fúlegg stjórnarformanns FH hf. og Ljósavíkur hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá bæjar- fulltrúum minnihlutaflokkanna (Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks) í bæjarstjóra Húsavíkur: Mikið pappírsflóð skall yfir Húsa- vík á dögunum. Var þar komið dreifi- bréf frá Ljósavík hf. í Þorlákshöfn, sem talið hefur verið til útgerðarfyr- irtækja suður með sjó. Samkvæmt dreifibréfinu, hneigist hugur þeirra nú frekar til afskipta af sveitar- stjómmálum norður á Húsavík. Undir dreifibréfið rita stjórnarfor- maður Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. (FH), sem jafnframt er eigandi Ljósavíkur hf., og svo meðeigandi hans í Ljósavík hf., einnig stjómar- maður í FH. Þannig er mál með vexti að í sum- arlok vildi Ljósavík hf. í Þorlákshöfn ganga í eina sæng með FH. Ljósavík hf. er fyrirtæki í eigu tveggja aðila sem höfðu það að leiðarljósi sam- kvæmt dreifibréfinu, sem einnig birtist í tveimur dagblöðum, að „eiga það stóran hlut (þ.e. í sameinuðu fyr- ' irtæki) að við (eigendur Ljósavíkur) hefðum umtalsverð áhrif‘. Ljósavík kemur að málinu Hinn 7. september síðastliðinn, kom bæjarstjórn Húsavíkur saman til fundar á „Rauða torginu", fundar- sal einum á Hótel Húsavík. Á dag- skrá var m.a. fundargerð bæjarráðs frá 25. ágúst 1999. Þar var lagt til, að selja Ljósavík hf. 20% hlut í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur hf. (FH), með samrana í huga, en fyrir átti Húsa- víkurkaupstaður 46% í félaginu. Sala •áSbréfanna var samþykkt samhljóða og fögnuðu bæjarfulltrúar minni- hlutans því, að nú væri loksins séð fyrir endann á pólitískum afskiftum bæjarstjórnar af rekstri FH. Við, í minnihluta bæjarstjómar, höfðum einmitt ítrekað lýst því yfir að rétt væri að eignarhluti bæjarins yrði seldur hæsta verði. Samþykki okkar byggðist á fram- lögðum upplýsingum. Síðar kom í ljós að, það sem lagt var fyrir bæjar- stjórn, var ekki einu sinni hálfur sannleikur. Sagt var, að hið sameinaða félag réði yfir 7500 þorskígildum, sem síð- ar kom í Ijós að vora aðeins tæp 4000 þorskígildi - Ekkert var lagt fram um mat á íýrirtækjunum, hvað þá að greint væri frá einkennilegu „samkomu- lagi“ um það mat (sjá meðfylgjandi „grann að samræmdu mati“, sem virðist vera samið af hagfræðingi Ljósvíkinga). Á bæjarstjórnarfundinum var því vísvitandi beitt blekkingum. Upplýs- ingum, sem skiptu höfuðmáli, var haldið leyndum. Bæjarstjóri og odd- viti meirihlutans lugu bæjarfulltrúa fulla. Markmið Ljósvíkinga um yfir- töku lítils félags á stóra og stöndugu fyrirtæki, virtust vera í höfn. I hinu sérkennilega dreifibréfi þeirra Ljós- víkinga, stendur orðrétt: „menn virt- ust sammála bæjarstjórnarmeiri- ■» hlutanum um að þetta væri langbesti (!) kosturinn." Hvernig var staðið að mati félaganna? Eigendur Ljósavíkur draga held- ur enga dul á það, að löngu fyrir fund bæjarstjómar eða 15. ágúst 1999, hafi með leynd verið gengið frá því, að við mat á félögunum, yrði rækjuk- vóti Ljósavíkur meðhöndlaður með afar sérkennilegum hætti. í dreifi- bréfinu stendur orðrétt: „Fulltrúum (!) Húsavíkurkaupstaðar þótti skil- yrði okkar varðandi mat á rækju- kvótanum afar sanngjamt og eðli- legt.