Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 &------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Freysteinn Har- aldsson fæddist í íþöku í New York- ríki 22. janúar 1998. Hann lést á gjör- gæsludeild barna- deildar Massa- chusetts General Hospital í Boston sunnudaginn 30. janúar síðastliðinn, eftir erfið veikindi. Foreldrar hans eru —-«Hanna Óladóttir ís- lenskufræðingur, f. 3.5. 1968, og Har- aldur Bernharðsson málfræðingur f. 12.4. 1968. Freysteinn á einn lítinn bróður, Þórodd, f. 29.9. 1999. Foreldrar Hönnu eru Inga Teitsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Reykja- „Öllu er afmörkuð stund og sér- hver hlutur undir himinum hefir sinn tíma. Að fæðast hefír sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Svo segir í hinni helgu bók. Hér er hinn óhrekjanlegi sannleik- ur sagður með nokkrum orðum. Við fæðumst, lifum og deyjum, þetta er -«#ijómkviða lífsins, síðasti þátturinn vill oftast gleymast, en þegar hann er leikinn, stundum nær fyrirvaralaust, þá stöndum við ráðþrota, smæð okk- ar er mikil og vanmáttur alger. Lítill drengur, frumburður for- eldra sinna, og fyrsta bamabam afa og ömmu í báðar ættir, lítill sólar- geisli, unaður og yndi, er skyndilega hrifinn á braut, rétt orðinn tveggja ára. Hvers vegna? Þessu getum við ekki svarað nú, en víst er, að árin hans tvö höfðu tilgang, þau voru okk- ur öllum hamingja og gleði, nú eru .#ku aðeins ljúfsár endurminning. Freysteinn fæddist í íþöku í Bandaríkjunum, þar sem foreldrar hans vom við nám og störf. Hann dvaldi þó oft hér heima, lengst nú frá maí til áramóta. í lok september eignaðist hann lítinn bróður, Þórodd. Þriðjudaginn 11. janúar á þessu ári hélt hann til Boston í Bandaríkj- unum með foreldrum sínum, bróður og móðurbróður. Á fyrsta degi veikt- ist hann alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Þar naut hann bestu um- önnunar einhverra færustu lækna í Boston og ríkrar persónulegrar um- vík, f. 3.5. 1943, og Óli Jóhann Ás- mundsson, arkitekt og iðnhönnuður, f. 18.3. 1940; foreldr- ar Haralds eru Ragnheiður Hans- dóttir, tannlæknir á Akureyri, f. 18.7. 1942, og Bernharð Ilaraldsson, frv. skólameistari, f. 1.2. 1939. Frey- steinn fæddist í íþöku í New York en bjó síðar í Reykjavík og í Cambridge í Massachusetts. Utför Freysteins fer fram frá Fossvogskirlqu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. hyggju forelda sinna og föðursystur, sem ætlaði að passa hann næstu mánuðina meðan Þóroddur litli væri að vaxa betur úr grasi. En engin vísindi, engin umönnun, ekkert í mannlegu valdi gat bjargað lífi hans. Eftir átján sólarhringa meðvitundarleysi fjaraði líf hans út að morgni sunnudagsins 30. janúar. Á stundu sem þessari leita margar minningar á hugann. Lítill drengur, tæpra tveggja mán- aða, í faðmi foreldra sinni í Iþöku. Við glöddust saman yfir honum í þessari heimsókn okkar, litli snáðinn hafði gefið lífinu nýjan tilgang, hann var svo velkominn, hann var allra óskabam. Skímardagurinn hans í Reyni- vallakirkju í Kjós á brúðkaupsafmæli foreldranna í ágúst 1998. Síðan var honum gerð veisla á Hjalla í Kjós, býlinu, sem langafi og langamma höfðu byggt og búið á til 1980. Lág- vöxnu trén, sem ömmusystkini hans gróðursettu sem skímargjöf, verða í framtíðinni vísir að litlum trjálundi, sem ber nafn hans. Fyrstu jólin sín, árið 1998, hélt hann ásamt foreldrum sínum hjá afa og ömmu og föðursystrum sínum á Akureyri. Lítill snáði á sínum fyrstu jólum, farinn að ganga með. Ljósin, úti sem inni, fonguðu huga hans, með gleðibliki í augum brosti hann við birtu þeirra. Hann var glaður, hló og skríkti, nýr heimur hafði opnast. Jólatréð og jólalögin, allt var þetta honum framandi og nýtt, íyrirheit um ókomnar gleðistundir. Sumarið 1999 og allt til brottfarar- innar til Bandaríkjanna bjó hann með foreldrum sínum á heimili afa og ömmu í Reykjavík. Þegar mamma var að vinna var hann oftast í umsjón föðursystra sinna. Það var þeim mik- il gleði og yndi