Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 50
<£0 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Torfí Salmundur Sigurðsson fædd- ist á Bæjum á Snæ- ijaljaströnd í Norð- ur-Isafjarðarsýslu 5. apríl 1921. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjúnin Sig- urður Ólafsson, bdndi og útgerðar- maður í Bæjum, og kona hans María ÓI- afsddttir húsmdðir. María og Sigurður bjuggu í um 50 ár á Bæjum, en síð- ar á Isafirði. Torfí átti 15 alsystk- ini og einn hálfbrdður og eru fjög- ur þeirra á lífi. Torfi kvæntist árið 1951 Sigr- únu Guðbrandsddttur frá Heydal- Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn frá okkur og þetta verður síðasta bréfið mitt til þín. Við höfum nú skrifast á í hartnær 15 ár, alltaf reglulega, alveg síðan ég fluttist ut- - an. Það er ósköp sorglegt að hugsa til þess, að nú koma aldrei meir bréf frá pabba. Enginn var jafnduglegur að skrifa mér og þú, oft eitt bréf á viku. Ég reyndi að svara reglulega, en hafði sjaldnast roð við þér í bréfa- sknftunum! Ótal minningar koma fram í hug- ann. Þær flæða fram ein af annarri. Ég mun aðeins minnast á örfáar í þessu bréfi, en minningamar ylja og eru mér mikil huggun. Ein af sterk- ustu minningum mínum frá bams- aldri er af þér syngjandi heima við ^ggleg störf. Þú hafðir yndi af tónlist og hafðir sterka og fallega söngrödd. Eg veit ég mun alltaf hugsa til þín, þegar ég á í framtíðinni eftir að heyra t.d. „Hamraborgina“ eða „Hún amma mín það sagði mér um sólarlagsbil, á sunnudögum gakk þú ei kirkjuhvols til,“ o.s.frv. Hvort tveggja lá létt fyrir þér að syngja. Eða t.d. „Svífur yfir Esjunni" með Ragnari Bjamasyni og „Lítill fugl“ með Ellý Vilhjálms. Ellý var ein af þínum uppáhaldssöngkonum. Mér er líka minnisstæð mikil um- hyggjusemi þín gagnvart okkur dætrum þínum og öllum þínum nán- ustu. Það kom t.d. sterkt fram, ef einhver var veikur. Þá varst þú alltaf bar, og miðlaðir af þínum mikla and- nega styrk. Sömuleiðis man ég líka vel eftir að þú fórst daglega eftir vinnu upp á Hrafnistu, að heimsækja mömmu þína, ömmu á Hrafnistu eins og ég kallaði hana alltaf. Ég var þá lítil stelpa og fór oft með þér þangað. Svo er annað sem ég gleymi aldrei. Sem barn og unglingur þjáðist ég af mikilli myrkfælni. Eftir skóla þurfti ég að ganga daglega heim úr strætó, í skammdeginu, um óupplýst svæði, sem þá var í útjaðri borgarinnar. Þessu kveið ég alltaf fyrir, en þá var það oftar en ekki að þú beiðst eftir mér í bílnum uppi á strætóstoppi- stöð, svo ég slyppi við að ganga ein heim í myrkrinu. Svona fannst mér ijú alla tíð vera, eins og klettur og ‘njargvættur ef eitthvað bjátaði á. Þú varst óskaplega barngóður og líka einlægur dýravinur. Margar sögur heyrði ég hjá þér frá uppvaxt- arárum þínum í sveitinni, þar sem margar þínar bestu stundir voru hjá dýrunum, hestunum og kindunum í hjásetunni á sumrin og kúnum í fjós- inu. Þú ætlaðir að verða bóndi, en því miður komu berklarnir, sem þú fékkst sem ungur maður, í veg fyrir það. Böm löðuðust að þér og mín böm áttu því láni að fagna að fá að kynnast afa Torfa, þótt allt of langt i'íiæri á milli okkar og heimsóknimar því færri en við hefðum óskað. Þegar við komum heim í heimsókn vildir þú allt fyrir okkur gera af þínu alkunna örlæti. Bömin mín áttu margar ógleymanlegar stundir með afa, t.d. að gefa öndunum á Tjöminni, það var fastur liður. Margar góðar stundir áttum við líka saman í sum- arbústaðnum