“!!! Rétt er að taka fram að hvergi í skjölum Húsavíkurkaupstaðar er getið um umboð, til eins eða neins „fulltrúa", til að ganga til viðræðna um sölu hlutabréfa FH í eigu bæjar- ins, hvað þá að semja um mat á FH og eigum þess við samrana. Síðar kom í ljós að rækjukvóti Ljósavíkur var metinn á 700 krónur kílóið við framlagða samranaáætlun. Á sama tíma, var verð rækju á kvóta- þingi 400 krónur hvert kíló. Engar athugasemdir virðast „fulltrúar“ Húsavíkur heldur hafa gert við þá staðreynd, að þorskkvóti FH var lækkaður í þessu mati, um einn millj- arð króna að verðgildi eða um 40%, vegna einhverrar „varúðarreglu", sem gildir almennt ekki í slíkum við- skiptum. Ljósavíkurmenn höfðu auðvitað ekkert við þetta að athuga og fannst greinilega eðlilegt, að þeir réðu gangi mála og ráðskuðust með bæj- arstjóra og oddvita meirihlutans, eins og þeim þóknaðist. Fróðlegt var einnig að sjá í dreifibréfi Ljósvíkinga að þeir vora svo almennilegir að leggja til hagfræðing til að reikna út mat, og stilla upp fjárhagsmálum samranans. Sendi hagfræðingurinn jafnvel frá sér bréf í nafni kaupstað- arins. Bæjarstjóri hefur opinberlega hrósað sér fyrir það að Húsavíkur- kaupstaður hafi ekki borið neinn kostnað af gerð samranamatsins. Ljúflingarnir frá Ljósavík höfðu snaran mann á sínum snæram, sem gerði þetta fyrir þá. Oddvitinn og bæjarstjóri töldu enga ástæðu til að kalla til sín sérfræðinga, þótt hér væri um að ræða margumtalað fjör- egg Húsavíkur. Þau verðmæti sem hér var verið að sýsla með nema fimm milljörðum króna, sem er tíföld velta bæjarsjóðs Húsavíkur. Undarlegar „viðræður“! Eins smekklegt og það nú er, stóð hluti bæjarstjórnarmeirihlutans, á sama tíma í viðræðum við Þormóð ramma hf.og Samherja hf. Var reyndar búið að undirrita viljayfir- lýsingu, við síðargreinda félagið, um aðkomu þess að FH og samninga við Húsavíkurkaupstað. Sú viljayfirlýs- ing var dregin til baka, samkvæmt fréttum síðar, vegna þess að bæjar- stjóm Húsavíkur hefði verið andvíg samvinnu við Samherja! Þetta mál var aldrei lagt fyrir fundi bæjarráðs eða bæjarstjómar. Bæjarfulltrúum var því alls ekki ljóst hvað var í gangi á þessum tíma. Þeir vora ekki upp- lýstir um það. Eigendur Ljósavíkur og höfundar dreifibréfsins lýsa því yfir, að frá upphafi hafi allir „aðstandendur" þessara viðræðna verið sammála um „að Húsavíkurkaupstaður ætti að minnka veralega hlut sinn í félag- inu“. Þetta er athyglisvert og raunar í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu núverandi bæjarstjórnar- meirihluta. Hvað gekk Ljósvíkingum til? Ljósavík er rækjuveiðifyrirtæki með lítinn kvóta og erfiðan rekstur. Helstu eignir era tvö skip og rækju- verksmiðja á Siglufirði. Skipakost- urinn er ekki nýr. Raðsmíðaskip og togari. Fyrirtækið er í eigu tveggja fjölskyldna. Að eigin sögn vora eig- endurnir að leita leiða til að koma fyrirtækinu á hlutabréfamarkað. Leiðin að hlutabréfamarkaðinum átti að liggja gegnum yfirtöku á FH. Yfirtöku sem var einungis möguleg- með aðstoð frá afskaplega sam- vinnuþýðum bæjarstjórnarmeiri- hluta á Húsavík. Með því að ná meirihluta í samein- uðu íyrirtæki var markmiðum Ljós- víkinga náð: „að eiga það stóran hlut ( þ.e. í sameinuðu íyrirtæki) að við hefðum umtalsverð áhrif ‘ (dreifibréf Ljósavíkur). En vegna veikleika og smæðar Ljósavíkur hf. gátu þeir ekki náð meirihluta í sameinuðu fyr- irtæki, nema að mat á fyrirtækjun- um væri þeim afar hagstætt. Það mat reyndist vera leynisamningur bæjarstjóra við stjómarformann Ljósavíkur. Þetta dularfulla mat kom ekki fram í dagsljósið fyrr en 15. desember 1999. Hafði plagginu verið haldið leyndu í fjóra mánuði og hefði aldrei komið fram, nema vegna þess að bæjarstjóri var krafinn skrif- lega, um öll gögn í málinu. Enn er í fersku minni, þegar bæj- arstjóri