að fara með hann á ró- ló, og þótt skref bams á öðru ári væru stutt í regngallanum þá hafðist ferðin að lokum. Stundum hljóp líka amma í skarðið, oft fóru þau í leik- tækin eða léku sér í grasinu. Alltaf var gleðin í fyrirrúmi og gott var að fá sér hádegismat og góðan lúr áður en mamma kom úr vinnunni. Sunnudaginn 2. janúar síðastliðinn var Þóroddur, bróðir hans, vatni aus- inn í Dómkirkjunni í Reykjavík. Dag- inn eftir kvöddum við þá bræður, sem voru að fara til Boston. Freysteinn veiktist á íyrsta degi þar og komst ekki til meðvitundar eftir það. Sunnudagsmorguninn 30. janúar fjaraði líf hans hægt og rótt út, sál h'tils líkama var okkur horfin. „Nú ert þú einn af litlu englunum," sagði föðursystir hans í gegnum tár- in. Tvö ár og átta daga var hann með okkur. Hann fæddist inn í birtu og kærleik, hann kynntist aldrei neinu öðru. Við kveðjum Freystein, þennan htla gleðigjafa okkar, með trega, en í þeirri fullvissu, að Guð geymi góðar sálir. Afí og amma á Akureyri. Mig langar að minnast frænda míns í nokkrum orðum. Mér finnst erfitt að útskýra hvemig mér hður; einhvem veginn finnst mér þetta bara vera vondur draumur, hth frændi minn er dáinn aðeins tveggja ára að aldri. Ég er að reyna að skilja af hveiju hann þurfti að deyja, þessi lith engill sem var svo yndislegur og átti allt lífið framundan. „Svona er lífið“ og „Vegir Guðs em órannsak- anlegir" segir einhvers staðar, en að mínu mati er þetta ekkert svar og engin huggun. Aðstæðurnar vom slíkar að það var ég sem hafði tækifæri til að fara til Bandaríkjanna og hjálpa Halla og Hönnu. Bæði átti ég að passa Þór- odd, htla bróður Freysteins, og svo að sitja yftr honum Krúsa mínum, en við systumar voram vanar að kalla Freystein Krúsa. Ég hélt, þegar ég var að fara út, að veikindi Freysteins væra ekki svo alvarleg og að hann færi bráðum að vakna. En það var ekkert sem gat búið mig undir það, að sjá hann liggja þama í öndunarvél með ótal slöngur tengdar við sig. Mig langaði að ýta við honum og segja honum að fara að vakna, því að við ætluðum að fara á róló. En því miður var þetta ekki þannig og baráttan fyrir lífi hans hélt áfram. Við héldum öll í vonina, því án hennar var ein- faldlega allt glatað. Ég fór til Freyst- eins á hveijum degi. Ég spjallaði við hann um daginn og veginn; hvað Þór- oddur bróðir hans væri nú duglegur, hvað Todda frænka hefði sagt í sí- mann og hvað það yrði gaman hjá okkur þegar hann myndi vakna. Eg fór alltaf inn til hans á kvöldin og kyssti hann góða nótt, fór með kvöld- bænina fyrir hann og söng upp- áhaldslögin hans. Ég trúði því alltaf að hann heyrði í mér og að hann myndi vakna, að einn daginn yrði allt eins og áður og við myndum fara á róló. En það kom í ljós að Freysteini myndi aldrei batna og ég vildi ekki trúa því, hvemig gat Guð verið svo vondur að láta honum ekki batna? Það var slæmur dagur, dagurinn er öndunairélin hans var tekin úr sam- bandi. Ég vildi ekki trúa þessu, þetta var eitthvað svo ótrúlegt, hann Krúsi minn var að deyja, einhvern veginn gat það bara ekki passað. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég gekk inn í herbergið hans og sá hann liggja í fanginu á pabba sínum. Þá skildi ég að hann væri að deyja og mig langaði að hlaupa fram, ná í læknana og skipa þeim að gera eitthvað til þess að hann vaknaði. En lífið er ekki þannig og hann Krúsi minn dó. Minningar mínar um Freystein munu aldrei hverfa og hann mun allt- af eiga stóran hluta í hjarta mínu. Hann var svo yndislegur og guðsgjöf til okkar allra. Vertu sæll, elsku Krúsi minn. Nú veit ég að þú ert orðinn lítill yndisleg- ur engill, sem situr uppi á himnum og fylgist með okkur með bros á vör. Þín frænka Amdís. Ég trúi þessu ekki. Mig langar ekki að trúa þessu. Engillinn minn er dáinn. Þegar ég frétti að Freysteinn myndi aldrei vakna aftur settist ég niður með allar myndimar af honum sem ég átti og byrjaði að hágráta. Ég sat kyrr í marga tíma og grét þess á milli sem ég starði út í