Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 10.02.2000, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 65 ÍDAG BRIDS IIiiiNjón Oiióiiiiiniliir Páll Ai-narson UMSJÓNARMENN dag- legra mótsblaða eru yfir- leitt varfærnir í umfjöllun sinni og gæta þess að dæma ekki keppendur hart, ekki síst ef um er að ræða margfalda heims- meistara. Því kom á óvart að sjá því haldið fram í einu mótsblaðanna að Jeff Meckstoth hefði klúðrað þessum þremur gröndum í undanúrslitaleik banda- rísku sveitanna á Ber- muda: Vestur gefur; enginn á hættu. Nqrður aA43 vl.0 ♦ AG1042 +K754 Vestur Austur «975 «10862 VÁ9653 vK42 ♦ D65 ♦ K93 *D6 ♦1093 Suður ♦ KDG vDG87 ♦ §7 *AG82 Vestur Norður Austur Suður Martel Rodwell Stansby Meckst Pass ltígull Pass lhjarta Pass 21auf Pass 3grönd Pass Pass Pass Martel hitti á smátt hjarta út, þrátt fyrir hjartasögn suðurs, og Stansby tók með kóng og spilaði fjarkanum til baka. I mótsblaðinu segir að Meckstroth hafi gert sig sekan um þau mistök að stinga upp hjartagosa. Standby dúkkaði og nú er eina leiðin til að vinna spil- ið að fella laufdrottning- una fyrir aftan ÁG. En auðvitað svínaði Meck- stroth laufgosa og þegar það mistókst varð hann að snúa sér að tíglinum. En þá komst austur inn og gat spilað hjarta í gegnum D8. Spilið vinnst vissulega ef suður lætur smátt hjarta heima í öðrum slag. Vestur tekur og fríar hjartað, en sambandið í litnum er rofið og hægt að fríspila tígulinn án þess að vestur komist inn. Svo það lítur út fyrir að Meck- stroth hafi spilað illa. En er þetta svo einfalt? Segjum að sagnhafi gefi og vestur fríspili hjartað. Suður á slaginn, spilar tígli að blindum og vestur hoppar upp með drottn- inguna! Hvað á sagnhafi nú að gera? Á hann að halda áfram með tígulinn eða snúa sér að laufinu? Það virðist vera hrein ágiskun ef vestur finnur þessa snjöllu vöm. Og er ekki Martel nógu góður til þess? MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síman- úmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfs- íma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einning er hægt að skrifa: Árnað heiila, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Arnad heilla Q A ÁRA afmæli. í ðU dag, fimmtudag- inn 10. febrúar, verður áttræður Pétur H. Ólafs- son. Hann dvelur um þessar mundir hjá syst- ursyni sínum, Pétri Haf- liða Marteinssyni, knatt- spyrnumanni, í Noregi. O A ÁRA afmæli. í dag, OU fimmtudaginn 10. febrúar, verður áttræður Arnór L. Hanson, húsa- smiður. Eiginkona hans er Sigríður Jónsdóttir. Þau eru að heiman í nokkra daga. NlvAK llm.Njón Helgi Áss (irétarsson Hvítur á leik Besti skákmaður Afríku, Hichem Hamdouchi frá Marakkó, hafði hvítt í þess- ari stöðu gegn stórmeista- ranum og mótsskipuleg- gjandanum, Michael Bezold, á stórmeistaramótinu í Pul- vermuehle í Þýskalandi. 22. Bxg6!! hxg6 23. Ha3! Hvítur hótar nú 24. Hh3.23.... Bf6 24. Hxf6 - Dg4 25. Haf3 - De4 26. H6f4 - Del+ 27. Hfl - De2 28. Hgl! - f5 29. Bxe5. Hvítur er nú með gjörunnið tafl og gafst svartur upp 10 leikjum síð- ar. Ljósm. Norðurmynd Ásgríur. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júh' á síðasta ári í Akureyrarkirkju af séra Birgi Snæbjörnssyni Petra Sigríður Gunnarsdóttir og Snorri Sturluson. Heimili þeirra er á Norðurgötu 48, Akureyri. Ljósm. Norðurmynd-Ásgrímur. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 24. júlí á síðasta ári í Stærri-Árskógskirkju af séra Pétri Þórarinssyni Steinunn Oddný Garðar- sdóttir og Guttormur Gutt- ormsson. Heimili þeirra er í Blöndubakka 1, Reykjavík. Ast er... ... að verða aldrei svo gömul að þið getið ekid verið ungíanda. LJOÐABROT BERGÞÓRSHVOLL Bergþórshvoll logandi blasir við sýn, blossinn við himininn dimmbláa skín. Njáll þar og Bergþóra bíða með ró, þeim boðin var útganga, en neituðu þó. Drengur þar stendur við afa síns arm, öruggur hallast að spekingsins barm. Horfir hann forviða eldsglæður á, alvara’ og staðfesta skín af hans brá. Gellur þá rödd ein við glymjandi há: „Gakk, litli drengur, út voðanum frá!“ Með alvöru sveinninn þá anzar og tér: „Ó, afi, mig langar að vera hjá þér.“ „Gakktu út, vinur minn,“ Bergþóra bað. Barnið þó ei vildi samþykkja það. „Gráttu’ ekki, amma mín,“ gegndi hann skjótt, „eg get ekki skilið við ykkur í nótt.