Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 68

Morgunblaðið - 10.02.2000, Side 68
68 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Heimildarmynd um Eyjabakka sýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg ' Hvað eru yfir- völd að gera viðlandið? A kvikmyndahátíðinni í Gautaborg var sýnd heimildarmynd Helgu Brekkan og Helga Felixsonar um Eyjabakka, þar sem horft er á málið utan frá, eins og Sigrún Davíðs- dóttir komst að, er hún ræddi við Helga. „ÞAÐ SEM vekur áhuga okkar er spurningin: Hvað eru yfírvöld að gera við landið?" segir Helgi Felixson kvikmyndaframleiðandi, aðspurður af hveijum honum og Helgu Brekkan hafi dottíð í hug að gera heimildar- mynd um Eyjabakka og fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir þar. Þau starfa bæði í Stokkhólmi. Helgi hefur ■ rekið kvikmyndaframleiðslufyrir- tæki síðan 1989 og Helga starfar við kvikmyndagerð og margmiðlun. Helgi hefur framleitt 25-30 myndir síðan 1989 og leikstýrt nokkrum þeirra sjálfur. Fyrirtæki hans Idé- fílm framleiðir myndir, mest heimild- armyndir, fyrir alþjóðlegan markað. Á kvikmyndahátíðinni í Berlín á næstunni verður frumsýnd heimild- armynd í kvikmyndalengd, framleidd af fyrirtækinu, um vændiskonu í Mexíkó, en myndin mun fara í alþjóð- lega dreifingu. Um þessar mundir er > Helgi að vinna að heimildamynd um Sabinu Spielrein, íyrsta sjúkling Jungs og síðar samstarfskonu hans. Af fyrri myndum Helga má nefna mynd hans um indíána í Amasón, sem frumsýnd var í september 1998 að viðstöddum sænsku konungshjónun- um, en hún var sýnd í sænska sjón- varpinu um jólin. Kannski muna ein- hverjir eftir heimildamynd Helga, sem hann gerði 1989 um „Sænsku mafíuna“, íslenska menntamenn, sem höfðu lært í Svíþjóð og borið með sér sænsk menningaráhrif heim aftur. Sjálfum þykir honum einna vænst um mynd, sem hann gerði 1988 um Hall- dóru Briem, arkitekt, sem var búsett í Stokkhólmi. Amasón og fsland standa hjartanu næst Amasón og ísland eru greinilega þau efni, sem standa hjarta Helga næst, því myndum frá þessum svæð- um segist Helgi leikstýra sjálfur, ekki aðeins framleiða. Um tildrög Eyjabakkamyndarinnar segist hann hafa frétt lauslega, hvað til stæði, þó hann fylgist ekki að staðaldri með ís- lenskum málefnum. Þegar bróðir hans kom í heimsókn og hafði með sér eintak af Morgunblaðinu, þar sem fjallað var ítarlega um virkjunar- áformin, rann upp fyrir Helga að hér var áhugavert efni á ferðinni. Um sama leyti hafði Helga verið á Islandi, tekið upp efni tengt Eyja- bökkum og úr varð að þau ákváðu að ráðast í að gera heimildamynd um málið. „Eg var í raun á kafi í öðrum verkefnum, en lagði það allt til hliðar til að geta tekið til við Eyjabakka," segir Helgi. Eyjabakkamyndin er eins og aðrar myndir Helga gerð fyrir alþjóðlegan markað. Hann segir áhuga á fram- kvæmdunum erlendis vera gríðarleg- an og það finni þau Helga, þó þau séu varla byijuð að kynna myndina, því hún er rétt að verða tilbúin. Sem dæmi um áhuga erlendis segir Helgi að þýska tímaritið Der Spiegel hafi þegar fjallað um virkjunarfram- Ljósmynd/Skarphéðinn Þórisson Snæfell við Eyjabakka. „Eg var í raun á kafi í öðrum verkefnum, en lagði það allt til hliðar ...