á Flúðum. Manstu, þegar þú sýndir þeim fuglshreiðrið sá í Strandasýslu, d. 18. maí 1978. For- eldrar hennar voru hjdnin Guðbrandur Björnsson bdndi og Ragnheiður Sigurey Guðmundsddttir húsmdðir. Torfi og Sigrún eignuðust þijár dætur, þær eru: Ragnheiður, f. 1949, Ingibjörg Sara, f. 1951, og Rún, f. 1957. Barna- börnin eru níu og bamabamabörn þrettán. Þau hjdn bjuggu lengst af á Árbæjarbletti 7, en síðustu árin bjd hann einn á Grensásvegi 52 í Reykjavík. Útför Torfa verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. með eggjum í úti í móa. Eða þegar þú kenndir þeim báðum að leggja kapal. Eins er mér ógleymanleg stundin, þegar þú tíndir bláberin norður í Að- aldal og sonur minn, þá á öðru ári, tíndi þau upp í sig eitt í einu úr stóra, mjúka lófanum hans afa síns. Það er mér ómetanlegt, að bömin mín fengu tækifæri til að kynnast afa sínum á íslandi. Þótt langt sé á milli vita þau og finna, að fjölskyldubönd- in og tengslin til íslands eru sterk. Ég vona að þau búi að því í framtíð- inni. Ég læt þetta duga núna, elsku pabbi minn, í framtíðinni mun ég hugsa til þín, í stað þess að skrifa. Ég veit að þér líður vel núna. Þú ert kominn til mömmu loksins. Ég veit þú saknaðir hennar mikið í öll þau 22 ár sem liðin em síðan hún dó. Og ég veit líka að þú kveiðst ekki umskipt- unum úr þessum heimi yfir í annan, því eins og þú sagðir sjáÚur, þá feng- ir þú að „sigla á skektunni með hon- um pabba yfir veraldarhafið". Pabbi minn, mig langar að kveðja þig með þessum texta eftir Ómar Ragnarsson við sérlega fallegt lag Sigfusar Halldórssonar. Ég hlusta oft á það þessa dagana mér til hugar- hægðar, af nýjum íslenskum geisla- diski. Góðar og glaðar stundir geymastíhugaogsál vina, sem oma sér ennþá við æskunnar tryggðamál. Þær stundir leiftrandi lifa svo ijúfsárt minningaflóð. Ogokkurtilæviloka yljarsúfomaglóð. Allt er í heiminum hverfult hratt flýgur stund, lán er valt. Góðar og glaðar stundir þú geyma við hjarta skalt Og tendra eld, sem að endist þótt annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri þótt fólni hin skæmstu blóm. Elsku pabbi minn. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Rún. Ótal minningar ryðjast fram í hug- skotið nú þegar Torfi frændi er lát- inn. Ég man fyrst eftir honum úti á Seltjamarnesi þar sem við bjuggum systkinin hjá mömmu og ömmu í kjallaraíbúð á Skólabraut eftir lát Þórðar föður okkar. Torfi var tíður gestur heima hjá mömmu, enda þau systkinin náin, aðeins hálft annað ár á milli þeirra. Ég man ekki eftir honum öðru vísi en brosandi og með spaugsyrði á vör. Sama hvað bjátaði á, alltaf gat Torfi gert gott úr öllu. Eitt sinn var ég sem barn að ólát- ast í kjöltu Torfa og stakk þá hend- inni óvart ofan í sjóðandi súpudisk. Þá hafði Torfi snör handtök og ég var varla byijaður að grenja þegar höndin var komin undir kalda kran- ann. Síðan voru borin smyrsl á og vafið utan um með grisju. Ekki stóð á snöggum viðbrögðum og snörum handtökum að kæla höndina og sefa sársaukann. En Torfi gat líka verið strangur. 