Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 62

Morgunblaðið - 10.02.2000, Síða 62
62 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Jalltílagi, jonni... ^ ... É6 TALA Em AFTUfí mPK! ^. Grettir Hundalíf SKYLDIPESSI 2000 VANOIHAFA EINHVEH ÁHRIF HERNA HJÁ OKKUR 7 Ljóska DAGUR, EG BYRJADIMED TVÆR HENDUR TjQMAR OG SJADU HVAD ER ORDID ÚR EG HELT AD AFIÞINN HEFDISTOFNAD FYRIRTÆKID, PÁ TÓtŒADIR PINN VID PVI OGLETÞADSÍDANvP^ mNARH|NDU^‘ Ferdinand Smáfólk Já ungfrú. Það rann úr hárinu á Gerðu svo Hvað er Nóbelsverðlaun Ég gekk í skólann mór yfir heimavinnuna vel, herra. þetta? fyrir bókmenntir. í rigningunni. mína og eyðilagði hana. Til hamingju. Kringlunni 1 103 Reykjavík 0 Sími 569 1100 e Símbréf 569 1329 Bréf til seðla- bankastj óranna Frá Guðbirni Jónssyni: OFT hefur skotið upp kollinum um- ræða um stöður seðlabankastjóra og mikilvægi þess að þeir hefðu góða þekkingu á peningamálum og áhrifamátt þeirra í þjóðfélaginu. Sagt heíur verið að Seðlabankinn ætti að vera einskonar aðhaldsstofn- un fyrir lánastofnanir, með mark- vissum ábendingum um það sem betur mætti fara í útlánastarfsemi þeirra. Til langs tíma hafa helstu verkfæri Seðlabankans í þessu efni verið svokölluð bindiskylda lausa- fjár og vaxtaákvörðun í lánsviðskipt- um Seðlabankans til lánastofnana. Það hefur vakið athygli mína að þótt lánsviðskipti Seðlabankans til lánastofnana séu ekki nema lítð brot af heildar útlánastarfsemi þeirra hefur Seðlabankinn í engu gert at- hugasemdir við heildar vaxtahækk- un lánastofnana í hvert sinn sem hann hækkar lánsvexti sína. Aug- Ijóst er þeim sem til þekkja að þörf lánastofnana fyrir heildarvaxta- hækkun, vegna hækkunar Seðla- banka á lánsvöxtum til þeirra, er hverfandi lítil. Hækkun Seðlabanka á vöxtum til lánastofnana virkar hins vegar ekki sem stjómtæki, þeg- ar lánastofnanir eru ekki gagnrýnd- ar fyrir að nota þessa aðgerð Seðla- bankans til að verða sér úti um auknar tekjur með allsherjar vaxta- hækkun, sem samtímis virkar sem vaxtahækkun á allt það fé sem þeg- ar er í útláni. Þessi einfalda stað- reynd hefði átt að vera orðin ljós þeim seðlabankastjóra sem tæki starf sitt alvarlega og vildi vera það aðhald í peningamálum sem ætlast er til. Opinberlega hefur komið fram, að á nokkuð löngu árabili var svo mikið ábyrgðarleysi í útlánum lánastofn- ana, að þær töpuðu mun meira fjár- magni en sem nemur heildartekjum þeirra fyrir þetta sama tímabil. í þessu sambandi skal bent á að tekjur lánstofnunar eru einungis svokallaður vaxtamunur, þ.e. mis- munur fenginna vaxta af útlánum og greiddra vaxta af innlánum, ásamt þeim sértekjum sem stofnunin fær með ýmsum hætti, s. s. vanskila- gjald, útgáfur skuldabréfa, ábyrgð- argjald o.fl. Ég minnist þess ekki að seðlabankastjórar hafi stigið fram og bent á þá hættu sem þjóðfélagi okkar stafar af því að lánastofnanir séu reknar með svo óábyrgum hætti að þær tapi meiri fjármunum en sem nemur heildartekjum sínum ár eftir ár. Ekki minnist ég þess heldur að þeir hafi gert tillögur um að loka einhverri þeirra leiða sem stjórn- endur lánastofnana hafa notað til að láta hinn almenna viðskiptamann lánastofnana greiða þessa stjórnun- arlegu vitleysu sína. Hverjir eru það sem eiga að vera á vaktinni um heil- brigð vinnubrögð í fjármálaum- hverfi okkar. Eiga seðlabankastjór- ar ekki að vera þar fremstir? Eitt af skýrari dæmum um að seðlabanka- stjórar okkar hafa ekki skilið starf sitt er að þeir hafa ekki enn áttað sig á mikilvægi þess að fjármálaum- hverfið skapi rétt umhverfi fyrir at- hafnalíf í landinu. Meðan þeir láta ekki afnema núverandi svokallaða „verðbótavísitölu" staðfesta þeir skort sinn á heildarskilningi heil- brigðs flæðis fjármagns um þjóðlíf- ið, til eflingar athafnalífi. í apríl á þessu ári eru liðin 20 ár síðan ég benti fyrst á alvarlega skaðsemi þessarar tegundar verðbótavísitölu fyrir athafnalíf okkar og sýndi fram á þá þróun sem síðan hefur orðið veruleiki. Það varð mér því sérstakt fagnaðarefni að loksins nú skyldu þeir hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur vera búnir að átta sig á þeirri liörmung sem þetta kerfi hef- ur verið að leiða yfir okkur. Máltæk- ið segir að betra sé seint en aldrei að sjá sannleikann. Kannski förum við líka að sjá seðlabankastjórana skilja mikilvægi starfs síns fyrir þjóðar- heildina. Hver veit. Góðir hlutir geta alltaf komið manni á óvart og endur- vakið trú á að kærleikurinn leynist enn í mikilvægum mönnum. GUÐBJÖRN JÓNSSON, Hjarðarhaga 26, Reykjavík. Náttúruperlur í einkaeign Frá Orra Vigfússyni: KRISTINN H. Gunnarsson segir að þingflokki framsóknarmanna hafi þótt það fyndin tilhugsun að leyfa Björk Guðmundsdóttur að einka- væða náttúruperluna Elliðaey á Breiðafirði í Ijósi baráttu söngkon- unnar fyrir vemdun Eyjabakka. Þessi málflutningur verður tilefni hugleiðinga því sýnilega er einkaað- ilum vantreyst. Sannleikurinn er sá að einkaaðilum er oftast miklu betur treystandi en opinberum aðilum til að vemda náttúruauðlindir. í blaða- grein eftir Björk í Mbl fyrr í vetur kemur afstaða hennar til náttúrunn- ar vel í Ijós. Þar segir hún: „Náttúra okkar er sérstaða okkar, með henni emm við ósigrandi, án hennar glopr- um við sterkasta trompinu okkar.“ Með þessa hugmyndafræði að leiðar- ljósi treysti ég Björk betur til að vemda hvaða náttúruperlu sem er. ORRIVIGFÚSSON formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.