afhenti afrit af þessu maka- lausa mati, og sagði um leið að „hann hefði nú ekkert þurft að láta þessi plögg af hendi“!! Hvað bæjarstjóri, embættismaður bæjarstjómar, hugsaði þá stundina, er best að hann hafi fyrir sig. Það er ljóst af gögnum málsins og ekki síst af viðbrögðum Ljósvíkinga, að miklir hagsmunir vora í húfi. Samkvæmt mati Verðbréfastofunn- ar hf. voru eignir FH vanmetnar um 1000 milljónir og eignir Ljósavíkur ofmetnar um tæpar 300 milljónir króna í leynilegu samkomulagi Ljós- víkinga og bæjarstjóra-oddvita tví- eykisins. Ljósvíkingar vora að koma á „yfírtöku aldarinnar". Það glóði á gullið. Lottóvinning, þar sem aðeins tveir aðilar, eigendur Ljósavíkur, ákváðu vinningstölurn- ar, átti aðeins eftir að innbyrða form- lega. Efasemdir vakna Leið nú að aðalfundi FH. Daginn fyrir þann fund, eða 26. nóvember 1999, var lögð fram formleg sam- ranaáætlun stjórna FH og Ljósavík- ur. Þá var ýmsa farið að grana að hér væri ekki allt með felldu. Þegar hafði komið í ljós að kvóti Ljósavíkur var 2500 þorskígildum minni en fullyrt hafði verið.Við lestur á reikningum Ljósavíkur kom einnig eftirfarandi fram: • Ljósavík hf. var rekið með miklu tapi, 99 milljónum 1998 (22% af veltu) og 109 milljónum til 1. septem- ber 1999 (28% af veltu). Þetta voru ný tíðindi. • Félagið var mjög skuldsett, skuld- aði 1,5 milljarða af 800 milljón króna veltu. Félagið hafði verið kynnt sem fjárhagslega sterkt. •Síðasti árshlutareikningur, sem allt samranaferlið var miðað við, var óendurskoðaður. • Eigendur Ljósavíkur höfðu greitt sjálfum sér 52 milljónir í arð eftir að samranahugmyndir vora kynntar í bæjarstjórn 7. september 1999. • Oseljanleg viðskiptavild var skráð sem 50 milljóna króna eign í reikn- ingum félagsins. • Skuld við hluthafa upp á 20 millj- ónir og sérkennileg skuldabréfaeign upp á 186 milljónir voru ekki skýrðar nánar í reikningum. Mistökin koma í ljós Á aðalfundi FH gerðust síðan þau fáheyrðu tíðindi, að fulltrúi Húsavík- urkaupstaðar (oddviti meirihlutans) stóð fyrir því, að þrír fulltrúar í stjóm FH kæmu frá Ljósavík, einn kæmi frá Olíufélaginu og einn frá Húsavíkurkaupstað (bæjarstjóri). Var nú flestum ljóst að vinnubrögð bæjarstjórans og vankunnátta odd- vitans hafði leitt hluthafa FH í ógöngur. Sömu einstaklingar sátu nú í stjórnum FH og Ljósavíkur og áttu að gæta hagsmuna hluthafa beggja félaganna við samranann! Þeir, sem áttu að gæta hagsmuna hluthafa FH í samranaferlinu við Ljósavík hf., vora eigendur og stjórn Ljósavíkur hf.! Eigendur Ljósavíkur vora þar með studdir til að gæta hagsmuna Húsavíkurkaupstaðar í stjórn FH! Augljóst var að blekkingar bæjar- stjóra og oddvita meirihlutans höfðu ekki aðeins villt okkur sýn, heldur voru nú fjórir bæjarfulltrúar meiri- hlutans fastir í feni lyga, blekkinga og pólitískra þvingana. Einn bæjar- fulltrúi meirihlutans hafði kynnt sér gögn málsins og var nú opinberlega orðinn málinu andsnúinn. Mat í tuttugu síðna dreifibréfi Ljósvík- inga er sífellt klifað á því að alltof langt mál sé að fara út í að ræða að- ferðir og útreikning á mati félaganna við samrana. Þetta er þó aðalatriði málsins, en ekki hvort bæjarfull- trúar á Húsavík era starfi sínu vaxn- ir eða ekki, að áliti stjórnarformanns FH. Ljósvíkingum liggur hjarta nær að finna að starfi kjörinna fulltrúa í sveitarstjóm, fremur en að ræða kjarna málsins. Við, í minnihluta bæjarstjórnar, lögðum til að sérfræðimat yrði lagt á fyrirtækin áður en til ákvörðunar um samranann kæmi. Af