12 ára gisti ég hjá honum um nokk- urra vikna skeið. Þegar maður þurfti að vakna og fara á fætur þá þýddi ekkert „elsku mamma", Torfi var ýt- inn á sinn rólega hátt. Maður komst ekki upp með nein undanbrögð og var þó ýmislegt reynt. Eitt sinn er við tókum tal saman sagði hann mér að hann væri guðfaðir minn og síðan hafa sterk bönd tengt okkur frænd- uma. Ættfræði var sameiginlegt áhugamál okkar og niðjatal Hærri- bæjarættarinnar höfum við báðir haldið utan um. Torfi vann ýmislegt, meðal annars við bensínafgreiðslu hjá Skeljungi og í Búnaðarbankanum. Égman vel eft- ir honum á bensínstöðinni við Reykjanesbraut, sem nú heitir Skóg- arhlíð. A leiðinni heim úr unglinga- vinnunni í Öskjuhlíð gat verið gott að renna við hjá Torfa frænda og heilsa upp á hann. Alltaf var manni tekið með hlýju brosi og þessari rósemi sem einkennir Hærribæjarættina. Ég man eftir mörgum heimsókn- um heim til Torfa og Rúnu. Fyrst man ég eftir Ragnheiði litlu þegar þau bjuggu í Laugamesinu. Yngri systrunum Ingu Söm og Rún kynnt- ist ég síðar uppi í Árbæjarblettum. Nú búa þær báðar í Kanada, Inga Sara í Winnipeg og Rún rétt hjá Niagarafossunum. Torfi og Rúna keyptu af mömmu húsið í Árbæjarblettum 7 þar sem mamma rak gróðrarstöð um skeið. Eitt sinn var Torfi úti að slá með orfi og ljá og þar lærði ég listina af hon- um. Það er gaman að sjá grösin falla fyrir hárbeittum Ijánum og finna sterkan gróðurilminn úr döggvotri slægjunni. Ljáinn má einnig nota til að snyrta með í kringum tré og þúfur og kom kunnáttan mér í góðar þarfir síðar á Flókagötunni þar sem ég bjó í 16 ár. Meistari Indriði á neðri hæðinni átti orf, ljá og brýni sem mér þótti stundum gott að seilast í. Við fjölskyldan bjuggum í Kanada um skeið en þar á Torfi ættingja, þ.ám. bróðurinn Kristján Bjöm. Eitt sinn vomm við að segja Torfa ferðasöguna og af högum ættmenna hans þar. Þá spurði kona mín, Kam- illa, Torfa að því hvort hann ætlaði ekki út til Kanada að kynnast landi og þjóð. Torfi svaraði sem svo að þess þyrfti hann ekki, en bætti svo við íbygginn að hann gæti vel ímynd- að sér hvernig þar væri. Síðar lét hann þó verða af því og brá sér með Karlakórnum Fóst- bræðrum þegar þeir fóru í söngferð til N-Ameríku. En það að ímynda sér staði og staðhætti gæti ég trúað að sé það sem Torfi kallar að „sigla hug- fleyjum fríðum“. Eftir lát Rúnu bjó Torfi lengi á Grensásveginum með yngstu dóttur sinni, Rún. Þau áttu bláan gára sem flaug yfirleitt frjáls ferða sinna og var mannelskasti gári sem ég hef séð. Þá stundaði Torfi sund af krafti um skeið. Stundum hitti ég hann í laugunum og nokkmm sinnum fór- um við saman frændurnir þar til fyr- ir fáeinum árum að hann treysti sér ekki til frekari sundlaugarferða. Torfi var tryggðatröll og heiðar- legri og traustari mann er ekki hægt að hugsa sér. Ég veit að honum var treyst fyrir miklum verðmætum bæði í bankanum og hjá einstakling- um. Hann bar mikinn hlýhug til æsk- ustöðva sinna á Bæjum á Snæfjalla- strönd og orti óð um minningu staðarins, sem Sigvaldi bróðir minn gerði síðar fallegt lag við. Lag þetta og ljóð var flutt allvíða af Hærribæj- arkómum og varð nokkurs konar þjóðsöngur Hærribæjarættarinnar. Eg held að vel fari á því að kveðja Torfa frænda með því að láta Ijóð hans tala sínu máli. Þú sveit mín sem ólst mig ungan og æskunnar mótaðir hug, þú ófst mér að þeli þungann er þróttinn skal efla og dug. Hvert hijóstur þitt var mér hagi hver hagi sem blómskrýdd tún, hvert andvarp að þúfasta lagi hver lyngtó að helgri rún. Ó sveit mín þig syrgi ég tíðum og sárt var að skiljast þig við, nú sigli ég hugfleyjum fríðum í faðm þinn að útlaga sið. Því þú áttir allt sem ég unni með æskunnar brennandi tryggð, þú barst mig að allsnægta brunni mín blessaða Snæfjallabyggð. Dætrum Torfa og bamabörnum svo og eftirlifandi systkinum votta ég samúð mína og fjölskyldu minnar. Öm S. Kaldalóns. Það fá engin orð lýst þeim tilfinn- ingum sem bærðust í bijóstum okk- ar þegar við fengum fréttimar. Hann afi er dáinn, elsku afi Torfi, eftir alla baráttuna. Mér fannst að ég myndi alltaf hafa þig, afi Torfi, þú myndir aldrei fara, en nú ertu farinn og færð nú að vera hjá ömmu Sig- rúnu. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar afi Torfi kom heim að sækja mig á föstudögum og við fór- um upp á Árbæjarblett 7, þar sem ég átti yndislegar stundir við að tína „lökkulur“ í kartöflugarðinum, eða slá grasið og tína illgresið. Þú með stóm hjólbörurnar þínar og ég með mínar litlu bara fjögurra ára púki. Eftir kvöldmatinn trekktum við frímerki eins og þú kallaðir það og voram að því fram á kvöld. Þetta var ævintýri líkast, og allir leyndardóm- arnir sem þú bjóst yfir, skemmtileg- ar sögur úr Bæjum frá því þú ólst upp, eins og þegar þið bræðurnir kepptust um hvor gat fleytt kerling- ar lengra út á sjó eða sögur frá mömmu og systmm hennar þegar þær vom litlar, hann afi vissi allt. Þegar þið amma fluttuð á Grens- ásveginn fór ég margar ferðir með rútunni eða á puttanum úr Mosfells- sveitinni til að gista hjá ykkur og Rún frænku, þar var alltaf gaman að vera og nóg að gera. Ég man svo vel eftir nammiskálinni á stofuborðinu með súkkulaðikúlum og Tópasi í og þegar ég kom í fyrsta skipti með Val- dísi, konuna mína, og Eirík okkar var skálin góða enn á stofuborðinu, við hliðina á ritvélinni og stöflunum af blöðum sem þú hafðir skrifað í ættfræðigrúskinu þínu. Þá fengu þau líka að kynnast þér, þessum stórbrotna manni, honum afa Torfa mínum. Þar vomm við alltaf velkom- in og fengum hlýjar móttökur. Okk- ur fannst alltaf gaman að koma með bömin til þín á Grensásveginn eftir því sem þeim fjölgaði og þeim Eiríki Guðberg, Róseyju Ósk, Ragneyju Líf og Snæbimi Kára fannst alltaf jafn gaman að fá að hitta langafa Torfa sem átti einu sinni heima í sveitinni rétt hjá ísafirði. Hann afi laumaði líka alltaf nammi í lófana þeirra þegar þau hittu hann. Við kveðjum þig með sámm sökn- uði, elsku afi og langafi. Höndin er blá og bólgin, bognir fingur og hnýttir, kartnögl er sprungin í kviku, knúarmarðir,ísárum. Sótiðsiturísprungum, sigg eru hörð í lófa, velkterhúnogívosi, veröldtókfastáhenni. Þó hefur enginn önnur innilegarnéhlýrra verið lögð yfir ljósa lokkamínaenjæssi. (Kristján frá Djúpalæk.) Stefán Torfi Sigurðsson, Sigurey Valdís Eiríksddttir og börn. Elsku afi minn, nú ert þú horfinn á braut í hinsta sinn. Ég hugsa til þín með söknuði og minnist margra góðra stunda sem við áttum saman þennan tíma sem við deildum hér á jörð. Ég man hversu gaman var að heimsækja þig og ömmu Sigrúnu að Árbæjarbletti 7 þegar ég var bam. í stómm garðinum var gaman að leika sér, og alltaf var eitthvað við að vera. Ég man einnig eftir mörgum heim- sóknum til þín á Grensásveg. Þar sat ég á gólfinu og teiknaði eða las bæk- ur. Seinna þegar fjölskylda mín flutti í miðbæinn varð stutt fyrir mig að heimsækja þig í vinnuna í Búnaðar- TORFISALMUNDUR SIGURÐSSON bankann. Þangað var jafnan gaman að koma, ég fékk jafnvel að hjálpa til með eitthvert smáræði og naut jafn- an góðs af því sem í boði var í kaffi- stofu bankans. Ég þvældist oft um miðbæinn og Reykjavíkurhöfn sem stráklingur og þá var oft gott að geta bmgðið sér inn til afa Torfa í bank- anum ef veður vom vond eða bara ef