loftið. Síðan skoðaði ég myndirnar af honum aftur og aftur, snerti andlit hans og bros í von um að snertingin myndi færa mér hann aftur. En hún gerði það ekki. Hver minningin á fætur annarri birtist í huga mér. Svo margar minn- ingar. Sú fyrsta er þegar ég var í heimsókn í Belgíu hjá Oddu daginn eftir að Freysteinn fæddist. Við syst- ur æddum úr hverri versluninni á fætur annarri og versluðum alveg eins og bijálaðar. En við vorum ekk- ert brjálaðar, við vorum bara að sinna hlutverki okkar sem föðursyst- ur Freysteins. Það hlutverk fólst að- allega í dekri, dekri og meira dekri. Pakkinn sem síðar fór til Bandaríkj- anna var því ansi þungur. Næsta minning er þegar Freysteinn kom til Islands sjö mánaða gamall. Þessi litli engill var sko ekki lengi að stela hluta af hjarta mínu. Þvílíkt bros og þvílík augu. Við systumar gáfum svo Freysteini KA-galla í skímargjöf og skráðum hann í KA. Það átti sko ekki að fara á milli mála hvaða lið Frey- steinn átti að styðja. En flestar minn- ingar tengi ég við síðasta sumar. Þar sem ég vann alltaf á kvöldin gat ég passað Freystein flesta morgna. Það var einmitt þá sem við systur fóram að kalla Freystein Krúsa. Krúsi var stytting á nafninu krúsidúlla, enda var Freysteinn algjör krúsidúlla. Upp frá þessu gekk Freysteinn und- ir nafninu Krúsi og var jafnvel farinn að svara því nafni. Það var yndislegt að passa Freystein. Hann var svo lífsglaður og skemmtilegur að manni leið alltaf vel í kringum hann. Ég man til dæmis eftir því að stundum þegar ég vaknaði þreytt og pirrað út í vinnuna nægði mér að líta á Freyst- ein minn og allt varð einhvem veginn gott. Hann var eins og sólskinsblett- ur á þungbúnum degi. Við Freyst- einn fóram iðulega á róló á morgnana þar sem Freysteinn gat eytt heilu tí- munum í að horfa á sandinn renna í gegnum puttana sína. Þá var hann óhræddur við að vaða í stóra strák- ana ef þeir vora að rífa af honum leik- fóngin. Freysteini þótti rosalega gaman á róló og var stundum ösku- vondur út í mig þegar ég vildi fara með hann til að leggja sig! Við lögð- um okkur saman og ég vaknaði ann- aðhvort á brúninni á rúminu eða með andlitið hans þétt upp við mitt. Það er ótrúlegt hvað svona lítið kríli gat tekið mikið pláss. Ég man eftir því að í þau örfáu skipti sem ég lagði mig ekki hjá honum stóð ég og fylgdist með honum sofa. Það var svo mikill friður yfir honum að ég fann hvemig hjarta mitt fylltist af ást og um- hyggju. Það var eins og hann væri minn. En við frænkumar vora sko ekki merkilegar þegar Hansi var ná- lægt. Freysteinn dýrkaði Hansa. Og þegar ég horfi á svaladymar man ég hvernig Freysteinn beið eins og tryggur hundur við þær á meðan Hansi fór út og reykti eina sígarettu. Þá áttu þeir sér uppáhaldsleikfang sem var flugvél og lengi vel eftir að Hansi hélt aftur til Kína gekk Freysteinn um íbúðina með flugvél- ina í fanginu og leitaði að Hansa sín- um. Síðasta minningin er daginn sem Þóroddur var skírður. Við gengum í kringum jólatréð og Freysteinn brosti út að eyrum. Fyrst sldldi hann ekkert hvað við voram að gera en varð síðan öskuvondur í hvert skipti sem við stoppuðum. Síðar þennan sama dag sofnaði þessi litli engill í fanginu á mér. Nú er engillinn minn sofnaður á ný en í þetta skipti mun hann ekki vakna aftur. Hins vegar munu ótal- margar minningar um hann lifa í hjarta mínu. Minningar sem munu ylja mér um hjartarætur á þungbún- um dögum. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSMUNDUR SIGURJÓNSSON fyrrverandi skipstjóri frá Neskaupstað, síðast til heimilis á Andersbergringen 111, Halmstad í Svíþjóð, lést [ Halmstad laugardaginn 5. febrúar. Jóhanna Gunnarstein, dætur, tengdasynir og barnabörn. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓN ELLERT SIGURPÁLSSON fyrrverandi skipstjóri, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 3. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 12. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á Ólafsfjarðarkirkju og dvalarheimilið Hornbrekku. Lárus Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Valdimar Á Steingrímsson, Þórleifur Jónsson, Elísabet F. Eiríksdóttir, afabörn og langafabörn. FREYSTEINN ^ HARALDSSON Elsku Halli og Hanna. Mig langar að þakka ykkur fyrir að skapa þenn- an engil. Þessi litli engill, sem ein- ungis var hjá okkur í tvö ár, náði að snerta svo mörg hjörtu og skilja svo mikið eftir sig. Ég skil ekki og mun aldrei skilja af hverju litli engillinn minn þurfti að fara. En ég er rosa- lega þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast honum. Það er ekkert sem ég get sagt sem getur huggað ykkur, elsku Halli og Hanna. Þið erað í huga mínum og hjarta. Takk fyrir Freystein, engilinn minn. Þórdís. Ég var ung að áram þegar ég heyrði getið um lítið bam sem hefði farið til himna. Þegar ég spurði: „Af hverju?" var mér sagt að guð vildi hafa bestu börnin hjá sér. Nú hefur elsku Freysteinn litli bæst í þann hóp. Ég man að fyrst þegar ég heyrði nafnið hans fannst mér það strax sér- staklega fallegt og einstakt. Það hæfði vel þessum litla snáða sem var fyrsta bam foreldra sinna og fyrsta bamabamið í báðum fjölskyldunum. Hann kom í heiminn á erlendri grandu og allir ættingjar og vinir biðu með óþreyju í nokkra mánuði eftir að fá að hitta þennan nýja ein- stakling. Ollum þótti líka svo vænt um hann og fjölskyldan, þ.e. ömmur, afar, frændur og frænkur tóku með ánægju sameiginlega þátt í að gæta hans þegar foreldramir þurftu að sækja vinnu, þegar fjölskyldan var hér yfir sumartímann. Ég og fjölskylda mín kynntumst Freysteini fyrst þegar Hanna móðir hans og æskuvinkona mín var svo elskuleg að taka að sér að gæta yngri stelpunnar minnar í fáeina mánuði á meðan ég gekk í skóla. Hún kom þá á morgnana með Freystein litla sem var þá orðinn nokkurra mánaða gam- all. Þarna lá hann og hjalaði á gólfinu og lék sér, á meðan sú yngri hjalaði í vöggunni sinni. Stundum varð hjalið að háværam grátkór og Hanna mátti hafa sig alla við að gera öllum til hæf- is. Yfirleitt held ég þó að litlu krílun- um hafi líkað félagsskapurinn. Það var alltaf svo mikill kraftur í Freyst- eini þótt smár væri og hann lét engan vaða yfir sig, heldur rak upp heróp mikið sem skelfdi jafnvel mun eldri böm frá því að þora að takast á við hann. Skyndilega er hann nú hrifinn á brott aðeins nýorðinn tveggja ára. Eftir situr tómarúm í lífi ástvina hans. Eina skíman í augnablikinu er hann Þóroddur litli, sem engan lætur ósnortinn. Elsku Hanna og Haraldur, nú er litli engillinn ykkar orðinn alvöra engill. Elsku Inga, Óli, Ási og aðrir ástvinir, þið saknið hans einnig mik- ið. Megi guð styrkja ykkur öllsömul í þessari miklu sorg. Elsku Freysteinn litli, takk fyrir stutt en góð kynni. Guð geymi þig. Inga Guðrún. Litli sólargeislinn er slokknaður. Hvernig getur maður kvatt lítinn tveggja ára snáða? Við hjónin sitjum héma í skammdeginu harmi slegin og skiljum ekki hversvegna lífið þarf að vera svona hverfult. Freysteinn kom í þennan heim 22. janúar 1998 og var fyrsta barn vina- hjóna okkar Haraldar og Hönnu. Við urðum þess heiðurs aðnjótandi að geta fylgst með litla piltinum frá fyrstu tíð. Freysteinn var ótrúlega sprækur og brosti til allra sem við hann spjölluðu. Sérstaklega fannst dætram okkar skemmtilegt að fylgj- ast með honum og pota dálítið í hann. Þær höfðu ekki haft mikil afskipti af litlum herram þannig að þetta var allt ákaflega spennandi fyrir þær. Okkur er sérstaklega minnisstæður einn sólardagur síðastliðið vor þegar Haraldur og Hanna ásamt fleiri ís- lenskum skólafélögum úr Cornell komu að heimsækja okkur í sveitina. Freysteinn var að byrja að ganga einn og óstuddur og arkaði um allan garðinn með leikfangabíl dætra okk- ar á undan sér, svo glaður og sæll yf- ir allri athyglinni sem honum var sýnd enda eini pilturinn í miðju stelpnafarginu. Þetta var góður vor- dagur og mikið talað og hlegið. Síðan þá fluttu Haraldur og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.