“ segir Helgi. kvæmdimar. Þýskir aðilar hafa einn- ig hug á að sýna myndina. Myndin verður sett í sölu á kvikmyndahátíð- inni í Berlín þar sem flestar sjón- varpsstöðvar eiga fulltrúa. Ljóst er að myndin verður sýnd í Noregi og sennilega í Svíþjóð líka. I fyrra hlaut mynd Helga um sænsk umhverfismál verðlaun á franskri kvikmyndahátíð, sem sérhæfir sig í heimildamyndum um umhverfismál og þar er áhugi á að sýna myndina. „Það hefur verið gott að fá svona já- kvæð viðbrögð þegar við erum varla farin að sinna dreifingunni." En hvað þá með ísland? ,A-uðvitað er efst á óskalistanum að hún verði sýnd þar. Það hafa ýmsir imprað á því við mig að myndin sé of pólitísk til að hún fáist sýnd á Islandi, því hún fjalli um svo mikið hitamál, en ég trúi því ekki,“ segir Helgi og bætir við að gaman væri að sýna hana í íslensku kvikmyndahúsi auk þess að fá hana sýnda í sjónvarpi. Um málefni en ekki menn Heimildamyndagerð er ekki mikið stunduð á íslandi miðað við gróskuna í leiknum kvikmyndum og þá alls ekki gerð mynda um pólitísk hitamál. „Það er hefð fyrir skáldskap á Islandi og um leið leiknum kvikmyndum, en ekki fyrir pólitískri kvikmyndagerð,“ segir Helgi. Þegar myndin um Eyjabakka var rædd í hópi Islendinga, sem sáu hana á Gautaborgarhátíðinni, voru nokkrir sem nefndu að svona mynd væri ekki hægt að gera á íslandi, bæði vegna persónulegrar nándar og eins því erf- itt væri að sjá hlutina í stærra sam- hengi þegar efnið væri séð innan frá. „Við sjáum atburðina með gestsauga og þá kannski úr meiri fjarlægð, sem auðveldar okkur að sjá breiðu línurn- ar, en festast ekki í smáatriðum," segir Helgi. „Hvort sem verið er að gera mynd um Amasón eða ísland, hjálpar til að hafa fjarlægð á hlutina, því þannig fæst skýrari mynd.“ Einnig má spyrja, hvort nándin í íslensku samfélagi torveldi ekki gerð pólitískra heimildamynda um mál, sem eru efst á baugi, og er Helgi þeirrar skoðunar. „Margir hafa bent mér á að það sé nauðsynlegt að fara varlega í að gagnrýna ákveðna aðila og pólitísk öfl. Ef ég ynni heima gæti þetta snert mig, en þar sem ég vinn erlendis þarf ég ekki að taka tillit til þess, hvað mennimir heita, sem nefndir eru. En myndin fjallai’ ekki um menn heldur málefni." Stenst ímyndin um óspillta náttúru Islands? En af hverju gera íslenskir kvik- myndagerðarmenn í útlöndum mynd um hápólitískt íslenskt mál? „Þó ég búi ekki á íslandi hefur mér alltaf þótt vænt um Island og ímynd Is- lands er líka stór hluti af lífi mínu hér úti. Þessi ímynd sem felst í ósnertri náttúru og víðáttu. Nú virðist sem það sé spuming hversu lengi þessi ímynd mun standast. Þetta snertir mig tilfinningalega líkt og svo marga aðra Islendinga sem búa erlendis." Og þar sem Helgi er kvikmynda- gerðarmaður segir hann að sér hafi verið eðlilegt að vinna úr efninu með þessum hætti. „Ég nota mín verkfæri til að spyrna við fótum, en um leið hef ég kynnt mér afstöðu Austfirðinga og ástæðumar fyrir jákvæðri afstöðu þeirra varðandi virlqun." Helgi segist við þau kynni hafa komist að þeirri niðurstöðu að málið snerist um meira en bara virkjun og álverksmiðju. „Það er búið að svíkja þetta fólk um úrræði í mörg ár og nú stíga stjómmálamennimir fram og ætla að bjarga málum Austfirðinga með virkjun og álverksmiðju. Það er sorg- legt að stjómmálamenn komi svona fram og tvístri þjóðinni með því að ráðast á helg svæði Islands með svo harkalegum aðgerðum." Myndin um Eyjabakka er heimildamynd, en Helgi segir með bros á vör að hann taki vissulega afstöðu. „Ég tala sem kvikmyndagerðarmaður, ekki sem blaðamaður, sem þarf að gæta fyllsta hlutleysis." ot/rt i'f/S' )VU/ZS"''*((<> . / X <X <'<fO<f,/t<J , Í //^((/'(TOTrrrr . / )ot//r</o<//te )/) J r' , / )< ///'</< <//to , //\< (/z'</o<//t,o , ^Jo////'</oc/ n e /TA </ </ , / )<)</r</<)(f ne )/> • // ./)onoofo<f/w )/) </ (/ • /)</</■</<<//(<> O/O " <' , 7 X «/’</< (ftti' V) (/ <7 , /) <■ (//'</<!