einhverjum ástæðum mátti það alls ekki. Ekki var það nú traustvekjandi. í dreifibréfi Ljósavíkur er tekið fram að einn bæjarfulltrúi meirihlut- ans hafi viljað slíkt mat, en þá var hann „fenginn“ til að mæta ekki á bæjarstjórnarfund eins og frægt er orðið. Allar tillögur um hlutlaust mat vora því felldar í bæjarstjórn. Við réðum því Verðbréfastofuna hf., til að meta fyrirtækin, með tilliti til samrana. Niðurstaða þess mats er, að hluthafar í FH ættu að eignast 75% í sameinuðu félagi, en hluthafar Ljósavíkur 25%. í framlagðri samr- unaáætlun stjórna félaganna, var reiknað með 62,5% í sameinuðu fyr- irtæki í hönd hluthafa FH en 37,5% til hluthafa Ljósavíkur, og munaði um minna. Allar upplýsingar sem nú lágu fyr- ir hnigu að því að mistök hefðu verið gerð í samranaferlinu. Mistök, sem varð að leiðrétta. Ljósvíkingar mátu það svo, að meirihlutinn hefði enn einhver tök á málinu, og héldu því sínu striki. Á þessum tíma barst stjórnarformanni FH (jafnframt að- aleiganda Ljósavíkur hf.) bréf eins bæjarfulltrúa, þar sem farið var fram á, að sjá útreikning á mati fé- laganna og óskað skýringa á fleiri at- riðum samranaáætlunarinnar. Þessu bréfi var svarað með út- úrsnúningi 15. desember 1999, en þá mátti stjórnarformanni FH, aðaleig- anda Ljósavíkur, vera ljóst, að maðkarnir vora farnir á stjá í mys- unni þeirra félaga og vora menn farnir að hræðast ormaiðuna. Þáttur endurskoðanda Þætti endurskoðanda FH, sem jafnframt er endurskoðandi Húsa- víkurkaupstaðar, er gerð ítarleg skil í dreifibréfi eigenda Ljósavíkur. Það er ekki ljóst á þessari stundu, hvaða þátt endurskoðandinn átti í gerð mats vegna samrunans. Endurskoð- andi félagsins kemst þó að því, á end- anum, að skiptihlutfallið sé ekki sanngjarnt og mælir á móti sam- rana, byggðum á framlögðum hug- myndum. Ekki líkar stjórnarfor- manni Ljósavíkur og FH, aðaleiganda Ljósavíkur, að endur- skoðandinn komi fram með álit á samrananum og segir orðrétt: ,ýlf hverju gekk hann (þ.e. endurskoð- andinn) gegn vilja umbjóðanda síns, stjórnar FH“!!??? Þessi setning lýsir þvflíkri vank- unnáttu á eðli og starfssviði endur- skoðanda og matsmanna, að undran sætir. Vakna upp spurningar hvort endurskoðendur Ljósavíkur, Deloitte og Touche hf., vinni sam- kvæmt þessum skilningi eigenda Ljósavíkur hf. á starfi endurskoð- enda. Endurskoðendur vinna þá að- eins samkvæmt „vilja“ umbjóðanda síns, og „vilji eigenda“ ræður þar för, fremur en góðar reikningsskilavenj- ur og lagareglur um endurskoðun. Óendurskoðaður árshlutareikning- ur, sem lagður var til grandvallar samrunaáætluninni, segir sína sögu. Endurskoðandi FH er, að ósekju, gerður að blóraböggli í þessu máli og síðan kvarta eigendur Ljósavíkur yf- ir því að „siðferðisbrotnir", „metnað- arsjúkir" „glappaskotastjórnmála- menn“ á Húsavík hafi „klagað" endurskoðandann. Bréfið til hlutafé- lagaskrár fylgir hér með til skýring- ar: Húsavík 6. janúar 2000 Hlutafélagaskrá Reykjavík Ég undirritaður hluthafi í Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur hf., legg hér með fram athugasemdir við fram- komna samrunaáætlun Fiskiðjusam- lags Húsavíkur hf. og Ljósavíkur hf. dagsetta 26. nóvember 1999. Hlut- hafafundur sem tekur ákvörðun um samranann hjá FH hf. hefur ekki verið boðaður en er áætlaður 19. jan- úar 2000. Athugasemdirnar era byggðar á Betur af stað farið en heima setið ÚTSÖLUNNILÝKUR13. FEB. - líka sunnudaga habitat Heima er best.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.