mig langaði til. Þar var ég ætíð vel- kominn, hvort sem afi var mikið upp- tekinn eður ei. í seinni tíð vom heim- sóknir mínar til þín færri, en alltaf var gaman að líta inn hjá þér, afi minn. Þú varst einstakur maður, afi minn, og ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja þig. Ég veit að þú átt þér einnig stað í hjarta konu minnar og dóttur, sem báðar munu sakna þín sárt eins og ég. Það að dóttir mín skuli hafa fengið að kynnast þér gleður mig meira en orð fá lýst. Ég ræddi það við dóttur mína að afi Torfi væri dáinn og að við myndum ekki sjá hann aftur. Hún sagði að ég þyrfti ekkert að útskýra, afi væri hjá englunum og Guði. Vertu sæll, afi minn, þakka þér all- ar góðu stundimar sem við áttum saman. Finnur. Að hryggjast og gleðjast hérumfáadaga,- að heilsast og kveðjast, þaðerlífsinssaga. (PállJ.ÁrdaL) Eftir því sem árin líða og aldurinn færist yfir mann finnur maður meira til þess hve samferðamönnunum fækkar er þeir falla frá hver af öðr- um. Nú síðast, í lok janúar, kvaddi vin- ur minn og mágur Torfi Sigurðsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd og lagði upp í leiðina löngu sem okkur er öllum fyrirbúin. Hann var sonur sæmdarhjónanna Sigurðar Ólafs- sonar bónda í Bæjum og Maríu Ól- afsdóttur frá Múla í ísafirði. Fjöl- skyldan var óvenju stór því að Torfi átti 13 systkini sem upp komust og auk þess einn hálfbróður sem öll urðu mannvænleg og glæsilegt fólk. Bræðumir vom vaskir menn og rammir að afli og systkinin voru öll sönghneigð og listfeng en mestri frægð náði Halldór Sigurðsson tréskurðarmeistari á Eiðum fyrir út- skurð sinn og listmuni sem komnir em víðsvegar um landið. - Nú við andlátsfregn Torfa frá Bæjum taka minningar að þyrpast fram í hugann hver af annarri: Fyrir h.u.b. hálfri öld var verið að reiða heim hey af engjum á Heydalsá í Steingrímsfirði. Heldur var fáliðað við heyskapinn því að fjölskyldan hafði orðið fyrir stómm áföllum á undangengnum ár- um. Engjavegurinn lá að því sinni niður snarbratta sneiðinga um svon- efnt Hádegisskarð. Sást þá frá bæn- um að baggarnir höfðu snarast fram af einum hestinum. Meðferðarmað- urinn var á barnsaldri og því ekki á hans færi að gera neitt til úrbóta. Þá hittist svo vel á að hjálplegur gestur var kominn í heimsókn. Það var Torfi Sigurðsson. Hann brá við skjótt eins og hans var von og vísa og fór á vett- vang, yfir ána og upp undir Skarðið þar sem hesturinn stóð skammt frá sátunum, lagaði reiðinginn og snar- aði böggunum til klakks og fór létt með það. Um það leyti var Torfi þó ekki vel á sig kominn líkamlega því að hann var enn slappur eftir all- langa hælisvist á Vífilsstöðum vegna lungnaberkla. Það var einmitt á Víf- ilsstöðum sem kynni Torfa og Sig- rúnar systur minnar hófust. Þau kynni leiddu síðar til þess að þau stofnuðu heimili, gengu í hjónaband og eignuðust þijár indælar dætur, Ragnheiði 1949, Ingibjörgu Söm 1951 og Rún 1957. Bjuggu þau fyrst í leiguhúsnæði á ýmsum stöðum og var ég tíður gestur hjá þeim á kenn- araskólaárum mínum. Síðar keygtu þau lítið hús á friðsælum stað á Ár- bæjarbletti 7 og bjuggu sér þar hlý- legt og fallegt heimili sem bar vott um smekkvísi og útsjónarsemi til að nýta vel hið takmarkaða rými íbúð- arinnar. Og þarna eyddu þau flestum samvistarárum sínum. Húsinu fylgdi allstór garður og gátu þau hjón ræktað þar rófur, kartöflur og fleira
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.