</no ,)/\ r/ ' . ' )<;(//'</<)</nc 16.-20. febrúar ERADA6AR B0UR606NE Hótel Holt kynnir Bourgognehéraðið í Frakklandi. Michelin kokkurinn Gauthier frá Restaurant Madeleine í Sens í Bourgogne matreiðir ásamt aðstoðar- mönnum 7 rétta kvöldverð að hætti Bourgogne. Vínfræðingar verða með móttöku fyrir matargesti í Þingholti alla daga frá kl. 18:00 til 21:00. 'V )/) ■ << < , / )<•«/'</< < </ >0/ HOTELi IHOLT'' með öllu tilheyrandi fyrir aðeins Borðapantanir ísíma 552 5700 Eyja- bakkar: heimildar- mynd að tjaldabaki HVAÐ gera stjórnmálamenn, þeg- ar myndavélarnar beinast ekki lengur að þeim eftir umræðuþátt eða þegar þeir vilja ekki tala við fréttamenn? Þetta sjá áhorfendur sjaldnast, en blaða- og fréttamenn vita vel að skemmtilegustu at- hugasemdirnar falla oft utan sjénsviðs fjölmiðlanna og að stjórnmálamenn eru ekki endilega jafn sléttir og felldir og þeir sýn- ast á skjánum. I heimildamyndinni Eyjabakkar fara þau Helgi Felixsson og Helga Brekkan Ifka að tjaldabaki, hitta ráðherra, sem ekki vilja tala við þau og sýna áhorfendum ráðherra og þingmann takast á í orðum að loknum umræðuþætti í sjónvarpi. En allt er þetta aðeins liður í að draga upp mynd af deilunni um Eyjabakka. Ramminn um myndina er viðtal við Guðberg Bergsson rithöfund, sem í upphafi rifjar upp þegar hann var strákur og stóð stuggur af stórum steinum á bernskuslóð- unum. Það var einkum einn steinn, Helga Brekkan og Helgi Felixson. sem honum var í nöp við, svo mjög að hann braut hann á endanum. Þá rann líka upp fyrir honum að það sem er eyðilagt í náttúrunni verður aldrei bætt aftur. En í litlu þjóðfélagi eins og því íslenska þá verður það oft svo að þó fræðilega sé deilt um málefni þá verða einstakir menn oft hinn áþreifanlegi kjarni deilunnar. Þannig var það um Ómar Ragnarsson frétta- mann, sem fékk að heyra að hefði hann ekki verið að sýna myndir frá Eyja- bakkasvæðinu hefði aldrei ncinum dottið í hug að fara að spá í umhverfisáhrifin. Hinn geðfelldi og einlægi Ómar segir sína sögu og sýnir um leið svæðið, sem hon- um þykir innilega vænt um. Eftir á má segja að Ómar hafi undanfarna áratugi gert meira af því að sýna löndum landið en flestir aðrir og þannig kannski aukið umhverfisvitund Is- lendinga, sem af ýms- um ástæðum hafa verið seinni að taka við sér en íbúar víða í nágrannalöndunum. En kvikmynda- gerðarmennirnir gleyma ekki að í byggðarlaginu, sem hýsa mun hugsanlegt álver, styðja margir aðgerðirnar. Þeirra sjónarmið koma til skila, en líka sjónarmið þeirra Austfirðinga, sem ekkert lýst á framkvæmdirnar. Myndin gefur áhugaverða sýn á fiókið deiluefni og málefni, sem flestir Islendingar virðast láta sig varða. Myndin fjallar um málefnið, en það eru mennirnir, sem koma fram, sem gefa henni lit og tilfinn- ingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.