“ Heill sé þér, Þórður, því hrein var þín dygð, hrein var þín saklausa, barnslega tryggð; með hugrekki leiðst þú hið logandi bál. Nú lifir þín minning í barnanna sál. Ingibjörg Benediktsdóttir STJÖRlVrSPA eftir Franoes Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert í stöðugri þekkingar- leit og lifir ævintýraríku lífí sem margir öfunda þig af. Hrútur (21. mars -19. apríl) Gerðu ekki meiri kröfur til annarra en þeir geta staðist. Einbeittu þér að því að efla styrk fólks frekar en að ein- blína á veikleikana. Naut (20. apríl - 20. maí) Þótt það sé freistandi að leggjast í leti skaltu ekki láta það eftir þér. Haltu því utan um alla hluti bæði í starfi sem heima fyrir. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) VA Það er allt í sómanum hjá þér um þessar mundir í vinn- unni svo þú getur leyft þér að slaka svolítið á. Gefðu þér tíma til að rækta sjálfan þig. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Lífið er í föstum skorðum og þú ert hæstánægður. Vertu samt opinn fyrir því að breyta til ef það tækifæri býðst en skoðaðu máiið frá öllum hliðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) 3* Heimili manns er þar sem maður er hverju sinni. Hafðu það í huga þegar þú ferð á ókunnar slóðir og reyndu að búa sem best um þig og þína. Meyja, (23. ágúst - 22. sept.) ifilL Einhver sýnir þér meiri trúnað en þú hefur áhuga íyrir svo líklega væri best að sýna einhver viðbrögð og ieggja málið svo til hliðar. ¥TV (23. sept. - 22. október)^ A Orð þín og verk hafa vakið athygli og þeir eru margir sem vilja feta í fótspor þín. Veittu þeim þá handleiðslu sem þér er unnt. Sþorðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) Þú bókstaflega ijómar þessa dagana og vekur eftirtekt hvar sem þú kemur. Notaðu tækifærið og komdu þínum hjartans málum á framfæri. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) AO Eyddu ekki tíma þínum eða orku í að sannfæra aðra um að þú sért að gera rétt. Haf- irðu farið eftir eigin brjóst- viti hefurðu ekkert að óttast. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ttílt Vertu óhræddur við að láta óskir þínar uppi þvi eitt er að biðja fallega og annað að heimta með frekju. Við- brögðin munu koma þér á óvart. Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) Þótt samvinna með öðrum sé ekki alltaf auðveld ertu til- neyddur til að halda það út. Leggðu þitt af mörkum til að gera andrúmsloftið betra. Fiskar (19. febrúar - 20. mars)>%** Líttu í kringum þig og að- gættu hvort þú getir lagt eitthvað af mörkum til að bæta umhverfi þitt. Þér er ekkert að vanbúnaði að hefj- ast handa. Stjömuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaíegra staðreynda. Við myndum líka nörda Gerðu verðsamanburð. Hjá okkur eru allar myndirnar sem þú færð í myndatökunni stækkaðar og fúllunnar. Innifalið í myndatökunni: 12 stækkanir 13x18 cm, 2 stækkanir 20x25 cm og ein stækkun 30x40 cm í ramma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Við erum FÍFL. Útsala 50% afsláttwr cWM3l Joha QSifci ST0 M M E R o£m/X*. olXsjfA, SlMI 553 3366 G L Æ S I B Æ Bakverkur P ÞursabitP BlOflex segulmeðferð hefur slegið í gegri á íslandi. Um er að segi _ ræða segulþynnur í 5 stærðum sem festar eru á líkamann með igegn í festa húðvænum plástri. Hef öðruhvoru átt vanda til þess að fá þursabit með miklum kvölum. Konan mín sá auglýstar BlOflex seguiþynnur sem gætu komið að gagni. Já, svo sannarlega virkaði segullinn og það innan klukkustundar, vinnutap er ekkert sem áður var nokkrir dagar. Ctsli Einarsson, bílstjóri Segulþynnurnar eru fáanlegar í flestum lyfjaverslunum, Heilsuhúsinu, Yggdrasil og Græna Torginu - Blómavali ítarlegar íslenskar leiðbeiningar fýlgjameðogeinnig liggja kynningaibaeklingarframmi á sölustöoum. Upplýsingasími er 588 2334 Dæmi þar sem BlOflex Iþynnan hefúr sýnt er áhrif Höfuðverkur Hnakki • Axlir • Tennisolnbogi • Bakverkir • Liðaverkir • Þursabit • Hné • Æðahnútar « ökklar MARBERT VEGNA ÞESS AÐ ÞRÓUNIN HELDUR ÁFRAM.___ PR0FUTURA 2000 Einstök formúla, endurbætt NANOPART0 flutningskerfi sem er 30 sinnum öflugra og flytur Ceramid, A- og E- vítamín þangað sem húðin þorfnast þess mest. Árangur er sjúanlegur eftir oðeins 14 daga notkun. ► Húðin verður sléttari og stinnari. ► Broslínur og fínar línur mýkjast. ► Teygjanleiki húðarinnar eykst. ► Á sama tfma er húð þín fullkomlega varin. Dag- og næturkrem fyrir allar húðgerðir — líka herra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.